Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 19 MINNSTAÐUR Rif | Unnið er að undirbúningi bygg- ingar vatnsátöppunarverksmiðju í Rifi í Snæfellsbæ. Notað verður vatn sem rennur undan Snæfellsjökli og fyrirhugað að flytja það með skipi frá Rifi á erlenda markaði. Aðstandendur verkefnisins stefna að því að hefja framkvæmdir í sumar og að fram- leiðsla hefjist á fyrrihluta næsta árs. Ef af verður gætu skapast fjörutíu til áttatíu ný störf við þessa starfsemi á næsta ári. Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ hafa unnið að breytingum á aðalskipulagi bæjarins og deiliskipulagi í Rifi vegna þessa verkefnis auk þess sem unnið er að stækkun vatnsverndarsvæðis- ins. Vinnan og verkefnið var kynnt á íbúafundi í Snæfellsbæ í fyrrakvöld. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að skipulagstillögurnar verði nú aug- lýstar. Kristinn segir að unnið hafi verið að þessu verkefni í tæpt ár. Þá hafi verið gerður samningur um einkarétt fyrirtækisins Íslindar til notkunar á vatnslindinni til níutíu ára, þó með þeim ákvæðum að af þessu verkefni yrði innan tiltekins tíma. „Við erum að skapa grunn fyrir verkefnið en það er of snemmt að fullyrða að af því verði. Það hefur fjöldi manns verið að vinna að þessu í marga mánuði og mér virðist að það sé gert af heilind- um,“ segir Kristinn. 66 milljónir flaskna á ári Birgir Viðar Halldórsson er frum- kvöðull að þessu vatnsútflutnings- verkefni. Hann segist hafa unnið að því í sextán ár með ýmsum aðilum en er bjartsýnn á að það gangi upp að þessu sinni. Hann tekur þó fram að ekkert sé hægt að fullyrða fyrr en fjármögnun sé endanlega lokið. Ís- lenska fyrirtækið Íslind stendur fyrir verkefninu hér á landi en það er dótt- urfyrirtæki breska fyrirtækisins Ice- landia. Fjórir meginhluthafar standa að því og segir Birgir Viðar að þeir séu meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Rif varð fyrir valinu, að sögn Birgis Viðars, vegna Snæfellsjökuls, um- hverfismála, þjóðgarðsins og sögunn- ar, auk þess sem þar sé mikið af góðu vatni. Þarna sé efniviður í góða sögu sem unnt sé að nota við sölu vatnsins. Vatnið er tekið úr hrauninu undir Snæfellsjökli og er ódýrt að virkja það. Talið er að vatnið sem vatns- átöppunarverksmiðjan þarf sé aðeins um 5% af uppsprettunni. Vatnið verð- ur leitt með leiðslu að höfninni í Rifi þar sem byggt verður 12 til 15 þúsund fermetra hús fyrir átöppunarlínu og birgðahald. Fyrirhugað er að flytja vatnið út þaðan með skipi. Kristinn bæjarstjóri bendir á að með þessari aðferð sé framleiðslan eins umhverf- isvæn og hugsast geti. Að sögn Birgis Viðars er reiknað með að vatn í hálfs lítra flöskum verði meginuppistaðan í framleiðslunni og er áætlað að framleiða 5,5 milljónir kassa á ári til að byrja með, eða um 66 milljónir flaskna. Að hans sögn verð- ur lögð áhersla á sölu á hágæðamark- að. Í upphafi verður vatnið boðið til sölu í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Þegar verksmiðjan tekur til starfa verða ráðnir 40 til 80 starfsmenn, að sögn Birgis Viðars. „Þessi verksmiðja mun hafa gífurlega þýðingu fyrir okk- ur, ef af verður, því auk þeirra starfa sem verða við verksmiðjuna sjálfa hefur starfsemin margfeldisáhrif hér í samfélaginu,“ segir Kristinn Jónas- son bæjarstjóri. Undirbúa byggingu vatns- átöppunarverksmiðju í Rifi Morgunblaðið/Alfons Skipulag Hildur Haraldsdóttir arkitekt sýnir gestum á kynningarfundi í Snæfellsbæ teikningar af nýju skipulagi vegna vatnsverksmiðju í Rifi. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Styrkja endurbætur á skátaskálanum Ísafjörður | Fánaþjónusta D.s. Serve veitti nýlega Skátafélaginu Einherj- um – Valkyrjunni á Ísafirði kvart- milljón í styrk. Styrkurinn er veittur til að hægt sé að klæða þak skáta- skálans Dyngju í Dagverðardal við Skutulsfjörð. Undanfarið hafa staðið yfir mikl- ar endurbætur á skátaskálanum og hafa margar fórnfúsar hendur unn- ið þar gott starf í þágu skátastarfs á Ísafirði. Mest hefur munað um hjálp foreldra úr félaginu. Einnig hafa nokkrir fjársterkir aðilar lagt hönd á plóg. Fánaþjónustan D.s. Serve er félag innan dróttskátasveitar Einherja – Valkyrjunnar. Hún aflar fjár með því að veita fyrirtækjum fánaþjón- ustu á lögboðnum fánadögum. Fénu er varið til eflingar skátastarfs á Ísa- firði, einkum til framkvæmda og viðhalds á búnaði skátafélagsins og til að gefa skátum tækifæri á að ferðast á skátamót í útlöndum og á ýmiss konar námskeið. Áður hefur fánaþjónustan meðal annars keypt útilegutjöld fyrir skátafélagið. ♦♦♦ LANDIÐ afsláttur af veitingum afsláttur af Tomas Sabo vörum afsláttur af snyrtivörum afsláttur af Burberry töskum og Sand dömufatnaði FRÍTT FYRIR ÞIG! Þegar þú pantar þér ný gleraugu fylgir frítt par af sólglerjum með þínum fjærstyrkleika Dagana 29. mars til 19. apríl njóta farþegar sem mæta í innritun fyrir klukkan 6.00 að morgni sértilboða í verslunum flugstöðvarinnar. Farþegum sem mæta á einkabílum fyrir klukkan 6.00 að morgni býðst að geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á langtímabílastæði Securitas. Við minnum farþega á að framkvæmdir standa yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hvetjum því fólk til að gefa sér góðan tíma fyrir flug. afsláttur af Galerie kertastjökum frá Menu afsláttur af gjafakassa sem inniheldur pressukönnu, nýbrennt kaffi og súkkulaði. Verð nú: 2090 kr. afsláttur af Kappa og And1 vörum og 15% afsláttur af Teva skóm afsláttur af Lost in Iceland bolum -ferð til fjár Tilboðsdagar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Allir sem koma í Landsbankann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og kaupa gjaldeyri fá skemmtilega litabók með Sprota og félögum fyrir börnin afsláttur af flugfreyjutösku (50 cm á hjólum) Verð nú: 3490 kr. Ef þú kaupir BLUE LAGOON mineral moisturizing krem (200ml) eða BLUE LAGOON mineral intensive krem (200ml) eða BLUE LAGOON algae and mineral body lotion (200ml) þá færðu BLUE LAGOON algae and mineral sturtugel (200 ml) að gjöf Athugið að innritun hefst kl. 5.00 20% 25% 15% 15% 15% 20% 15% 20% 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.