Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KEFLAVÍK
Hagatorgi • S. 530 1919
www.haskolabio.is
F R U M S Ý N I N G StærSta kvikmyndahúS landSinS
Nýjasta snilldarverkið frá
Wachowzki bræðrum
þeim sömu og færðu okkur
“Matrix” myndirnar.
MEIRA EN HETJA. GOÐSÖGN.
Ein magnaðasta
kvikmyndaupplifun ársins.
FRELSI AÐ EILÍFU !
Basic Instinct 2 kl. 5:40 - 8 og 10:20 b.i. 16 ára
V for Vendetta kl. 5:20 - 8 og 10:45 b.i. 16 ára
The Matador kl. 6 og 8 b.i. 16 ára
The New World kl. 10 b.i. 12 ára
The World´s Fastest Indian kl. 8
Syriana kl. 10:30 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6
BASIC INSTINCT 2 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
DATE MOVIE kl. 8 - 10:20
BASIC INSTINCT 2 kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
EIGHT BELOW kl. 5:45 - 8
V FOR VENDETTA kl. 10:15 B.i. 16 ára
LASSIE kl. 6
FRELSI AÐ EILÍFU !
eee
- VJV topp5.is
eee
- SV mbl
eeee
- S.K. - DV
eeee
- S.U.S. - XFM 91,9
eeeee
- V.J.V. - TOPP5.IS
eeee
- KVIKMYNDIR.IS
eeee
- A.B. Blaðið
eeee
- S.U.S. - XFM 91,9
eeeee
- V.J.V. - TOPP5.IS
eeee
- KVIKMYNDIR.IS
eeee
- A.B. Blaðið
Ein magnaðasta kvikmyndaupplifun ársins.
Allt
áhugavert,
hefst í
huganum
Biðin er
á enda!
Framhaldsmyndin sem
allir hafa beðið spenntir
eftir, er komin.
Sjáið Sharon Stone í banastuði
eins og hún var í fyrri myndinni.
B.i. 16 ára.
„Það er best að segja það bara
hreint út; V for Vendetta
er góð bíómynd. Vel gerð,
spennandi og áhugaverð.“
Þ.Þ. Fréttablaðið
„Það er best að segja
það bara hreint út; V for
Vendetta er góð
bíómynd. Vel gerð,
spennandi og
áhugaverð.“
Þ.Þ. Fréttablaðið
KVIKMYNDIN Eight Below er
byggð á atburðum sem áttu sér
stað á suðurpólnum árið 1957,
þegar hópur vísindamanna þurfti
að skilja átta sleðahunda eftir í
óbyggðum, en hópurinn gat ekki
vitjað þeirra fyrr en hálfu ári síð-
ar.
Leikstjóri myndarinnar er
Frank Marshall, sem á að baki
myndir á borð við Alive og Congo,
en með helstu hlutverk fara Paul
Walker (2 Fast 2 Furious, Into
the Blue, Joyride), Jason Biggs
(American Pie, Anything Else,
Jersey Girl) og Bruce Greenwood
(Capote, Thirteen Days, The
Sweet Hereafter). Leikarinn Paul Walker ásamt sleðahundunum átta. .
Frumsýning | Eight Below
Sleðahundar í ógöngum
ERLENDIR DÓMAR:
Metacritic.com 64/100
Roger Ebert 75/100
Variety 70/100
Hollywood Reporter 80/100
The New York Times 50/100
(allt skv. Metacritic)
UNDANFARNAR vikur hefur hálfgert stríð
staðið yfir milli Menntaskólans í Reykjavík og
Menntaskólans við Hamrahlíð. Ástæðan er sú
að annað kvöld mætast ræðulið skólanna í úr-
slitum Morfís, mælsku- og rökræðukeppni
framhaldsskóla á Íslandi. Stríðið hófst með því
að nemendur við MH „rændu“ Gunnari Hólm-
steini Guðmundssyni, Inspector Scholae í MR.
Gunnar segist hafa tekið atburðinum með stó-
ískri ró. „Þetta var bara létt grín og ég ákvað
að spila með,“ segir Gunnar, en farið var með
hann upp í MH þar sem reynt var að láta hann
skrifa undir hinar og þessar yfirlýsingar. MH-
ingar létu ekki staðar numið því auk þess að
nema Gunnar á brott, skrifuðu þeir „MH“ með
hveiti á flötina fyrir framan MR, settu rauðar
filmur í kastara sem lýsa skólann upp, hengdu
upp fána MH á skólalóðinni og klæddu stytt-
una af Pallas Aþenu í rauðan MH bol. Að sögn
Gunnars fór þetta þó framhjá nemendum MR
því Hannes Friðsteinsson, húsvörður skólans,
fjarlægði allt saman áður en skóladagur hófst.
Rændu Miðgarðsorminum
Þrátt fyrir að aðgerðir MH-inga hafi farið
framhjá flestum MR-ingum ákváðu þeir að
grípa til sinna ráða. „Frá árinu 1992 hafa MH-
ingar verið að prjóna risastóran orm sem er
orðinn 70 metrar að lengd. Þetta er þeirra
stolt og prýði og eitthvað sem þeir taka með á
allar keppnir. Við stálum þess vegna orm-
inum,“ segir Gunnar, en ormurinn sem nefnist
Miðgarðsormurinn, er enn í vörslu MR-inga.
„Við höfum líka verið að gagnrýna stéttaskipt-
inguna í MH sem felst í sætaskipuninni. Við
fórum þess vegna með risastóra keðju og lás,
læstum Norðurkjallara og snerum öllum borð-
unum við. Okkur finnst að allir eigi að sitja á
sama stað og við sama borð,“ bætir Gunnar
við. MR-ingar létu ekki staðar numið heldur
fóru þeir upp í Hamrahlíð og úðuðu þar merki
fatlaðra á bílastæðin fyrir utan skólann. Þegar
hér var komið sögu þótti mönnum nóg að gert
og ákveðið var að láta gott heita. Fulltrúar
skólanna hittust því í gær og sömdu um
vopnahlé. Fundurinn átti sér stað á Snorra-
braut, en skólarnir hafa ákveðið að skipta
Reykjavík í tvennt þannig að MR fær svæðið
vestan Snorrabrautar og MH svæðið aust-
anmegin. Að sögn Gunnars stendur vopna-
hléið þó eingöngu yfir til klukkan 20.00 annað
kvöld, en þá hefst úrslitaviðureignin í Há-
skólabíói. Umræðuefnið er frelsi einstaklings-
ins.
Fólk | Margra vikna stríði MR og MH lýkur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eins og sjá má úðuðu MR-ingar merki fatlaðra í bílastæðin við MH.
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar H. Guðmundsson, Inspector Scholae í MR, kemur til fundarins ásamt ræðuliði sínu í gær.
Skipta Reykjavík á milli sín
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
MH-ingar klæddu styttu af Pallas
Aþenu sem stendur við MR í MH-bol.