Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 35 MINNINGAR þú hafðir fengið „túr“ rétt fyrir mat- inn. Það var einkennilegt hvað mat- urinn smakkaðist alltaf betur af þín- um diski. Þetta voru góðar stundir. Ekkert okkar fór varhluta af því hversu stórt hjarta þú barst í brjósti og samband ykkar ömmu var ein- stakt. Aldrei heyrði maður ykkur verða sundurorða. Þó hljótið þið, líkt og aðrir, að hafa haft skiptar skoð- anir á ýmsum hlutum en þau mál haf- ið þið þá rætt án þess að við hin yrð- um vör við það og tekið ykkar ákvarðanir í sameiningu. Það var iðulega mannmargt og mjög gestkvæmt á Faxabrautinni. Einatt kom það fyrir að frændur eða frænkur dveldu þar um lengri eða skemmri tíma, enda öllum tekið opn- um örmum. Minningarnar eru auðvitað marg- falt fleiri en verða taldar upp í stutt- um kveðjuorðum sem þessum. Það er huggun harmi gegn að ég skyldi tala við þig örfáum tímum áður en kallið kom og heyra hversu vel þér leið. Elsku afi, þakka þér fyrir að leyfa mér að njóta þess að alast upp sem ég væri sonur þinn. Takk fyrir heil- ræðin og hjartahlýjuna. Hvíldu í friði elsku afi minn og skilaðu ástarkveðju til hennar ömmu frá mér. Haraldur Dean Nelson. Elsku afi minn. Það er svo erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því að þú sért dáinn og að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. Þar sem ég bý erlendis núna eins og þú veist, hefur liðið of langt á milli þess að ég hef hitt þig og einnig hefur það orðið til þess að ég komst ekki í kistulagninguna þína og þar af leiðandi er þetta allt svo óraunverulegt fyrir mér. En þetta er víst blákaldur veruleikinn, og þetta eru hlutir sem maður verður víst að sætta sig við sem hluta af líf- inu. Það er þó gott til þess að vita að þú hafir notið lífsins síðustu dagana í þessu jarðlífi og spókað þig í sólinni og átt góðar stundir. Því miður á ég ekki möguleika á að koma til Íslands til að fylgja þér síð- asta spölinn eins og ég hafði hugsað mér því eins og þú veist erum við að fara að fjölga mannkyninu ég og Þór- unn og ég verð auðvitað að vera hjá henni þegar að því kemur, ég veit að þú skilur það vel. Það hefði nú verið gaman ef þið hefðuð fengið að hittast, þú og litla langafabarnið, sem nú kemur senn, og ég veit þú hefðir not- ið þess innilega, því að maður sá allt- af þegar Tómas, Ástþór og Valdimar voru í kringum þig hvað þér þótti vænt um það þegar þeir veittu þér at- hygli og töluðu við þig þó að þú vissir kannski stundum ekki alveg hvernig þú ættir nú að vera við þessi litlu grey. En mikið á ég eftir að sakna þín, afi minn, og það verður skrítið og hálftómlegt á næstu jólum heima á Melbrautinni að hafa ekki þig þar, því að þó að undir það síðasta hafi ég hitt þig alltof sjaldan var það alltaf fastur punktur í jólahátíðinni að þú kæmir í hlaðið snemma á aðfangadag og áttir með okkur góða stund. Mikið er ég ánægður með að við litla fjölskyldan renndum við hjá þér daginn áður en við fórum út síðast og áttum góða stund með þér í ró og næði. Þar spjölluðum við um daginn og veginn sem var hlutur sem við gerð- um alltof lítið af ég og þú, en þegar ég horfi til baka finnst mér að þar hafi ég allavega fengið almennilega kveðjustund með þér í síðasta sinn. Bið að heilsa. Jón Ragnar. Elsku langafi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alúð þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Vertu sæll og sofðu rótt. Gunnar Lúðvík og María Dögg. sl. og við röltum eftir hvítri ströndinni og horfðum á hafið, hvað þér var létt, þarna vildirðu helst dveljast sem oftast. Mikið eigum við gott að hafa fengið að upplifa allar þær stundir sem við áttum saman og þær minningar munu hugga okkur í sorginni. Þú varst góður maður og varst elskaður og dáður af öllum þeim sem þér kynntust, barnabörnin skynjuðu alltaf rólegheitin í kring- um þig og þau eltu þig á röndum og hjúfruðu sig upp að þér í „afa- sætinu“. Minning um góðan föður, tengdaföður og afa mun að eilífu lifa með okkur. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Hanna Signý (Gigga). Elsku afi minn. Ég kom inn í líf þitt sama ár og veikindin, við vor- um ljós í lífi hvort annars og eng- inn annar gat skilið mig eins vel og þú. Ef mamma og pabbi sögðu nei þá sagðir þú alltaf já og hikaðir ekki við það, ég fékk alltaf ís hjá þér og svo horfðum við saman á Tomma og Jenna. Núna ert þú uppi hjá Guði og ég sé þig sitjandi á fallegu skýi með Kolbrúnu og þið fylgist með mér. Ég veit þið verðið alltaf hjá mér. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst mér, ég varðveiti þær að eilífu. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín Kolbrún Sara. Elsku afi minn, mínar bestu minningar um þig eru frá Flór- ídaferðinni sem ég fór með ykkur ömmu þegar ég var átta ára göm- ul. Það var svo skemmtilegt að helst hefði ég viljað fara aftur og aftur með ykkur. Við fórum svo oft í sjóinn saman og syntum og svo eignaðist ég vinkonu og ég gat ekki talað ensku svo þú þurftir alltaf að koma og hjálpa mér. Svo var það svo fyndið þegar þú labb- aðir á spegilinn, þú hélst að það væri annað herbergi þar, því að spegillinn var svo stór. Þegar þú svo komst í heimsókn til okkar til Frakklands tókst þú bók sem var full af skemmtilegum myndum sem þú sagðir okkur sög- ur um. Svo sagðir þú sögur af pabba þínum sem dó þegar þú varst ungur og af bræðrum þínum sem dóu líka ungir. Ég minnist þess líka í síðustu heimsókn þinni til okkar í Frakklandi, þá varstu orðinn mjög veikur og þig svimaði og þú dast. Þá tók ég bókina þína sem þú varst að lesa og las hana fyrir þig. Elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig. Megi góður Guð geyma þig. Hanna Kristjana Sveinsdóttir. Elsku afi – allt hefur breyst svo eftir að ég frétti að þú værir dáinn. Mér finnst allt vera svo öðruvísi. Nú hugsa ég til þess að þegar ég kem inn í Bankastræti og kyssi ömmu þá er enginn afi til að kyssa og kúra hjá. Oft þegar ég var eitthvað pirr- aður eða órólegur kallaðir þú á mig og lést mig setjast hjá þér. Þá spjölluðum við heilmikið saman, ég lá upp við þig og þú straukst mér um hárið. Þú sagðir mér stundum frá þegar þú varst lítill eða að við spjölluðum um fótbolta. Þegar mér var sagt að nú skyldi ég hugsa um allar góðu minning- arnar sem ég ætti um afa þá var það mjög auðvelt því ég á bara góðar minningar um þig. Þú hafðir alltaf tíma til að gefa mér og svo mikla þolinmæði og blíðu að sýna mér. Elsku afi minn, ég kem til með að sakna þín svo mikið. Tómas Birnir Sveinsson. ✝ RagnheiðurOddsdóttir fæddist á Hlíð í Kollafirði í Stranda- sýslu 23. júlí 1925. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Seli á Akureyri 23. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, f. 25.4. 1889, d. 13.10. 1958, og Odds Lýðssonar, f. 7.11. 1884, d. 28.10. 1936. Ragnheiður átti níu systkini. Þau eru Anna, f. 9.4. 1911, d. 16.3. 1996; Jón Halldór, f. 24.7. 1912, d. 30.8. 1986; Magnús, f. 22.6. 1915, d. 1.12. 1998; Guðrún, f. 24.3. 1918, d. 28.3. 1995; Sigurður, f. 22.2. 1920, d. 13.3. 1995; Ásgeir, f. 3.11. 1921, d. 30.4. 2000; Mar- grét, f. 7.1. 1928; Elín, f. 2.5. 1930, og Jónas, f. 21.2. 1932, d. 11.7. 1971. maki Linda Minnark Iversen, f. 15.9. 1955, þau eiga eina dóttur, Oddur á einn son fyrir; 5) Páll tæknifræðingur, f. 27.12. 1955, maki Hólmfríður Magnea Braga- dóttir, f. 28.4. 1956, þau eiga tvær dætur; 6) Íris listmeðferðarfræð- ingur, f. 8.8. 1962, maki Karl Ósk- ar Þráinsson, f. 6.8. 1975, Íris á eina dóttur; og 7) Ásdís hjúkrunar- fræðingur, f. 9.12. 1963, maki Kjartan Ingason, f. 28.11. 1959, þau eiga þrjú börn. Ragnheiður fluttist með fjöl- skyldu sinni að Glerá við Akureyri 1934, þar sem hún ólst upp og gekk í barnaskóla. Hún fór í hús- mæðraskólann á Ísafirði 1945, gerðist í kjölfarið ráðskona á Glerá hjá tveimur bræðrum sínum 1946–7. Vann síðar á Hótel KEA árin 1947–50. Hún gekk í hjóna- band 1951 og fluttist í kjölfarið til Patreksfjarðar. Árið 1971 fluttu þau á ný til Akureyrar. Ragnheið- ur starfaði í mörg ár við íþrótta- húsið við Laugagötu og við sund- laug Akureyrar, þar til hún lét af störfum 1995, þá sjötug. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ragnheiður giftist 2.3. 1951 Ingvari Guðmundssyni, f. á Patreksfirði 26.3. 1922. Ragnheiður og Ingvar eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Örn iðnfræðingur, f. 7.4. 1951, maki Svanhvít B. Ragnarsdóttir, f. 2.3. 1956, þau eiga tvo syni og eitt barnabarn, Örn á eina dóttur fyrir; 2) Valur framleiðslu- stjóri, f. 7.4. 1951, maki Filippía Ólöf Björnsdóttir, f. 6.12. 1952, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn; 3) Guðmundur Ólafur landfræðingur, f. 11.6. 1952, maki Þorgerður Þormóðs- dóttir, f. 3.10. 1955, þau eiga tvö börn, Guðmundur á einn son fyrir og eitt barnabarn og Þorgerður einn son og eitt barnabarn; 4) Odd- ur tæknifræðingur, f. 13.5. 1954, Nú er komið að leiðarlokum hjá Ragnheiði, þessari kjarnakonu. Ragnheiður og Ingvar eignuðust fimm drengi og tvær stúlkur. Sem gutti kynntist ég Ragnheiði í Urð- argötunni á Patró og vissi ekki ann- að þá en að þarna myndi hún vera og svona myndi þetta verða um alla framtíð. Ég er svo lánsamur að vera frændi Ingvarsstrákanna og ég átti ömmu og afa í næsta húsi og gat valsað út og inn hjá þeim Ingvari og Ragnheiði. Það þurfti örugglega sterk bein til að halda aga á því strákageri sem við vorum. Ingv- arsstrákarnir fimm, síðan ég og alltaf nokkrir aðrir í slagtogi með okkur við alls konar iðju og strákal- eiki. Ef eitthvað bjátaði á þá var gjarnan leitað í hús hjá Ragnheiði. Hún var oftast heima og gaf okkur þann tíma sem þurfti. Slys og óhöpp voru óhjákvæmileg, flest smávægileg en önnur meiri sem ástæða þótti til að fara með á sjúkrahúsið. Við strákarnir vorum ekki mjög gamlir þegar Ragnheiður gerði okkur ljóst að ef við gætum staðið í lappirnar þá færum við sjálfir upp á spítala til að láta gera að sárum og skurðum. Hlíðin og fjaran hafði mikið aðdráttarafl, en Ragnheiður vildi vita hvar við vær- um á hverjum tíma. Hálfstálpaðir drengir voru oft svangir og bitnaði það ekki minnst á aðföngum í Urð- argötunni. Mjólk, kex og ostur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar herdeildin kom inn eftir erfiða og mikla leiðangra. Þegar við urðum eldri og vorum farnir að vinna fyrir launum og fara á böll og skemmtanir var Ragnheið- ur ráðgjafi og leiðbeinandi sem allt skildi og vildi miðla og leiðbeina. Hún kvað fast að orði og lét ekki misskilja sig þegar henni fannst til- efnið ærið og mikilvægt. Hvatning- ar- og hughreystingarorð lét hún falla þegar það átti við. Ég varð full- orðinn og eignaðist kærustu og þeg- ar ég kynnti verðandi eiginkonu mína fyrir Ragnheiði lét hún mig vita það að ég skyldi vera almenni- legur við stúlkuna. Þannig var Ragnheiður, hrein og bein. Nú kveð ég Ragnheiði og þakka fyrir kynnin. Ingvari frænda mínum og öllum hans afkomendum votta ég samúð mína. Bergþór. Elsku amma. Við erum að kveðja þig í dag. Eft- ir sitja margar minningar sem við eigum um þig. Þú varst alltaf dug- leg að leika við okkur og hafðir allt- af þolinmæði. Það muna ótrúlega margir eftir því að þegar þú varst að spila við okkur, barnabörnin þín. Þá svindlaðir þú á okkur, leyfðir okkur ekki alltaf að vinna. Þú varst ekki amma í drögtum því fötin þín voru yfirleitt joggingbuxur og pólo- bolir. Það er svo margt sem við gerðum með þér í Ásabyggðinni, fengum að sauma, drullumalla í blómabeðunum, fara í fataleik í fata- skápnum þínum og kúra hjá þér uppi í rúmi. Mörg sumur erum við búnar að fara með þér í ferðalög, alltaf jafn- skemmtileg. Þú kenndir okkur með- al annars að pissa úti í móa. Bak við þilið inni í búri bjó mús eða það taldir þú okkur trú um og leyfðir okkur að heyra í henni. Í dag trúum við því næstum enn að músin sé þarna. Þú sagðir okkur að uppi á háalofti ætti stúfur heima og fyrir jólin þorðum við ekki að vera óþekk- ar því hann fylgdist með okkur. Á aðfangadagskvöldin í kirkjunni á Akureyri varst þú alltaf með nammi í töskunni sem létti litlum dömum tímann í messunni. Elsku amma, þú munt alltaf vera með okkur. Rún og Arna. Hún Lilla frænka hvíslaði þegar hún vildi ná athygli barnanna og henni náði hún svo sannarlega. Hún hafði þetta lag sem fáum er gefið að hlusta og vera þátttakandi í sam- ræðum barna langt fram á fullorð- insár þeirra. Hún treysti okkur til fullorðinsverka, s.s. að baka pönsur, hella uppá, klippa hár og túpera löngu áður en aðrir sáu að okkur væri treystandi í slík verk. Fyrir vikið uppskar hún aðdáun, virðingu og væntumþykju okkar allra. Hún fæddist í Strandasýslu, tók út unglingsárin og uppvöxtinn á Ak- ureyri, fluttist til Patreksfjarðar með Ingvari og ól þar upp 7 börn. Þegar fimm barnanna voru komin til náms á Akureyri þá flutti fjöl- skyldan þangað aftur og bjó þar all- ar götur síðan. Handlagni, iðjusemi, hjartahlýja og glaðværð voru henn- ar aðalsmerki. Minningar um hana við að prjóna, sauma út, í berjat- ínslu, taka upp kartöflur og í sultu- og saftgerð eigum við allar. Hún var okkur fyrirmynd og gjarnan segjum við „fyrst Lilla frænka gat þetta þá get ég það“ þó stundum hafi okkur ekki tekist það. Heimili hennar og Ingvars var fyrir okkur systur sem annað heim- ili, þangað gátum við alltaf leitað og á skólaárum á Akureyri áttu vinir okkar og barna okkar líka vísan kaffibolla í Ásabyggðinni og jafnvel súkkulaðiköku með bananakremi. Heimilið var miðpunktur fjölskyld- unnar og þar var oft margt um manninn en Lilla frænka var þar miðpunkturinn. Eftir að fjölskyldan fluttist til Ak- ureyrar og börnin uppkomin fór Lilla frænka að vinna hjá Akureyr- arbæ. Hún vann sem baðvörður í sundlauginni og íþróttahúsinu og þar fengu fleiri börn að njóta vin- áttu hennar og hjartahlýju. Síðustu ár dvaldi hún á Seli þar sem hún naut umönnunar en fyrst og fremst mannsins síns sem kom þangað á hverjum degi henni til samlætis. Við systurnar þökkum fyrir góðar minningar um yndislega frænku og sendum fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Sólrún, Hauður, Þóra Sjöfn og Anna Margrét. Í lífi hvers manns eru örfáar manneskjur sem af ókunnum ástæð- um skilja eftir sterkari slóð dýr- mætra minninga. Í mínu lífi var Ragnheiður Oddsdóttir slík, og uppistaða í heimi barnæsku minnar. Ég naut oft dvalar hjá þeim Ingvari og Ragnheiði á Akureyri, á skíðum eða við önnur skemmtilegheit og uppáhaldsstaðurinn var eldhús Ragnheiðar Odds þar sem hún hrærði ananas og öðru óvæntu út í skyr manns löngu áður en það varð tíska. Í mínu lífi voru fjölskyldu- ferðalög eitt það skemmtilegasta og var viðkoman í Ásabyggð hápunkt- ur. Það var stöðug glettnin og stríðnibrosið sem hvarf aldrei af andlitinu sem gerði Ragnheiði jafn- heillandi og hættulega ungum frænda, því næst fylgdu krefjandi spurningar um kærustur og yfirlýs- ingar um hver væri skotin í hverj- um. Maður beið í kvíðinni eftirvænt- ingu eftir því hvað hún segði næst. Ragnheiður, þú hugsaðir alltaf vel um mig og til mín og fyrir það ber ég minningu þína þakklátur í hjarta. Nú ertu aftur frjáls að vera þú sjálf og ég veit um marga sem meta munu komu þína yfir. „I know I’ll never lose affection for people and things that went before.“ (John Lennon.) Ingvar frændi; styrkur þinn og traust er mér fyrirmynd. Guð fylgi þér og ykkur frændsystkinum öll- um. Freyr. RAGNHEIÐUR ODDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, RAGNA MAJASDÓTTIR, Túngötu 5, Ísafirði, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudag- inn 26. mars, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14:00. Synir hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.