Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í einkasölu mjög gott raðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr samtals um 166,3 fm. Eignin er á mjög góðum barnvænum stað þar sem er stutt í skóla, leikskóla, framhaldsskóla, fallegur garður í suður. Eignin skiptist í for- stofu, hol, vinnuherbergi, baðherbergi, tvö góð herbergi, geymslu og bílskúr. Á efri hæð er stofa borðstofa, eldhús, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi ásamt sjón- varpsholi á millilofti. Góðar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 39,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ásbúð - raðh. Garðabæ EINHVERNTÍMA á sjöunda ára- tugnum skrifaði ég pistil um gæða- flokkun háskóla í Bandaríkjunum. Við athugun málsins kom ýmislegt í ljós sem vakti forvitni mína. Þetta var á tímum kalda stríðsins þegar Sov- étríkin og Bandaríkin voru í keppnishug á öll- um mögulegum svið- um. Þetta var fyrir tíma tölvu- og netvæð- ingar þótt ótrúlegt megi virðast. Þetta flokkunarkerfi var til- tölulega einfalt, svipað því sem við þekkjum í tugþraut. Skólarnir kepptu í ákveðnum greinum og var gefið stig fyrir hverja grein og sá skóli sem hlaut flest stig lenti í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Flokk- unarkerfið sem notað er í dag byggist á mörgum sömu forsendum og þá. Það voru tveir háskólar sem börð- ust um efsta sætið það árið. Kannski er ekki rétt að segja að þeir hafi bar- ist því í raun var þetta einfalt reikn- ingsdæmi. Það þurfti bara að skrá- setja nokkrar staðreyndir sem lágu ljósar fyrir. Ein greinin í þessari tug- þraut háskólanna var stærð viðkom- andi háskólabókasafns. Á þessum tíma voru flestir fremstu háskólarnir með yfir milljón eintök. Í dag er bókakosturinn ekki alveg eins mik- ilvægur, því nú er hægt að nálgast margt af þessu á netinu. Aðgangur að öflugu bókasafni skiptir þó enn miklu máli þegar um rannsóknir og fræði- mennsku er að tefla. Á sjöunda tug síðustu aldar voru margir háskólakennarar í Bandaríkj- unum án doktorsprófs (hér á landi voru slíkir fuglar þá nær óþekktir). Fjöldi háskólakennara með dokt- orspróf þótti því skipta miklu máli þegar meta skyldi gæði háskóla. Þá var einnig lagt mikið upp úr hlutfalli nemenda á kennara. Einn þáttur í þessu matskerfi vakti sérstaka athygli mína, en það var fjöldi Nóbelsverðlaunahafa í kenn- araliði skólanna. Ef ég man rétt var það einmitt þessi grein sem réð úr- slitum um það hvort það var Harvard eða Berkeley sem hreppti efsta sæt- ið. Mig minnir að annar skólinn hafi verið með níu Nóbelsverðlaunahafa í kennaraliðinu og hinn sjö, flesta í eðl- isfræði, efnafræði og læknisfræði en einnig í bókmenntum. Sumir þeirra voru erlendir ríkisborg- arar, frá Þýskalandi, Sovétríkjunum, Japan og víðar. Ég er ekki viss um að við Íslendingar kæmumst langt með slíkt kerfi. Aftur á móti tel ég vel koma til greina að hannað verði sérstakt matskerfi fyrir smærri þjóðir þar sem háskólanám hér á landi gæti fengið sanngjarnt en jafnframt fullgilt mat, sem síðan mætti bera saman við gæða- mat milljónaþjóðanna. Allir þekktustu háskólar í Banda- ríkjunum eru einkaskólar og margir þeirra eru í fremstu röð í heiminum í dag. Harvard háskóli var stofnaður á fyrri hluta 17. aldar, eða um svipað leyti og Háskólinn í Helsinkí og þrem áratugum á undan Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Yale, Brown, Col- umbia og Princeton voru stofnaðir á 18. öld, og skólar eins og: Vanderbilt, Berkeley, Johns Hopkins og Cornell á 19. öld. Hér eru einungis nefndir örfáir skólar af aragrúa þekktra há- skóla víðsvegar um Bandaríkin. Þessir háskólar hafa haft gríðarleg áhrif á þróun æðri menntunar um all- an heim og fjöldi erlendra náms- manna skiptir þar tugum þúsunda. Þá er einnig athyglisvert hve stór hópur erlendra vísindamanna starfar við þessa háskóla. Og ekki má gleyma því að stærstur hluti ís- lenskra háskólakennara hefur sótt menntum sína til erlendra háskóla. Til gamans má geta þess að Kaup- mannahafnarskóli, okkar fyrsti há- skóli, var stofnaður á síðari hluta 15. aldar og Oxford háskóli á Englandi var settur á stofn á 13. öld um það leyti sem okkar íslensku fræðimenn voru að skrifa Grettissögu og Njálu. Í öllum háskólum í Bandaríkjunum greiða námsmenn skólagjöld. Annað þekkist ekki. Í ríkisreknu háskól- unum eru skólagjöld mun lægri en í einkaskólum, en samt mjög há miðað við Evrópu. Og þótt þessir ríkishá- skólar séu glæsilegar menntastofn- anir þá er aðbúnaður við fremstu einkaskólana á allt öðru plani, ef svo má segja, og skólavist við þá er eft- irsóknarverð þótt skólagjöld séu oft fimmföld miðað við það sem gerist við ríkisskólana. Oft hefur verið rætt um skólagjöld við háskóla hér á landi. Ég tel að skólagjöld muni skila nemendum okkar margföldum ávinningi og frá þjóðhagslegu sjónarmiði tel ég að þetta sé spurning um rekstrar- grundvöll háskólanáms á Íslandi. Háskóli Íslands var stofnaður 1911, einni öld á eftir Óslóarháskóla. Þá voru sameinaðir þrír embættis- mannaskólar landsins: Prestaskól- inn, Læknaskólinn og Lögfræðiskól- inn. Þannig hefur þróunin verið víðast hvar í heiminum, að minni skólar hafa sameinast. Hér á landi hafa verið stofnaðir nokkrir nýir háskólar síðustu árin. Þótt þetta séu litlir skólar af háskólum að vera, þá hefur tilkoma þeirra hleypt fersku lífi í kennslu og rannsóknir á háskóla- stiginu. Þá hefur Kennaraháskóli Íslands stækkað mikið undanfarið. Það yrði mikill ávinningur fyrir báða skólana, Kennaraháskólann og Háskóla Íslands, ef þeir samein- uðust, hvort sem Kennaraháskólinn yrði sjálfstæð deild innan Háskóla Íslands eða sérstakur skóli undir merkjum HÍ, en slíkt form er vel þekkt víða erlendis. Að lokum, eins og þeir segja í íþróttunum: Áfram Ísland. Tugþraut háskólanna – Hinir 100 bestu Bragi Jósepsson fjallar um háskólamenntun ’Aftur á móti tel ég velkoma til greina að hannað verði sérstakt matskerfi fyrir smærri þjóðir.‘ Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor. TENGLAR .............................................. bragijos@hotmail.com Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAÐ eru vonbrigði að fylgjast með vanhugsuðum viðbrögðum við hugmyndum til lausnar á útfærslu Sundabrautar. Þær voru settar fram til að undir- strika tvennt. Í fyrsta lagi er ófrávíkjanleg krafa að vegurinn verði lagður alla leið upp á Kjalarnes í fyrsta áfanga, framhjá fjölmennum íbúðarhverfum. Al- gerlega óviðunandi er að fyrsti áfangi Sundabrautar endi við Gufunes og engin önnur leið verði fyrir umferðina en að þræða sig í gegnum fjölmennt íbúðar- hverfi. Þar með taldir allir þungaflutningar norður á land sem þannig myndu stytta sér leið upp á Vest- urlandsveg. Í öðru lagi liggur ljóst fyrir eftir sam- ráð við íbúa í Voga- hverfi og Grafarvogi að fyrirliggjandi hraðbrautarútfærslur með fjórum akreinum með stefnu á íbúðarhverfi eru óviðunandi að þeirra mati. Þess vegna er óskilj- anlegt að ekki eigi að koma til skoðunar að Sundabraut í fyrsta áfanga verði hefðbundin borg- argata án mislægra gatnamóta en síðari áfanginn fari í göngum frá svæði Áburðarverksmiðjunnar út í Laugarnes. Hefðbundin borg- argata myndi auðveldlega rúma þá 15.000 bíla umferð sem núverandi byggð kallar á til að þjóna umferð norður í land og inn og út úr Graf- arvogi. Ekki er deilt um það að full- byggð Sundabraut kallar á fjórar akreinar. Þriðju og fjórðu akrein- ina þarf þó ekki að leggja vegna núverandi íbúðarhverfa heldur uppbyggingar í Geldinganesi, Gunnunesi og Álfsnesi. Með því að leggja þær í göngum út í Laug- arnes er hægt að dreifa umferðinni framhjá núverandi íbúðarhverfum, koma í veg fyrir að lagðar verði fyrirferðarmiklar hraðbrautir inni í rótgrónum íbúðarhverfum og dreifa umferð betur með hliðsjón af umferðarskipulagi höfuðborg- arsvæðisins í heild. Í mínum huga eru aðeins tvær útfærslur á Sundabraut sem hægt verður að ná breiðri samstöðu um í nálægum íbúðarhverfum. Önnur er að brautin verði alfarið í jarð- göngum sem raunar er fyrsti kost- ur í hugum fjölmargra íbúa. Hin er sú að farin verði blanda af núver- andi útfærslum á innri eða ytri leið með hefð- bundinni borgargötu, alla leið, í fyrsta áfanga og jarðgöngum í Laugarnes í síðari áfanga. Í yfirstandandi samráði verða bestu lausnir á öllum leiðum fullkannaðar. Þessari vinnu á að veita svig- rúm til að klárast út frá staðreyndum máls- ins en ekki stóryrðum. Neikvæðni og nöldur í garð nýrra hugmynda að lausnum bera vott um lítið skynbragð á eðlilegar áhyggjur íbúa. Bygging hrað- brauta í gegnum íbúð- arhverfi er lausn sem er á undanhaldi um allan heim. Það er stjórnmálamanna að bera skynbragð á breytta tíma og finna lausnir í samræmi við breyttan tíðaranda og óskir borgarbúa. Til þess að ræða þetta mál við íbúa í Grafarvogi og kynna nánar hina nýju hugmynd hef ég boðað til opins borgarafundar í Borg- arholtsskóla klukkan hálfsex í dag. Ég vonast eftir fjörlegum og gagn- legum umræðum. Um Sundabraut Dagur B. Eggertsson skrifar um samgöngur í borginni Dagur B. Eggertsson ’Neikvæðni ognöldur í garð nýrra hugmynda að lausnum bera vott um lítið skynbragð á eðli- legar áhyggjur íbúa.‘ Höfundur er formaður skipulagsráðs og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. ÞAÐ er rangt hjá Staksteinum Morgunblaðsins 29. mars að fyrr- verandi ráðherra félagsmála hafi ,,fyrst og fremst gert sig sekan um að fylgja ekki formreglum stjórnsýsluréttarins út í æsar“ við skipan í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins 2004. Hið rétta er að umboðsmaður fór yfir málið og beitti þeirri mæli- stiku, sem ráðherrann sagðist hafa notað, á tvo umsækjendanna. Niðurstaða umboðsmannsins er sú að jafnvel að gefnum þessum forsendum fyrrum félagsmálaráð- herra, hafi ályktanir ráðherrans ekki verið forsvaranlegar. Í því efni vísar hann sérstaklega til at- riða eins og faglegrar þekkingar og yfirsýnar yfir málaflokka ráðu- neytisins, starfsreynslu og stjórn- unarreynslu. Því er ljóst að at- hugasemdir umboðsmanns snúa einmitt að efni ákvörðunar ráð- herrans. Til viðbótar gerir hann svo athugasemdir við það vægi sem ráðherra gaf upplýsingum sem hann kvaðst sjálfur hafa aflað með samtölum. Umboðsmaður segir að ,,veru- legir annmarkar“ hafi verið á meðferð fyrrum félagsmálaráð- herra í þessu máli. Í stjórnsýslu- máli er það mesta falleinkunn sem gefin er. Við meðferð málsins átti ráðherrann kost á að koma að öll- um þeim skýringum og gögnum sem hann hafði. Engu að síður segir umboðsmaður að ályktun ráðherrans fyrrverandi um að telja þann sem skipaður var hæf- ari en undirritaða standist enga skoðun. Æskilegt væri að Staksteinar Morgunblaðsins kynntu sér máls- atvik og færu ekki með rang- færslur. Hið sama gildir um nýjan félagsmálaráðherra sem því mið- ur gerði sig beran að því sama í umræðum um málið á Alþingi. Helga Jónsdóttir Rangfærslur Staksteina Höfundur er sviðsstjóri stjórn- sýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.