Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er skarð fyrir skildi í St. Georgsgild- inu í Hafnarfirði. Sæti gildismeistarans er autt. Rúnar Brynjólfsson, fremstur meðal jafn- ingja, er látinn. Hann er farinn heim eins og við skátarnir segjum. Það eru margar minningar tengd- ar Rúnari Brynjólfssyni og starfi hans í skátahreyfingunni og St. Georgsgildinu í Hafnarfirði. Áhugi hans í þeim málum var mikill og staðfastur. Þar var hvorki hik né nokkurt lát á. Ungur tileinkaði hann sér hug- sjónir og starfshætti skátahreyfing- arinnar. Hann var traustur og áhugasamur skáti allt til æviloka. Hann taldi aldrei eftir tíma eða fyr- irhöfn á þeim vettvangi. Í honum átti skátastarfið hauk í horni, sem um munaði. Rúnar Brynjólfsson var fæddur foringi, úrvals félagi og traustur vin- ur. Glaður og reifur gekk hann um með gamanyrði á vörum, hvetjandi til góðra verka. Söngurinn var hon- um eðlislægur og músíkin í blóð bor- in. Athafnasemin fylgdi honum hvert sem hann fór og á hverjum þeim vettvangi sem hann kaus sér. Það er margs að minnast. Við munum hann Rúnar með ylfingana sína, erjandi akurinn fyrir hugsjónir skátahreyfingarinnar. Við munum hann með skátasveitina sína, sem hann mannaði og mótaði í leik og í starfi. Og við munum hann í hlut- verki gildismeistara, sem hann leysti af hendi með reisn og öryggi. Við munum hann líka syngjandi með gítarinn við varðeldinn, í ferða- lögum, á skátamótum hérlendis og erlendis – alltaf samur og jafn – kröfuharður um skátaanda og skáta- kunnáttu, jafnt við sjálfan sig sem aðra. Rúnar lá ekki á liði sínu, þegar verið var að koma gamla Hraun- byrgi upp, skátaheimilinu sem var við Hraunbrúnina. Og auðvitað var hann í broddi fylkingar, þegar nú- verandi skátaheimili Hraunbúa var byggt, eitt glæsilegasta skátaheimili á landinu. Hvar sem hann fór – og hvert sem leiðir hans lágu – þá var þar starf- samur skáti á ferð, fullur áhuga á skátastarfi í framtíð og fortíð. Hann var fundvís á gullið, hvort heldur það var í skátastarfinu eða mannssálinni. Þess vegna reyndist hann góður og vinsæll kennari og þess vegna var hann réttur maður á réttum stað, þegar hann var forstöðumaður á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík. Öllum þeim sem hann varð sam- ferða þótti gott að eiga hann að. Ég naut þeirrar gæfu að verða skátabróðir, félagi og vinur Rúnars Brynjólfssonar. Fyrir það er ég þakklátur. Mér gáfust líka fjölmörg tækifæri til að fást með honum við ótal verkefni, stór og smá. Það auðg- aði tilveruna og glæddi trúna á lífs- gildin, sem stóðu hjarta okkar næst. Hann var sannur og heill í hverju verki. Þetta þekkjum við Hraunbúarnir og gildisskátarnir, sem áttum hann að samferðamanni. Með honum var gott að ganga um vandrataðar leiðir tilverunnar. Hann var traustur og öruggur áttaviti í starfi og í leik. Þess vegna minnumst við hans með söknuði, virðingu og mikilli þökk. Guð blessi góðan dreng, sem gaf okkur svo margt og mikið, sem gleymist ekki, en geymist í huga og hjarta. Dóru, Pálínu Margréti, Guðrúnu Brynju og þeirra fólki sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Þau hafa RÚNAR BRYNJÓLFSSON ✝ Rúnar Brynj-ólfsson fæddist í Hafnarfirði 5. októ- ber 1936. Hann and- aðist á Landspítal- anum við Hring- braut föstudaginn 17. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 28. mars. misst mikið en eiga líka dýrmætar minn- ingaperlur í sjóði, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Það er vega- nesti, sem gott er að eiga í framtíðinni. Hörður Zóphaníasson. Kveðja frá skáta- hreyfingunni Rúnar Brynjólfsson er farinn heim eins og við skátar segjum þegar skáti fellur frá. Rúnar byrjaði ungur í skáta- starfi og var skátavettvangurinn ávallt Hafnarfjörður með skátafé- laginu Hraunbúum. Þar fetaði hann stigann og gegndi m.a. embætti fé- lagsforingja um skeið. Rúnar hefur alla tíð verið einn styrkasti bakhjarl skátafélagsins og er hver fé- lagsskapur ríkur sem elur af sér slíka félaga sem ávallt eru til staðar og reiðubúnir til þess að styðja við bakið á þeim yngri sem á eftir koma. Rúnar var ávallt ungur í anda og átti mjög auðvelt með að starfa jafnt með börnum, unglingum og ungu fólki. Alltaf mátti maður vera viss um að rekast á hann við störf á vor- mótum Hraunbúa og ekki sjaldan mátti sjá hann troða upp á varðeld- um þar. Það var gaman að sjá til hans sem formanns Starfsráðs Bandalags íslenskra skáta í árabil þar sem hann leiddi hóp ungs fólks sem vakti yfir dagskrármálum skátahreyfingarinnar. Ekki var að sjá neitt kynslóðabil í hópnum þó hann gæti hafa verið faðir allra ann- arra nefndarmanna. Þannig var Rúnar, síhvetjandi, yfirvegaður, ávallt léttur og leiðandi en jafningi á öllum sviðum – allt eiginleikar sem við viljum að góður skátaforingi hafi til að bera. Undir það síðasta gegndi Rúnar embætti gildismeistara (for- manns) St. Georgsgildisins í Hafn- arfirði sem er félagsskapur eldri skáta og velunnara skáta og var fram á síðasta dag að undirbúa þjóðakvöld sem síðan var haldið dag- inn eftir fráfall hans. Þannig var Rúnar, ávallt með hugann við skáta- starfið. Öllum þessum störfum sem og öðrum á vegum skátahreyfingar- innar í gegnum árin sinnti hann af mikilli alúð og áhuga og fyrir það skal nú þakkað. Það er við hæfi að hér fylgi kveðjuljóð skáta sem félagi Rúnars og skátabróðir, samferða- maður og vinur úr Hafnarfirði, Hörður Zophaníasson, orti fyrir skátahreyfinguna: Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. Skátahreyfingin sendir Dóru eig- inkonu Rúnars og dætrum þeirra sem og öðrum ástvinum og skáta- systkinum einlægar samúðarkveðj- ur og hans er minnst með miklu þakklæti. Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi. Rúnar Brynjólfsson er farinn heim og hann á góða heimkomu. Maður sem lagði sitt lóð á vogarskál- ar með það fyrir augum að hann hyrfi úr betri heimi en hann fæddist í. Hvarvetna sem hann kom að verki var hann ötull og starfsamur. Hann helgaði sig kennslu og uppeldismál- um og hvarf síðan á miðjum aldri til starfa við umönnun aldraðra og stýrði stórri stofnun við góðan orðs- tír. Rúnar var óþreytandi fé- lagsmaður í mörgum samtökum. Alls staðar maður sem um munaði, fremstur í flokki, ráðagóður, snjall tónlistarmaður, leikari og söngvari. Næmur á samtíð og fundvís á kjarna hvers máls. Ég held að starfið að uppeldismál- um og málefnum barna og unglinga hafi verið honum hugleiknast. Hann var brúin yfir kynslóðabilið og naut sín ákaflega vel í skátastarfinu sem hann mat framar öðrum uppeldis- aðferðum. Þegar hann tók að sér að leiða verkefnastjórn, starfsráð, Banda- lags íslenskra skáta, sem fjallar um verkefni og innihald skátastarfsins, sagði hann brosandi: „Þú veist að ég er kominn á sjötugsaldur.“ En eng- inn hinna ungu samstarfsmanna Rúnars nefndu það einu orði, enda ekki flogið það í hug að þessi frjói og nútímalegi hugur væri eldri en þeir sjálfir. En eftir því var tekið að ekki þurfti upp frá því að leita að fólki til starfa í ráðinu með Rúnari og vildu fáir láta af þeim störfum nema að- stæður gerðu þeim það ókleift að sitja áfram. Hugsjónir skátahreyfingarinnar voru Rúnari Brynjólfssyni efni ævi- langrar íhugunar og lituðu störf hans. Hann var virkur félagi í skáta- hreyfingunni til hinstu stundar og gegndi mörgum trúnaðarstörfum, síðast gildismeistari í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði. Eitt sinn skáti ávallt skáti voru einkunn- arorð hans. Ég þakka áratuga vináttu og stuðning sem lifir í minningunni og hlýjar um hjartarætur. Ég færi ástvinum Rúnars Brynj- ólfssonar einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Ásgeirsson, fyrrv. skáta- höfðingi. Látinn er Rúnar Brynjólfsson, einn þeirra sem stóðu að stofnun körfuknattleiksdeildar Hauka árið 1971. Á stofnfundi körfuknattleiksdeild- ar Hauka 4. nóvember 1971 var Rúnar Brynjólfsson kosinn í nýja stjórn deildarinnar ásamt félaga sín- um Eiríki Skarphéðinssyni sem var kosinn formaður. Þeir Eiríkur og Rúnar voru í raun að koma að körfu- knattleiksdeild Hauka í annað sinn af því að þeir höfðu ásamt fleirum stofnað körfuknattleiksdeild innan félagsins árið 1957 sem starfaði í nokkur ár. Rúnar kom aftur inn í stjórn deildarinnar árið 1978 eftir nokkra fjarveru og tók að sér formennsku. Hann var formaður deildarinnar fram til ársins 1981. Það má segja að á þessum árum hafi verið lagður grunnur að starfsemi deildarinnar til næstu áratuga og enn má finna fé- laga innan deildarinnar sem komu til liðs við hana á þessum tíma. Rúnar var ákaflega ljúfur og við- ræðugóður. Hann vann málum sín- um brautargengi í góðri sátt við sína samstarfsmenn og vann ómetanlegt starf í þágu körfuknattleiksins í Hafnarfirði. Rúnar var að sumu leyti fyrirmynd þeirra sem skipa stjórn deildarinnar í dag en voru leikmenn á þeim tíma sem hann stýrði deild- inni. Körfuknattleiksdeild Hauka heiðrar minningu Rúnars Brynjólfs- sonar og sendir aðstandendum sam- úðarkveðjur. F.h. Körfuknattleiksdeildar Hauka, Sverrir Hjörleifsson, Hálfdan Þórir Markússon. Þau eru mörg sporin hans Rúnars Brynjólfssonar hér hjá Haukum og margs að minnast á löngum tíma. Árið 1956 þegar aðeins handknatt- leikur var iðkaður í félaginu og að- eins í yngsta flokki drengja, fór Rún- ar fyrir hópi ungra manna sem hóf að iðka körfuknattleik. Ætlun þeirra var að stofna sérstakt körfuknatt- leiksfélag en niðurstaðan varð sú að stofnuð var körfuknattleiksdeild í fé- laginu. Ekki náði deildin þó að festa sig almennilega í sessi í þetta sinn, en tíu árum seinna er svo deildin endurreist og hefur starfað af mikl- um krafti síðan. Rúnar var meðal þeirra er komu að endurreisninni. Þegar Haukar hófu á ný að leika knattspyrnu undir eigin merki um Hjartkær stjúpmóðir okkar og systir, INGIGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR frá Berustöðum, Árskógum 8, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 25. mars, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju föstudaginn 31. mars kl. 13.00. Stjúpbörn og systkini hinnar látnu. Ástkær eiginkona mín og frænka, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hátúni 8, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. mars, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju, V-Eyjafjöllum, laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Arnór Lúðvík Hansson, Ragnheiður Sigríður Valdimarsdóttir. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn, bróður- dóttir og frænka, KRISTÍNA SIGRÚN NIELSEN PÁLMADÓTTIR, fædd 2.6. 1992, varð bráðkvödd mánudaginn 27. mars. Útför hennar fer fram í heimabæ hennar, Vester Hornum, í Danmörku. Pálmi Benediktsson, Kirsten Nielsen, Sara Ásta Grethe Nielsen Pálmadóttir, Benedikt Pálmason, Maria Hansen, Grethe Nielsen, Benedikt Helgason, Anna Sigfúsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Jónína Benediktsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Ingibjörg Sara Benediktsdóttir og frændfólk. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN E. WELDING DYRNES, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 19. mars. Útför verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 1. apríl kl. 15.30. Svana Ingólfsdóttir, Kristján Sigmundsson, Erna Ingólfsdóttir, Árni G. Gunnarsson, Rósanna Ingólfsdóttir, Per Lenander, Reynir F. Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og vinkona, STEINUNN GEIRSDÓTTIR, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Borgarnesi. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem viljast minnast hennar, er bent á MND félagið. Særún Lísa Birgisdóttir, Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Pétur Smári Sigurgeirsson, Guðrún María Brynjólfsdóttir, Leifur Guðjónsson, Einar Geir Brynjólfsson, Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson, Borga Jacobsen Brynjólfur Einar, Sveindís Gunnur, Ólafur Kári, Ísold Anja, Silja Rós, Ástrós Birta, Hlynur Ægir, Helgi Leó, María Geirsdóttir, Geirdís Geirsdóttir, Ómar Einarsson, Þorleifur Geirsson, Katrín Magnúsdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.