Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is RANNÍS1. TBL. 3. ÁRG. 2006ÚTGEFIÐ AF RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ ÍSLANDSFIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaðið Ímynd vísindamannsins í augum grunnskólabarna bls. 5 Rannísblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag Hestar kunna ekki að ljúga Monty Roberts er hinn eini sanni hestahvíslari | Hestar Viðskipti | Verðbólguþrýstingur og þensla  Þriðja kynslóðin tekur við Axis Milljónir í menningu og íþróttir Íþróttir |  Örn ætlar sér í úrslit á HM  Haukastúlkur leika til úrslita Viðskipti og Íþróttir í dag Monrovia. AP. AFP. | Char- les Taylor, sem er fyrr- verandi forseti Líberíu og grunaður um glæpi gegn mannkyni, var tek- inn höndum í Nígeríu í gær og fluttur til Sierra Leone þar sem hann gisti fangageymslur stríðs- glæpadómstóls Samein- uðu þjóðanna í nótt. Mun Taylor sæta réttarhöldum í Sierra Leone vegna ásakana um glæpi gegn mannkyni í borgarastríðinu í landinu árin 1991 til 2001, sem kostaði um 200.000 manns lífið. Saksóknarar við dómstólinn í Sierra Leone segja að Taylor hafi stutt uppreisn- armenn sem báru ábyrgð á morðum, pynt- ingum og nauðgunum á almennum borgur- um. Er Taylor almennt talinn bera mikla ábyrgð á borgarastríðunum í Líberíu og ná- grannaríkinu Sierra Leone á árunum 1989 til 2003, sem drógu samtals um 400.000 manns til dauða. Obasanjo harðlega gagnrýndur Handtaka Taylors kom í kjölfar þess að leiðtogar heims höfðu gagnrýnt Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, harðlega fyrir að gera Taylor kleift að flýja í fyrradag úr gæslu 22 lögreglumanna við heimili sitt. Hafði Obasanjo áður hafnað kröfum um að framselja hann til stríðsglæpadómstólsins. Taylor hefur undanfarin ár verið í útlegð í Nígeríu. Þar var honum veitt hæli árið 2003 samkvæmt samkomulagi er ætlað var að binda enda á borgarastríðið í Líberíu. Verður hann fyrsti afríski leiðtoginn sem réttað er yfir vegna glæpa gegn mannkyni. Taylor í fangaklefa í Sierra Leone Charles Taylor SETUVERKFALL ófaglærðs starfsfólks á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum í gær olli rösk- unum á starfsemi heimilanna. Setuverkfallið hófst á miðnætti að- faranótt miðvikudags og stóð í sól- arhring. Með því vildi starfsfólkið leggja áherslu á þær kröfur sínar að fá sömu laun og fólk í sambæri- legum störfum hjá Reykjavíkur- borg, sem hefur um 30 þúsund krónum hærri byrjunarlaun. Að- gerðirnar í gær náðu til um 900 starfsmanna. Ríkið hefur gert þjónustusamn- inga við hjúkrunar- og dvalarheim- ilin, og eru þau bundin af þeim upp- hæðum sem þau fá frá ríkinu. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður Árna Mathiesen fjármála- ráðherra, sagði ráðuneytið hafa gert þjónustusamning við þessi þjónustu- og dvalarheimili, og ekki stæði til að endurskoða þann samn- ing. Ráðuneytið væri ekki aðili að þessari deilu, enginn starfsmaður á heimilum væri starfsmaður ríkis- ins, heldur væri þetta launadeila milli starfsmanna og vinnuveit- enda. „Við viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu, svo einfalt er það,“ segir Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeild á Hrafnistu í Reykjavík. Ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila í setuverkfall til að krefjast bættra kjara Ekki stendur til að endur- skoða þjónustusamning Morgunblaðið/Brynjar Gauti Starfsfólk á Hrafnistu í Reykjavík samþykkti í gær að grípa til frekari setuverkfalla í næstu viku, fáist ekki viðbrögð við kjarakröfum þess. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Brján Jónasson  Sömu laun | 4 Tallinn. AFP. | Sérstakar varnarmála- nefndir þjóðþinga Eistlands, Lett- lands og Litháens hafa hvatt ríkis- stjórnir þjóðanna til að byggja upp eigin varnargetu svo þær geti tekið yfir loftvarnir Eystrasaltssvæðisins úr höndum annarra aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO). „Markmiðið er að auka stig af stigi getu okkar eigin þjóða til að taka yfir eigin loftvarnir,“ sagði Trivimi Vel- liste, yfirmaður varnarmálanefndar eistneska þingsins, eftir fund fulltrúa þjóðanna í Tallinn. „Fyrst þurfum við hentuga flugvelli, svo flugvélar.“ Fulltrúar þjóðanna samþykktu ályktun þar sem stjórnir þeirra eru hvattar til að „halda áfram á þeirri braut að tryggja viðvarandi lausn á loftvörnum á vegum NATO í sam- vinnu við önnur aðildarríki sam- bandsins“. NATO vill sjálfstæðari varnir Í dag skiptast önnur NATO-ríki á um að tryggja loftvarnir Eystrasalts- ríkjanna þriggja, sem losnuðu undan stjórninni í Kreml fyrir 15 árum, þar sem þau hafa ekki búnað til að tryggja eigin loftvarnir. Hefur þeim möguleika verið kastað upp hvort þetta gæti reynst lausn fyr- ir Íslendinga einnig, nú þegar varn- arliðið í Keflavík er á förum. Þrátt fyrir að NATO hafi ekki sett fram áætlun um hvenær Eystrasalts- þjóðirnar eigi að taka við eigin vörn- um bendir margt til að það hafi verið gert óformlega. „Okkur hefur verið tjáð að við eigum smátt og smátt að taka yfir eigin loftvarnir,“ sagði Vel- liste. Vilja tryggja eigin loftvarnir Íran fær 30 daga frest Sameinuðu þjóðirnar. AP. | Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærkvöldi ályktun sem felur í sér að Írönum verði veittur 30 daga frestur til að hætta tilraunum með auðgun úrans. Þrýstingur hefur aukist á írönsk stjórn- völd um að falla frá kjarnorkuáætlunum sínum, en á Vesturlöndum er talið að þau hyggist koma sér upp kjarnavopnum. Ályktunin felur í sér að Alþjóðakjarnorku- málastofnunin skili öryggisráðinu eftir 30 daga skýrslu þar sem rakið verði hvort Ír- anar hafi orðið við tilmælum þess. Í kjölfar- ið gæti ráðið samþykkt viðskiptaþvinganir gegn Íran, hafi stjórnvöld ekki lagt kjarn- orkuáætlanir sínar til hliðar. ♦♦♦ SVEINN H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, sagði starfsfólk þar hafa fullan skilning á aðgerðum ófaglærðu starfsmannanna í gær. „Burðarásar í störfum eru að hverfa frá okkur og fara til sveit- arfélaganna eða út á frjálsa markaðinn,“ segir hann. „Ef ekkert verður að gert mun starfsfólk leita sér að vinnu ann- ars staðar og fara,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, stjórn- arformaður Hrafnistu. Hann segir reyndasta starfsfólkið ýmist að fara, eða farið að líta í kring- um sig eftir nýju starfi, gjarnan hjá sveitarfélögunum þar sem þau geti borgað betur. Hjúkrunar- heimilin hafi ekkert svigrúm til að hækka laun vegna samninga við ríkið, ekkert sé aflögu. Ríkið hefur samið við hjúkr- unarheimilin um greiðslur, og fara þær eftir þörf íbúanna. Guð- mundur segir þetta gjald allt of lágt, ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa breytinga á skattkerfinu, eða launaskriðs þegar þau eru reiknuð út. Þrjár nefndir hafi ver- ið skipaðar um málið, tvær fyrstu hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldið sé of lágt, en sú þriðja hafi ekki skilað niðurstöðum, sér vitanlega. Reyndasta starfsfólkið fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.