Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND Egilsstaðir | Ársfundur trúnaðar- manna AFLs, sem haldinn var 23.– 24. mars sl., telur nauðsynlegt að efla samhug og samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna og aukinnar alþjóðavæðingar verður hart sótt að félögum launþega á komandi árum. Nauðsynlegt er að styrkja hreyfinguna á alla lund. Fundurinn ályktar að kannaðir verði til hlítar kostir og gallar þess að sameina stéttarfélög á Austur- landi í eitt öflugt félag sem lið í því að styrkja innviði verkalýðshreyf- ingarinnar á svæðinu,“ segir í einni af ályktunum fundarins. Trúnaðarmenn lýsa áhyggjum af stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegs á svæðinu: „Kjör sjómanna hafa rýrnað umtalsvert síðustu misseri vegna þróunar á gengi krónunnar og minnkandi kvóta. Á sama tíma hafa tekjur fiskvinnslufólks dregist saman vegna minnkandi afla og má minna á verkefnaleysi fiskimjöls- verksmiðja á svæðinu. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þeirri ákvörðun viðkomandi fyrirtækja að loka laxeldisstöðinni Sæsilfri í Mjóafirði með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir starfsfólk sem vinn- ur við laxeldið og slátrun. Þrátt fyrir þessa þróun, halda stjórnvöld að sér höndum og skipuleggja frek- ari stóriðju og stórframkvæmdir á kostnað fiskvinnslunnar. Fundur- inn hvetur stjórn AFLs til að tak- ast á við bónusmál í frystihúsum á félagssvæðinu, en mikil óánægja er víðast hvar með bónusmálin.“ Þá var ályktað að til að viðhalda kaupi og kjörum launafólks á ís- lenskum vinnumarkaði og tryggja framhald íslenska velferðakerfisins sé nauðsynlegt að tryggja að kaup og kjör alls erlends launafólks sem hingað kemur til starfa, um lengri eða skemmri tíma, séu ekki lakari en markaðslaun á hverjum tíma. „Á sama hátt þarf að tryggja að réttindi þessa fólks séu á allan hátt sambærileg við rétt íslensks launa- fólks og að fyrirtæki geti ekki sparað sér framlag til velferðar- kerfisins með því að sækja starfs- fólk erlendis frá. Brýnt er að allir þeir frestir til þess að fresta gild- istöku um frjálsa för launafólks verði nýttir.“ Fundurinn skoraði jafnframt á stjórnvöld að fresta gildistöku regla um frjálst flæði launafólks frá nýjum aðildarríkjum EB um allt að 3 ár. Bent er á að reynslan hafi sýnt að íslensk löggjöf er ekki tilbúin til að taka á málum sem upp hafa komið og í ljósi mikillar þenslu er hætt við að aukið, eft- irlitslaust, flæði launafólks frá lág- launasvæðum Austur-Evrópu, myndi grafa undan grundvallarat- riðum velferðarkerfisins. Trúnaðarmenn AFLs ígrunda stöðuna Ljósmynd/AFL Lagt við eyru Hér má sjá hluta fundargesta fylgjast með máli Finnbjörns A. Hermannsson, formanns Samiðnar, um hlutverk trúnaðarmanna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir um þessar mundir söngleikinn Hárið í leikstjórn Þórunnar Sigþórsdóttur. Síðustu tvær sýningarnar verða 30. og 31. mars kl. 20.30 í Valaskjálf. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttr Hárið í uppfærslu ME Djúpivogur | Að bænum Krossi á Berufjarðarströnd hefur verið verkaður hákarl frá alda öðli. Há- karlahjallinn, sem er steinsnar frá bænum og þjóðveginum, hefur reyndar ekki bara nýst vel til verk- unar á hákarli heldur og ekki síður hefur hjallinn verið vinsælt mynd- efni ferðamanna, enda allt um- hverfið myndatökunnar virði. Myndir af þessum hjalli hafa birst víða í tímaritum og ferðabækl- ingum á liðnum áratugum. Í þetta skiptið var frændi ábúenda að Krossi, Högni Albertsson, að vitja um hákarlinn ásamt félaga sínum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Hákarlsins vitjað ÍBÚALÝÐRÆÐI, umhverfis og skipulagsmál, hagfræði borgarinnar, borgarsamfélag og borgar- menning, umhverfi og vellíðan og sjálfsmynd Reykvíkinga verða meðal helstu umræðuefna sem tekin verða fyrir á borgaraþingi Íbúasamtakanna í Reykjavík sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 1. apríl nk. Að þinginu standa Íbúasamtök Grafarvogs, Laugardals, Vest- urbæjar og 3. hverfis auk Samtaka um betri byggð. Á þinginu, sem stendur frá 9.40 til 15.30, munu koma fram nokkrir landsþekktir áhuga- og fræði- menn um málefni samfélagsins og flytja framsögu- erindi um ofangreind málefni, en að þeim loknum fara þinggestir í vinnustofur, þar sem málin verða rædd fram og til baka. Niðurstöður vinnustofanna verða síðan kynntar og teknar saman, stjórnmála- mönnum að leiðarljósi um þarfir, óskir og vænt- ingar borgaranna. Að vinnustofunum loknum fara fram pallborðs- umræður þar sem sitja formenn íbúasamtakanna og oddvitar pólítískra flokka í Reykjavík. Frum- mælendur á þinginu eru Gauti Kristmannsson fræðimaður, Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður, Pétur H. Ármannsson, arkitekt, Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Þorsteinn J. Vilhjálmsson dagskrárgerðarmaður, Kristín Þor- leifsdóttir landslagsarkitekt og Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðingur. Skapa þverpólitískan grundvöll Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, stjórnarkonu í Samtökum um Betri byggð, er markmið þingsins að skapa vettvang fyrir borgara til að tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta og ræða málefni borgarinnar á breiðara plani. „Það þarf að ræða borgarumhverfið og ekki síst sjálfsmynd Reykvík- inga,“ segir Guðrún og bætir við að mikilvægt sé að borgarar mæti og komi að vinnustofum. „Við er- um að skapa grundvöll sem er ekki flokkspólitísk- ur, heldur þverpólitískur, þar sem málin eru rædd með opnum hætti.“ Emil Örn Kristjánsson, hjá íbúasamtökum Grafarvogs, segist vona að niður- stöður vinnuhópanna og íbúaþingsins í heild muni nýtast stjórnvöldum sem veganesti. „Við erum öll hvert með sinn vettvanginn, við erum íbúar í ólík- um hverfum, en allir hagsmunir okkar skarast ein- hvers staðar og þess vegna viljum við koma þessari umræðu af stað svo stjórnvöld viti um skoðanir fólks á því hvernig borgin á að vera,“ segir Emil. Íbúasamtök þekkja umhverfi íbúanna Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt og stjórnarmaður í íbúasamtökum Laugardals, kveð- ur skort á íbúasamtökum hafa staðið íbúalýðræði í borginni fyrir þrifum. Hins vegar kveði nú við nýj- an tón og mikil vakning sé meðal borgaranna. Íbúasamtök hafi verið stofnuð í tveimur hverfum undanfarið ár og vilji þau eiga náið samstarf við borgaryfirvöld, íþróttafélög, félagasamtök og aðr- ar grasrótarhreyfingar sem hafi með samfélags- mál að gera. Þetta geri borgaryfirvöldum mun auðveldara að skynja veruleika fólksins í borginni. „Við sem íbúar í hverfum og á tilteknum svæðum erum þau sem þekkjum þau best,“ segir Kristín. „Við höfum miklu næmari tilfinningu fyrir um- hverfi okkar. Í takt við allar hugmyndir um íbúa- lýðræði, þá er það úr grasrótinni, því umhverfi sem við þekkjum, sem hugmyndirnar þurfa að koma, sem borginni er stjórnað eftir. Þetta er líka mjög mikilvægur vettvangur til að þróa hugmyndafræð- ina um samráð, hvar við stöndum í samráðs- og þátttökuferlum og hvernig við viljum hafa þessa hluti.“ Aðgangur að þinginu er að sjálfsögðu ókeypis og öllum heimill. Borgaraþing íbúasamtaka í Reykjavík í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur Vettvangur fyrir fólk til að tjá sig og miðla hugmyndum Morgunblaðið/Eyþór Grasrótin Forsvarsmenn íbúasamtaka kynna borgaraþingið og fjalla um nauðsyn þess að byggja íbúa- lýðræði frá grasrótinni. Emil Örn Kristjánsson, Dóra Pálsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Örn Sigurðsson. Hafnarfjörður | Lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarð- ar og jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar, í samstarfi við félagsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti, stóðu á dögunum fyrir ráðstefnu um jafnréttisstarf í leik- og grunnskólum undir yfirskrift- inni „Kynlegur skóli.“ Hátt í 300 manns mættu til ráð- stefnunnar, sem haldin var í Hafnarborg og var almenn ánægja með þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir ávarpaði ráðstefn- una í upphafi og eftirfarandi aðilar fluttu erindi um ýmis málefni sem snerta jafnrétti og skóla: Þórdís Þórðardóttir lektor í uppeldis- og mennt- unarfræði við KHÍ, Haf- steinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, Fanný Gunnars- dóttir, starfandi námsráðgjafi í Álftamýrarskóla, Halla Gunnarsdóttir blaðamaður, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, Mar- grét Pála Ólafsdóttir skóla- stjóri og Kira Appel sérfræð- ingur í danska jafnréttis- ráðuneytinu. Í lok ráðstefnunnar kynnti Stefán Jón Hafstein, formað- ur menntaráðs Reykjavíkur- borgar, verkefnistillögu sem gerir ráð fyrir samstarfi sveitarfélaga og annarra stofnana til að auka jafnrétt- isstarf innan leik- og grunn- skólakerfisins. Ráðstefna um jafnrétti í skólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.