Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 14
Veiðar heimilaðar á 154 þúsund lestum af norsk-íslenskri síld Morgunblaðið/Alfons ÍSLENSKUM skipum verður heimilt að veiða tæplega 154 þús- und lestir af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessu ári, en Norðmenn ætla að veiða 836 þús- und lestir. Þetta er samanlagt um 35% meira magn en þær 732 þús- und lestir sem vísindamenn mæla með að verði veitt úr stofninum í ár. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu kemur fram að sam- kvæmt skiptingu sem í gildi var á meðan samkomulag við Norðmenn um veiðarnar hélt hafi hlutur Ís- lands verið 15,54% af leyfilegum heildarafla. Miðað við tillögur vís- indamanna hjá Alþjóðahafrann- sóknarráðinu hefði hlutur Íslands orðið 114 þúsund lestir. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á óbreytta skiptingu, auk þess sem þeir miði við heildaraflamark sem nemur 868 þúsund lestum. Norðmenn ætla að veiða 35,22% meira úr stofninum en sem nemur þeirra hlut samkvæmt samkomu- laginu sem var í gildi um veiðarnar til ársins 2002. „Í ljósi þess að ekk- ert bendir til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006, hefur verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 35,22% hærri en sem nemur 113.753 lestum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 153.817 lestir árið 2006,“ segir í tilkynning- unni. „Sjávarútvegsráðherra hefur rætt málið við sjávarútvegsráð- herra Noregs auk þess sem emb- ættismenn landanna hafa átt við- ræður. Norðmenn hafa verið hvattir til þess að endurskoða ákvörðun sína og þeim verið bent á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér hærri kvóta en þeir hefðu annars gert, til að halda hlut sínum af heildarveiðinni. Þann- ig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna, eins og raunin var árið 2005 þegar Ísland hækkaði hlut sinn um 14% til að halda hlut sínum gagnvart Noregi. Aukning Norð- manna á sínum kvóta verði þannig til að auka veiðar úr stofninum um- fram það sem skynsamlegt er, frek- ar en að auka hlut Noregs af heild- arveiðinni.“ Þriðjungi meira magn en vísindamenn mæla með 14 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR Síldarvinnslunnar hafa ákveðið að hætta starfsemi fiski- mjölsverksmiðju sinnar á Raufar- höfn. Nánast ekkert hefur verið brætt í verksmiðjunni í tvö ár, aðeins í nokkra daga. Starfsleyfi verksmiðj- unnar er runnið út og ekki verður sótt um endurnýjun þess. Jafnframt hefur sjö manns verið sagt upp í verksmiðju Síldarvinnslunnar í Siglufirði. Aðalsteinn Helgason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að mikil óvissa sé um þróun á veiðum uppsjáv- arfisks, einkum loðnu. Nú sé að baki einhver lélegasta loðnuvertíð síðustu tvo áratugina og því hafi til dæmis ekkert verið brætt í verksmiðjunni í Siglufirði í heilt ár. Á vertíðinni í vet- ur hafi aðeins verið brætt í verksmiðj- unum í Neskaupstað og Helguvík og verksmiðjan á Seyðisfirði var aldrei gangsett, enda fór nánast öll loðna sem veiddist á vetrarvertíðinni í frystingu af einhverju tagi. Aðeins hrat og ófrystingarhæf loðna fór í bræðslu. Hann segir að níu stöðugildi hafi verið í verksmiðjunni í Siglufirði, en starfsmenn þar hafi í vetur unnið í öðrum verksmiðjum í eigu Síldar- vinnslunnar og vinna þar standi þess- um mönnum til boða. Hvað Raufarhöfn varði hafi nær engin vinnsla verið þar í tvö ár og það sé því ekki mikil breyting þótt þeirri verksmiðju verði endanlega lokað. Mikil óvissa um loðnuveiðar „Það er ljóst að framboð á uppsjáv- arfiski til bræðslu hefur minnkað verulega. Nánast öll síld er nú fryst til manneldis og um 100.000 tonn af loðnu sömuleiðis. Mikil óvissa ríkir um loðnuveiðarnar og þá má búast við því að kolmunninn fari í auknum mæli til manneldis eftir að hann er kominn í kvóta. Einnig má búast við því að veiðiheimilir í kolmunna fari minnk- andi á næstu árum. Það er því alls ekki á vísan að róa í þessum efnum og við þessum breyttu aðstæðum erum við að bregðast. Þessa vegna hættum við starfsemi á Raufarhöfn og segjum upp í Siglufirði, en þar hefur engin ákvörðun verið tekin um að hætta rekstri. Það er engu að síður ljóst að fiskimjölsverksmiðjum á Íslandi á eftir að fækka, því þörfin fyrir þær er miklu minni en þegar var verið að bræða 1,2 til 1,6 milljónir tonna á ári. Nú sé útlit fyrir að ekki verði brædd nema 500.000 til 600.000 tonn á þessu ári,“ segir Aðalsteinn Helgason. Eitt skip frá Síldarvinnslunni, Börkur, er nú að kolmunnaveiðum, en Beitir bíður þess að kolmunninn gangi norðar en nú er veiðin vestur af Írlandi. Eins og áður hefur komið fram, hafa verið uppi hugmyndir um að Sídlarvinnslan myndi reisa fiski- mjölsverksmiðju á Hjaltlandi. Aðal- steinn segir ekkert ákveðið í þeim efnum. Málið sé enn á frumathugun- arstigi. SVN hættir vinnslu á Raufar- höfn og segir upp í Siglufirði Bræðslum mun fækka vegna minnkandi framboðs Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Bræðsla Fiskimjölsverksmiðjur landsins hafa í mjög langan tíma ekki fengið eins lítið hráefni til vinnslu og undanfarin misseri. Verksmiðja SVN á Seyðisfirði var ekki gangsett á vetrarvertíðinni, ekkert hefur verið brætt í Siglufirði í ár og nánast ekkert á Raufarhöfn í tvö ár. BLINDRAFÉLAG Íslands hefur lýst sig mótfallið frumvarpi til laga um sameiningu Sjónstöðvar Íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands, en það er nú til umfjöllunar hjá Heilbrigðis- og trygginganefnd. Meðal ástæðna fyrir andstöðu Blindrafélagsins við frumvarpið er skortur á samráði við notendur þjón- ustunnar við gerð frumvarpsins, skortur á tilliti til helstu athuga- semda sem gerðar voru þegar frum- varpið var í vinnslu og ólíkar þjón- ustuþarfir þeirra hópa sem stöðv- arnar þjóna. Halldór Sævar Guðbergsson, for- maður Blindrafélagsins, segir margt athugavert við sameiningu stöðv- anna og harmar skort á samstarfi við notendur. „Við sjáum ekki ávinning af sameiningunni og höfum óskað eftir því að málið verði ekki afgreitt úr heilbrigðisnefndinni að svo stöddu heldur að menn setjist yfir málið og skoði það frá grunni,“ segir Halldór og bætir við að blindir hefðu vonast eftir því að þegar farið væri út í svo róttækar breytingar og stefnumótun til framtíðar, hvað varðar þjónustu við blinda og sjón- skerta, yrði málið skoðað í heild sinni. „Það olli okkur verulegum vonbrigðum að ekki yrði tekið á þekkingarmiðstöð sem snýr þá að skólabörnum. Staðan í skólamálum blindra og sjónskertra barna er að okkar mati mjög alvarleg. Einn starfsmaður veitir ráðgjöf fimm klukkustundir á viku í kennslumál- um blindra og sjónskertra barna, en það er langt frá því að vera fullnægj- andi.“ Einungis leið til að fækka ríkisstofnunum Halldór kveðst vilja sjá allsherjar þekkingarmiðstöð blindra og sjón- skertra þar sem gerð verði áætlun fram í tímann um uppbyggingu og eflingu þjónustunnar. Þar yrði m.a. skoðuð umferliskennsla, sem felst í því að komast milli staða og m.a. að nota hvíta stafinn og ADL-þjálfun (athafnir daglegs lífs, t.d. eldhúsverk og önnur verk sem fylgja því að vera sjálfbjarga.) „Nú eru skjólstæðingar Sjónstöðvar um 1.500 yfir allt landið, en hún starfar á landsvísu,“ segir Halldór. „Það eru 1,8 stöðugildi í um- ferliskennslu og ADL-þjálfun fyrir alla skjólstæðinga sex ára og eldri og það er alls ekki nægilegt að okkar mati.“ Halldór kveður það ósk blindra- félagsins að stjórnvöld hefðu m.a. tekið á umferliskennslu og ADL- þjálfun um leið og farið væri í breyt- ingarnar, en svo sé ekki. „Í okkar augum er þessi sameining einungis leið til að fækka ríkisstofnunum, en við sjáum ekki að þjónustan verði efld,“ segir Halldór. „Við höfum ekki séð neina útreikninga um hvernig eigi að ná þessari hagræðingu og við höfum m.a. niðurstöður frá við- skiptaráði þar sem bent er á að þar sem svona sameiningar hafa átt sér stað hafa þær ekki skilað sér í auk- inni hagræðingu heldur þvert á móti verið kostnaðarsamari.“ Blindrafélagið andvígt sameiningu Harma skort á sam- ráði við notendur ÚR VERINU 9-7X - fyrsti jeppi Saab prófaður Bílar á morgun FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.