Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 25 DAGLEGT LÍF Í MARS Mikilvægt er að botninn ápottum sé sléttur og aðpotturinn passi áhelluna því þá dreifist hitinn jafnt, innihaldið hitnar hraðar og orka fer ekki til spillis að óþörfu.  Álpottar leiða vel hita og henta vel fyrir alls konar rétti, t.d. mjólk- urrétti, sósur og hrísgrjón. Ekki er þó hentugt að geyma matvæli í þeim.  Pottar úr ryðfríu stáli henta einnig vel fyrir alla rétti, sérstaklega vatn, kartöflur og súran vökva, en mjólkurrétti ætti að sjóða við mjög vægan hita. Þá má þvo í uppþvottavél og ryðfrítt stál er almennt mjög sterkt efni. Ekki ætti að geyma mat- væli í stálpottum.  Steypujárnspottar henta vel fyrir rétti sem þurfa að sjóða lengi. Samt ekki grjónagraut eða aðra rétti með mjólk. Steypujárn er slitsterkt og ekki viðkvæmt fyrir ofhitnun. Steypujárnspotta má hins vegar hvorki setja í uppþvottavél né þvo með sápu.  Teflonhúðaðir pottar eða pottar með annarri húð sem hrindir frá sér henta vel til allrar almennrar mat- reiðslu en kannski best fyrir þá rétti sem hafa tilhneigingu til að brenna við, t.d. grjónagraut. Nota þarf tré- eða plastáhöld því stálspaðar eða -skeiðar geta rispað húðina og gert þannig pottinn ónothæfan. Teflon- potta er auðvelt að þrífa og þá má setja í uppþvottavél. Handfangið skiptir máli Pottar geta verið ýmiskonar, þ.e. með einu handfangi eða tveimur. Þau geta verið úr sama efni og potturinn eða úr plasti. Ef handföngin eru úr málmi er jafnvel hægt að setja pott- inn inn í ofn sem hluta af matreiðsl- unni. Segulmagnaðir botnar á spanhellur Val á pottum getur líka farið eftir hvers konar eldavél er á heimilinu. Það nýjasta er svokallaðar spanhellur sem ekki hitna á yfirborðinu. Þær minna á keramikhellur í útliti og hægt er að stjórna hitanum þannig að hann breytist hratt þannig að minnir á gashellur. Spanhellur eru orkuspar- andi en á þær þarf potta með seg- ulmögnuðum botnum, t.d. úr steypu- járni eða með botni úr segulmögnuðu ryðfríu stáli. Sléttur botn á pottum skiptir enn meira máli ef hellurnar á eldavélinni eru úr keramiki eða spanhellur en ekki gamaldags steypujárnshellur. Botninn á annaðhvort að vera alveg sléttur eða jafnvel aðeins kúptur inn á við, því hitinn þenur málminn út. Best er ef botninn á pottinum er nokkrum millimetrum meiri í þvermál en hell- an því þá er hitinn nýttur til hins ýtr- asta. Ef potturinn er minni en hellan, nýtist hitinn ekki sem skyldi. Ef botn- inn er skakkur þarf að nota allt að 30% meiri orku en ella. Pottar með álbotni eða emaler- uðum eða lökkuðum botni geta skilið eftir sig för á keramikhellum. Reyna ætti að ná þeim í burtu um leið og hellan hefur kólnað því annars getur orðið mjög erfitt að ná þeim af. Hraðsuðukanna sparar orku Þegar orkusparnaður er hafður í huga gæti verið happaskref að nota hraðsuðukönnu í meira en bara te og kaffi. Hana er líka hægt að nota til að forsjóða vatn til að setja í pott með pasta eða kartöflum, eins og bent er á á vef sænsku neytendasamtakanna. Fleiri orkusparandi ráð á vef sænsku neytendasamtakanna eru t.d. að nota eins lítið vatn og mögulegt er til að sjóða eitthvað á eldavélinni. Lækka ætti hitann um leið og byrjar að sjóða. Alltaf ætti að nota lok. Reyna ætti að nýta eftirhitann eins og mögu- legt er, þ.e. slökkva á hellunni nokkr- um mínútum áður en maturinn á að vera tilbúinn. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um spanhellur. Halda ætti hellunum hreinum því óhreinindi geta virkað sem einangrun og þar af leiðir óþarfa orkueyðsla. Hvernig potta er best að nota?  NEYTENDUR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ef handföngin á pottum eru úr málmi er jafnvel hægt að setja þá inn í ofn líka sem er þá viss hluti af matreiðslunni. Val á pottum í eldhúsið getur skipt máli með til- liti til eldavélartegundar, orkusparnaðar og hrá- efnis sem skal elda. Steingerður Ólafsdóttir skoðaði ýmsar tegundir af pottum. Hraðsuðukönnu er líka hægt að nota til að forsjóða vatn til að setja í pott með pasta eða kartöflum steingerdur@mbl.is Páskakaffi Veislukaffi frá Te og kaffi er komið í verslanir og verður í sölu fram á vor. Þetta er árstíðabundin tegund og fær því alveg sérstakan búning en það er fagurgrænt í stíl við páskana. Veislukaffið er silki- mjúkt með mjög góðri fyllingu og rjómasúkkulaðikenndu eftirbragði. Hægt er að fá Veislukaffi í öllum sérverslunum Te og kaffi, Fjarð- arkaupum, Hagkaupum, 10/11 búð- unum, Nóatúni, Miðbúðinni, Spar- verslun og Melabúðinni.  NÝTT TÖLVULEIKUR sem æfir heilann og metur aldur hans er væntan- legur á markað. Upplagður aldur fyrir heila er tuttugu ár, að því er fram kemur á fréttavef Svenska Dagbladet. Nintendo mun markaðs- setja tölvuleikinn Dr. Kawashima’s Brain Training. Ryuta Kawashima er japanskur vísindamaður sem stundar rannsóknir á heilanum og virkni hans þegar einhver gefur skjót svör við einföldum spurn- ingum, t.d. léttum stærðfræðidæm- um. Á grundvelli þessa hefur hann þróað leik sem samanstendur af prófum á níu mismunandi sviðum. Þegar leikurinn hefur verið spil- aður um stund getur tölvan reiknað út aldur heila spilarans. Best er að vera tuttugu ára heili og með því að spila leikinn á hverjum degi á að vera hægt að yngja heilann upp. Morgunblaðið/Þorkell Tölvuleik- urinn æfir heilann  TÆKNI � �� � �� � �� �� � �� � � ��� � � � � � AFSLÁTTUR 25-40% Sími: 534 5200 Bæjarlind 4, Kópavogi www.draumarum.is FRÁBÆR TILBOÐ ALLA HELGINA 40% AFSLÁTTUR AF 25% AFSLÁTTUR AF IBIZA RÚMI 160x200 HÁGÆÐA BÓMULLARSLOPPUM ADVANCE OG BALANCE HEILSUKODDUM VÖLDUM RÚMGÖFLUM verð áður kr. 81.066 verð nú kr. 48.640 STÓRT PÁSKAEGG FRÁ NÓA SÍRÍUS FYLGIR ÖLLUM SELDUM RÚMUM ÖLLUM PALAZZO RÚMUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.