Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HaraldurBrynjólfsson fæddist á Hrauki (Lindartúni) í Vest- ur-Landeyjum 24. maí 1922. Hann lést á Kanaríeyjum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Gíslason, f. 10. des- ember 1872, d. 31. desember 1931, og Margrét Bjarna- dóttir, f. 16. desem- ber 1874, d. 17. september 1957, bændur á Hrauki. Systkini Haraldar voru Gísli, f. 1903, d. 1977, Gróa, f. 1904, d. 1966, Bjarni, f. 1906, d. 1983, Brynjólfur, f. 1910, d. 1993, og Guðrún, f. 1914, d. 2005. Uppeldisbróðir er Björgvin Þórunn Katla Tómasdóttir og eiga þau einn dreng, Tómas Frey, b) Særún Rósa, maki Jóhann Þór Helgason, og eiga þau tvo syni, Ástþór Helga og Valdimar Stein, c) Berglind Harpa og d) Sigurður Freyr. Haraldur og Særún bjuggu á Ólafsfirði til ársins 1954 en þá fluttu þau til Keflavíkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap upp frá því, fyrst á Suðurgötu og síð- an á Faxabraut. Haraldur hóf ungur störf, fyrst við sveitastörf- in og síðar sem sjómaður og vöru- bílstjóri. Lengst af ævi sinni starfaði hann þó sem leigubíl- stjóri í Keflavík en síðustu vinnu- árin var hann baðvörður í Aust- urbæjarskóla í Reykjavík. Sambýliskona Haraldar síðustu árin var Sigríður Kristinsdóttir frá Miðkoti í V-Landeyjum, f. 29. maí 1925, d. 4. desember 2005. Bjuggu þau á Aflagranda 40 í Reykjavík. Útför Haraldar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Magnússon, f. 1928. Hinn 31. desember 1949 kvæntist Har- aldur Særúnu Ár- nýju Magnúsdóttur frá Þverá á Ólafs- firði, f. 31. desember 1916, d. 30. mars 1984. Börn þeirra eru: 1) Berta Guð- björg, f. 7. janúar 1944, maki Eggert N. Bjarnason. Sonur Bertu er Haraldur Dean Nelson, maki Guðrún Hulda Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö börn, Gunnar Lúðvík og Maríu Dögg. 2) Kristinn T., f. 11. júní 1954, maki Jónína Þrastardóttir. 3) Margrét Bryndís, f. 6. apríl 1957, maki Ástþór Bjarni Sigurðsson. Börn þeirra eru: a) Jón Ragnar, maki Það er víst óhætt að segja að það séu viss forréttindi að fá að kveðja þetta jarðlíf á þann hátt sem faðir minn Haraldur Brynjólfsson kvaddi það. Tæplega 84 ára gamall, sprækur og hress og þurfa ekki að enda ævina rúmliggjandi eins og svo margir. Hann var staddur á Kanaríeyjum og spókaði sig um á ströndinni og í sólinni. Hann settist til borðs á veit- ingastað úti á gangstétt á svokölluð- um Laugavegi sem Íslendingar kalla fjölfarna götu þar ásamt hjónum sem hann fór með til Kanarí. Hann var óvenju kátur og hress, hafði nýlokið símtali við uppáhalds afabarnið sitt, sneri sér að frúnni og sagði við hana: Rosalega líður mér vel, mér finnst ég bara vera orðinn átján ára aftur, svei mér þá. Þetta voru síðustu orð hans og síðan slokknaði á honum. Það er sagt að Guð elski þá mest sem deyja ungir. Það á líka við að Guð elski þá mest sem hann tekur til sín á þennan hátt eftir langan og strangan ævifer- il. Það er margs að minnast á svona stundum þegar faðir manns kveður og ég þakka Guði fyrir að leyfa mér að hafa notið þess að hafa hann hjá mér í hálfa öld. Sem barn minnist ég veiðitúranna með honum og Bauta í Ólafsfjörð þar sem hann kveikti á veiðibakteríunni í mér og kenndi mér að það skipti ekki máli hver fengi flesta fiska eða þann stærsta, aðalatriðið væri að vera með og hafa gaman af. Pabbi og mamma bjuggu á Faxa- braut 70 í Keflavík, þau voru einstök hjón og mjög samrýnd. Aldrei minn- ist ég þess þar til mamma dó árið 1984 að ég hafði heyrt þau rífast eða svo mikið sem hasta hvort á annað, en kærleikurinn var mikill. Við systkinin fengum að alast upp við mikinn kærleik og smitaði sá kær- leikur út til allrar ættarinnar sem var stór. Það var mikill gestagangur á heimilinu nánast á hverjum degi og var það siður á heimilinu að þegar frændfólk fór til útlanda að þá gisti það hjá okkur nóttina áður eða jafn- vel vikuna áður. Það var alltaf líf og fjör á Faxabrautinni. Pabbi var leigubílstjóri allan þann tíma sem ég ólst upp og var alltaf að vinna bæði dag og nótt. En hann kom alltaf heim í hádegismat og var kom- inn eins og skot ef eitthvað bjátaði á. Hann var alltaf til taks fyrir okkur. Það var mikil sorg þegar mamma dó hjá okkur systkinunum og sér í lagi hjá honum og á tíma héldum við að sorgin myndi yfirbuga hann og var hann aldrei samur eftir andlát henn- ar. Pabbi var einstakur af því leytinu til að hann vildi sjá um sig sjálfur og ekki vera upp á aðra kominn. Hann kynntist annarri konu og bjó með henni í ein átján ár og maður spyr: Er það tilviljun að hann fer nákvæm- lega á hundraðasta degi eftir andát hennar og er það tilviljun að hann skuli vera jarðsettur á dánardegi móður okkar. Eitt af því skemmtileg- asta í endurminningunni var þegar ég flutti inn til landsins dávaldinn Frisenette og fórum við hringinn í kringum landið ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni sem var að kynna plötur sínar Álfar og Ísland er land þitt. Pabbi var mjög hrifinn af því lagi enda föðurlandsvinur mikill. Ferðin var einstök, það var alls stað- ar uppselt. Við höfum oft rifjað það upp og hlegið mikið þegar við vorum með dávaldinn, sér í lagi þar sem dá- valdurinn var orðin gamall maður og farinn að kalka og dáleiddi fólk eitt- hvað vitlaust og missti það út úr saln- um á hlaupum undan milljónum bý- flugna sem það hélt að væru á eftir sér og við pabbi þurftum að hlaupa það uppi til að koma því aftur til baka. Pabbi var skapmikill maður og blossaði upp á háa c-ið ef honum mis- líkaði eitthvað, en rauk niður um leið og málið var dautt. Hann fór aldrei í fýlu og erfði aldrei neitt við nokkurn mann þó að viðkomandi hefði gengið á hans hlut. Hann var alltaf fljótur að fyrirgefa og sætta mál. Það var aldr- ei vesen með neitt hjá honum og það lék allt í höndunum á honum sem hann tók sér fyrir hendur. Aftur leitar hugurinn aftur í tím- ann, minnugur þess þegar ég var gutti þá átti hann trillu ásamt tveim- ur leigubílstjórum sem unnu með honum og gerðu út frá Höfnum og þar fór ég í fyrsta sinn á sjó og var ofsa stoltur af og þóttist vera sjómað- ur tíu ára gamall. Þetta voru árin þar sem sjómenn voru Idol stjörnur Ís- lands og samin voru öll sjómannalög- in um. Ég gæti haldið áfram enda- laust að rifja upp sögur um pabba. Það dýrmætasta sem ég á í minning- unni er að ég fékk gott og kærleiks- ríkt uppeldi sem ég bý að í dag. Hann lagði grunninn að metnaði mínum að vera fyrirhyggjusamur og hugsa nokkra leiki fram í tímann, enda var hann skákmaður og mikill bridge- spilari. Þegar hann var að veita mér tiltal var hann vanur að segja sem svo: „Þú ert eins og smáfuglarnir, ef þú færð nóg að éta í dag þá þarftu ekki að hugsa um daginn á morgun.“ Hann var víðlesinn og átti mikið af bókum og voru bækur í hans huga eins og DVD myndir í dag hjá okkur. Hann átti allt Laxness safnið, en uppáhaldshöfundur hans var Gunnar Gunnarsson og átti hann einnig allt safn hans. Elsku pabbi, í dag kveðjum við þig með miklum söknuði, ég veit að nú ertu búinn að finna hamingjuna aftur með mömmu, enda ertu orðinn átján ára aftur eins og þú sagðir þegar þú skildir við og ég veit að nú takið þið mamma á móti vinum og skyldfólki eins og þið gerðuð á Faxabrautinni og komið til með að taka á móti mér þegar mitt kall kemur. Þangað til bið ég Guð að blessa og varðveita ykkur mömmu. Þinn sonur Kristinn T. Haraldsson. Elsku afi. Ég naut þeirra forrétt- inda að alast upp á heimili ykkar ömmu á Faxabrautinni innan um margar kynslóðir. Á heimilinu bjuggu líka langafi og langamma og auðvitað mamma og systkini hennar, Kiddi og Magga, sem voru líkt og systkini mín. Í minningunni skein Keflavíkursólin alltaf skært þegar þú renndir upp að húsinu heima eða sennilega hefur það þó oftar verið Keflavíkurmáninn því þú vannst langan vinnudag og komst sjaldnast heim fyrir miðnætti. Ég átti margar samningviðræður við ömmu um að fá að vaka eftir þér með henni en flestar enduðu þær nú með „ósigri“ undir sæng. Þó kom fyrir að látið var eftir nuddinu í stráknum og honum leyft að vaka eftir afa sínum. Síðan var maður sendur í háttinn með góðlát- legu orðunum þínum: „Farðu nú að sofa í hausinn á þér.“ Ég fékk líka oft að bíða með að borða hádegis- eða kvöldmatinn til að geta borðað með þér ef þú komst seint heim í mat, því HARALDUR BRYNJÓLFSSON ✝ GuðmundurÁgúst Jónsson, framreiðslumeistari og símsmíðameist- ari, fæddist á Blómsturvöllum í Grindavík 20. júní 1938. Hann lést 20. mars sl. Hann var fjórði í röðinni af sex sonum hjón- anna Jóns Péturs- sonar útgerðar- manns og skip- stjóra, f. 16. nóvem- ber 1903, d. 22. október 1954, og konu hans Jór- unnar Ólafsdóttur húsfreyju, f. 17. ágúst 1908, d. 22. október 1991, en þau giftust hinn 22. októ- ber 1927. Sambýlismaður Jórunnar frá árinu 1968 var Júlíus Jónsson bif- reiðastjóri í Keflavík, f. 19. júlí 1907, d. 28. janúar 1986. Bræður Guðmundar voru: Ólafur Valgeir, f. 24. nóvember 1927, d. 19. apríl 1930; Halldór, f. 28. maí 1929, d. 28. ágúst 1994; Valur Kristinn, f. 8. september 1931, d. 29. ágúst 1991; Ólafur Valgeir, f. 26. maí 1967, sambýliskona hans er Dora Trauelsen. 4) Gunnar Sigurður, f. 12. nóvember 1972, kvæntur Normu Souza, f. 2. apríl 1960. 5) Hanna Signý, f. 26. apríl 1976, sambýlismaður hennar er Harald- ur Agnar Bjarnason, f. 5. maí 1975, dóttir þeirra er Kolbrún Sara, f. 6. júní 2002. Guðmundur vann ýmis störf til lands og sjávar frá árinu 1953 þar til hann hóf að nema framreiðslu- iðn í Þjóðleikhúskjallaranum haustið 1958 hjá Jóni Arasyni framreiðslumeistara. Hann út- skrifaðist sem framleiðslumaður í maí 1961. Við útskrift hlaut hann einkunnina 10 fyrir „framreiðslu við sveinspróf“ sem er hæsta ein- kunn sem gefin hafði verið á þeim tíma. Hann vann sem framreiðslu- maður á ýmsum veitingahúsum til ársins 1981, þar á meðal Þjóðleik- húskjallaranum, Lídó, Hótel Sögu (Grillinu og Súlnasalnum), Gull- fossi og Veitingahúsinu Glæsibæ. Árið 1981 lét hann af störfum sem framreiðslumaður og hóf störf hjá Pósti og síma um haust- ið það ár. Þar nam hann sím- smíðaiðn og starfaði sem sím- smíðameistari til haustsins 2005. Útför Guðmundar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum við Suðurgötu (Hólavalla- kirkjugarði). 1942, d. 13. nóvem- ber 1942; Dagbjartur Már, f. 4. janúar 1945, d. 25. nóvem- ber 1990. Hinn 27. maí 1961 kvæntist Guðmundur Hönnu Zoëga Sveins- dóttur, f. 25. septem- ber 1939. Hún er dóttir hjónanna Sveins Zoëga fram- kvæmdastjóra, f. 8. október 1913, d. 4. desember 1989, og konu hans Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur Zoëga hús- freyju, f. 8. janúar 1918, d. 5. febrúar 1995. Guðmundur og Hanna eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sveinn, f. 23. mars 1963, kvæntur Fanneyju Birnu Ás- mundsdóttur, f. 4. október 1963 en þau eiga þrjú börn: a) Ás- mundur Þór, f. 22. nóvember 1985. b) Hanna Kristjana, f. 21. desember 1993. c) Tómas Birnir, f. 17. mars 1996. 2) Jón Valur, f. 9. desember 1966 en dóttir hans er Gabríella, f. 13. júlí 1997. 3) Brynjólfur Jósep, f. 16. október Elsku pabbi, nú ertu fallinn frá langt um aldur fram. Eftir sitja minningar, margs konar minningar en flestallar góðar, af hinum lærð- um við, til að geta átt betri tíma síðar. Þær eru margar stundirnar sem við áttum en sorglegast þykir mér allar stundirnar sem þú áttir eftir að eiga með barnabörnum þínum sem voru þér kærust af öllu. En við ráðum ekki okkar lokastund, hún kemur ávallt fyrr en við eigum von á. Krabbinn lék þig illa síðustu ár- in, stundum voru góðir dagar en of oft voru þeir slæmir, en nú er þjáningunum lokið og við eigum að vera þakklát fyrir það. En það er margt sem við eigum að vera þakklát fyrir á þessari stund. Þakklát fyrir þig, því án þín hefði ég aldrei orðið. Þakklát fyrir það að þú varst eins og þú varst, því það gerði okkur hin að betra fólki. Ég vildi jafnframt koma á fram- færi þakklæti mínu til hjúkrunar- og aðhlynningarfólks Landspítal- ans við Hringbraut og þá sérstak- lega til þeirra Jóns Hrafnkelsson- ar læknis og Eiríks Jónssonar læknis. Einnig kærar þakkir til Karítas heimahjúkrunar og þeirrar aðstoðar er þær veittu fjölskyldu minni. Að lokum vildi ég koma á fram- færi sérstöku þakklæti til Júlíu Ómarsdóttur og fjölskyldu hennar, og þakka fyrir þá væntumþykju og tryggð sem þau hafa sýnt foreldr- um mínum. Þú og þín fjölskylda hefur reynst okkur öllum eins og þú værir ein af okkur og ekki gert neinn greinarmun þar á. Far þú í Guðs friði, elsku pabbi, þú skilur eftir minningu um hæg- látan, orðfáan mann er hafði mikla og einstaka hlýju að gefa öllum er vildu þiggja. Eftir sitjum við hin betra fólk fyrir vikið. Sveinn Guðmundsson. Pabbi minn er farinn, já, hann er farinn til himna til Kolbrúnar og allra hinna dýranna. Mamma, pabbi og bræður hans eru þar líka, en dýrin voru mikill partur í lífi hans, eins og fjölskyldan. Og þar fær hann að hitta afa sinn í fyrsta skiptið, og fær svör við mörgum spuringum sem hafa verið með honum síðan á unga aldri. Hann er laus við allan sársauk- ann sem hann hefur átt við að stríða síðustu fjögur ár. Svaklega var hann sterkur. Hann gafst aldr- ei upp, hann barðist til hinstu stundar og var alltaf jafn stoltur. Ég vona bara að ég verði sjálfur svona sterkur þegar minn tími kemur. Það eru svo margar góðar og skemmtilegar minningar sem hann skilur eftir sig. Þegar ég loka aug- unum þá koma þær upp í myndum. Ég man þegar við fjölskyldan fórum upp í sumarbústað við Hreiðarvatn á sumrin, eitt skiptið þegar við vorum að veiða og ég datt út í, hann svo fljóttur að fiska mig upp úr vatninu, stígvélin full af vatni, hann var vanur veiðimaður. Mér fannst svo gaman þegar hann sagði mér frá æskuárunum sínum í Grindavík eða á Kleppsveg- inum eða þegar hann vann við sjó sem messagutti eða þjónn. Þegar hann var með dúfur í búri eða veiddi rottur og hafði þær í búri undir útidyrastiganum á Klepps- veginum, og amma var ekki glöð. Og þegar hann fór á sjóinn með föður sínum. Ég get sagt frá mörg- um sögum sem pabbi sagði mér en það er bara ekki nóg pláss. Hann pabbi var svo duglegur maður, hvað sem hann tók sér fyrir hendur var vel gert, maður hefur reynt það sama og það er ekki dans á rósum. Það var svo gaman að sjá pabba, hvað hann ferðaðist mikið á ævi sinni og sérstaklega á sínum síðustu árum. Það var svo gaman þegar hann kom til mín í New York á síðasta ári og þegar við fórum til Flórída í október. Pabbi, ég vil þakka þér fyrir allt sem við áttum saman og þú munt alltaf verða í huga mínum. Það verður svo erfitt að koma í heim- sókn í Bankastræti og vita að þú verður aldrei þar aftur í eigin persónu, en ég veit að þú verður þar í anda. Mamma, ég elska þig og vertu sterk. Pabbi, ég sakna þín. Gunnar Sigurður Guðmundsson. Elsku pabbi minn, almættið hefur tekið völdin og við fáum engu um það ráðið. Veikindin höfðu betur og ekki verður barist frekar að sinni, við óskuðum okk- ur mun fleiri ára í faðmi þér en við almættið verður ekki þrætt. Við áttum svo margar góðar stundir saman og núna síðast um jólin þegar öll fjölskyldan var samankomin í fyrsta sinn eftir margra ára fjarveru. Gleðin skein úr augum þínum þegar barna- börnin kepptust við að dreifa og opna alla jólapakkana, það gladdi þig mest þegar aðrir voru glaðir. Þjónataktarnir voru aldrei langt undan og ávallt var rétt lagt á borð og servíettur brotnar sam- an eftir kúnstarinnar reglum. Þú varst líka nýtinn og mikill þúsundþjalasmiður, gert var við allt sem fór aflaga og aldrei mátti henda neinu því betra var að reyna að gera við hlutina eða geyma í varahluti og auðvitað var allt á sínum stað. Þú hafðir alltaf lausnir á öllu og lagðir þig alltaf fram við að gera öllum til hæfis og lést sjálf- an þig stundum sitja á hakanum. Þolinmæði þín var rík og ég man þær stundir er við sátum saman yfir stærðfræðinni úr Versló í gamla bleika herberginu mínu í Garðabænum, þær minn- ingar eru ómetanlegar fyrir mig. Ferðir okkar til Flórída standa upp úr, minningarnar þaðan eru yndislegar, fyrst fyrir 26 árum og núna síðast í september, þar naustu þín og þar leið þér vel. Ég gleymi því aldrei þegar við komum til Sarasota í september GUÐMUNDUR ÁGÚST JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.