Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 31
Pólitískur blekking- arleikur Stefáns Ólafs- sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur Í PÓLITÍSKRI grein sinni í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag fjallar Stefán Ólafs- son um skattgreiðslur eldri borgara og öryrkja. Eins og alltaf þegar fjallað er um skattamál getur ólíkur sam- anburður og margháttuð fram- setning gefið mismunandi nið- urstöður. Greinilegt er að Stefáni er mikið í mun að halda á lofti þeirri skoðun sinni að skattar á Íslandi hafi hækk- að þegar ljóst er að launaskattpró- sentan lækkaði um 1% á síðasta ári, 1% í upphafi þessa árs og mun lækka um 2% um næstu áramót. Þetta er staðreynd enda hafa erlend matsfyrirtæki, greiningardeildir íslensku bank- anna og stjórnarandstaðan verið dugleg að setja út á skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar. Það er undarlegt hvernig Stefáni tekst að snúa um- ræðunni á hvolf. Allir vita að það er mjög dýr leið að hækka skattleysismörkin fyrir alla til þess að ná til ákveðinna hópa, í þessu tilfelli öryrkja og eldri borgara. Það er mun hagkvæm- ara að hækka tekjur einstakra hópa og tryggja þannig að fjár- magn frá ríkinu nýtist þeim að- ilum sem ætlunin er að bæta kjörin hjá. Þessu er Stefán hins vegar andsnúinn því þrátt fyrir að þessi aðferð auki ráðstöf- unartekjur þessara hópa, þ.e. þeir hafa meira fjármagn milli handanna, þá leiðir þetta til þess að þeir borga meiri skatt og það gengur ekki samkvæmt hugmyndafræði Stefáns Ólafs- sonar. Hann virðist vera á móti hækkun lífeyristekna ef það leiðir til þess að hluti þeirra fer í skatt. Í umfjöllun sinni fjallar Stef- án meðal annars um skatt- greiðslur í tengslum við breyt- ingar á launavísitölu. Það er vel þekkt leið í þessari umræðu að rugla fólk í ríminu með því að bera saman tvo óskylda hluti. Verið er að bera saman skatta á laun í dag þar sem kaupmáttur hefur hækkað umtalsvert miðað við lægri laun á fyrri árum. Með þessari aðferð má koma í veg fyrir að skattalækkanir rík- isstjórnarinnar sjáist. Með sömu nálgun mætti líka halda því fram að launalækkun sé skatta- lækkun sem kæmi öllum til góða. Það þætti nú varla merki- leg pólitík. Svona má snúa út úr öllum sköpuðum hlutum og telja fólki trú um að skattar hafi ekki lækkað þegar staðreyndin er sú að skattprósentan hefur nú þegar lækk- að um 2% á jafn- mörgum árum og mun lækka um 2% um næstu áramót. Jafnframt hafa ráð- stöfunartekjur hækkað og þegar allt kemur til alls hefur kaupmáttur ráðstöf- unartekna hækkað um þriðjung hjá öldruðum og ör- yrkjum frá árinu 1994. Víkjum okkur nú að málflutn- ingi Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns þess flokks sem hef- ur margsinnis sagt að ekki sé rétt að lækka skatta nú. Hún sakar ríkisstjórnina í sífellu um blekkingar, forkastanleg vinnu- brögð og ósannindi. Þetta mátti til dæmis lesa í Morgunblaðinu 5. febrúar síðastliðinn. Þar sagði hún orðrétt um sam- anburð skatta á milli tímabila; „í slíkum samanburði er það auðvitað skattbyrði af sömu rauntekjum öll árin sem skiptir máli ef fá á fram hvaða breyt- ingar hafa orðið á skattbyrði á milli ára“. Hvað gerir hún svo í grein í Morgunblaðinu í gær? Hún snýr út úr fyrir sjálfri sér og lætur eins og hún hafi aldrei skrifað greinina frá 5. febrúar. Þá allt í einu skiptir skattbyrði af sömu rauntekjum engu máli heldur skal nú miðað við launa- vísitölu og þá án þess að minn- ast á kaupmáttaraukninguna sem orðið hefur á undanförnum árum. Hér er Jóhanna, sem tel- ur sig vera merkisbera sann- leikans, að beita blekkingum og snúa frá því sem hún áður sagði. Af þessu má sjá að Jó- hanna Sigurðardóttir er eins og Stefán Ólafsson á móti því að hækka ráðstöfunartekjur ákveð- inna hópa þar sem það verður til þess fleiri krónur fara í skatt. Sem betur fer hefur rík- isstjórnin ekki hlustað á þessar afturhaldssömu raddir. Hún hefur hækkað greiðslur til aldr- aðra og öryrkja umfram verð- lagshækkanir á undanförnum árum. Það er að mínu mati markvissari og árangursríkari leið en hækkun skattleys- ismarka. Eftir Ármann Kr. Ólafsson ’Eins og alltaf þegarfjallað er um skattamál þá getur ólíkur sam- anburður og marg- háttuð framsetning gef- ið mismunandi niðurstöður.‘ Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Myndin sýnir að kaupmáttur ráðstöfunartekna elli- og örorkulífeyris hefur vaxið frá 1994. Hámarksbætur án aldurstengdrar örorku- uppbótar, vísitala 1988=100. Heimild: Tryggingastofnun ríkisins og fjármálaráðuneytið. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 31 su. rnir að u í þróun- efðbund- 8“ í bygg- ðbundinna ér sér- kilvæg. m öll að grein fyrir frekja“ í æma gagn- r eins og ötu. Þess taða Rúss- orku- og stað- m um að sam- munum hóps þró- uðlar ekki Við mun- apa örygg- ki tillit til Það næg- forðum til orku- ða- uleika til dómum ð barist dóma sem Í þessari árangur: ndanlega egn astig. um, mæt- æði ra stór- g alnæm- kvasýk- orsök eiminum. sterkar lík- nýrrar stu árum. óna manna. að vinna kari. Þar á aðgerða- n fugla- faraldri í ekki að vart svo álum sem mum. Ójöfn isjöfn fjár- rann- n farsótt- reifingu u smit- t út með misjöfnum hraða eftir heimshlutum. Smitsjúkdómar vísa til félagslegra og efnahagslegra vandamála, og auka félagslegt ójafnrétti og mis- munun. Sem dæmi má taka örlög manna sem hafa smitast af alnæmi og öðrum hættulegum sjúkdómum. Þessir einstaklingar eru stundum orðnir útlagar og eiga ekki aðeins við veikindi að stríða heldur einnig erfiðleika við að lifa mannsæmandi lífi. Enn er eitt mikilvægt atriði. Á síðastliðnum árum hefur mannkyn orðið fyrir mikilli áþján af völdum jarðskjálfta, flóðbylgna og vatns- flóða. Þéttbýlisvöxtur og útbreiðsla samgöngu- og iðnaðarmannvirkja gera okkur viðkvæmari fyrir þess- um náttúruhamförum en áður hefur verið. Þær valda ekki einungis efna- hag og samfélagi talsverðu tjóni, heldur er hræðilegasta afleiðing náttúruhamfara smitsjúkdómar sem verða þúsundum manna að bana. Þess vegna teljum við það forgangs- verk að stofna alþjóðlegt viðvör- unar- og viðbragðskerfi til að berj- ast gegn smithættu í kjölfar náttúruhamfara. Það væri skynsamlegt að skapa sameiginlegt skipulagskerfi sem bregðast myndi skjótt við uppkomu og útbreiðslu farsótta. Slíkt kerfi þarf að byggjast á reglulegu eftirliti, upplýsingaskiptum og vísindalegum aðferðum til að vera fært um að bregðast við neyðarástandi. Ein helsta orsök margra faraldra felst í mannskæðum afleiðingum vopnaðra átaka. Í kjölfarið margfaldast hætt- an á uppsprettu farsótta. Ég er sannfærður um að „G8“ er fært um að samhæfa alþjóðaaðgerðir í lausn slíkra neyðarástanda. „G8“ getur hvatt alþjóða samfélagið til fjölhliða samstarfs á þessu sviði. Og auðvitað þarf „G8“ að halda áfram að stuðla að aukningu vísinda- kunnáttu og sameiningu vitsmuna- legra og efnislegra auðlinda mann- kyns til að geta skapað ný örugg bóluefni, til að geta efnt til for- varnar- og upplýsingaátaks á heims- vísu. Menntun Við þurfum að beina sjónum okk- ar að sameiginlegum verkefnum á sviði menntunar. Í þróuðu upplýs- ingasamfélagi verður menntun nauðsynlegt skilyrði fyrir árangri í lífinu og fyrir farsælli efnahags- þróun. Menntun er knýjandi afl fyr- ir þróun sjálfsvitundar samfélags- ins, vöxt siðferðilegra gæða og eflingu lýðræðisins. Auk þess, eftir því sem tækni verður sífellt full- komnari, hafa hámenntaðir sérfræð- ingar meiri forgang á vinnumark- aðnum. Þetta leiðir til þess að kröfur til menntakerfisins verða sífellt strangari, helstu markmiðin og námsefni kerfisins verða að gangast undir miklar breytingar. Nútíma einstaklingur þarf ekki aðeins að hafa ákveðna kunnáttu og reynslu, hann þarf að vera tilbúinn til þess að geta bætt við þekkingu sína og að- lagað hana nýjum kröfum og að- stæðum. Aðgangur að upplýsingastreymi breytir á róttækan hátt sjálfum menntunaraðferðunum. Símenntun er að taka við. Skilyrði eru að skap- ast fyrir mótun sameiginlegs mennt- unarsvæðis. Allt þetta fer fram fyrst og fremst í þróuðum ríkjum. Á sama tíma stríða mörg ríki og svæði heims við skort á jafnvel aðgengilegri grunnskólamenntun. Við lítum þetta alvarlegum augum sem raunveru- legt neyðarástand er ógni Alþjóða- samfélaginu. Fjöldaólæsi er næring- arríkt umhverfi fyrir þá sem miða að sundrungu siðmenningarinnar, þá sem halda uppi áróðri útlend- ingahaturs, þjóðernis- og trúar- öfgastefnu. Að öllu samanlögðu – fyrir þá sem stunda alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Í þessu samhengi er áríðandi að móta á kerfisbundinn og víðsýnan hátt viðhorf til menntunar bæði í þróunarlöndum og víðs vegar í heimi. Þar á meðal, til þess að leysa vanda atvinnuþátttökunnar, þarf hugtakið „menntun“ að fela í sér ekki aðeins almennan heldur líka tæknilegan undirbúning á öllum menntunarstigum frá grunnskólum til háskóla. Við vaxandi flutning fólks milli menningarsvæða fær vandamál aðlögunar að öðru menn- ingarumhverfi sérstaka þýðingu. Það er augljóst að einmitt menntun getur tryggt gagnkvæma félagslega aðlögun ýmissa menningar-, þjóð- ernis- og trúarhópa. Það ber því að beina sérstakri athygli að uppfærslu menntunarkerfa til að geta leyst þessi mál bæði í iðnríkjum heims og í þróunarlöndum. Mörg þróunarlönd mæta alvar- legum erfiðleikum við innleiðingu nýrra menntunaraðferða og upplýs- ingatækni. Í þessu samhengi þarf að virkja í auknum mæli öll nýjustu nú- tímatæki, þar á meðal internetið og öll önnur tæki á sviði upplýsinga- og kunnáttudreifingar. Árangursrík umræða um þau efni var haldin í nóvember sl. í Túnis innan ramma annars Alþjóðafundar um upplýs- ingasamfélagið. Við erum að athuga gaumgæfilega niðurstöður fund- arins og ætlum að nota þær í fram- tíðarvinnu. Rússland er reiðubúið að styðja við samræmdar aðgerðir alþjóða- samfélagsins í aukningu gæða tæknimenntunar og samræmingu krafna fyrir þessa grein sem er lyk- ilatriði nýsköpunar. Það er mikill áhugi á þessu máli hjá öllum aðilum heimsefnahagsþróunar og alþjóða- vinnumarkaðar. Hæfileiki mennt- unarstofnanna til að mæta kröfum nýsköpunargreina er nauðsynlegt skilyrði fyrir samkeppnishæfni þjóðaratvinnuvega. Lokaorð Samhliða þrem forgangsverk- efnum rússneskrar formennsku verður ekki vikið frá áframhaldandi vinnu í „G8“ á slíkum mikilvægum sviðum svo sem baráttu gegn al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og baráttu gegn útbreiðslu gereyðing- avopna. Athygli „G8“ skal áfram beinast að þróunaraðstoð, umhverf- ismálum og málum sem varða þróun alþjóðaefnahags, fjármálakerfis og heimsviðskipta. Við skulum auðvitað áfram einbeita okkur að því að leysa svæðisbundin átök, fyrst og fremst í Mið-Austurlöndum og Írak, og að stilla til varanlegs friðar í Afganist- an. Við skiljum það vel að ekki eitt einasta ríki sem fer með for- mennsku geti gefið fullkomin svör við málum heimsins sem eru til um- ræðu í „G8“. Samt verður sýn átta ríkjanna á þessum vandamálum sí- fellt skýrari með hverjum leiðtoga- fundi í kjölfar hópvinnunnar. „G8“ sækist eftir því að finna sem bestu og virkustu lausnir á þessum mál- um. Rússland er tilbúið að styðja við frekari framvindu á þessari leið. Varðveisla og áframhaldandi þróun eru slagorð rússnesku formennsk- unnar. færi og ábyrgð ’Þessi þrjú forgangs-verkefni miða að ákveðnu takmarki, sem við teljum augljóst fyrir alla samstarfsaðila okkar, það er að bæta velmegun og lífsgæði jarðarbúa, bæði þeirra kynslóða sem nú lifa og þeirra sem munu koma á eftir. ‘ Höfundur er forseti Rússlands. gði jafnframt mörgum spurningum að í sambandi við frumvarpið. „Það ð fara með RÚV inn í nútímalegra hverfi en það er ekki klárað almennt málum það nýja starfsumhverfi eigi að gildir einnig um fleiri stofnanir, ð á að vera stefnan í framtíðinni að fara með ríkisstofnanir eða starfsemi hins opinbera inn í þetta form án þess að það sé aðeins skref í áttina til fullrar einkavæðingar, sem er eðlilegasti ferillinn í mínum huga,“ sagði Ari sem vill sjá betur útfærðar gæða- lýsingar á því hvað það sé sem skattgreið- endur eru að greiða fyrir 2.500 milljónir á ári. Hann nefndi einnig í því sambandi að því hefði ekki verið svarað hvernig ríkishluta- félög ættu að uppfylla þær kröfur sem gera þyrfti til allra og væru jafnræðiskröfur til þeirra fyrirtækja sem reknar eru fyrir skattfé, s.s. um upplýsingaskyldu og launa- kerfi. Eftir spurningar úr salnum um dreifikerfi RÚV og 365 ljósvakamiðla sagðist Ari vera bjartsýnn á þróun dreifimála. „Ég sé frá bæj- ardyrum 365 miðla að það sé ekkert sérstakt áhugamál hjá okkur að reka eitthvert dreifi- kerfi yfirleitt. Við dreifum t.a.m. ekki blöð- unum okkar sjálfir. Okkar verkefni er fyrst og fremst að framleiða efni í fjölmiðla og markaðssetja þá,“ sagði Ari og benti á að fyr- irtækið væri efnisveita en ekki dreifiveita. Hann sagði viðræður við Símann og Skjá einn komnar langt á leið um að dreifa efni sameiginlega en segist sjálfur vilja ganga lengra. „Mér þætti eðlilegt að leggja í púkk allar þessar dreifiveitur og hafa þetta svipað og maður sér á rafmagnsmarkaðnum. Þar eru framleiðendur og smásalar að keppa en ekki um dreifikerfið,“ sagði Ari. Útvarpsstjóri tók vel í þessa hugmynd og sagði hana vissulega vera til þess gerða að ræða ætti um hana á alvarlegum nótum. u frumvarpi um RÚV Morgunblaðið/Ásdís nt var á Sólon í gær þar sem fundur Heimdallar um nýtt frumvarp RÚV fór fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.