Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 53 MENNING MESSAN í Vídalínskirkju í Garða- bæ síðastliðinn sunnudagsmorgun var sérstæð. Að svo til öllu leyti var hún sungin; meira að segja predik- unin var í höndum einsöngvara. Þetta var Vídalínsmessa eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, en textinn var latneskur messutexti auk kafla úr predikunum Jóns Vídalín. Að vanda heldur Hildigunnur sig við hefðbundið tónmál; kirkjutónteg- undir og dúr- og mollhljóma. Það hefur þann kost að tónlist hennar er aðgengilegri en títt er um nýja tón- list. Þar með er ekki sagt að hún sé endilega betri, hún er bara auðmelt- anlegri. Stundum jaðraði við að messan væri klisjukennd; kröftugur páku- leikur í upphafi minntu óþægilega mikið á Jólaóratóríu Bachs og langir hljómar og endurteknar nótur í lokin til að skapa stemningu eru trix sem eru afar oft notuð í kvikmyndum. Fátt í tónmálinu kom á óvart; maður hafði heyrt það allt saman áður og því virkaði músíkin einkennilega ópersónuleg. Styrkur tónlistarinnar var hins- vegar sá hve haganlega hún var gerð. Jafnvægið á milli kórpartsins og kammersveitarinnar var aðdáun- arvert; það sem vantaði í röddum kórsins bætti hljómsveitin upp og öf- ugt. Úrvinnsla tónhugmyndanna var líka rökrétt og eðlileg og heild- arsvipur verksins var sterkur; stíg- andin upp í hápunkt var markviss og rólegir niðurlagskaflarnir snyrtilega skrifaðir með fyrrgreindum löngum hljómum og endurteknum nótum. Og óneitanlega virkaði það síðar- nefnda þótt það hafi ekki verið frum- legt. Flutningurinn var hinsvegar upp og ofan. Blandaður Kór Vídalíns- kirkju stóð sig ágætlega í sjálfu sér, en hann er dálítið smávaxinn, sam- anstendur af 28 söngvurum sem væntanlega eru fæstir þrautþjálfaðir söngvarar. Hljómurinn í kórnum var því fremur loðinn og kom ekki alltaf nægilega vel út, þótt söngurinn hafi annars verið öruggur og fumlaus. Hljómsveitin var betri og sumt var sérlega fagurt eins og horna- blástur Emils Friðfinnssonar. Helst mátti finna að nokkuð ónákvæmum sellóleik, en annað var yfirleitt á hreinu og heildarhljómurinn þéttur og greinilega vel ígrundaður. Frammistaða einsöngvaranna var misjöfn. Hallveig Rúnarsdóttir var frábær; björt sópranrödd hennar var einstaklega skær og falleg, en bróðir hennar, Ólafur Rúnarsson tenór, virtist ekki vera í sínu besta formi. Rödd hans virkaði hol og bak- stæð og hún brast a.m.k. þrisvar sinnum, sem var áberandi. Það var synd því túlkun hans var að öðru leyti áhrifarík og tónlistin sem hann söng, predikanir Jóns Vídalíns, með því besta í öllu verkinu. Almennt talað var þetta athygl- isverð stund þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið tíundaðir. Það hlýtur að vera jákvætt að listamenn okkar leitist við að víkka út messu- formið; Kirkjan er stofnun sem má ekki staðna. Haganlega gerð messa Jónas Sen TÓNLIST Vídalínskirkja Hildigunnur Rúnarsdóttir: Vídalíns- messa. Flytjendur voru Kór Vídalínskirkju og hópur hljóðfæraleikara. Stjórnandi: Jó- hann Baldvinsson. Einsöngvarar: Hall- veig Rúnarsdóttir og Ólafur Rúnarsson. Sunnudagur 26. mars. Messa, kórtónleikar ÞAÐ hefðu margir haldið að þegar meistararafbassistinn Jóhann Ás- mundsson og trommarinn Erik Qvick, sem nú má kalla sænsk- íslenskan, stjórnuðu kvintett og hefðu fengið m.a. til liðs við sig sænska gítaristann Johan Oijen yrði djassrokkið alsráðandi, en svo var nú ekki. Tónleikarnir hófust á frekar hefðbundinn hátt með dauflegu Íll catch you eftir John Scofield og síðan kom Tell me a bedtime story eftir Herbie Hancock þar sem undiraldan var dálítið sterkari, en í þriðja laginu, blús eftir Mike Brecker, Take a walk, fór kvintettinn í gang og Jói keyrði í fjórgangnum með NHØP fíling og á stundum rauk úr sólistunum; Kjart- an með víbrafónsánd á hljómborðinu svo minnti á Milt Jackson í Bags Grove, Jóel með hraðahlaup milli blúshugleiðinganna og Oijen ekki fjarri sterkhljóma stundum. Svo kom eina frumsamda verk tónleikana, ballaðan ljúfa eftir herra Ámundsson, Áróra, sem Kjartan gaf klassískt yf- irbragð með hljómborðsleik sínum. Áður en hlé var tekið skelltu dreng- irnir sér í djömpslagara a la Louis Jordan. Sá nefndist Jig a jug og skrif- aður af Joshua Redman. Það fór þó ekki að hitna í kolunum fyrir alvöru fyrr en eftir hlé að lokinni heldur lit- lausri túlkun á Atlantis McCoy Tyners, en lagið býður nú ekki uppá mikil tilþrif. Bræðingsdjassinn er að- all Jóa Ásmunds og í Joe Cool eftir Rob Monsey var vel gefið í. Þá var komið að Snakes eftir kollega Jóa, Marcus Millers, og blómstaraði kvin- tettinn sem aldrei fyrr. Þar var bassaþumallinn á fullu og Jóel með djassinn á hreinu yfir bræðingshryn- inum. Sóló Jóhanns var perla og svo var endað á stefi Markúsar sem var með austur-evrópskum blæ. Það var afturá móti allt eftir djassbókinni í lagi Bob Bergs: Friday night at the Cadilac Club og Johan var waken- ískur í ýlfrandi sóló sínum, Jóel tryllti svo sæmt hefði á JATP tónleikum, Kjartan skipti aftur yfir í víbrafóns- ándið og Erik Qvik sló velhugsaðan trommusóló. Að lokum léku þeir fé- lagar fallega útsetningu Eriks á Naimu Coltranes sem Jóel blés í anda meistarans, en þó með sínu lagi. Þetta var vel heppnað kvöld þótt ekki væri boðið uppá margt nýtt. Þeir Jói og Erik eru samstíga í hryn- inum og Jóel og Kjartan í hópi helstu djasseinleikara okkar. Þetta er í þriðja sinn sem Oijen leikur hér og þó leikur hans beri með sér blæ frá helsta djassgítarleikara Svía, Ulf Wakenius og hann leiti víðar fanga, eru sólóar hans mjög heilsteyptir. Bræðingur og hefðardjass Vernharður Linnet DJASS Múlinn í Þjóðleikhúskjallaranum Jóel Pálsson saxófón, Johan Oijen gítar, Kjartan Valdemarsson hljómborð, Jóhann Ásmundsson bassa og Erik Qvick tromm- ur. Miðvikudagskvöldið 22.3. 2006. Bræðingssveit Jóa Ás og Erik Qvick HJÁ Máli og menn- ingu er komin út barnabókin Rebbi og Héra eftir belg- ísku listamennina Sylvia Vanden Heede og Thé Tjong-Khing. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi. Sögurnar um Rebba, Héru og vini þeirra þykja með eindæmum skemmtilegar og hugljúfar og hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim á undanförnum árum. Fyrsta bókin um Rebba og Héru segir frá skemmtilegum vetri í skóginum og er sérstaklega hugsuð fyrir börn sem eru að byrja að lesa. Bókin er 140 bls. Verð: 2.490 kr. Nýjar bækur Fréttir í tölvupósti Fréttasíminn 904 1100 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.