Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 1

Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is RANNÍS1. TBL. 3. ÁRG. 2006ÚTGEFIÐ AF RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ ÍSLANDSFIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaðið Ímynd vísindamannsins í augum grunnskólabarna bls. 5 Rannísblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag Hestar kunna ekki að ljúga Monty Roberts er hinn eini sanni hestahvíslari | Hestar Viðskipti | Verðbólguþrýstingur og þensla  Þriðja kynslóðin tekur við Axis Milljónir í menningu og íþróttir Íþróttir |  Örn ætlar sér í úrslit á HM  Haukastúlkur leika til úrslita Viðskipti og Íþróttir í dag Monrovia. AP. AFP. | Char- les Taylor, sem er fyrr- verandi forseti Líberíu og grunaður um glæpi gegn mannkyni, var tek- inn höndum í Nígeríu í gær og fluttur til Sierra Leone þar sem hann gisti fangageymslur stríðs- glæpadómstóls Samein- uðu þjóðanna í nótt. Mun Taylor sæta réttarhöldum í Sierra Leone vegna ásakana um glæpi gegn mannkyni í borgarastríðinu í landinu árin 1991 til 2001, sem kostaði um 200.000 manns lífið. Saksóknarar við dómstólinn í Sierra Leone segja að Taylor hafi stutt uppreisn- armenn sem báru ábyrgð á morðum, pynt- ingum og nauðgunum á almennum borgur- um. Er Taylor almennt talinn bera mikla ábyrgð á borgarastríðunum í Líberíu og ná- grannaríkinu Sierra Leone á árunum 1989 til 2003, sem drógu samtals um 400.000 manns til dauða. Obasanjo harðlega gagnrýndur Handtaka Taylors kom í kjölfar þess að leiðtogar heims höfðu gagnrýnt Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, harðlega fyrir að gera Taylor kleift að flýja í fyrradag úr gæslu 22 lögreglumanna við heimili sitt. Hafði Obasanjo áður hafnað kröfum um að framselja hann til stríðsglæpadómstólsins. Taylor hefur undanfarin ár verið í útlegð í Nígeríu. Þar var honum veitt hæli árið 2003 samkvæmt samkomulagi er ætlað var að binda enda á borgarastríðið í Líberíu. Verður hann fyrsti afríski leiðtoginn sem réttað er yfir vegna glæpa gegn mannkyni. Taylor í fangaklefa í Sierra Leone Charles Taylor SETUVERKFALL ófaglærðs starfsfólks á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum í gær olli rösk- unum á starfsemi heimilanna. Setuverkfallið hófst á miðnætti að- faranótt miðvikudags og stóð í sól- arhring. Með því vildi starfsfólkið leggja áherslu á þær kröfur sínar að fá sömu laun og fólk í sambæri- legum störfum hjá Reykjavíkur- borg, sem hefur um 30 þúsund krónum hærri byrjunarlaun. Að- gerðirnar í gær náðu til um 900 starfsmanna. Ríkið hefur gert þjónustusamn- inga við hjúkrunar- og dvalarheim- ilin, og eru þau bundin af þeim upp- hæðum sem þau fá frá ríkinu. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður Árna Mathiesen fjármála- ráðherra, sagði ráðuneytið hafa gert þjónustusamning við þessi þjónustu- og dvalarheimili, og ekki stæði til að endurskoða þann samn- ing. Ráðuneytið væri ekki aðili að þessari deilu, enginn starfsmaður á heimilum væri starfsmaður ríkis- ins, heldur væri þetta launadeila milli starfsmanna og vinnuveit- enda. „Við viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu, svo einfalt er það,“ segir Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeild á Hrafnistu í Reykjavík. Ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila í setuverkfall til að krefjast bættra kjara Ekki stendur til að endur- skoða þjónustusamning Morgunblaðið/Brynjar Gauti Starfsfólk á Hrafnistu í Reykjavík samþykkti í gær að grípa til frekari setuverkfalla í næstu viku, fáist ekki viðbrögð við kjarakröfum þess. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Brján Jónasson  Sömu laun | 4 Tallinn. AFP. | Sérstakar varnarmála- nefndir þjóðþinga Eistlands, Lett- lands og Litháens hafa hvatt ríkis- stjórnir þjóðanna til að byggja upp eigin varnargetu svo þær geti tekið yfir loftvarnir Eystrasaltssvæðisins úr höndum annarra aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO). „Markmiðið er að auka stig af stigi getu okkar eigin þjóða til að taka yfir eigin loftvarnir,“ sagði Trivimi Vel- liste, yfirmaður varnarmálanefndar eistneska þingsins, eftir fund fulltrúa þjóðanna í Tallinn. „Fyrst þurfum við hentuga flugvelli, svo flugvélar.“ Fulltrúar þjóðanna samþykktu ályktun þar sem stjórnir þeirra eru hvattar til að „halda áfram á þeirri braut að tryggja viðvarandi lausn á loftvörnum á vegum NATO í sam- vinnu við önnur aðildarríki sam- bandsins“. NATO vill sjálfstæðari varnir Í dag skiptast önnur NATO-ríki á um að tryggja loftvarnir Eystrasalts- ríkjanna þriggja, sem losnuðu undan stjórninni í Kreml fyrir 15 árum, þar sem þau hafa ekki búnað til að tryggja eigin loftvarnir. Hefur þeim möguleika verið kastað upp hvort þetta gæti reynst lausn fyr- ir Íslendinga einnig, nú þegar varn- arliðið í Keflavík er á förum. Þrátt fyrir að NATO hafi ekki sett fram áætlun um hvenær Eystrasalts- þjóðirnar eigi að taka við eigin vörn- um bendir margt til að það hafi verið gert óformlega. „Okkur hefur verið tjáð að við eigum smátt og smátt að taka yfir eigin loftvarnir,“ sagði Vel- liste. Vilja tryggja eigin loftvarnir Íran fær 30 daga frest Sameinuðu þjóðirnar. AP. | Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærkvöldi ályktun sem felur í sér að Írönum verði veittur 30 daga frestur til að hætta tilraunum með auðgun úrans. Þrýstingur hefur aukist á írönsk stjórn- völd um að falla frá kjarnorkuáætlunum sínum, en á Vesturlöndum er talið að þau hyggist koma sér upp kjarnavopnum. Ályktunin felur í sér að Alþjóðakjarnorku- málastofnunin skili öryggisráðinu eftir 30 daga skýrslu þar sem rakið verði hvort Ír- anar hafi orðið við tilmælum þess. Í kjölfar- ið gæti ráðið samþykkt viðskiptaþvinganir gegn Íran, hafi stjórnvöld ekki lagt kjarn- orkuáætlanir sínar til hliðar. ♦♦♦ SVEINN H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, sagði starfsfólk þar hafa fullan skilning á aðgerðum ófaglærðu starfsmannanna í gær. „Burðarásar í störfum eru að hverfa frá okkur og fara til sveit- arfélaganna eða út á frjálsa markaðinn,“ segir hann. „Ef ekkert verður að gert mun starfsfólk leita sér að vinnu ann- ars staðar og fara,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, stjórn- arformaður Hrafnistu. Hann segir reyndasta starfsfólkið ýmist að fara, eða farið að líta í kring- um sig eftir nýju starfi, gjarnan hjá sveitarfélögunum þar sem þau geti borgað betur. Hjúkrunar- heimilin hafi ekkert svigrúm til að hækka laun vegna samninga við ríkið, ekkert sé aflögu. Ríkið hefur samið við hjúkr- unarheimilin um greiðslur, og fara þær eftir þörf íbúanna. Guð- mundur segir þetta gjald allt of lágt, ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa breytinga á skattkerfinu, eða launaskriðs þegar þau eru reiknuð út. Þrjár nefndir hafi ver- ið skipaðar um málið, tvær fyrstu hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldið sé of lágt, en sú þriðja hafi ekki skilað niðurstöðum, sér vitanlega. Reyndasta starfsfólkið fer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.