Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18
Þingeyjarsveit | Það hefur ver-
ið líflegt í geitahúsinu á Rauðá í
Þingeyjarsveit undanfarið, en
fyrsti kiðlingurinn fæddist í jan-
úar og margir fleiri hafa komið
síðan sem dafna vel enda fá þeir
mikið af næringarríkri geita-
mjólk. Þeir labba og skoða allt
húsið, naga eitthvað sem þeir
sjá og gaman þykir þeim að
hitta fólk sem veitir þeim at-
hygli.
Geitabúið á Rauðá er alltaf
vinsælt hjá börnum og Karen
Ósk Ákadóttir í 4. bekk Borg-
arhólsskóla á Húsavík varð him-
inlifandi að fá að halda á og
klappa þessum stóra og fallega
kiðlingi. Hún var ásamt félögum
sínum í sveitaheimsókn hjá
Rauðárbændum nú í vikunni og
allir vildu vera hjá þessu
skemmtilega ungviði sem kið-
lingarnir eru.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Geiturnar eru alltaf vinsælar
Sveitin
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Heyrst hefur að flugáhugamenn hér fyr-
ir norðan bíði sumarsins spenntir og sumir
fyllist jafnvel töluverðri fortíðarþrá. Ak-
ureyringurinn Arngrímur Jóhannsson
flugstjóri – jafnan kenndur við Atlanta –
sem fluttur er í fæðingarbæinn á nýjan
leik, hefur nefnilega fest kaup á flugvél af
De Havilland Beaver gerð og hyggst
prýða Pollinn með þeim forláta grip í sum-
ar. Þetta er altso sjóflugvél, en getur einn-
ig lent á landi.
De Havilland Beaver þykja flottustu sjó-
flugvélar sem til eru. Vélina keypti Arn-
grímur vestanhafs, þar er nú verið að taka
hana í gegn og hún birtist svo í höfuðstað
Norðurlands í ágúst. Þá er víst að hýrnar
yfir mörgum sem ólust upp á Eyrinni í
gamla daga og muna þá tíð þegar fyrstu
flugvélarnar komu til bæjarins, lentu á
Pollinum og renndu upp að Strandgöt-
unni.
Akureyrskur skíðamaður og reikni-
meistari heldur því fram að helmingur
þeirra sem renna sér í brekkum Hlíð-
arfjalls um helgar í vetur séu utanbæj-
armenn og 25% af höfuðborgarsvæðinu.
Þessi vísindalega niðurstaða er fengin
svona: hann sagðist ekki þekkja nema
helming gestanna og helmingur þeirra
sem hann þekkti væri að sunnan!
Þráinn Karlsson fagnaði 50 ára leikaf-
mæli á þriðjudagskvöldið og sérstök hátíð-
arsýning á Litlu hryllingsbúðinni var þá á
fjölum Samkomuhússins af því tilefni og
samkvæmi á eftir. Margir fyrrverandi
samstarfsmenn Þráins af fjölunum voru á
staðnum; Sigurveig Jónsdóttir, Arnar
Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þór-
halla Þorsteinsdóttir og Gestur Einar Jón-
asson voru þau sem lengst léku með hon-
um.
Unga fólkið sem leikur með Þráni hjá LA
í vetur vakti mikla og almenna hrifningu í
samkvæminu með því að syngja íslenska
þjóðsönginn samstarfsmanni sínum til
heiðurs. Ó, Guð vors lands hljómaði af
krafti um húsið og ástæðan sögð sú að
aldrei fyrr hefði nokkur í hópnum kynnst
jafn miklum unnanda Íslands, fánans og
skjaldarmerkisins og Þráni Karlssyni.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
Grímsey | Það voru held-
ur betur kröftugir krakk-
ar sem brettu upp ermar
og fylltu 12 risaplastpoka
og saltpoka af dósum,
plastflöskum og gler-
flöskum. Verkefnið er eitt
af fjáröflunarleiðum
þeirra vegna vorferðar
eldri deildar til „Íslands“.
Björgunarsveitin Sæþór
var svo góð að ráða skóla-
börnin til þessa verks, en
skilagjald á flöskum auk
flugeldasölu er árleg
tekjulind sveitarinnar.
Það voru að vonum stolt
og glöð skólabörn sem
horfðu á eftir Sæfara,
ferjunni okkar, sigla frá
bryggju með alla pokana
12 á dekkinu. Morgunblaðið/Helga Mattína
Handagangur í flöskunum
Hólmfríður Bjart-marsdóttir,Sandi í Aðaldal,
endurnýtir gamalt kvæði:
Það er gaman við götuna að
vera
hana gengur oft Litla-Jörp
þvera.
Á leið niðrí bæ
og um leið segir hæ
en heim mun hún bjórkassann
bera
Stefán Vilhjálmsson:
Yngri-Rauð eg hefi selt
og æði mörg tár af því fellt,
en veraldarauð
mig vantar í nauð,
hef með drykkju í skuldir mér
skellt.
Hjálmar Freysteinsson :
Yngri-Rauð nú er ég búinn að
selja,
ekki hafði ég um margt að
velja
er því sjaldan glaður
aumur drykkjumaður.
Það vildi ég hann verið hefði
belja.
Af Litlu-Jörp
pebl@mbl.is
Húsavík | Á umhverfisráðstefnu sem hald-
in verður á Húsavík verður sýnd mynd af
því landi sem mætti Garðari Svavarssyni
sem fyrstur manna sigldi umhverfis landið
og hvernig hið ósnortna Ísland gæti hafa
litið út á þeim tíma. Sú mynd er síðan borin
saman við hin svokölluðu „ósnortnu víð-
erni“ Íslands í dag. Einnig verður dregin
upp mynd af mögulegri ásýnd Íslands í
framtíðinni.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Garðars-
hólmi; saga, land og menning. Húsgull,
umhverfissamtök á Húsavík, gangast fyrir
henni í samvinnu við Landgræðslu ríkisins,
Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla
Íslands og Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Ráðstefnan verður haldin á Fosshóteli
Húsavík næstkomandi laugardag, 1. apríl,
og hefst kl. 10.30.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, ávarpar ráðstefnuna og fyrirlesarar
eru frá þeim aðilum sem standa að ráð-
stefnunni og utan þeirra.
Markmið ráðstefnunnar er að vekja
gesti til umhugsunar um samspil vistkerfa,
menningar og hagsældar, að skoða hvaða
gildi saga vistkerfa og menningar hér á
landi hefur í alþjóðlegu samhengi, að setja
staðbundin viðfangsefni á sviði umhverf-
ismála í samhengi við sameiginleg verkefni
mannkyns í umhverfismálum og að fjalla
um mikilvægi þess að endurheimta hrunin
vistkerfi og með hvaða hætti slík endur-
heimt er möguleg.
Hvernig land
mætti Garðari
Svavarssyni?
LIÐLEGA fjögur þúsund erlendir ríkis-
borgarar frá meira en eitt hundrað þjóð-
löndum munu hafa kosningarétt í sveitar-
stjórnarkosningunum í vor, samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands.
Flestir eru þeir frá Póllandi og Danmörku.
Á kosningavef félagsmálaráðuneytisins,
www.kosningar.is, má finna leiðbeiningar
fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitar-
stjórnarkosninganna. Leiðbeiningarnar,
sem eru á tíu tungumálum, voru unnar í
samstarfi við Fjölmenningarsetur og Al-
þjóðahúsið.
Markmið leiðbeininganna er að upplýsa
erlenda ríkisborgara um rétt sinn til þátt-
töku í sveitarstjórnarkosningum og fræða
um hvernig kosningar fara fram hér á
landi.
Erlendum
ríkisborgurum
leiðbeint fyrir
kosningar
♦♦♦
Fréttasíminn 904 1100
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn
Akureyri
Blaðbera vantar í
afleysingar
Upplýsingar
í síma 461 1600