Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18
Þingeyjarsveit | Það hefur ver- ið líflegt í geitahúsinu á Rauðá í Þingeyjarsveit undanfarið, en fyrsti kiðlingurinn fæddist í jan- úar og margir fleiri hafa komið síðan sem dafna vel enda fá þeir mikið af næringarríkri geita- mjólk. Þeir labba og skoða allt húsið, naga eitthvað sem þeir sjá og gaman þykir þeim að hitta fólk sem veitir þeim at- hygli. Geitabúið á Rauðá er alltaf vinsælt hjá börnum og Karen Ósk Ákadóttir í 4. bekk Borg- arhólsskóla á Húsavík varð him- inlifandi að fá að halda á og klappa þessum stóra og fallega kiðlingi. Hún var ásamt félögum sínum í sveitaheimsókn hjá Rauðárbændum nú í vikunni og allir vildu vera hjá þessu skemmtilega ungviði sem kið- lingarnir eru. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Geiturnar eru alltaf vinsælar Sveitin Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heyrst hefur að flugáhugamenn hér fyr- ir norðan bíði sumarsins spenntir og sumir fyllist jafnvel töluverðri fortíðarþrá. Ak- ureyringurinn Arngrímur Jóhannsson flugstjóri – jafnan kenndur við Atlanta – sem fluttur er í fæðingarbæinn á nýjan leik, hefur nefnilega fest kaup á flugvél af De Havilland Beaver gerð og hyggst prýða Pollinn með þeim forláta grip í sum- ar. Þetta er altso sjóflugvél, en getur einn- ig lent á landi.    De Havilland Beaver þykja flottustu sjó- flugvélar sem til eru. Vélina keypti Arn- grímur vestanhafs, þar er nú verið að taka hana í gegn og hún birtist svo í höfuðstað Norðurlands í ágúst. Þá er víst að hýrnar yfir mörgum sem ólust upp á Eyrinni í gamla daga og muna þá tíð þegar fyrstu flugvélarnar komu til bæjarins, lentu á Pollinum og renndu upp að Strandgöt- unni.    Akureyrskur skíðamaður og reikni- meistari heldur því fram að helmingur þeirra sem renna sér í brekkum Hlíð- arfjalls um helgar í vetur séu utanbæj- armenn og 25% af höfuðborgarsvæðinu. Þessi vísindalega niðurstaða er fengin svona: hann sagðist ekki þekkja nema helming gestanna og helmingur þeirra sem hann þekkti væri að sunnan!    Þráinn Karlsson fagnaði 50 ára leikaf- mæli á þriðjudagskvöldið og sérstök hátíð- arsýning á Litlu hryllingsbúðinni var þá á fjölum Samkomuhússins af því tilefni og samkvæmi á eftir. Margir fyrrverandi samstarfsmenn Þráins af fjölunum voru á staðnum; Sigurveig Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þór- halla Þorsteinsdóttir og Gestur Einar Jón- asson voru þau sem lengst léku með hon- um.    Unga fólkið sem leikur með Þráni hjá LA í vetur vakti mikla og almenna hrifningu í samkvæminu með því að syngja íslenska þjóðsönginn samstarfsmanni sínum til heiðurs. Ó, Guð vors lands hljómaði af krafti um húsið og ástæðan sögð sú að aldrei fyrr hefði nokkur í hópnum kynnst jafn miklum unnanda Íslands, fánans og skjaldarmerkisins og Þráni Karlssyni. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann Grímsey | Það voru held- ur betur kröftugir krakk- ar sem brettu upp ermar og fylltu 12 risaplastpoka og saltpoka af dósum, plastflöskum og gler- flöskum. Verkefnið er eitt af fjáröflunarleiðum þeirra vegna vorferðar eldri deildar til „Íslands“. Björgunarsveitin Sæþór var svo góð að ráða skóla- börnin til þessa verks, en skilagjald á flöskum auk flugeldasölu er árleg tekjulind sveitarinnar. Það voru að vonum stolt og glöð skólabörn sem horfðu á eftir Sæfara, ferjunni okkar, sigla frá bryggju með alla pokana 12 á dekkinu. Morgunblaðið/Helga Mattína Handagangur í flöskunum Hólmfríður Bjart-marsdóttir,Sandi í Aðaldal, endurnýtir gamalt kvæði: Það er gaman við götuna að vera hana gengur oft Litla-Jörp þvera. Á leið niðrí bæ og um leið segir hæ en heim mun hún bjórkassann bera Stefán Vilhjálmsson: Yngri-Rauð eg hefi selt og æði mörg tár af því fellt, en veraldarauð mig vantar í nauð, hef með drykkju í skuldir mér skellt. Hjálmar Freysteinsson : Yngri-Rauð nú er ég búinn að selja, ekki hafði ég um margt að velja er því sjaldan glaður aumur drykkjumaður. Það vildi ég hann verið hefði belja. Af Litlu-Jörp pebl@mbl.is Húsavík | Á umhverfisráðstefnu sem hald- in verður á Húsavík verður sýnd mynd af því landi sem mætti Garðari Svavarssyni sem fyrstur manna sigldi umhverfis landið og hvernig hið ósnortna Ísland gæti hafa litið út á þeim tíma. Sú mynd er síðan borin saman við hin svokölluðu „ósnortnu víð- erni“ Íslands í dag. Einnig verður dregin upp mynd af mögulegri ásýnd Íslands í framtíðinni. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Garðars- hólmi; saga, land og menning. Húsgull, umhverfissamtök á Húsavík, gangast fyrir henni í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Viðskiptaháskólann á Bifröst. Ráðstefnan verður haldin á Fosshóteli Húsavík næstkomandi laugardag, 1. apríl, og hefst kl. 10.30. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, ávarpar ráðstefnuna og fyrirlesarar eru frá þeim aðilum sem standa að ráð- stefnunni og utan þeirra. Markmið ráðstefnunnar er að vekja gesti til umhugsunar um samspil vistkerfa, menningar og hagsældar, að skoða hvaða gildi saga vistkerfa og menningar hér á landi hefur í alþjóðlegu samhengi, að setja staðbundin viðfangsefni á sviði umhverf- ismála í samhengi við sameiginleg verkefni mannkyns í umhverfismálum og að fjalla um mikilvægi þess að endurheimta hrunin vistkerfi og með hvaða hætti slík endur- heimt er möguleg. Hvernig land mætti Garðari Svavarssyni? LIÐLEGA fjögur þúsund erlendir ríkis- borgarar frá meira en eitt hundrað þjóð- löndum munu hafa kosningarétt í sveitar- stjórnarkosningunum í vor, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Flestir eru þeir frá Póllandi og Danmörku. Á kosningavef félagsmálaráðuneytisins, www.kosningar.is, má finna leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitar- stjórnarkosninganna. Leiðbeiningarnar, sem eru á tíu tungumálum, voru unnar í samstarfi við Fjölmenningarsetur og Al- þjóðahúsið. Markmið leiðbeininganna er að upplýsa erlenda ríkisborgara um rétt sinn til þátt- töku í sveitarstjórnarkosningum og fræða um hvernig kosningar fara fram hér á landi. Erlendum ríkisborgurum leiðbeint fyrir kosningar ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Akureyri Blaðbera vantar í afleysingar  Upplýsingar í síma 461 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.