Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 29 UMRÆÐAN ÍSLENSK efnahagsumræða er mjög lituð af frösum sem lítil inni- stæða er fyrir. Stöðugleiki, methag- vöxtur, glæsileg fjárlagafrumvörp og lækkun skatta eru því miður orðin tóm, lítið annað en þjóðsögur þegar málin eru skoð- uð gaumgæfilega. Þjóðsagan um stöðugleikann Íslensk fyrirtæki og heimili búa ekki við þann stöðugleika sem haldið er fram að ein- kenni íslenskt efna- hagslíf og hafa raunar ekki gert það í langan tíma. Íslenska krónan hefur verið í rússíban- aferð í mörg ár og hef- ur á stuttum tíma sveiflast um allt að 40%. Verðbólgan hef- ur verið yfir verð- bólgumarkmiði Seðla- bankans í tæp tvö ár og viðskiptahallinn hefur aldrei verið eins mikill. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa aldrei verið hærri og skuldir heimilanna eru sömuleiðis í sögu- legu hámarki. Reka mætti allt félagsmálaráðuneytið í um 100 ár fyrir þá fjármuni sem Ísland skuldar erlendis. Húsnæðisverð hef- ur rokið upp úr öllu valdi og vextir á Íslandi eru með því hæsta sem þekk- ist í Evrópu. Afleiðingarnar eru kunnar, kostnaður og óhagræði allra eykst og fyrirtæki eru jafnvel farin að flýja land. Þjóðsagan um hagvöxtinn Stundum er látið að því liggja að Íslendingar séu hálfgerðir heims- meistarar í hagvexti. En sé rýnt í töl- urnar kemur allt annað í ljós. Hagvöxtur á Íslandi árin 1991– 2001 var einungis jafnmikill og með- alhagvöxtur OECD-þjóðanna. Á þessu tímabili erum við einungis um miðja deild. Sé litið á tímabilið 1995– 2004 sést að mörg ríki eru með meiri hagvöxt en Ísland og má sem dæmi nefna Grikkland, Finnland, Írland og Lúxemborg. Á þessu tímabili var hagvöxtur á Íslandi svipaður og á Spáni og í Svíþjóð. Þjóðsagan um ríkisfjármálin Árlega berast sólskinsklæddar fréttir af fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar. Það bregst ekki, að greint sé frá himinháum afgangi sem eigi að verða á fjárlögum í lok árs. Á sama tíma stæra stjórnarherrarnir sig af góðri og ábyrgri fjár- málastjórn. En þegar reikningurinn er svo gerður upp blasir allt annar raunveruleiki við. Á árunum 2000–2004 átti afgangur ríkissjóðs samkvæmt fjárlaga- frumvörpum að vera samtals 82 milljarðar króna. Niðurstaðan varð hins vegar átta milljarða króna halli á þessu tíma- bili, þrátt fyrir alla einka- væðinguna sem átti sér stað á þessum árum. Munurinn á á því sem ríkisstjórnin boðaði og því sem í raun varð eru heilir 90 milljarðar króna. Annað dæmi um glóru- lausa fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins er að samkvæmt ríkisreikningi árið 2003 jukust útgjöld ríkisins, umfram fjár- lagafrumvarpið, um rúm- lega þrjár milljónir króna á hverri klukkustund allt árið, alls um 27,4 millj- arða króna. Þjóðsagan um skattana Sennilega eru margir orðnir þreyttir á umræðu um það hvort skattbyrði hafi aukist eða ekki. En í þessu sambandi er ágætt að vísa til þess sem fjármálaráðherrann sjálfur hefur sagt. Í nýlegu skriflegu svari frá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingi er beinlínis sagt að skattbyrði allra tekjuhópa hafi þyngst frá árinu 2002 að einum hópi undanskildum. Það eru þau 10% ein- staklinga sem hafa hæstu tekjurnar. Skattbyrði þess eina hóps hefur minnkað. Svar fjármálaráðherrans er aðgengilegt á vef Alþingis. Í öðru skriflegu svari frá þáverandi fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, frá árinu 2002 kom hið sama fram. Í svarinu er staðfest að 95% hjóna og sambúðarfólks og 75% einstaklinga greiddu hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en þau gerðu árið 1995 þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Það þarf því ekki að þræta um það lengur hvort skattbyrði einstaklinga hafi þyngst eða ekki. Skattbyrðin hef- ur þyngst og ríkisstjórnin hefur sjálf staðfest það, þar á meðal Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde. Málið er því dautt. Fjórar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um íslenskt efnahagslíf Ágúst Ólafur Ágústsson ’Íslensk fyrir-tæki og heimili búa ekki við þann stöðugleika sem haldið er fram að einkenni íslenskt efnahagslíf og hafa raunar ekki gert það í langan tíma.‘ Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. HAFA eldri borgarar tekið eft- ir því hvernig skattastefna Sjálf- stæðisflokksins birtist þeim? Auð- vitað, því síðustu 10 ár hafa aldraðir greitt sífellt stærri hluta ellilíf- eyris til Geirs H. Haarde og Árna Mat- hiesen á meðan tekju- hæstu Íslendingarnir hafa notið lækkandi skatta. Aldraðir hafa vissulega tekið eftir að skattleysismörkin hafa engan veginn haldið í við hækkun launa og verðlags, sem þýðir að nú eru skattar lagðir á ellilíf- eyri sem áður var skattlaus. Þetta sýnir prófessor Stefán Ólafsson í Morgunblaðs- grein 24. mars. Segið það Vilhjálmi Þ. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík ber auðvitað ábyrgð á Sjálf- stæðisflokknum í landsstjórn. Er Geir H. Haarde ekki þingmaður Vilhjálms Þ.? Nú kemur D-listinn í borgarstjórn og vill efla hag aldraðra. Takk. Megum við minna á að í ríkisstjórn undanfarin 15 ár hafa þeir nýtt illa tækifærin til að bæta kjör, þjónustu og aðbúnað aldraðra. Hundruð manna bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og enn fleiri deila herbergi með öðrum á stofnunum. Samt sem áður borgum við öll sérstakan skatt til að byggja upp fyrir aldraða. Nægir þá ekki skatturinn? Jú, en fjármálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins setja bara helminginn af honum í þau mál sem hann er ætlaður! Taka úr framkvæmdasjóði aldraðra í annað. Bíðum við, hver er þá nið- urstaðan? Hún er sú að á aðra hönd leggur Sjálfstæðisflokkurinn sífellt hækkandi skatta á lífeyri aldr- aðra, en rænir með hinni helmingnum af sérstakri fjáröflun til að byggja upp hjúkr- unarheimili fyrir þá. Er þetta nú fallegt? Jafnaðarmenn vilja þjónustuna til borgarinnar Við viljum sam- ræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Hvers vegna er ekki búið að því? Ásta R. Jóhannes- dóttir þingmaður skrifar um þetta á heimasíðu sinni: ,,Ástæðan er m. a. sú að þessir þættir heyra ekki undir eitt ráðuneyti. Sjálf- stæðismönnum hefði verið í lófa lagið að breyta því undanfarin 15 ár í ríkisstjórn, en þeir hafa ekki gert það. Öldrunarmálin eiga auð- vitað að heyra undir einn ráð- herra og flytjast síðan til sveitar- félaganna. Ekki hafa lög um málefni aldraðra fengist endur- skoðuð þrátt fyrir ítrekaðar óskir samtaka aldraðra.“ D-listinn í borgarstjórn flutti tillögu um ,,meira samráð við samtök aldraðra“. Það þarf ekk- ert samráð við aldraða um þau mál sem helst brenna á þeim, því þeir hafa margoft lýst óskum sín- um einmitt um þessi mál! Reykjavíkurborg hefur staðið við sinn hluta fyrirheita um mikið átak í þágu aldraðra. Mörg hundr- uð milljónir eru á biðreikningi eft- ir að komast í kynni við framlag ríkisins til hjúkrunarheimila. Og við hlustum á raddir aldraðra sem óska eindregið eftir því að ,,stofn- anavæðingu“ linni eins og löngu er þekkt á Norðurlöndum, og við taki öflug þjónusta í heimahúsum, stigvaxandi eftir þörf. Um þetta segir formaður vel- ferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, í nýlegri grein í Mbl.: Sjálfstæðismenn benda á að tryggja þurfi nægt framboð bú- setukosta fyrir eldri borgara og það tek ég heilshugar undir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg á síðustu misserum ráðstafað lóðum undir 166 íbúðir fyrir aldraða við Ferjuvað, Sléttuveg og Suður- landsbraut, auk íbúða fyrir 80 manns við Sóltún. Þá byggðum við 50 þjónustuíbúðir í Graf- arholti. Auk þessa höfum við skil- greint eldri íbúðir sem þjónustu- íbúðir. Viðkomandi þarf ekki lengur að flytja til að fá þjónustu eins og um þjónustuíbúð væri að ræða, nú er það „þjónustuíbúðin heim“. Við þurfum ekki Sjálfstæð- isflokkinn til að leggja línurnar í borginni, árangurinn í ríkisstjórn hræðir. Aldraðir taki eftir! Stefán Jón Hafstein fjallar um aldraða og aðbúnað þeirra ’Við þurfum ekki Sjálf-stæðisflokkinn til að leggja línurnar í borginni, árangurinn í ríkisstjórn hræðir.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.