Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORKELL Stefáns- son tæknifræðingur andaðist í Reykjavík síðastliðinn laugar- dag, 57 ára að aldri. Þorkell fæddist 7. október 1948 í Reykjavík, sonur Maríu Helgadóttur og Stefáns Á. Júlíusson- ar. Þorkell lætur eftir sig eiginkonu, Kol- brúnu Önnu Jónsdótt- ur, flugfreyju, og eiga þau þrjár ungar dæt- ur. Áður átti Þorkell tvo syni og dóttur. Barnabörnin eru fjögur. Þorkell útskrifaðist sem tækni- fræðingur frá Tækniskóla Íslands og hélt til framhaldsnáms í Þrándheimi og Kongsberg í Noregi. Hann starf- aði hjá Texaco um skeið og sigldi þá víða um heim. Eftir heimkomuna starfaði hann lengi sem yfirmaður tæknideildar Bræðranna Ormsson hf. Í ársbyrjun 1986 keypti Þorkell hlut í Raftækjaverslun Ís- lands og varð síðar eig- andi þess fyrirtækis. Rak hann fyrirtækið í hartnær tvo áratugi, en Raftækjaverslunin gerðist aðili að Expert- innkaupakeðjunni árið 1996. Þorkell stofnaði ásamt dr. Pál Katona fyrirtækið Saga í Ung- verjalandi, umboðsfyrir- tæki fyrir raftæknibúnað. Þá keyptu hann og eiginkona hans húsgagna- verslunina Míru í Kópavogi og ráku hana um árabil. Öll þessi fyrirtæki seldi Þorkell, en starfaði að viðskipt- um þrátt fyrir veikindi sín, fram til hinsta dags. Andlát ÞORKELL STEFÁNSSON DR. GUNNAR M. Idorn lést 26. febrúar sl., í bænum Nærum á Sjálandi, á áttugasta og sjöunda aldursári. Dr. Gunnar var verkfræð- ingur að mennt og sér- fræðingur um allt sem lýtur að steinsteypu og steypuskemmdum. Var hann meðal þekktustu sérfræðinga heimsins á þessu sviði. Dr. Gunnar er Ís- lendingum að góðu kunnur. Þegar fram kom grunur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins árið 1967 um að hætta gæti verið á skemmdum af völdum alkalíþenslu í steinsteypu hérlendis var leitað til dr. Gunnars um ráðgjöf hvernig bregðast skyldi við þeirri vá sem að steðjaði. Hann var þá forstjóri steypurannsóknastofnunar dönsku sementsverksmiðjanna í Karlstrup á Sjálandi og einn af fáum sérfræðing- um í heiminum sem rannsakað höfðu þá þessa lúmsku skemmdahættu í steinsteypu. Rannsóknirnar voru á nokkru frumstigi og í mörgum lönd- um var tilvist þeirra ekki viður- kennd. Dr. Gunnar hafði á þessum tíma þegar stjórnað aðgerðum stjórnvalda í Danmörku gegn þess- ari skemmdahættu með góðum ár- angri. Fyrsta ráðgjaf- arþjónusta hans við íslensk stjórnvöld hófst þó þegar árið 1967. Hann aðstoðaði þá við að setja á stofn fag- nefnd líkt og gert hafði verið í Danmörku nokkrum árum fyrr. Þessi nefnd skyldi „gera tillögur um með hvaða ráðum unnt sé að koma í veg fyrir þenslu og þar af leið- andi grotnun í stein- steypu hérlendis“. Dr. Idorn gerði rann- sóknaáætlun fyrir nefndina sem fylgt var að mestu fyrstu ár starf- semi hennar. Nefndin fékk nafnið Steinsteypu- nefnd og hefur starfað allar götur síðan fyrst við að leysa þau vandamál sem alkalíhættunni fylgdu en síðar einnig hvers kyns vandamál er varða gerð og endingu steinsteypu á Ís- landi. Dr. Gunnar M. Idorn fylgdist alla tíð vel með störfum og rannsókn- um Steinsteypunefndar og bjó vel í haginn fyrir birtingu rannsóknanið- urstaðna í erlendum tæknitímaritum sem hann hafði mikið samstarf við. Rannsóknir Steinsteypunefndar urðu því vel kunnar út um heim eink- um á sviði rannsókna á alkalívirkni og aðgerðum gegn henni. Andlát GUNNAR M. IDORN EYGLÓ Harðardóttir, framkvæmda- stjóri ráðningarþjónustunnar Nínu- kots, segir að Alþýðusamband Ís- lands (ASÍ) þurfa að skýra betur hvernig útfæra eigi hugmyndir sem lúta að því að fólk frá nýjum aðild- arríkjum Evrópusambandsins, sem hingað kemur í atvinnuleit, verði að leggja fram ráðningarsamninga sem staðfesti að farið sé eftir gildum kjarasamningum. ASÍ hefur lagt til að sama leið verði farin hér og í Danmörku, en þetta fel- ur í sér að íbúar nýrra aðildarríkja ESB geti komið hingað og leitað að starfi eins og allir aðrir EES-borg- arar í allt að sex mánuði. Ef viðkom- andi fær starf á tímabilinu leggur hann fram gagnvart stjórnvöldum fullgildan ráðningarsamning. Reynist hann í samræmi við íslenska kjara- samninga fær viðkomandi svo stað- festingu um að hann sé í fullum rétti á íslenskum vinnumarkaði. Eygló segir ýmsum spurningum ósvarað í þessum efnum, meðal ann- ars þeirri hvort þessi leið muni hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir at- vinnurekendur. Hún segir að hjá Nínukoti sé málum nú háttað þannig að viðskiptavinir skili inn ráðningar- samningum og ráðningarstofan sjái svo um að koma viðkomandi einstak- lingum inn í íslenska tryggingakerfið, skrá þá í þjóðskrá, sækja um skatt- kort, dvalarleyfi og annað sem þarf. „Við höfum hins vegar áhyggjur af því að aukinn kostnaður kunni að bætast á atvinnurekendur með þeirri leið sem ASÍ vill fara. Þau fyrirtæki sem við veitum þjónustu eru í lang- flestum tilfellum lítil, og mörg hafa aðeins einn starfsmann,“ segir Eygló. „Það þarf að koma skýrar fram hvernig þetta er hugsað, og hver á að sjá um þetta. Á það að vera atvinnu- rekandi, milliliðir eða starfsmaðurinn sjálfur, og ef það verður kostnaður við að yfirfæra ráðninguna, hver á þá að greiða hann?“ spyr hún. ASÍ þarf að útfæra hugmyndirnar betur TALIÐ er að þrjú til fimm prósent barna séu með verulegar geðrask- anir, sagði Þuríður Backman, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á Alþingi í gær, en hún var málshefjandi umræðu utan dagskrár um geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga. Siv Friðleifsdótt- ir heilbrigðisráðherra sagði í um- ræðunni að efla þyrfti starfsemi barna- og unglingageðdeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss, BUGL. „Á Íslandi eru um sjötíu þúsund börn og talið er að um þrjú til fimm prósent þeirra eða um 4.000 börn séu með verulegar geðraskanir,“ sagði Þuríður, er hún hóf umræðuna. Hún bætti við að hér á landi væru þó ekki til staðar úrræði fyrir nema 0,6% barna á aldrinum núll til átján ára. Hún gerði BUGL sérstaklega að umtalsefni og sagði að starfsfólk þar væri undir miklu álagi. Hún spurði heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifs- dóttur, m.a. að því hvort hún teldi stöðuna í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga viðunandi. Efla þurfi nærþjónustu Siv svaraði því m.a. til að ávallt væri erfitt að halda því fram að til- teknir þættir þjónustunnar væru fullnægjandi. Mikið hefði hins vegar verið gert í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna á undanförnum árum. Áfram þyrfti að byggja upp þjónustuna. „Við þurfum að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð og flytja þjónustuna við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra nær þeim sem þurfa á þjón- ustunni að halda.“ Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að ekkert hefði verið gert í þessum málaflokki á þeim þremur árum sem liðin væru frá því Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, hefði gefið það út að geð- heilbrigðisþjónusta barna og ung- menna skyldi hafa algjöran forgang. Hún sagði að tvennt hefði átt að gera; stækka og byggja við húsnæði BUGL í Reykjavík og auka göngu- deildarþjónustuna. Hvorugt hefði verið gert. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði m.a. að stærsta viðfangsefnið væri að auka samhæf- ingu í þjónustu við geðfötluð börn. „Foreldrar upplifa sig oft eins og þeir séu að berjast við marghöfða þurs þegar þeir leita úrræða fyrir börn sín.“ Fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni en Þuríður Backman ítrekaði undir lok hennar að nóg væri komið af skýrslum og greining- um á ástandinu í þessum málaflokki; nú væri komið að því að vinna. Til þess þyrfti hins vegar fjármagn og það töluvert mikið. Siv sagði að síðustu að svo virtist vera sem nokkur samhljómur væri meðal þingmanna um mikilvægi þess að efla sem mest nærþjónustuna. Unnið væri að því. Einnig þyrfti að efla starfsemi BUGL. Kostnaðaráætlun vegna viðbygg- ingarinnar hljóðaði upp á um 680 milljónir og fyrsti áfanginn væri nú til skoðunar hjá fjármálaráðu- neytinu. Efla þarf starfsemi BUGL Morgunblaðið/Golli Þuríður Backman og Lúðvík Bergvinsson fylgjast með umræðum á þingi. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir, einn varaforseta þingsins, bað Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að gæta orða sinna í umræðum á Alþingi í gær. Þorgerður var þar að svara fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinn- ar, um málefni Háskóla Ís- lands og voru þingmenn Sam- fylkingarinnr og Vinstri grænna ekki ánægðir með svör ráðherra. Þeir sögðu hana ekki hafa skýr markmið í málefnum skólans. Þorgerður andmælti því og sagði m.a. í lok umræð- unnar. „Ég vona að háttvirtir þingmenn hætti nú að vera svona truntulegir og fari frek- ar með mér í það verkefni að stuðla að því að við Íslend- ingar eigum hér háskóla í fremstu röð.“ Jóhanna Sigurðardóttir sem sat í forsetastól sló þá á bjöll- una og sagði: „Forseti vill biðja hæstvirtan menntamála- ráðherra að gæta orða sinna.“ Bað ráð- herra að gæta orða sinna FRUMVARPI dómsmálaráðherra um heimilisofbeldi var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Al- þingi í gær. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögfest verði í almennum hegningarlögum sérstök refsi- þyngingarástæða þegar um heim- ilisofbeldi er að ræða. Gert er ráð fyrir því að lögin, verði þau sam- þykkt, öðlist gildi þegar í stað. Allsherjarnefnd þingsins leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, og mælti Birgir Ármanns- on, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrir því áliti nefndarinnar. Þing- menn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skrifuðu þó undir nefndarálitið með fyrirvara. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að þeir styðji frumvarpið, en vilji þó ganga lengra og setja sérstakt lagaákvæði sem taki heildstætt á heimilisofbeldi. Frjálslyndi flokk- urinn styður frumvarpið heilshug- ar, að því er fram kom í máli Sig- urjóns Þórðarsonar, Frjálslynda flokknum, í gær. Frumvarp um heimilisofbeldi Vísað til þriðju umræðu FRUMVARP um Ríkisútvarpið hf. var afgreitt úr menntamálanefnd Al- þingis í gær og verður nefndaráliti meirihlutans dreift á Alþingi í dag, að sögn Sigurðar Kára Kristjánsson- ar, formanns nefndarinnar. Stjórn- arandstæðingar í nefndinni voru ósáttir við að frumvarpið skyldi af- greitt úr nefnd; þeir telja málið ekki útrætt í nefndinni, og vilja auk þess að það verði rætt á Alþingi samhliða væntanlegu fjölmiðlafrumvarpi. Sigurður Kári segir hins vegar að einir átta fundir hafi verið haldnir um frumvarpið, auk þess sem um fjörutíu gestir hafi verið kallaðir fyr- ir nefndina. Búið sé að velta öllum steinum og umræðu sé því lokið í nefndinni. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í menntamálanefnd, segir að minnihlutinn hafi viljað kalla fleiri gesti til nefndarinnar og ræða frum- varpið frekar. Það kom flatt upp á okkur (í gær) þegar tilkynnt var að taka ætti málið úr nefnd, segir hann. Sigurður Kári segir að meirihlut- inn leggi til fáeinar breytingar á frumvarpinu, m.a. séu gerðar breyt- ingar á því til að mæta áliti Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA). Við vinnslu frumvarpsins hefði komið í ljós að ESA teldi skilgreiningu frumvarps- ins á útvarpsþjónustu of víðtæka og breytingartillögur meirihlutans tækju mið af því. Taka mið af áliti ESA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.