Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 57 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI F R U M S Ý N I N G BASIC INSTINCT 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára BASIC INSTINCT 2 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 EIGHT BELOW kl. 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VENDETTA kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 16.ára. THE MATADOR kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára. LASSIE kl. 3:50 - 6 AEON FLUX kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára. BLÓÐBÖND kl. 8 BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 4 BASIC INSTINCT 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára EIGHT BELOW kl. 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára. Allt áhugavert, hefst í huganum F R U M S Ý N I N G BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM Frábær ævintýrarík og heillandi fjölskyldumynd frá Disney sem hefur allstaðar slegið í gegn. Með Paul Walker (Fast and the Furious myndirnar) og Jason Biggs (American Pie myndirnar) Sýnd með íslensku tali. Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Hefndin er á leiðinni eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV Sýnd Laugardag & sunnudag Biðin er á enda! Framhaldsmyndin sem allir hafa beðið spenntir eftir, er komin. Sjáið Sharon Stone í banastuði eins og hún var í fyrri myndinni. B.i. 16 ára. ZAPPA PLAYS ZAPPA miðasala 2. apríl www.rr.is Helgartilboð í Flash Gallabuxur áður 5.990 nú 3.990 Gallajakkar áður 5.990 nú 2.990 Peysur áður 5.990 nú 2.990 Sígaunapils áður 4.990 nú 2.990 20% afsl. af öðrum vörum Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum TÓNLEIKA- og kynningarferð Nylons um Bretland lýkur á morgun en þá fljúga stúlkurnar heim til Ís- lands í nokkurra daga hvíld. Sú hvíld verður þó ekki löng því að á þriðju- daginn verður nýtt myndband tekið upp við fyrsta smáskífulag Nylons í Bretlandi, „Losing a Friend“. Verð- ur það kynnt í Bretlandi í apríl og maí en gefið út í júní. Lagið er tekið upp af Grammy-verðlauna-hafanum Andy Wright en hann er þekktastur fyrir samstarf sitt við Simply Red. SagaFilm mun stjórna gerð mynd- bandsins en tökur munu að mestu leyti fara fram á Suðurlandi. Lagið verður að sjálfsögðu frumflutt í ís- lenskum ljósvakamiðlum. Stefnt er að því föstudaginn 7. apríl. Ferðin um Bretlandseyjar hefur gengið vel að sögn Einars Bárð- arsonar umboðsmanns stúlknasveit- arinnar hér á landi en hann segir að hvar sem stúlkurnar hafi komið á ferð sinni um Bretlandi hafi þær vakið fádæma athygli og breskir fjölmiðlar sýnt þeim mikinn áhuga. Stúlkurnar hafa komið á forsíðum nokkurra breskra dagblaða, farið sjónvarpsviðtal á BBC og komið við á fjölda útvarpsstöðva. Þá hafi stúlk- urnar verið duglegar við að kynna land og þjóð og gert meðal annars stutt hlé á tónleikum til að kynna land og þjóð fyrir breskum ungdómi. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hefur Nylon verið boðið að hita upp fyrir Westlife á væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Bret- landseyjar. Tónleikaferðin hefst 3. apríl en Nylon slæst í hópinn 21. apríl og opnar fyrir Westlife á alls 22 tón- leikum sveitarinnar um Stóra- Bretlandi, Nær uppselt er á alla tón- leikana. Tónlist | Nylon kemur heim til að taka upp myndband við nýtt lag Vekja athygli í Bretlandi Tökur hefjast á nýja myndbandinu á þriðjudag. ÞRÁINN Karlsson fagnaði 50 ára leikafmæli í fyrrakvöld, þegar sér- stök hátíðarsýning var á Litlu hryll- ingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Þann dag voru 50 ár frá því hann steig fyrst á svið með Leikfélagi Ak- ureyrar, framan af var hann þar með annan fótinn eins og sagt er en Þráinn var meðal þeirra leikara sem fyrst fengu fastráðningu þegar LA varð atvinnuleikhús 1973. Þar hefur hann starfað síðan auk þess að leika í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi, hann var einn stofnenda Alþýðuleik- hússins á sínum tíma og auk þess hefur hann unnið að myndlist. Þráni var vel fagnað í sýningarlok og Leikfélagið hélt honum síðan veislu í Borgarsal Samkomuhússins þar sem gamlir félagar úr leikhúsinu og fjöldi annarra heiðruðu afmælisbarnið með nærveru sinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þráinn hylltur á sviði gamla Samkomuhússins í lok hátíðarsýningarinnar. Til hægri er Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri og leikstjóri. Þráinn í faðmi fjölskyldunnar, í veislunni eftir hátíðarsýninguna. Frá vinstri: Rebekka og Hildigunnur Þráinsdætur, Þráinn, Ragna Garð- arsdóttir og Kristín Konráðsdóttir. Fimmtíu ár á fjölunum Þráinn í veislunni ásamt Sigur- veigu Jónsdóttur en þau léku um áraraðir saman hjá LA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.