Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 45 MÓÐIR mín, Guð- rún Lovísa Sigurðar- dóttir, er níræð í dag. Hún fæddist 30. mars 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð, og ólst upp þar vestra í rúman áratug. Árið 1928 tók fjölskyldan sig upp og flutti á Akranes með allt sitt hafurtask, og þar átti heimili mömmu og pabba eftir að standa áratugum saman. Fyrst í kjallaranum í Tungu og síðan á Kirkjubraut 5. Síð- ar fluttu þau til Reykjavíkur, fyrst á Kleppsveginn og nú býr hún á Hrafnistu, í húsi sem hún tók skóflu- stunguna að fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og stéttabaráttan var orðin hluti af tilverunni giftust pabbi og mamma, hún dóttir útgerð- armannsins Sigurðar Hallbjörns- sonar og konu hans Ólafar Guð- mundsdóttur, og hann Arnór Svein- björnsson, sonur formanns verka- lýðsfélagsins og seinna bókavarðar Sveinbjörns Oddssonar og konu hans Sesselju Sveinsdóttur. Þessar andstæður hefðu orðið mörgum ungum manneskjum fjötur um fót, en ekki þeim. Þau höfðu heitið hvort öðru vissum hlutum við altarið og hvikuðu aldrei frá þeim. Orð skulu standa. Þau gerðu nánast alla hluti sam- an. Þau störfuðu saman í versluninni – og hjólaverkstæðinu á neðri hæð- inni, og eyddu miklum tíma og natni í að byggja þann rekstur upp, því á opnunartíma afgreiddu þau, og þeg- ar lokað var að kvöldi dags þurfti að undirbúa næsta dag með skúring- um, hilluáfyllingum, pöntunum og alls kyns kvabbi. Allt sem gera þurfti gerðu þau saman tvö. Eina afþreyingin sem ég minnist að mamma leyfði sér var að lesa dönsku blöðin, og enginn veit hvern- ig hún lærði dönskuna því ekki var skólagangan löng. Þegar maður spyr um slíka hluti þá gerir hún lítið GUÐRÚN LOVÍSA SIGURÐARDÓTTIR úr því eins og öðru sem að henni snýr. Auk þess að standa í verslunarrekstrinum annaðist mamma heimilið og okkur börnin þrjú. Ernu fædda í mars 1938, Aðalheiði Rut (Heiðu) í apríl 1944 og mig Sigurð Eðvarð í maí 1949. Hún hefur alltaf verið uppspretta ör- yggis okkar, og ann- aðist okkur af slíkri natni að undrum sæt- ir. Móðurást hennar er byggð á bjargi, og breytir aldrei sér, eins og segir í kvæðinu. Mamma hefur aldrei reykt eða drukkið, og lifað framúrskarandi heilbrigðu lífi á allan hátt. Ég er viss um að það er eitt af undirstöðuatrið- um þess að hún nær nú háum aldri, og heldur algerlega óskertu minni. Hún tekur sig til á morgnana, eins og hún kallar það, er einstaklega glæsileg í klæðaburði, og ber sig af- ar höfðinglega. En það er annað í fari mömmu sem ég veit að hefur haft afgerandi áhrif á háan aldur hennar, og það er trúfestan og vissan um að yfir henni, og okkur öllum, sé vakað. Þessi trú- festa hennar er mögnuð og er mér endalaust mikil og jákvæð upp- spretta og uppörvun. Það er alltaf létt í kringum mömmu, stutt í hláturinn og gam- ansemina. Hún segir í dag að það sé líklega kæruleysið sem geri það að verkum að hún sé orðin þetta gömul, en við sem til þekkjum veðjum á af- skaplega létta lund. Hún fylgist mjög vel með því hvað er að gerast hjá hverju og einu okkar í þessum stóra fjölskylduhóp og telur það mikla blessun að eiga þennan stóra og stöðugt stækkandi hóp afkom- enda. Mamma er ein af stofnsystrum rebekkustúkunnar Ásgerðar á Akranesi og starfaði um langt árabil innan vébanda Oddfellowhreyf- ingarinnar. Hún lagði mikla ástúð í það starf eins og þeir vita sem kynntust því og hún hélt því áfram eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Ég hef átt þess kost að starfa innan þessa mannbætandi bræðra- og systralags og veit frá fyrstu hendi að hennar störf þar eru mikils metin og hennar embættisferill þar lang- ur. Meðan heilsan var betri tók hún virkan þátt í félagslífinu á Hrafnistu og gekk daglega sér til heilsubótar, en síðustu árin hefur hún mest hald- ið sig innan dyra. Bestu unaðsstundir mínar í dag eru að sitja með mömmu uppi á Hrafnistu og ferðast í samræðum okkar um Akranes, hús úr húsi, telja upp einstaklingana sem þar bjuggu og hún þekkti og síðan næstu kyn- slóð sem oftast eru vinir, skólasystk- in eða félagar mínir. Minni hennar er stórkostlegt og enn í dag slær hún mér endalaust við. Það er eins og í unglingi minnið hjá þessum sí- unga níræða aldurshöfðingja Hall- bjarnarættarinnar. Við systkinin þrjú, börn okkar, tengda- og barnabörn sendum þér elsku mamma, amma og langamma okkar innilegustu ástarkveðjur í til- efni dagsins og þeim kveðjum fylgja þakkir fyrir alla þá umhyggju og visku sem þú hefur í gegnum ára- tugina notað til að hlúa að okkur þegar á þurfti að halda, eða ýta við okkur blíðlega þegar þú vissir að tími var til að breyta kúrsinum lít- illega eða jafnvel að kúvenda til að varast grand. Við erum vissulega miklir lukk- unnar pamfílar að eiga þig að í blíðu og stríðu, klettinn sem aldrei hagg- ast. Héðan af sléttum Minnesota fylgja kveðjur mínar og konu minn- ar Denise og foreldra hennar Dee og Irving. Þú ert daglega í hugs- unum okkar og bænum og við þökk- um almættinu fyrir að eiga þig að og biðjum um blessun og vernd þér til handa. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú, hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Guð blessi þig. Þinn sonur, Sigurður Eðvarð Arnórsson. Afmæli FRÉTTIR Lítið um óvænt úrslit í undan- úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni Fjörutíu sveitir víðs vegar að af landinu spiluðu um sl. helgi um 12 sæti í úrslitakeppni um Íslands- meistaratitilinn sem fram fer um bænadagana. Þar eru margir kallað- ir en fáir útvaldir að venju og spila eftirtaldar sveitir um Íslandsmeist- aratitilinn: Eykt, Tryggingamiðstöð- in, Nicotinell, Vinabær, Grant Thornton, Erla Sigurjónsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Hrað- binding, Sölufélag garðyrkjumanna, Ferðaskrifstofa Vesturlands, Spari- sjóður Norðlendinga og Björn Frið- riksson. Ein af sterkustu sveitum landsins, sveit Garða og véla, komst ekki í gegnum hreinsunareldinn að þessu sinni en að öðru leyti voru úrslitin eftir bókinni eins og það er orðað. Eykt vann A-riðilinn mjög sann- færandi, fékk 178 stig. Sveit Trygg- ingamiðstöðvarinnar, sem er frá Sel- fossi, spilaði nokkuð sannfærandi og tryggði sér annað sætið með 158 stigum og sveitin Nicotinell slefaði inn þrátt fyrir afar slakt gengi í loka- umferðinni gegn Eykt, hlaut 153 stig en Límtré/Vírnet í Borgarnesi end- aði með 152 stig. Í B-riðlinum bar sveit Guðmundar Hermannssonar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína, tapaði ekki leik og endaði með 192 stig. Sveitin Hrað- binding fylgdi þeim með 182 stig sem og Sölufélagið sem rúllaði yfir sína helztu andstæðinga í lokaumferðinni og endaði með 177 stig. Í C-riðlinum var sveit Ferðaskrif- stofu Vesturlands langbest og skor- aði 188 stig. Keppnin um annað og þriðja sætið var skemmtileg. Spari- sjóður Norðlendinga tryggði sér annað sætið í lokaumferðinni með 25–0-sigri og Björn Friðriksson spil- aði upp á öryggið, vann 16–14 og sveit Garða og véla varð að játa sig sigraða þrátt fyrir 22–8-sigur í loka- umferðinni. Sparisjóðurinn fékk 162 stig, Björn 157 en sveit Garða og véla 154. Sveit Vinabæjar sigldi nokkuð lygnan sjó í D-riðlinum og endaði með 180 stig. Sveit Grant Thornton varð í öðru sæti með 159 stig en „fjöl- skyldusveitin“ tryggði sér þriðja sætið af öryggi, hlaut 156 stig. Í síð- asttöldu sveitinni spila systkinin Erla, Sigurður og Jón Páll Sigur- jónsbörn ásamt Sigfúsi Þórðarsyni, Guðna Yngvarssyni og Hafþóri Kristjánssyni. Spilað var á Hótel Loftleiðum. Ekki var mikið um kær- ur í mótinu en tvær sveitir fengu mínusstig fyrir misnotkun á tíma og sex sveitir fyrir hringingar í farsíma. Keppnisstjórar voru Björgvin Már Kristinsson og Heiðar Sigurjónsson. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 24. mars var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úr- slit urðu þessi í N/S Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 235 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 229 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 229 Björn Björnss. – Sigríður Gunnarsdóttir 228 A/V Anton Jónsson – Einar Sveinsson 268 Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 239 Jón Gunnarsson – Jónína Óskarsdóttir 227 Guðm. Árnason – Maddý Guðmundsd. 227 Á föstudögum er spilað til verð- launa sem verða veitt 11. apríl. Þess- ir eru efstir að stigum: Jón Sævaldsson 54 Þorvarður S. Guðmundsson 54 Sæmundur Björnsson 49 Jón Gunnarsson 42 Albert Þorsteinsson 41 Þriðjudaginn 28 mars var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S Bjarnar Ingimarss. – Albert Þorsteinss. 441 Sæmundur Björnss. – Knútur Björnsson 361 Karl Karlsson – Lilja Kristjánsd. 360 Oddur Jónsson – Oddur Halldórss. 346 A/V Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldsson 358 Kristrún Stefánsd. – Anna Hauksdóttir 357 Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 353 Anton Jónsson – Sigurður Hallgrímss. 349 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 27. mars spiluðu Borgfirðingar sinn árlega einmenn- ing og mættu 28 spilarar til keppni, þar með taldir tveir heiðursmenn frá Akranesi, þeir Alferð Kristjánsson og Hörður Pálsson. Spilað var í tveimur riðlum og voru 12 í öðrum og 16 í hinum. Spiluð voru sömu spil í riðlunum og notast við barometer- form þannig að hægt var að reikna út stöðu jafnharðan. Keppnin var jöfn og spennandi og þannig fór að lokum að þau urðu efst og jöfn þau Ragna á Lundum og Flemming á Varma- landi. Var þá gripið til þess ráðs að draga spil og af miklum höfðings- skap nældi Flemming sér í lægra spil en Ragna þannig að hún er því einmenningsmeistari félagsins þetta árið. Úrslit urðu annars sem hér segir: Ragna Sigurðardóttir 36 Flemming Jessen 36 Eyjólfur Sigurjónsson 35 Guðrún Sigurðardóttir 28 Lárus Pétursson 24 Næsta mánudag verður spilaður tvímenningur. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 27.3. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor 312 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 386 Ragnar Björnsson – Guðjón Kristjánss. 359 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 355 Matthías Helgason – Siguróli Jóhannss. 341 Árangur A-V Oliver Kristóferss. – Magnús Halldórss. 440 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 375 Ægir Ferdinandss. – Jóhann Lúthers. 374 Guðm. Magnússon – Kári Sigurjónsson 356 Siglufjarðarmót í sveitakeppni Siglufjarðarmót í sveitakeppni hófst 23. janúar sl. Átta sveitir mættu til leiks, þar af ein nýliðasveit úr Bridsskólanum. Spilaðir eru tveir 12 spila leikir á kvöldi, allir við alla, tvöföld umferð. Þegar aðeins er ólokið síðustu tveimur 12 spila leikjunum er staða efstu sveita þessi. Sveit Hreins Magnússonar 227 Sveit Haraldar Árnasonar 213 Sveit Þorsteins Jóhannssonar 210 Sveit Guðlaugar Márusdóttur 198 Þar virðist því allt stefna í það að Hreinn Magnússon með sína menn, Friðfinn, Anton og Boga, ætli að klára dæmið eins og fréttaritari reyndar varaði við eftir að þeir fóru mikinn í tvímenningsmótum fyrir áramót. En harðnar baráttan um brons- stigameistarann því allir vilja verða útnefndir sem besti spilari félagsins. Nú þegar fer að síga á seinni hlutann er staðan þessi. Anton Sigurbjörnsson 231 stig Bogi Sigurbjörnsson 225 stig Hreinn Magnússon 212 stig Þorsteinn Jóhannsson 190 stig Friðfinnur Hauksson 184 stig Sigurður Hafliðason 123 stig BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Erla Sigurjónsdóttir gerir það gott í bridsheiminum þessar vikurnar. Hún var ásamt Sigfúsi Þórðarsyni meðal efstu para í tvímenningnum á Bridshá- tíð og nú um helgina leiddi hún sveit sína inn í úrslitin í Íslandsmótinu. Á myndinni eru Erla og Sigfús ásamt bræðrum Erlu þeim Jóni Páli og Sig- urði en lengst t.h. er Guðni Ingvarsson sem spilar við Hafþór Kristjánsson. GUÐMUNDUR Páll Jónsson bæjarstjóri verður í efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi 27. maí nk. Sameiginlegur fundur Framsóknarfélags Akraness og Félags ungra framsóknarmanna á Akranesi samþykkti framboðslistann á fundi nýlega. Listann skipa: 1. Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri 2. Magnús Guðmundsson forstjóri 3. Guðni Tryggvason verslunarmaður 4. Dagný Jónsdóttir verkefnisstjóri starfsmannamála 5. Helgi Pétur Magnússon nemi 6. Inga Ósk Jónsdóttir viðskiptafræðingur 7. Stefán Bjarki Ólafsson ofngæslumaður 8. Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólakennari 9. Þórunn Matthíasdóttir ráðgjafi 10. Valdimar Þorvaldsson forstöðumaður 11. Bjarki Þór Aðalsteinsson nemi 12. Hörður Þorsteinn Benónýsson framkvæmdastjóri 13. Jóhanna H. Hallsdóttir fjármálastjóri 14. Kjartan Kjartansson rekstrarfræðingur 15. Eydís Líndal Finnbogadóttir forstöðumaður 16. Vilhelm Jónsson verkamaður 17. Þorsteinn Ragnarsson fyrrverandi verkstjóri 18. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra Listi Framsóknarflokksins á Akranesi LEONARDO da Vinci-starfs- menntaáætlun Evrópusambands- ins veitir árlega styrki til manna- skiptaverkefna þar sem fólki í starfsnámi, háskólanemum, ungu fólki á atvinnumarkaði ogs leið- beinendum eða stjórnendum er gefinn kostur á að afla sér starfs- þjálfunar allt frá einni viku til eins árs. Í ár, 2006, fær Ísland rúm- lega 36 milljónir króna til manna- skiptaverkefna frá Leonardo- áætluninni og er það hæsta upp- hæð sem Ísland hefur fengið á einu ári til þessa verkefnaflokks. Landsskrifstofa Leonardo á Ís- landi hefur nú úthlutað því fjár- magni sem til ráðstöfunar var á grundvelli umsókna sem bárust 10. febrúar sl. Styrkupphæðin, 429.000 evrur, fer til 24 fyrir- tækja, skóla og stofnana fyrir samtals 238 einstaklinga. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu: Bandalag íslenskra námsmanna sem hlaut 6,1 milljón króna fyrir starfsþjálfun háskólanema og ný- útskrifaðra nema; Háskólinn á Hólum hlaut 5,3 milljónir fyrir tvö starfsnámsverkefni á sviði ferða- þjónustu og fiskeldis og eitt starfsmannaverkefni á sviði ferðaþjónustu; Stúdentaferðir hlutu 5,2 m.kr. fyrir tungumála- nám og starfsþjálfun ungs fólks á vinnumarkaði og nýútskrifaðra nema; og Efling – stéttarfélag hlaut 3,3 milljónir fyrir kynnis- ferðir og undirbúning að gerð námsefnis fyrir ófaglært starfs- fólk fjölmargra fyrirtækja og stofnana. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Landsskrifstofa Leon- ardo. Vefsíða Landsskrifstofu Leonardo: www.leonardo.is. Yfir 36 milljónir í Leonardo-styrki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.