Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 21
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
Éljahraglandi áfram | Félagar í
Veðurklúbbnum á Dalvík telja að
norðanáttin og éljahraglandinn
sem verið hefur norðanlands síðast-
liðna daga munu vara fram yfir
páska. Jafnvel líklegt að veður
batni ekki að ráði fyrr en 27. apríl,
á nýju tungli sem kviknar í vest-
norðvestri. Ekki telja klúbbfélagar
þó líklegt að nein stórviðri dynji yf-
ir þennan mánuð.
Leiklist | Þráinn Karlsson leikari
flytur fyrirlesturinn „Leiklist í for-
tíð og nútíð“ á morgun, 31. mars kl.
14.50 í Ketilhúsinu. Þetta er þriðji
og síðasti fyrirlesturinn sem skipu-
lagðir eru af kennurum á listnáms-
braut VMA í samvinnu við Lista-
miðstöðina í Grófargili.
Sýning | Samúel Jóhannsson sýnir
myndverk í Bókasafni Háskólans á
Akureyri. Sýningin stendur til 1.
maí nk. Samúel vinnur jöfnum
höndum með akrílliti, vatnsliti, blek
og túss. Safnið er opið frá kl. 8 til 18
virka daga og 12 til 15 laugardaga.
SAMFYLKINGIN hafnar tilhneig-
ingu til einkavæðingar í rekstri
skólastofnana á Akureyri, hugnast
ekki sú braut sem lagt hefur verið út
á í þeim efnum. Þá boðar flokkurinn
afnám leikskólagjalda í áföngum,
leggur til að stofnuð verði „Akureyr-
arstofa“ og að bæjarfélagið taki að
sér löggæslu í bænum af ríkisvald-
inu. Samfylkingin kynnti í gær
markmið sín og áherslur fyrir sveit-
arstjórnarkosningar í maí í vor; yf-
irskriftin var Nýjan meirihluta í
bæjarstjórn í vor, en það er eitt
helsta markmið flokksins að leysa
núverandi meirihluta frá völdum.
Takmarkið að tryggja kosningu
þriggja fulltrúa í bæjarstjórn og
skapa þannig sterka stöðu til að
koma að nýjum áherslum í stjórn
bæjarins. Hermann Jón Tómasson,
sem skipar efsta sæti listans, er bæj-
arstjóraefni flokksins.
Styrkjakerfi fyrir
barnafjölskyldur
„Ég held að þessi hópur endur-
spegli mikla breidd, við teflum fram
nýju fólki í bland við reynslubolta,
fólki sem tekið hefur þátt í bæjar-
málunum til lengri eða skemmri
tíma, þannig bjóðum við bæði upp á
ferskleika og þekkingu,“ sagði Her-
mann Jón þegar Samfylkingin
kynnti áherslur sínar fyrir sveitar-
stjórnarkosningar.
Frambjóðendur hafa síðustu vikur
verið á ferð og flugi, heimsótt tugi
fyrirtækja, stofnana og félagasam-
taka í bænum. „Við höfum hlustað
eftir rödd hins almenna bæjarbúa,“
sagði Hermann, „það hefur mælst
vel fyrir og skilar sér inn í áherslur
flokksins fyrir kosningar.“
Komist Samfylking til valda á Ak-
ureyri á næsta kjörtímabili munu
leikskólagjöld verða afnumin í
áföngum, „og við munum byggja upp
styrkjakerfi fyrir barnafjölskyldur
vegna íþrótta- og tómstundastarfs“,
sagði Sigrún Stefánsdóttir, sem er í
öðru sæti listans. Hún nefndi einnig
að flokkurinn vildi byggja upp fé-
lagssvæði íþróttafélaganna, KA og
Þórs, byggja upp frjálsíþróttaað-
stöðu og þjónustumiðstöð í Hlíðar-
fjalli, „skíðahótelið er barn síns
tíma“, sagði hún. Í nýjum hverfum
mun Samfylkingin leggja áherslu á
fleiri og minni skóla.
Tengibrautirnar
inn á skipulagið
„Akureyrarstofa“, sem á að laða
fjárfesta, stofnanir og fyrirtæki til
bæjarins, er hugmynd sem Samfylk-
ingarfólk hefur á stefnuskrá sinni að
stofna til, „og við sjáum mikil tæki-
færi í slíkri stofu sem hefði það hlut-
verk að markaðssetja bæinn bæði
innanlands og utan“, sagði Helena
Karlsdóttir, sem er í fjórða sæti
listans. „Það skortir framtíðarsýn í
atvinnumálum hér, við munum ekki
sitja aðgerðarlaus.“
Skipulagsmál verða fyrirferðar-
mikil í komandi kosningabaráttu, að
mati Ásgeirs Magnússonar sem er í
fjórða sæti en hann nefndi m.a. aug-
ljósan áhuga bæjarbúa á þeim mál-
um í tengslum við aðalskipulag bæj-
arins, sendar voru inn tæplega 2.200
athugasemdir við skipulagið. „Við
viljum sjá Dalsbraut og Miðhús-
abraut inni í skipulaginu, þetta eru
nauðsynlegar tengibrautir,“ sagði
hann og taldi að meirihlutinn núver-
andi hefði staðið illa að málum, hann
hefði farið út af sporinu. Annað
dæmi varðaði miðbæinn, þar væri
fyrirhugað að byggja á um 650 bíla-
stæðum af þúsund sem fyrir væru.
Benti hann einnig á að engar ein-
býlishúsalóðir væru lausar í bænum
og ráða þyrfti bót á því.
Samfylkingin vill leysa núverandi bæjarstjórnarmeirihluta frá völdum í vor
Hafna einkavæðingu skóla
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samfylkingin á Akureyri kynnti helstu áherslur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Frá vinstri: Margrét Krist-
ín Helgadóttir, Helena Karlsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Sigrún Stefánsdóttir og Ásgeir Magnússon.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Fagna samþykkt | Félag stúdenta
við Háskólann á Akureyri lýsir yfir
ánægju sinni með samþykkt rík-
isstjórnarinnar þess efnis að há-
skólinn fái leiðréttingu á rekstr-
argrunni sínum, um 60 milljónir
króna. „Með þessu er verið að koma
að hluta til móts við það mikla upp-
byggingarstarf sem unnið hefur
verið við háskólann og stóraukna
eftirspurn að námi við skólann.
Telja nemendur einnig að stjórn-
völd séu með þessu að réttlæta
hagsmunabaráttu þeirra og stað-
festu í málaflutningi og því beri að
fagna,“ segir í frétt frá stúdentum
við Háskólann á Akureyri.