Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ HESTARFRÉTTIR Hvað heldurðu, Eng-landsdrottningvill hitta þig?!“ til-kynnti vinur Montys Roberts honum eitt desemberkvöld árið 1988 og erindið átti eftir að umturna lífi hans. Þessi 71 árs tamn- ingamaður frá Kaliforníu, með doktorsgráðu í atferlis- fræði hesta, er goðsagna- kennd persóna. Eftir að hafa meðhöndlað hesta hennar há- tignar krafðist drottning þess að hann skrifaði bók um tamningaaðferðina – heilluð af árangrinum. Hann öðlaðist heimsfrægð með útgáfu ævi- sögu sinnar árið 1996, The Man Who Listens to Horses, og sat hún í 58 vikur á lista New York Times yfir mest seldu bækurnar og hefur nú selst í 5,3 milljónum eintaka. Fleiri bækur komu í kjölfarið, BBC framleiddi sjónvarps- þætti um viðureign hans við hestinn Shy boy sem nutu mikilla vinsælda og heima á búgarðinum Flag is Up Farms í Sólvangi í Kaliforníu fer fram margvísleg starf- semi, m.a. er þar starfræktur skóli, þar sem nemendur til- einka sér hugmyndafræði Montys, og góðgerðarsamtök. Auk þess hafa milljónir manna sótt nám- skeið og sýningar hans út um allan heim. Og nú er loks komið að Íslandi: Monty Roberts heldur sýningu í reið- höllinni í Víðidal í Reykjavík 13. apríl nk., á skírdag, en hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins til að kynna sér aðstæður. Það má með sanni að segja að Monty hafi hrist rækilega upp í hesta- heiminum með einstökum tamninga- aðferðum sínum en að auki gagnast hugmyndafræði hans, sem byggist á atferli hrossa, á ýmsum sviðum sam- félagsins, svo sem við kennslu og stjórnun fyrirtækja, og þjóna aðferðir hans því allt eins manninum – þær miða að því að bæta heiminn á alla lund og að hans áliti erum við hjálp- arþurfi: „Það er engin virðing borin fyrir lífi í dag. Þegar óléttar konur fara í sjálfsmorðssprengjuárásir hef- ur mannkynið náð botninum, ef móðir verndar ekki lengur barnið sitt höfum við misst allt,“ segir Monty ómyrkur í máli – og honum finnst hann knúinn til að skila aðferðum sínum til kom- andi kynslóða, þetta sé hlutverk hans í lífinu. Hann geti þess vegna sætt sig við örmjó hótelrúm á sífelldu ferða- lagi sínu um heiminn í stað þess að setjast í helgan stein og segist ein- ungis vera um 50 daga á ári heima hjá sér á búgarðinum. En ætli hann fái ekki heimþrá á þessu flakki? „Á hverjum degi – en ég hef verk að vinna og þrátt fyrir gríðarlega vinnu hefur mér aldrei liðið betur, þetta er líka svo skemmtilegt.“ Íslenski hesturinn stolt félagsvera Monty Roberts er spurður út í sýn- inguna eftir hálfan mánuð, hvernig hún verði uppbyggð. „Ég ætla að taka fjóra þætti fyrir. Ég mun vinna með trippi og fæ það til að sættast við reið- tygi og knapa á um 30 mínútum, hest sem vill alls ekki upp á kerru, annan sem er með hegðunarvandamál eða er hrekkjóttur og svo taugaveiklaðan og hræddan hest. Hins vegar get ég ekki séð hverja viðureign alveg fyrir því samskipti við hvert hross ráðast af gerð þess. Ég hef kynnst íslenska hestinum, t.d. býr stórvirkur rækt- andi hans rétt hjá mér í Kaliforníu og ég hef unnið með hann á meginlandi Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands. Ég fór í heimsókn til Didda [Sigurbjörns Bárðarsonar] hestamanns í morgun og ég fylgdist með honum við vinnuna – hann er frá- bær! Við töluðum m.a. um þau vanda- mál sem snúa að íslenska hestinum. Það er mun auðveldara að eiga við þennan hest en flest önnur ræktunar- kyn og fólki væri mikil hjálp í því ef það tileinkaði sér tæknina. Vinnan með hestum yrði miklu auðveldari og bara lífið sjálf. Reyndar er íslenski hesturinn nokkuð sérstakur því vandamálið sem er algengast hjá öðrum kynjum, að fara upp á kerru, hrjáir hann ekkert sérstaklega. Aðalvandinn hér er hins vegar hegðunarvandamál og yfir- gangur; að fólk hafi ekki stjórn á þeim. Ég held það sé vegna stoltsins, þeir vilja ekki láta ráða yfir sér, mað- urinn skilur ekki þetta eðli hans og gerir ranga hluti sem hefur það í för með sér að hesturinn ber ekki virð- ingu fyrir manninum. Þeir hafa líka tilhneigingu til tortryggni og hræðslu og annað sem einkennir þá er hvað þeir eru í sterkum tengslum hver við annan, ef þeir eru teknir úr stóðinu sínu verða þeir mjög óöruggir og það þarf að aðskilja suma í nokkra daga frá hópnum til að þeir geti hugsað og haft samskipti við manninn. Íslenski hesturinn hefur heldur ekki átt neinn náttúrulegan óvin í um 1.000 ára sögu hans en t.a.m. hefur villihesturinn í Bandaríkjunum þurft að kljást við sléttuúlfana. Á hinn bóg- inn verða hestar alltaf hestar, þeir eiga sér 50 milljóna ára sögu og eðli þeirra breytist ekki, þeir bregðast all- ir við hættu með flótta. Þess vegna á nálgun mín alls staðar við,“ segir Monty. Hestamenn á Íslandi sem og annars staðar hafa enda sótt í viskubrunn Montys. Af frjálsum vilja, tamningaaðferð Ingimars Sveinssonar á Hvanneyri, er sennilega gleggsta dæmið þar um. Hugmyndir og nálg- un Montys hefur leitt til auk- ins skilnings á hestinum, mönnum verður æ betur ljóst að hann verður að vera í andlegu jafnvægi til að hægt sé að vinna með hann. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig þessar að- ferðir nýtist við vinnu með hross sem fólk elur upp nán- ast í „bakgarðinum“. „Hest- ar sem eru aldir upp í of mik- illi nálægð við manninn og jafnvel gerðir mannlegir verða öðruvísi og þeir sem alast ekki upp í stóði læra ekki „móðurmálið“ sitt. Þessa hesta er mun erfiðara að temja og þjálfa en það verður að horfast í augu við þennan vanda því svo víða er þrengt að hestum, t.d. í Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Við sem atvinnumenn verðum að finna lausn á vandanum, við getum ekki bara sagt að viðkomandi fari rangt að og látið þar við sitja.“ Ekki hrifinn af mynd Roberts Redfords Monty Roberts hefur lifað við- burðaríka ævi og á ýmsu gengið. Yf- irvegun og hlýja einkennir hann en einnig nokkur biturð. Aðeins fjögurra ára gamall vann hann fyrstu verðlaun sín á hestbaki en honum var snemma gert að temja hross með ofbeldisfull- um aðferðum föður síns og sem tíðk- uðust alla jafna. Þegar Monty ætlaði, uppveðraður af uppgötvun sinni á at- ferli villihestanna, að sýna föður sín- um fram á mannúðlegri leið var hann barinn. „Ég var tvo daga á spítala í það skiptið. Ég átti aldrei neina æsku. 1981 fór ég í sneiðmyndatöku þar sem kom í ljós að ég hafði brotið 71 bein áður en ég náði 12 ára aldri.“ Þrátt fyrir að hugmyndir hans hafi fengið lítinn hljómgrunn áratugum saman hélt hann ótrauður áfram, sannfærður um ágæti aðferðarinnar. Það var ekki fyrr en hann fékk boð frá drottningunni um að halda sýningu fyrir hirðina sem hann fékk loks al- menna viðurkenningu á störfum sín- um. Monty bar kvíðboga fyrir sýning- unni en hún vakti lukku og drottn- ingarmóðirin varð svo hrifin af tamn- ingunni á mertrippi sínu að hún táraðist. „Ég ætlaði í hugsunarleysi að faðma hana – að hætti Bandaríkja- manna – en þú snertir ekki konungs- fjölskylduna! Þegar ég sá að verðirnir stukku til hætti ég við en svo faðmaði hún mig í staðinn, enda í lagi fyrir hana.“ Boltinn fór svo að rúlla og til varð nokkurs konar goðsögn í heimi hest- anna. „Og ég sem hélt ég væri þegar frægur!“ segir Monty. Heitið hesta- hvíslari festist við hann í kjölfar hinn- ar kunnu kvikmyndar Hestahvíslar- inn sem Robert Redford leikstýrði og lék aðalhlutverk í. Myndin var gerð eftir samnefndri bók Nicholas Evans og aðferðir Montys urðu innblástur Hestar kunna ekki að ljúga Morgunblaðið/ÞÖK „Konur eru mun lagnari við hestana en karlar vegna þess að þær vilja miklu frekar koma fram af heiðar- leika,“ segir Monty. Það sé hestinum einmitt eiginlegt. Hestahvíslari – orðið er sveipað dulúð og ekki laust við að Þuríður Magnúsína Björnsdóttir fyndi fyrir spenningi með kvíðabragði við að hitta hinn eina sanna hestahvíslara, tamningamanninn Monty Roberts. Svo magnaður maður getur þó líka fengið hnút í magann – er hann þurfti að sanna sig fyrir bresku konungs- fjölskyldunni. Hann gat sleppt því; drottningarmóðirin grét af gleði og það er drottningunni sjálfri að þakka að aðferðir hans urðu á allra vörum. BARNAHEILL og samtökin Heimili og skóli hafa hvor um sig unnið að því að vekja fólk til um- hugsunar um ábyrga netnotkun. Verkefni hvorra tveggju samtak- anna hafa verið styrkt af Evrópu- sambandinu. Nú hafa þessi samtök sameinað krafta sína að hluta til á þessum vettvangi með stuðningi Símans sem leggur samtökunum til bæði tæki og þekkingu. Heimili og skóli hafa staðið fyrir verkefninu SAFT, Samfélag, fjöl- skylda og tækni sem er vakn- ingarátak um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum. Verkefnið er unnið í nánu sambandi við aðrar Evrópuþjóðir. Barnaheill hafa um nokkurt skeið starfrækt ábend- ingalínu þar sem tekið er á móti ábendingum um barnaklám á net- inu. Ábendingunum er fylgt eftir og málin send til lögreglu til rann- sóknar, þau tilkynnt til netþjón- ustufyrirtækja og ef efnið er vistað erlendis eru samstarfsaðilar sem starfrækja ábendingalínu í við- komandi landi látnir vita. Á myndinni eru: Hrönn Þor- móðsdóttir, verkefnisstjóri hjá samtökunum Barnaheillum, Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Anna Margrét Guð- mundsdótti, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla. Hvetja til ábyrgrar netnotkunar FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. skipa eftirfarandi: 1. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri 2. Birna Borg Sigurgeirsdóttir verslunarmaður 3. Stefán Jónsson framkvæmdastjóri 4. Sigríður Lára Ásbergsdóttir sérfræðingur 5. Ágúst Örn Grétarsson rafvirki 6. Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri 7. Grétar Ingi Erlendsson frístundaleiðbeinandi 8. Helena Helgadóttir leikskólakennari 9. Guðni Birgisson skipstjóri 10. Ingibjörg Kjartansdóttir ritari 11. Gauti Guðlaugsson verksmiðjustjóri 12. Jenný Dagbjört Erlingsdóttir bóndi 13. Guðbjartur Örn Einarsson útgerðarstjóri 14. Hjörleifur Brynjólfsson framkvæmdastjóri Listi sjálfstæðismanna í Ölfusi LISTI Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til sveitarstjórnar í Ár- borg 2006 var kynntur á fundi 27. mars sl. Listann skipa: 1. Jón Hjartarson fv. framkvæmdastjóri 2. Hilmar Björgvinsson aðstoðarskólastjóri 3. Sigrún Þorsteinsdóttir grunnskólakennari 4. Alma Lísa Jóhannsdóttir deildarstjóri 5. Andrés Rúnar Ingason húsvörður 6. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi 7. Eiríkur Harðarson skrifstofumaður 8. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur 9. Bríet Einarsdóttir nemi 10. Guðmundur Sverrisson markaðsstjóri 11. Sigfinnur Snorrason jarðfræðingur 12. Viðar Magnússon pípulagningamaður 13. Eiríkur Már Rúnarsson lagermaður 14. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir 15. Sigurður Ingi Andrésson framhaldsskólakennari 16. Margrét Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur 17. Ólafur Thorlacius lyfjafræðingur 18. Iðunn Gísladóttir kennari Listi VG í Árborg Á FÉLAGSFUNDI Framsóknarfélags Árborgar, sem haldinn var 27. mars sl., var lögð fram tillaga uppstillingarnefndar félagsins vegna sveitar- stjórnarkosninga 27. maí nk. Tillagan var samþykkt samhljóða og skipa 8 konur og 10 karlar listann. Listann skipa: 1. Þorvaldur Guðmundsson bæjarfulltrúi, framhaldsskólakennari 2. Margrét Katrín Erlingsdóttir bæjarfulltrúi, atvinnurekandi 3. Björn Bjarndal Jónsson framkvæmdastjóri 4. Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri 5. Helgi Haraldsson svæðisstjóri 6. Ármann Ingi Sigurðsson tæknimaður 7. Sigrún Jónsdóttir verslunarstjóri 8. Arnar Freyr Ólafsson alþjóðafjármálafræðingur 9. Elín Harpa Valgeirsdóttir háskólanemi 10. Birkir Pétursson starfsmaður framkvæmdasviðs Árborgar 11. María Hauksdóttir bóndi og stuðningsfulltrúi 12. Róbert Sverrisson viðskiptastjóri 13. Íris Böðvarsdóttir sálfræðingur og frístundabóndi 14. Gísli Geirsson bifreiðastjóri 15. Ingibjörg Stefánsdóttir leikskólastjóri 16. Gunnar Kristmundsson verslunarmaður 17. Ólafía Ingólfsdóttir bókari 18. Guðni Ágústsson ráðherra Listi Framsóknarflokksins í Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.