Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi FLUGÞJÓNUSTAN á Keflavíkur- flugvelli, dótturfélag FL Group, misnotaði markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Er fyrirtækinu gert að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs. Þetta er niðurstaða Sam- keppniseftirlitsins sem tilkynnt var í gær. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta tjáð sig um niðurstöðu Samkeppn- iseftirlitsins, þar sem hann hefði ekki verið búinn að kynna sér hana til fulls. Málið yrði hins vegar skoð- að með lögfræðingum fyrirtækisins. Beinskeytt aðgerð gegn Vallarvinum Á árinu 2001 hóf félagið Vall- arvinir samkeppni við Flugþjón- ustuna. Segir í tilkynningu Sam- keppniseftirlitsins að í kjölfar þess hafi flugafgreiðslugjöld stórlega lækkað á Keflavíkurflugvelli. Þá segir í tilkynningunni að það sé niðurstaða stofnunarinnar að ekki hafi verið rekstrarlegar for- sendur hjá Flugþjónustunni fyrir verðtilboði sem félagið gerði flug- félaginu LTU á árinu 2004. LTU var þá stærsti viðskiptavinur Vall- arvina. Það er mat Samkeppniseftirlits- ins að í tilboði Flugþjónustunnar til LTU hafi falist beinskeytt og sér- tæk aðgerð gegn Vallarvinum, sem hafi verið til þess fallin að draga úr umsvifum þess félags og þar með samkeppni á mikilvægum markaði sem áhrif hafi á stóran hluta ferða- þjónustu í landinu. Misnotaði markaðs- ráðandi stöðu sína Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is  Viðskipti | 2 BESTA leiðin til þess að vernda auð- lindina sem felst í náttúrunni að Fjallabaki, jafnframt því að gera ferðamönnum svæðið aðgengilegt væri að stofna þjóðgarð um Fjalla- bak. Þetta er mat Karls Ingólfssonar, rekstrarstjóra ferðaskrifstofunnar Ultima Thule. Segir hann tilfinn- anlega skorta að mótuð sé heildarsýn fyrir umrætt svæði, en slíkt sé ekki hægt fyrr en það sé orðið að einni samhangandi skipulagseiningu. Að mati Karls hefur sú uppbygg- ing sem átt hafi sér stað á svæðinu verið tilviljunum háð, en mikilvægt sé að móta heildarsýn til þess að tryggja að ferðafólki gefist raunverulega kostur á að upplifa það sem svæðið hefur upp á að bjóða, þ.e. að fólk kom- ist að náttúrunni í því skyni að skoða hana án þess að umferð og illa grund- aðar framkvæmdir skemmi það sem skoða eigi. Bendir hann t.d. á að uppbygging mannvirkja í Landmannalaugum, ásamt bílum og tjaldstæði við laug- arnar, sé orðin of áberandi og farin að skerða upplifun þeirra ferðamanna sem leggi leið sína á svæðið. Segir hann æskilegt að mannvirkin verði flutt norður fyrir Norðurbarm, sem liggur í um 15 mínútna göngufæri frá Landmannalaugum. Viðhorfskönnun Önnu Dóru Sæ- þórsdóttur, landfræðings, meðal ferðamanna hérlendis bendir til að þolmörkum mikilla náttúrusinna sé náð á vinsælum og fjölmennum ferða- mannastöðum á borð við Land- mannalaugar. Þannig má nefna að aðeins 3% ferðamanna sem leggja leið sína í Landmannalaugar eru miklir náttúrusinnar, 26% teljast náttúrusinnar, en 47% þeirra eru al- mennir ferðamenn og 24% þjón- ustusinnar. Segir Anna Dóra ljóst að eindregnir náttúrusinnar forðist í sí- fellt auknum mæli vinsælustu ferða- mannastaðina á hálendinu og leiti fremur inn á fáfarnari svæði í því skyni að geta notið ósnortinnar nátt- úrunnar í einrúmi. Náttúrusinnar sneiða hjá fjölsóttum ferðamannastöðum Vilja þjóðgarð að Fjallabaki Morgunblaðið/RAX Mannvirkin við Landmannalaugar ásamt miklum fjölda bíla og tjaldstæði eru, að mati Karls Ingólfssonar rekstrarstjóra ferðaskrifstofunnar Ultima Thule, orðin of áberandi og í raun farin að skerða upplifun ferðamanna. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is  Lykilatriði að hægt sé | 12 HROSSIN á bænum Holti létu veðrið lítið á sig fá þegar þau átu fóðrið sitt við bakka Laxár á Ás- um enda höfðu þau fengið úr mannahöndum, öfugt við hrafninn sem sveif fyrir ofan þau. Búast má við því að hann hafi þurft að hafa talsvert fyrir fæðuöfluninni því leiðindatíð hefur verið að und- anförnu á norðanverðu landinu. Heimamenn eru orðnir langeygir eftir betri tíð. Samkvæmt veð- urspá fer rokinu að slota en áfram verður kalt í veðri. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hrossin á Holti róleg í hretinu VÍSINDAMENN eiga við ímynd- arvanda að stríða, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal íslenskra grunnskóla- nema. Rannsóknin var unnin af Krist- jáni Katli Stefánssyni, meistara- nema í kennslufræði raungreina við Kennaraháskóla Íslands, og var hún framkvæmd með spurn- ingalistum sem lagðir voru fyrir 620 nemendur í 10. bekk, auk þess sem tekin voru hópviðtöl við nokkra unglingahópa. Sagt er frá rannsókninni í RANNÍS-blaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að tæplega 90% þeirra sem svöruðu spurn- ingalistanum sögðust sammála því að vísindi og tækni væru mik- ilvæg fyrir samfélagið, en þegar spurt var hvort viðkomandi vildi verða vísindamaður í framtíðinni sögðust 80% stelpna og 70% stráka ekki hafa hug á því. Nemendur sem rætt var sér- staklega við voru beðnir að lýsa dæmigerðum vísindamanni, og lýstu þeir undantekningalítið því sama. Fullorðnum karlmanni í hvítum sloppi, einkennilegum í út- liti, sem vissi allt, væri utan við sig og svolítið „nördalegur“. Er því ljóst að nemendurnir höfðu nokk- uð neikvæða mynd af vísinda- mönnum. Ímyndarvandi vísindamanna JENNIFER Con- nelly mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Journey Home sem Liv Ullmann hyggst gera eftir skáld- sögu Ólafs Jó- hanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna. Undirbúningur að kvikmyndinni hefur staðið yfir í þrjú ár en nú þykir ljóst að með ráðningu Con- nelly muni upptökur hefjast í lok ágúst á Íslandi. Rúmur helmingur myndarinnar verður tekinn upp hér á landi. Jennifer Connelly er með vinsælli leikkonum af ungu kynslóðinni í Hollywood og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Beautiful Mind. | 55 Jennifer Connelly á leið til landsins Jennifer Connelly ÞRIÐJA kynslóðin hefur tekið við Axis húsgögnum ehf. Bræðurnir Eyjólfur og Gunnar Eyjólfssynir hafa keypt fyrirtækið af föður sín- um, Eyjólfi Axelssyni. Hann tók við fyrirtækinu af föður sínum, Axeli Eyjólfssyni, fyrir rúmum þremur áratugum. Axel stofnaði fyrirtækið á Akra- nesi fyrir 71 ári, eða árið 1935, og hefur fyrirtækið verið í eigu fjöl- skyldunnar síðan. „Við Gunnar höf- um mikla trú á fyrirtækinu og hefð- um ella ekki farið út í að kaupa það,“ segir Eyjólfur yngri, sem er nýr framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. „Fyrirtækið byggist á sterk- um grunni, hefur í raun aldrei stað- ið betur og við tökum því við mjög góðu búi.“ | Viðskipti 12 Kynslóðaskipti hjá Axis húsgögnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.