Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorgeir Þórar-insson fæddist í Selvogi 4. nóv 1922 og ólst þar upp. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Snorrason úr Selvogi, f. 27. des. 1875, d. 7. nóv. 1970, og seinni kona hans Ragnhildur Jónsdóttir úr Stíflis- dal í Þingvallasveit, f. 6. nóv 1885, d. 14. júlí 1935. Fyrri kona Þórarins var Gíslína Ingibjörg Helgadóttir (1875–1907). Systkini Þorgeirs, samfeðra, voru Snorri Þórarins- son (1902–1977), Helga Þórarins- dóttir (1903–1989) og Geir Þórar- insson (1906–1983). Alsystkini Þorgeirs eru: Ingibjörg Þórarins- dóttir (1913–2004), Valgerður Þórarinsdóttir, f. 1914, býr á Hrafnistu í Hafnarfirði, Jón Þór- arinsson (1916–1978), Óskar Þór- arinsson (1918–1981), Sigurður Þórarinsson (1919–1943), Bóthild- ur Kristín Þórarinsdóttir (1920– 1977), Ragnar Þórarinsson (1924– 1943) og Hörður Þórarinsson (1928–1996). Þorgeir kvæntist Helgu Guð- mundu Haraldsdóttur frá Hafnar- firði. Foreldrar hennar voru Guð- mundína Sigurborg Guðmunds- dóttir, f. 21.7. 1899, d. 14.6. 1981, og Haraldur Þórðarson sjómaður frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi, f. 12.3. 1897, d. 2.12. 1941. Þorgeir og Helga byrjuðu sinn búskap í Hafnarfirði en fluttust 1974 til Grindavíkur. Eign- uðust þau átta börn, sjö syni og eina dótt- ur. Þau eru: 1) Lúth- er, f. 25.7. 1946, kona hans er Bryn- dís Svavarsdóttir, eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Fyrir átti Lúther tvö börn, sem eiga átta börn og eitt barnabarn. 2) Ragn- hildur Jóna, f. 23.3. 1948, á þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Ragnar Rúnar, f. 15.11. 1950, kona hans er Penkhae. Ragnar á eina dóttur, fósturson og eitt barnabarn og Penkhae á fjögur börn. 4) Haraldur, f. 30.9. 1952, kona hans er Helga Haraldsdóttir. Þau eiga fjóra syni og tvö barna- börn. Fyrir átti Haraldur tvær dætur sem eiga fjögur börn. 5) Sigurboði, f. 28.7. 1956, d. 19.2. 1974. 6) Hafsteinn, f. 7.11. 1958, kona hans er Áslaug Jakobsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 7) Sverrir, f. 10.9. 1960, kona hans er Birna Rut Þorbjörnsdóttir. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 8) Grétar, f. 23.4. 1963, kona hans er Díana Von Anken. Þau eiga tvo syni, fyr- ir átti Díana tvö börn. Þorgeir var sjómaður, fyrst á togurum en gerðist síðar útgerð- armaður, gerði bát sinn Farsæl út frá Grindavík. Síðustu árin voru þau hjónin búsett á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þorgeir verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, þegar ég vaknaði í morgun, opnaði gluggann og heyrði í hrafninum, þá fannst mér ég heyra í þér, notaleg tilfinning, fékk mig til þess að brosa því núna ertu líka kominn á betri stað. Þú náðir alltaf að herma eftir hrafn- inum, svo vel. Pabbi þú varst mér svo góður faðir og við góðir vinir. Ég sakna þín mikið. „Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.“ (Jóh 14:21) Hvíl í friði Þín dóttir, Jóna. Pabbi var aðeins 11 ára þegar hann fór fyrst á sjóinn. Þá veiddi hann fyrsta fiskinn sem kallaður var maríufiskurinn, og var þá siður að gefa gamalli konu hann. Hann fór að stunda sjóinn 14 ára þegar hann smíðaði sjálfur bát sem hann skírði Farsæl. Síðan lá leiðin til Þorlákshafnar og síðan til Hafnarfjarðar þar sem hann vann við uppskipun. Síðan lá leiðin aftur á sjóinn og var hann á Óla Garðari á stríðsárunum í sjö ár. Eftir stríð fór hann á Bjarna riddara og var á honum í þrjú ár. Eftir það flutti hann til Hafnar- fjarðar og byrjaði á bát sem hét Fram og var vélstjóri á honum í þrjú ár. Síðan á bát sem hét Ár- sæll Sigurðsson og var í þrjú ár á honum. Fór síðan á Guðbjörgina frá Hafnarfirði. Og á meðan hann var á henni lét hann smíða 12 tonna bát sem hann skírði Farsæl GK 162. Hann tók við honum 1962 og var mikið happafley og hann fiskaði vel á Farsæli. Ýmist reri hann frá Hafnarfirði eða Grinda- vík. Hann fluttist til Grindavíkur 1974 í hús sem hann lét byggja og bjó í því í 28 ár á Marargötu 1. Á gamla Farsæli var hann í 20 ár, síðan keypti hann frambyggðan bát frá Svíþjóð með bróður mínum, Hafsteini, sem hann skírði líka Farsæl GK 162. Honum gekk líka vel með nýja Farsæl, var ýmist á netum og var þá sjálfur með hann en núna síðustu ár hafa bræður mínir Grétar og Hafsteinn verið með hann alfarið á snurvoð. Það var svo að Farsæl rak upp hinn 6. mars 1993, og var hann endur- byggður og stækkaður og er nú 65 tonn og er nú í eigu Hafsteins og Grétars. Pabbi var yfirleitt alltaf vél- stjóri, og saknaði ég þess þegar hann veiktist að geta ekki hringt í hann og leitað ráða hjá honum, eins þegar eitthvað bilaði hjá mér úti á sjó hringdi ég í hann og hann hafði alltaf svör sem komu mér að gagni. Um sjötugt fór hann alfarið í land en var ekki af baki dottinn. Hann varði öllum stundum í bíl- skúrnum við að búa til minkagildr- ur og var þetta hans hugsjón og hann talaði oft um minkagildrurn- ar og breytingarnar sem hann var að finna upp til að gera þær betri. En þá dundi reiðarslagið yfir, hann fékk krabbamein, fyrst í blöðru- hálskirtlinum, síðan í beinin. Þá komst hann í kynni við birkiöskuna sem hann taldi síðar að hefði lækn- að sig og nú var hann búinn að breyta hugsjón sinn. Fyrst að birkiaskjan hafði læknað hann vildi hann að aðrir nytu góðs af og reyndi að tala við sem flesta til að sem flestir fengju lækningu eins og hann. Hann trúði því að birki- askan væri undralyf sem allir þyrftu að kynnast. Það sem einkenndi föður minn í gegnum alla hans ævi var heið- arleiki, góðmennska og léttleiki. Hann gat oft slegið á létta strengi þegar sá gállinn var á honum. Ég bið góðan Guð að blessa föður minn, því hann á það skilið. Ragnar Rúnar Þorgeirsson. Mig langar til að kveðja pabba minn með fáeinum orðum. Ég er stoltur af að vera sonur hans. Lífs- hlaup hans er ótrúlegt. Þvílíkur vinnuþjarkur, hann var alltaf að. Frá morgni til kvölds. Ég man eft- ir því þegar hann var að biðja mig um að hjálpa sér við að greiða nið- ur net, taka upp á pípu, splæsa hanka eða eitthvað varðandi út- gerðina á bátnum. Oft reyndi ég að komast undan því, stundum grát- andi af því ég ætlaði að fara að leika mér við vini mína. Þá skamm- aði hann mig og sagðist vera að kenna mér að vinna. Ég skildi það ekki þá en ég skil það núna hvað hann meinti og þakka ég honum fyrir það í dag. Ég fékk stundum að fara með í róður á litla Farsæl á handfæri. Og sumarið sem ég varð 12 ára reri ég með honum allt sum- arið. Þá gat ég ekki skilið hvernig hann gat staðið allan daginn við stýrið, og spurði oft af hverju hann útbyggi ekki eitthvert sæti til að sitja á, því sigling tók oft drjúgar stundir. Hann sagðist hafa útbúið spýtu á lömum en þætti betra að standa. Ég man að þegar hann kom til mín þegar ég var 26 ára og bað mig um að taka við bátnum af sér. Ég mat það mikils að hann skyldi treysta mér fyrir ævistarfi sínu. Ég setti eitt skilyrði, að hann mætti aldrei skipta sér af hvernig ég reri.Og hann stóð við það. Stundum hringdi hann og rak mig í land vegna veðurs, en spurði aldrei hvers vegna ég væri ekki á sjó í dag. Í 16 ár hringdi hann í mig á hverjum degi hvort sem ég var á sjó eða ekki og alltaf á sama tíma, í hádeginu. Það var nánast hægt að stilla klukkuna eftir því. Hann kenndi mér svo margt og eitt af því var eftirtektarsemi. Hann sagði: „Taktu eftir öllu í kringum þig, stóru og smáu, það skiptir allt máli, og leggðu það á minnið, það kemur sér vel síðar.“ Hann var farsæll skipstjóri og eng- inn þekkti botninn betur en hann. Út um allt sigldi hann, bara með dýptarmæli og kompás. Pabbi, ég veit að þú munt sigla um lygnari sjó hjá Guði, sem þú trúðir svo sterkt á. Því miður er komið að kveðjustund en þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Guð blessi þig. Þinn Grétar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, ótt- ast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl í friði. Bryndís Svavarsdóttir. Elsku afi. Það eru margar minn- ingarnar sem við systkinin eigum um þig og munu þær alltaf verða hjá okkur hvert sem við förum. Þú varst alveg ótrúlegur maður og ert þú sá sem við lítum upp til. Það var margt sem þú tókst þér fyrir hendur sem var gaman að og stundum að taka þátt í, eins og í Selvoginum. Þú gerðir þarna smá blett að þínum stað en samt var allur Selvogurinn partur af þér. Þú hélst alltaf svo upp á þennan stað því þú varst uppalinn þarna og upplifðir margt þarna á yngri og eldri árum. Þú hafðir svo gaman af fuglunum sem var hellingur af, enda voru þeir vinir þínir þarna í Selvoginum. Við munum eftir minkagildrunum þínum sem þú bjóst til, þú veiddir minkana til að þeir myndu ekki drepa fuglana þína, enda varð fuglalífið mun meira eftir að þú byrjaðir á þessu. Já, við heimsóttum þig á marga staði, það var alltaf gaman að koma hvar sem þú varst. Það voru skemmtilegir tímar þegar þú og amma voruð með hjólhýsi á Laug- arvatni og við líka. Við skutumst alltaf yfir til ykkar og fengum kök- ur og kleinur hjá ykkur eins og alltaf þegar við komum. Við vorum alltaf svo hrædd um að rata ekki til baka og eitt skiptið þurftir þú að fylgja okkur aðeins þangað til við sæjum hjólhýsið okkar. Oft tókstu upp munnhörpuna í hjólhýs- inu og spilaðir fyrir okkur og ætl- aðir svo að kenna okkur að spila á hana því þá gætum við spilað fyrir alla sveitina. Þegar við komum til ykkar í Grindavík þá sagðir þú okkur alltaf nokkrar vísur sem þú kunnir og voru þær nú orðnar margar. Þú varst rosalega mikið fyrir tónlist og leyfðir þú okkur að njóta henn- ar með þér þegar við komum til þín og svo tókstu nokkur dansspor og lést okkur brosa. Þetta er bara brot af minning- unum sem við eigum og munu hin- ar alltaf vera hjá okkur og þú líka. Þótt vegir okkar séu farnir sinn í hvora áttina þá munum við alltaf verða með þig í hjarta okkar, elsku afi. En með þessum orðum viljum við systkinin þakka fyrir að hafa kynnst þér og þakka fyrir allan tímann sem við fengum með þér. Þú eflaust heldur áfram að kveða vísur og dansa nema bara á öðrum stað. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Sjáið stelpuna, sjáið hana, hún er ekki ósýnileg. Sjáið lokkana ljósu, þetta er stórkostlegt. Hárið rauða það skrúfast upp, eins og eldrauðir hnettir. (Þ. Þ.) Þetta ljóð samdir þú, afi, um hana Guðnýju. Þín elskandi barnabörn Karen, Jakob og Guðný. Þá ertu farinn frá okkur, elsku afi minn. Ég hef síðustu daga verið að rifja upp ýmislegt sem við höf- um gert og upplifað saman. Það verður mjög skrítin tilfinning að vita til þess að þegar ég fer að heimsækja ömmu á Hrafnistu þá ert þú ekki þar. Þú varst alltaf svo glaður og ánægður þegar ég kom í heimsókn til ykkar en að síðustu varstu orðinn mjög veikur og þreyttur en ekki vildir þú leggja þig fyrr en ég væri farin. Ég veit, afi, að þér líður vel þar sem þú ert núna og það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú varst svo góður mað- ur og vildir öllum vel. Ég var svo heppin að fá að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Grindavík á hverju ári í þessi tíu ár sem ég bjó í Svíþjóð, við vorum saman um jól og áramót að und- anskildum einum jólum sem voru frekar tómleg því ekki fannst mér vera jól nema vera hjá ykkur ömmu. Það er mér svo minnisstætt þeg- ar ég, Kevin bróðir og pabbi feng- um að fara með þér á sjóinn sum- arið sem ég varð 12 ára. Við fórum sjö túra á trillunni þinni Farsæli. Ég var svo stolt að fá að fara með þér á sjóinn því þú varst svo mikill sjómaður og fiskinn, þú vissir allt- af hvar fiskurinn var. Afi, og allar sögurnar sem þú sagðir okkur, þú gast alltaf sagt okkur sögur af þér þegar þú varst lítill og þó að þú segðir sömu sög- una aftur og aftur var alltaf gaman að hlusta á þig. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þegar ég sagði Særós dóttur minni að þú værir dáinn fór hún að hágráta og sagði: „Hann sem var alltaf svo góður við mig.“ Ég kveð þig nú, afi minn, með miklum söknuði, ég skal hugsa vel um ömmu fyrir þig. Guð geymi þig. Sandra Antonsdóttir. Elsku afi minn, nú er þessu lok- ið, löngu og ströngu baráttunni við krabbameinið er lokið og þú hefur fengið hvíld. Ég trúi ekki að ég fái aldrei að sjá þig aftur og heyra allar sög- urnar sem þú hafðir að segja. Það var svo yndislegt að fá að alast upp á neðri hæðinni hjá ykk- ur ömmu á Marargötunni og geta alltaf skroppið í heimsókn í hlýjuna hjá ykkur. Þegar við Hermann gistum hjá ykkur og fengum okkur Coco puffs þá varðst þú að smakka líka, kall- aðir þetta reyndar alltaf kúlur, og þér fannst þetta svo gott að þú varst farinn að stelast í þetta í tíma og ótíma. Við fórum líka oftar en einu sinni með ykkur ömmu upp í hjóls- hýsi á Laugarvatni og þar skemmtum við okkur alltaf jafnvel. Það var bakað rúgbrauð í jörðinni sem okkur fannst rosalega merki- legt og auðvitað besta rúgbrauð í heimi. Þú kenndir okkur líka að tálga spýtu og var lóðin fyrir fram- an hjólhýsið undirlögð í þá iðju. Þú áttir líka hundinn Spora sem fylgdi þér hvert fótmál og hann var alveg jafnyndislegur og ljúfur og þú, tryggari hund hefur maður ekki séð. Tónlist var þér mikilvæg, þú varst alltaf að leyfa manni að heyra eitthvert lag sem þér fannst svo gott, svo söngstu og söngstu en kunnir samt aldrei textann. Þú áttir líka þessa rosalega flottu lakkskó sem þú varst svo ánægður með og fórst í á skemmtanirnar á Hrafnistu og dansaðir og dansaðir, það fannst þér skemmtilegt. Elsku afi minn, vonandi líður þér vel og þú getur kannski núna tekið fram lakkskóna og tekið nokkur spor. Hvíl í friði. Sóley. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð,þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Vinur okkar Þorgeir Þórarins- son eða Geiri eins og við kölluðum hann, hefur kvatt þetta líf. Geiri var góður og duglegur maður sem vann sig upp úr fátækt, eignaðist stórt skip því sjó- mennska var hans líf. Fjölskyldan skipaði ávallt fyrsta sæti í huga hans og síðan sjómennskan. Fáum höfum við kynnst sem höfðu jafn skemmtilega frásagn- argáfu og Geiri. Hann var mjög draumspakur og dreymdi fyrir fiskiríi og sá lengra en margur annar. Skemmtilegt er til þess að vita að eitt barnabarn hans, Her- mann Sverrisson, gerði stuttmynd eða viðtal við Geira sem er alveg frábært. Geiri vinur okkar var litríkur persónuleiki og hlýr maður. Við þökkum góð kynni um leið og við vottum þér, Helga mín, samúð okkar og fjölskyldunni allri. Guð blessi minningu Þorgeirs Þórarinssonar. Hvíldu í friði. Hrefna og Trausti. Nú er elsku afi farinn heim í dýrð Drottins. Ég á ofboðslegar góðar minningar um afa, hann var alltaf svo glaður. Þegar ég hugsa um afa minnist ég þess hvað hann hafði gaman af að segja sögur, syngja og dansa, hann hafði alltaf eitthvert lag til að leyfa manni að heyra og svo hækkaði hann vel og flautaði með eða söng og tók nokk- ur spor. Alltaf tók hann fagnandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn, það var mjög notalegt. Það er mikill söknuður að afi skuli vera farinn en hann er á góðum stað hjá Föðurnum á himnum sem hann trúði á og átti í hjarta sínu. Elsku amma og fjölskylda, enn og aftur votta ég ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í sorginni, vernda ykkur og blessa. Við kveðjum þig nú, afi minn, með þessum orðum úr Jóhannesar- guðspjalli 3:16: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Natalie, eiginmaður og barn. ÞORGEIR ÞÓRARINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.