Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 29

Morgunblaðið - 30.03.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 29 UMRÆÐAN ÍSLENSK efnahagsumræða er mjög lituð af frösum sem lítil inni- stæða er fyrir. Stöðugleiki, methag- vöxtur, glæsileg fjárlagafrumvörp og lækkun skatta eru því miður orðin tóm, lítið annað en þjóðsögur þegar málin eru skoð- uð gaumgæfilega. Þjóðsagan um stöðugleikann Íslensk fyrirtæki og heimili búa ekki við þann stöðugleika sem haldið er fram að ein- kenni íslenskt efna- hagslíf og hafa raunar ekki gert það í langan tíma. Íslenska krónan hefur verið í rússíban- aferð í mörg ár og hef- ur á stuttum tíma sveiflast um allt að 40%. Verðbólgan hef- ur verið yfir verð- bólgumarkmiði Seðla- bankans í tæp tvö ár og viðskiptahallinn hefur aldrei verið eins mikill. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa aldrei verið hærri og skuldir heimilanna eru sömuleiðis í sögu- legu hámarki. Reka mætti allt félagsmálaráðuneytið í um 100 ár fyrir þá fjármuni sem Ísland skuldar erlendis. Húsnæðisverð hef- ur rokið upp úr öllu valdi og vextir á Íslandi eru með því hæsta sem þekk- ist í Evrópu. Afleiðingarnar eru kunnar, kostnaður og óhagræði allra eykst og fyrirtæki eru jafnvel farin að flýja land. Þjóðsagan um hagvöxtinn Stundum er látið að því liggja að Íslendingar séu hálfgerðir heims- meistarar í hagvexti. En sé rýnt í töl- urnar kemur allt annað í ljós. Hagvöxtur á Íslandi árin 1991– 2001 var einungis jafnmikill og með- alhagvöxtur OECD-þjóðanna. Á þessu tímabili erum við einungis um miðja deild. Sé litið á tímabilið 1995– 2004 sést að mörg ríki eru með meiri hagvöxt en Ísland og má sem dæmi nefna Grikkland, Finnland, Írland og Lúxemborg. Á þessu tímabili var hagvöxtur á Íslandi svipaður og á Spáni og í Svíþjóð. Þjóðsagan um ríkisfjármálin Árlega berast sólskinsklæddar fréttir af fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar. Það bregst ekki, að greint sé frá himinháum afgangi sem eigi að verða á fjárlögum í lok árs. Á sama tíma stæra stjórnarherrarnir sig af góðri og ábyrgri fjár- málastjórn. En þegar reikningurinn er svo gerður upp blasir allt annar raunveruleiki við. Á árunum 2000–2004 átti afgangur ríkissjóðs samkvæmt fjárlaga- frumvörpum að vera samtals 82 milljarðar króna. Niðurstaðan varð hins vegar átta milljarða króna halli á þessu tíma- bili, þrátt fyrir alla einka- væðinguna sem átti sér stað á þessum árum. Munurinn á á því sem ríkisstjórnin boðaði og því sem í raun varð eru heilir 90 milljarðar króna. Annað dæmi um glóru- lausa fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins er að samkvæmt ríkisreikningi árið 2003 jukust útgjöld ríkisins, umfram fjár- lagafrumvarpið, um rúm- lega þrjár milljónir króna á hverri klukkustund allt árið, alls um 27,4 millj- arða króna. Þjóðsagan um skattana Sennilega eru margir orðnir þreyttir á umræðu um það hvort skattbyrði hafi aukist eða ekki. En í þessu sambandi er ágætt að vísa til þess sem fjármálaráðherrann sjálfur hefur sagt. Í nýlegu skriflegu svari frá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingi er beinlínis sagt að skattbyrði allra tekjuhópa hafi þyngst frá árinu 2002 að einum hópi undanskildum. Það eru þau 10% ein- staklinga sem hafa hæstu tekjurnar. Skattbyrði þess eina hóps hefur minnkað. Svar fjármálaráðherrans er aðgengilegt á vef Alþingis. Í öðru skriflegu svari frá þáverandi fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, frá árinu 2002 kom hið sama fram. Í svarinu er staðfest að 95% hjóna og sambúðarfólks og 75% einstaklinga greiddu hærra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt en þau gerðu árið 1995 þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Það þarf því ekki að þræta um það lengur hvort skattbyrði einstaklinga hafi þyngst eða ekki. Skattbyrðin hef- ur þyngst og ríkisstjórnin hefur sjálf staðfest það, þar á meðal Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde. Málið er því dautt. Fjórar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um íslenskt efnahagslíf Ágúst Ólafur Ágústsson ’Íslensk fyrir-tæki og heimili búa ekki við þann stöðugleika sem haldið er fram að einkenni íslenskt efnahagslíf og hafa raunar ekki gert það í langan tíma.‘ Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. HAFA eldri borgarar tekið eft- ir því hvernig skattastefna Sjálf- stæðisflokksins birtist þeim? Auð- vitað, því síðustu 10 ár hafa aldraðir greitt sífellt stærri hluta ellilíf- eyris til Geirs H. Haarde og Árna Mat- hiesen á meðan tekju- hæstu Íslendingarnir hafa notið lækkandi skatta. Aldraðir hafa vissulega tekið eftir að skattleysismörkin hafa engan veginn haldið í við hækkun launa og verðlags, sem þýðir að nú eru skattar lagðir á ellilíf- eyri sem áður var skattlaus. Þetta sýnir prófessor Stefán Ólafsson í Morgunblaðs- grein 24. mars. Segið það Vilhjálmi Þ. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík ber auðvitað ábyrgð á Sjálf- stæðisflokknum í landsstjórn. Er Geir H. Haarde ekki þingmaður Vilhjálms Þ.? Nú kemur D-listinn í borgarstjórn og vill efla hag aldraðra. Takk. Megum við minna á að í ríkisstjórn undanfarin 15 ár hafa þeir nýtt illa tækifærin til að bæta kjör, þjónustu og aðbúnað aldraðra. Hundruð manna bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými og enn fleiri deila herbergi með öðrum á stofnunum. Samt sem áður borgum við öll sérstakan skatt til að byggja upp fyrir aldraða. Nægir þá ekki skatturinn? Jú, en fjármálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins setja bara helminginn af honum í þau mál sem hann er ætlaður! Taka úr framkvæmdasjóði aldraðra í annað. Bíðum við, hver er þá nið- urstaðan? Hún er sú að á aðra hönd leggur Sjálfstæðisflokkurinn sífellt hækkandi skatta á lífeyri aldr- aðra, en rænir með hinni helmingnum af sérstakri fjáröflun til að byggja upp hjúkr- unarheimili fyrir þá. Er þetta nú fallegt? Jafnaðarmenn vilja þjónustuna til borgarinnar Við viljum sam- ræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. Hvers vegna er ekki búið að því? Ásta R. Jóhannes- dóttir þingmaður skrifar um þetta á heimasíðu sinni: ,,Ástæðan er m. a. sú að þessir þættir heyra ekki undir eitt ráðuneyti. Sjálf- stæðismönnum hefði verið í lófa lagið að breyta því undanfarin 15 ár í ríkisstjórn, en þeir hafa ekki gert það. Öldrunarmálin eiga auð- vitað að heyra undir einn ráð- herra og flytjast síðan til sveitar- félaganna. Ekki hafa lög um málefni aldraðra fengist endur- skoðuð þrátt fyrir ítrekaðar óskir samtaka aldraðra.“ D-listinn í borgarstjórn flutti tillögu um ,,meira samráð við samtök aldraðra“. Það þarf ekk- ert samráð við aldraða um þau mál sem helst brenna á þeim, því þeir hafa margoft lýst óskum sín- um einmitt um þessi mál! Reykjavíkurborg hefur staðið við sinn hluta fyrirheita um mikið átak í þágu aldraðra. Mörg hundr- uð milljónir eru á biðreikningi eft- ir að komast í kynni við framlag ríkisins til hjúkrunarheimila. Og við hlustum á raddir aldraðra sem óska eindregið eftir því að ,,stofn- anavæðingu“ linni eins og löngu er þekkt á Norðurlöndum, og við taki öflug þjónusta í heimahúsum, stigvaxandi eftir þörf. Um þetta segir formaður vel- ferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, í nýlegri grein í Mbl.: Sjálfstæðismenn benda á að tryggja þurfi nægt framboð bú- setukosta fyrir eldri borgara og það tek ég heilshugar undir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg á síðustu misserum ráðstafað lóðum undir 166 íbúðir fyrir aldraða við Ferjuvað, Sléttuveg og Suður- landsbraut, auk íbúða fyrir 80 manns við Sóltún. Þá byggðum við 50 þjónustuíbúðir í Graf- arholti. Auk þessa höfum við skil- greint eldri íbúðir sem þjónustu- íbúðir. Viðkomandi þarf ekki lengur að flytja til að fá þjónustu eins og um þjónustuíbúð væri að ræða, nú er það „þjónustuíbúðin heim“. Við þurfum ekki Sjálfstæð- isflokkinn til að leggja línurnar í borginni, árangurinn í ríkisstjórn hræðir. Aldraðir taki eftir! Stefán Jón Hafstein fjallar um aldraða og aðbúnað þeirra ’Við þurfum ekki Sjálf-stæðisflokkinn til að leggja línurnar í borginni, árangurinn í ríkisstjórn hræðir.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.