Morgunblaðið - 06.04.2006, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VILL STYRKINA BURT
Yfirmaður Heimsviðskiptastofn-
unarinnar (WTO), Pascal Lamy, seg-
ir brýnt að Bandaríkin og Evrópu-
sambandið leggi af styrki og niður-
greiðslur til landbúnaðar og geri
þannig auðveldara fyrir þróunarlönd
að selja vörur sínar til auðugra landa.
Landbúnaðarstyrkirnir valda mikilli
gremju í fátækum löndum enda mörg
þeirra einkum samkeppnisfær á sviði
landbúnaðar.
Mannekla á LSH
Mikil mannekla er á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og vantar allt að
100 hjúkrunarfræðinga til starfa við
spítalann. Einnig er skortur á sjúkra-
liðum og aðstoðarfólki. Kemur þetta
niður á þjónustunni við sjúklinga.
Ekki er útlit fyrir að ástandið batni á
næstunni að mati hjúkrunarforstjóra
en sífellt fleiri störf hlaðast á herðar
hjúkrunarfræðinga, sem margir
hverjir vinna nær allar helgar, tvö-
faldar vaktir og mikla yfirvinnu.
Lá við stórslysi
Minnstu munaði að fólksbíll sóp-
aðist með snjóflóði fram af Súðavík-
urvegi í gær. Í bílnum voru þrjár kon-
ur og einn karl. Það sem kom til
bjargar var björgunarsveitarbíll sem
var nýkominn á vettvang þegar flóðið
féll og myndaði bíllinn fyrirstöðu fyr-
ir fólksbílinn. Einn björgunarsveit-
armaður, sem kominn var út úr jepp-
anum þegar flóðið féll, klemmdist á
milli bílanna með þeim afleiðingum að
hann fótbrotnaði. Snjóflóðahættu var
lýst yfir í Bolungarvík og varð fólk að
yfirgefa heimili sín í gærkvöldi.
Vonskuveður var á norðan- og vest-
anverðu landinu.
Segir vitnum vera mútað
Saddam Hussein, fyrrverandi for-
seti Íraks, sagði fyrir rétti í Bagdad í
gær að vitnum hefði verið mútað til
að tengja hann við fjöldamorð á
stjórnarandstæðingum í bænum
Dujail árið 1982.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 30
Fréttaskýring 8 Viðhorf 30
Úr verinu 14 Umræðan 30/31
Erlent 16/17 Minningar 32/38
Minn staður 18 Myndasögur 42
Höfuðborgin 20 Dagbók 42/45
Akureyri 20 Staður&stund 44/45
Austurland 21 Leikhús 46
Landið 21 Bíó 50/53
Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 54
Menning 26, 46/53 Veður 55
Af listum 26 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
BFG All Terrain
35x12,5 R15
15.980,- stgr
Mudder
38x15,5 R15
34.980,- stgr.
Seltjarnarnesi
Klár í páskatúrinn ?
Páskati
lboð
35” 38”
Gerið verðsamanburð
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að stefnt væri að því að
leggja fram frumvarp um fjöl-
miðla á næstu dögum, en það
væri þó ekki öruggt að það tæk-
ist fyrir páska. Vinna nefndar,
sem falið var að semja frumvarp
um málið, gengi vel, en það ætti
eftir að fara betur yfir nokkur
atriði.
Þorgerður Katrín sagði að
góð pólitísk samstaða hefði ver-
ið í nefndinni en hún sagði að-
spurð að það yrði að koma í ljós
hvort frumvarpið yrði að lögum
á vorþinginu. Hún sagðist hafa
lagt áherslu á að menn þyrftu
að gefa sér góðan tíma í þetta
verkefni.
Kynnt í þingflokkunum
Málið var kynnt í þingflokk-
um í gær. Þorgerður Katrín
sagði að þar hefði eingöngu ver-
ið um grófa kynningu á málinu
að ræða. Hún lagði áherslu á að
ekki væri búið að samþykkja
frumvarpið í ríkisstjórninni og
það hefði ekki enn verið form-
lega lagt fram í þingflokkunum.
Fjölmiðlafrum-
varp kemur fram
á næstu dögum
FUGLAFLENSUVEIRA af H5
stofni hefur greinst í dauðum svani,
sem fannst í Fife í Skotlandi. Ekki
er búið að greina hvort um er að
ræða H5N1 veiruafbrigði sem get-
ur borist í fólk en búist er við frek-
ari niðurstöðum úr rannsóknum í
dag.
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir sagði í samtali við Fréttavef
Morgunblaðsins í gær að fylgjast
þurfi vandlega með gangi mála í
Skotlandi og hvort svanurinn sem
fannst smitaður reynist vera með
H5N1 veiruafbrigðið.
„Við þurfum að setjast alvarlega
yfir þetta mál því við höfum alltaf
sagt að við myndum miða okkar
viðbrögð mikið eftir því hvort þetta
myndi finnast í Bretlandi eða ekki,
um leið og þetta fæst staðfest mun-
um við meta stöðuna,“ sagði Hall-
dór.
– En hvað ef þetta reynist nú
vera hið banvæna afbrigði af fugla-
flensunni?
„Þá eru miklu meiri líkur á að
þetta geti borist hingað og þá þarf
að athuga hvort við færum okkur
ekki upp á viðbúnaðarstig tvö. Það
þarf í það minnsta að taka ákvörð-
un um það hvort við látum þennan
fund verða til þess að við skiptum
um gír,“ sagði Halldór og bætti við
að skoðað verði mjög vandlega í
dag hver næstu viðbrögð verða.
„Ég veit að Bretar hafa nýverið
tekið sýni úr á sjötta hundrað álft-
um sem voru á leið sinni hingað til
lands og það hefur allt greinst nei-
kvætt,“ sagði Jarle Reiersen, sér-
fræðingur í fuglasjúkdómum, við
Fréttavef blaðsins. Sjálfur sagðist
hann hafa verið að taka sýni úr
álftum í Þykkvabænum á mánu-
daginn var og verið er að rannsaka
þau sýni. „Það hefur komið svo lít-
ið af farfuglum hingað vegna norð-
anáttarinnar sem verið hefur und-
anfarið,“ sagði Jarle.
Tæp 20 sýni úr villtum fugl-
um send utan til greiningar
Tæp tuttugu sýni úr villtum
fuglum voru send utan til grein-
ingar á rannsóknarstofu í Svíþjóð
nú í vikubyrjun. Er niðurstaðna
greiningar að vænta eftir um tíu
daga.
Halldór Runólfsson segir að
Landbúnaðarstofnun hafi á umliðn-
um vikum tekið fjölda sýna jafnt úr
alifuglum sem og villtum fuglum til
að kanna hvort fuglar hér á landi
hafi sýkst af fuglaflensu. Þannig
hafa verið tekin sýni úr öndunum á
Tjörninni í Reykjavík, í Húsdýra-
garðinum, Hafnarfirði og á ali-
fuglabúum víðs vegar um land.
Fuglaflensuveira greindist í dauðum svani í Skotlandi
Gæti þurft að auka
viðbúnaðinn hér á landi
RÆÐUMET var
slegið á Alþingi í
fyrrinótt er Ög-
mundur Jónas-
son, þingflokks-
formaður Vinstri
grænna, talaði
samfleytt í sex
tíma í annarri
umræðu um
frumvarp
menntamála-
ráðherra um hlutafélagavæðingu
Ríkisútvarpsins.
Ögmundur hóf ræðu sína kl. 23.10
á þriðjudagskvöld og lauk henni kl.
5.12 morguninn eftir. Hann hefur
þar með slegið met Jóhönnu Sigurð-
ardóttur alþingismanns og staðið
lengur samfleytt í ræðustólnum en
nokkur annar þingmaður.
Jóhanna, sem þá var þingmaður
þingflokks jafnaðarmanna, talaði
samfleytt í fimm og hálfan tíma vor-
ið 1998 er hún mælti gegn húsnæðis-
frumvarpi félagsmálaráðherra. Jó-
hanna sló á þeim tíma met Sverris
Hermannssonar, þáverandi þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, en hann
talaði samfellt gegn grunnskóla-
frumvarpinu vorið 1974 í rúma fimm
tíma. Ræðutími í annarri og þriðju
umræðu á Alþingi er ótakmarkaður.
Heilög kýr
Ögmundur sagði við blaðamann í
gær að Ríkisútvarpið væri í sínum
huga nánast heilög kýr. „Það er kjöl-
festan í okkar menningu og fjöl-
miðlun og mér finnst það ekki bara
ámælisvert heldur líka dapurlegt að
þessari stofnun skuli nú hrundið á
markaðstorgið.“
Spurður hvort hann hafi ekki ver-
ið orðinn þreyttur eftir samfellda
ræðu í sex klukkutíma segir hann
einfaldlega: „Nei, nei.“ Hann segir
ennfremur að ræða sín hafi verið
bæði innihaldsrík og málefnaleg. En
hvers vegna hætti hann? „Það var
farið að morgna og mér fannst mál
að linni. Ég hafði trú á því að þing-
fundi myndi ljúka skömmu eftir að
ég lyki máli mínu.“ Það gekk eftir
og lauk þingfundi um hálfsexleytið.
Gert er ráð fyrir því að annarri
umræðu um frumvarpið um Ríkis-
útvarpið hf. verði haldið áfram eftir
helgi. Fjöldi þingmanna er enn á
mælendaskrá. Ögmundur stefnir að
því að taka aftur til máls í um-
ræðunni.
Ræðumet slegið á Alþingi
Sex tíma
vörn fyrir
„heilaga kú“
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Ögmundur
Jónasson
ÞAÐ er nauðsynlegt að kunna sund-
tökin rétt og svo virðist sem þessir
krakkar úr Grandaskóla sem æfa
sund í Vesturbæjarlauginni séu í
góðum málum hvað þetta varðar.
Stundum er samt gott að hvíla sig
og hanga á flotholtunum sem skilja
sundbrautirnar að, þó að það sé ekki
alltaf vel séð hjá kennurunum.
Morgunblaðið/Ásdís
Sundtökin æfð