Morgunblaðið - 06.04.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 29
Umræðan hefur verið íræðu og riti undanfariðum stærð orkulindaokkar; um það hvað við
gætum framleitt mikla raforku –
handa álverum eða í öðru skyni.
Alllengi hefur verið miðað við að
framleiða megi 50 teravattstundir
af raforku á ári (TWh/a), þar af 30
úr vatnsorku en 20 úr jarðhita.
Grein þessari er ætlað að varpa
ljósi á þessar stærðir. Fyrst verður
rifjað upp hvernig
þetta mat varð til og
síðan hvort ástæða sé
til að endurskoða það.
Hefðbundið mat
á vatnsorkunni
Á orkuþingi 1981
skýrði Haukur Tóm-
asson, forstöðumaður á
Orkustofnun, frá mati
á vatnsorku landsins,
sem má segja að hafi
byggst á því „að telja
að ofan“. Í fyrsta lagi
reiknaðist honum til að staðarorka
þeirrar úrkomu sem á landið fellur
sé um 285 TWh/a, en þá er miðað
við að hver vatnsdropi skilaði allri
fallorku sinni allt til sjávar, sem
auðvitað er ekki gerlegt. Næsta
skref var að finna rennslisorku í öll-
um helstu vatnsföllum landsins
með því að áætla afrennslið og
reikna hve mikla orku mætti vinna
frá upptökum til ósa. Til að nálgast
líklega tölu um tæknilega nýt-
anlega orku voru aðeins þeir árkafl-
ar notaðir þar sem rennslisorkan
var yfir 1 MW á hvern 5 km kafla.
Með þessu móti var tæknilega nýt-
anleg vatnsorka metin vera 64
TWh/a, og hefur þá hvorki verið
tekið tillit til hagkvæmni né um-
hverfisáhrifa. Í erindi Hauks á árs-
fundi Orkustofnunar 1991 þrengdi
hann hringinn og komst að því að
með tilliti til hagkvæmni, þegar til
lengri tíma væri litið, mætti telja
nýtanlega vatnsorku 55 TWh/a, en
hagkvæmir kostir til skemmri tíma
litið næmu þó vart meiru en 37
TWh/a. Á Vatnamælingum Orku-
stofnunar er nú unnið að nýju af-
rennsliskorti af öllu landinu. Með
því og nákvæmara hæðarkorti mun
verða unnt að renna styrkari stoð-
um undir slíkt mat á vatnsorkunni;
mat sem byggt er á úrkomu og
landslagi.
Fyrir u.þ.b. 30 árum var farin
önnur leið, sú að „telja að neðan“.
Var þá farið í gegnum hugmyndir
um virkjunarkosti en sumar þeirra
voru þó á veikum grunni. Kostn-
aður var lauslega metinn og aðeins
teknir með í reikninginn þeir vatns-
orkukostir sem voru taldir hag-
kvæmir. Niðurstaðan var að miðað
við gefnar forsendur væri fram-
leiðslugetan 45 TWh/a. Sem viðmið
um hagkvæmni settu menn fram-
leiðslukostnað í nýjum kjarn-
orkuverum. Ljóst var að margir af
þessum orkukostum yrðu umdeild-
ir, svo sem virkjanir sem skertu
rennsli í þekktustu fossum lands-
ins. Því var þriðjungur sleginn af og
niðurstaðan talan 30 TWh/a.
Í riti iðnaðarráðuneytis frá 1994
um Innlendar orkulindir til vinnslu
raforku var fyrrgreind úttekt end-
urskoðuð með því að skoða mögu-
legar virkjanir, bæði gamlar hug-
myndir og nýjar. Töldust þá
tæknilega mögulegir og hag-
kvæmir kostir nema um 42 TWh/a.
Þar sem flestum smærri virkj-
unarkostum var sleppt má segja að
heildarmatið hafi verið óbreytt.
Mat á háhitanum
Allt mat á jarðhitakostum til raf-
orkuframleiðslu er óvissara en á
vatnsorku. Guðmundur Pálmason,
forstöðumaður á Orkustofnun,
gerði grein fyrir slíku mati á orku-
þingi 1981 og má lesa út úr reikn-
ingum hans að forði háhitasvæð-
anna geti gefið um 30 TWh/a miðað
við samfellda vinnslu í 50 ár á
hverjum einstökum stað. Með svip-
uðum hætti og varðandi vatnsork-
una hefur þessi stærð síðan verið
lækkuð bæði með hliðsjón af
vinnslukostnaði og umhverfisáhrif-
um og staðnæmst við þær 20
TWh/a, sem nefndar eru hér í byrj-
un. Svipaðar stærðir eru uppi á ten-
ingnum í fyrrgreindu riti iðn-
aðarráðuneytisins frá 1994. Í
báðum tilvikum er gengið út frá því
að vinnslan sé eins og námugröftur
og ekki tekið tillit til þess að vatn
og varmi streymir sífellt inn í
vinnslusvæðin. Þá er matið ein-
skorðað við það sem
fá má úr efstu 3 km
jarðskorpunnar.
Í erindi á ársfundi
Íslenskra orkurann-
sókna fyrir skömmu
nefndi Ólafur G.
Flóvenz, forstjóri
stofnunarinnar, að
nýtanlegur háhiti
kunni að vera veru-
lega vanmetinn.
Nefnir hann þrennt
máli sínu til stuðn-
ings: Í fyrsta lagi
megi vega á móti umhverfisáhrif-
um, svo sem með haganlegri hönn-
un mannvirkja, skáborunum eða
því að leggja gufulagnir í jörð. Í
öðru lagi megi freista þess að nýta
háhita á meira dýpi, allt niður í 5
km. Í þriðja lagi þurfi að fá svör við
því hvort unnt sé að vinna háhita í
sprungukerfum gosbeltanna, þ.e.
utan þeirra svæða sem hingað til
hafa verið tekin með í reikninginn.
Rammaáætlun og endur-
skoðun á mati á orkukostunum
Síðan 1999 hefur verið unnið að
svokallaðri rammaáætlun um nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma. Þar er
þess freistað að meta alla helstu
virkjunarkosti m.t.t. orkugetu, hag-
kvæmni en ekki síst umhverfis-
áhrifa.
Á árinu 2003 var skilað skýrslu
um fyrsta áfanga þessarar áætl-
unar. Þar eru orkukostirnir dregnir
í dilka í 5 flokka, a-e, eftir vaxandi
óæskilegum umhverfisáhrifum.
Þegar skýrslan var kynnt létu ráð-
herrar umhverfis- og orkumála svo
ummælt að vart yrði leitað víðar
fanga en í flokkum a-c þegar hugað
yrði að nýjum virkjunarkostum. Að
þessu viðmiði gefnu má lesa út úr
umræddri skýrslu að samtals fást
ríflega 19 TWh/a úr vatnsorku og
ríflega 15 úr jarðvarmanum með
núverandi vinnslu og framleiðslu
heimilaðra orkuvera auk þeirra
kosta sem fá einkunnina a-c í fyrsta
áfanga rammaáætlunarinnar.
En rammaáætluninni er ekki lok-
ið. Í erindi greinarhöfundar á árs-
fundi Orkustofnunar 2004 var þess
freistað að spá í niðurstöðu úr
framhaldi rammaáætlunarinnar. Ef
þeir kostir sem falla undir síðari
áfanga áætlunarinnar flokkast
hlutfallslega eins og þeir í þeim
fyrsta, gæti heildarraforkugetan –
að teknu tilliti til hagkvæmni og
umhverfisáhrifa – mælst ríflega 26
TWh/a í vatnsorku auk 23 í jarð-
varma eða alls nær þeim 50 TWh/a
sem lengi hefur verið gengið út frá.
En ítreka verður að hér er byggt á
þeirri þríliðuforsendu að virkjanir í
síðari áföngum flokkist hlutfalls-
lega eins og í þeim fyrsta.
Aðrar orkulindir
En eru ekki til aðrar innlendar
orkulindir en vatnsorka og jarð-
varmi sem nýta má til raforku-
vinnslu? Vissulega, og liggur þá
vindorkan beinast við. Á vegum
Orkustofnunar er í samvinnu við
Veðurstofuna verið að kortleggja
vindorku með því að gera vindatlas
af landinu. Því verki verður bráð-
lega lokið og ætti þá að vera unnt
að leggja heildarmat á tæknilega
vinnanlega vindorku. En síðan er
það annar handleggur að slá þar af
vegna hagkvæmnis- og umhverf-
isástæðna. Vindorka er, a.m.k. enn
sem komið er, dýrari en bæði
vatnsorkan og háhitinn. Annar ann-
marki vindorkunnar er augljós: Það
blæs ekki alltaf byrlega. Að baki
vindorku þarf því að vera varaafl,
oftast vatnsorka, en vindorka gæti
vissulega komið sem eins konar bú-
drýgindi.
Önnur endurnýjanleg orka felst í
sjávaröldum, sjávarstraumum og
sjávarföllum. Allt eru þetta lítt
kannaðir kostir, enda hvergi nýttir
í heiminum í neinum teljandi mæli.
Orkulindirnar eru líka af lífrænum
toga og er t.d. verulegt magn til af
mó. En vart þætti stórtækur mó-
gröftur ákjósanlegur út frá nútíma-
legum umhverfissjónarmiðum. Á
hinn bóginn kann að vera unnt, og
jafnvel hagkvæmt, að rækta gróður
sem orkugjafa, og hefur lúpína
helst verið nefnd í því sambandi.
Slík ræktun gæti verið áhugaverð
sem liður í framleiðslu gervields-
neytis þar sem raforka eða bein
nýting jarðvarma kæmi jafnframt
við sögu.
Að lokum má sjá í hillingum að
olía eða gas finnist á landgrunni
okkar. Unnið er að því að afla okk-
ur réttinda og frumleit hefur að
nokkru farið fram. En að sjálfsögðu
líður drjúgur tími þar til í ljós kem-
ur hvað sé að hafa, og hvort þar er
um nýtanlega auðlind að ræða eða
ekki.
Niðurstaða
Lengi hefur verið við það miðað
að framleiða megi 50 teravatt-
stundir af raforku á ári (TWh/a); 30
úr vatnsorku en 20 úr jarðhita.
Nánari og nýrri rýni bendir til að
matið á vatnsorkunni sé fullríflegt,
vegna hertra umhverfissjónarmiða,
en að jarðhitinn kunni að vera veru-
lega vanmetinn. Enn er þó ekki tal-
in ástæða til að hverfa frá því heild-
arviðmiði að vinna megi alls 50
TWh/a úr þessum orkulindum báð-
um, en á síðasta ári nam vinnslan
7,0 TWh úr vatnsorku og 1,7 úr há-
hita, sem samtals er enn langt und-
ir orkugetunni. Og þá eru ótaldir
aðrir orkukostir, einkum vindorka,
sem gæti verið umtalsverð.
Spurningunni sem spurt er í heiti
þessarar greinar má svara neit-
andi: Ekki liggja fyrir rök þess efn-
is að kostir okkar til raforkufram-
leiðslu séu ofmetnir. Þeir eru þó
ekki óþrjótandi, enda þótt við séum
þegar með mestu raforkuframleið-
endum í heimi, miðað við fólksfjölda
– ef ekki efst á blaði. En íslenskir
raforkukostir eru auðvitað litlir á
heimsmælikvarða. Við gætum séð
vestrænni stórborg með um 6 millj-
ónum íbúa fyrir öllum raf-
orkuþörfum sínum; en heldur ekki
meira.
Möguleikar til að nýta orkukost-
ina okkur til hagsbóta eru takmark-
aðir þar sem landið er eyland. Al-
menn innanlandsþörf vex hægt og
því kemur þrennt til greina: Í
fyrsta lagi áframhaldandi efling
orkufreks iðnaðar. Í öðru lagi beinn
útflutningur á raforku um sæ-
streng og í þriðja lagi framleiðsla á
gervieldsneyti eins og vetni. Tveir
síðarnefndu kostirnir eru enn ekki
raunhæfir þannig að í svipinn eru
möguleikarnir einskorðaðir við
orkufrekan iðnað eins og ál-
bræðslu.
En hvað sem við gerum í orku-
málunum hlýtur það að þurfa að
vera í viðunandi sátt við umhverfið.
Vinnan að rammaáætluninni fyrr-
nefndu er liður í því að finna rétta
meðalveginn í þeim efnum. Að
henni lokinni má væntanlega fá af-
dráttarlausara svar við spurningu
greinarinnar, en þó verður að hafa í
huga að mat á mögulegri orku-
vinnslu er ætíð háð tíðarandanum.
Endanlegt svar fæst því seint.
Eru orkulindir
okkar ofmetnar?
Eftir Þorkel Helgason ’En hvað sem við gerum í orkumálunum
hlýtur það að þurfa að
vera í viðunandi sátt
við umhverfið.‘
Þorkell Helgason
Höfundur er orkumálastjóri.
ekki verið
val-
rðinga,
ast. Hins
yrir um
um byggð-
r eldra
ja við
hafa þær
út. Síðan
star íbúð-
raut og
fyrir eldra
getur séð
en það
sjálfs-
g hafa
n leysa
þörf
ennar
li að bæj-
einbeita
andi þörf
a í Hafn-
bygginga-
því. Hug-
ð það, að
ður við
Krýsuvíkurveg. Sú staðsetning
hugnast mér ekki og er það megin
ástæða þess, að ég drep niður penna
um þessi mál.
Sólvangur er einstaklega vel stað-
settur miðsvæðis á einum fallegasta
stað í Hafnarfirði. Þar er enn nóg
rými undir frekari byggingar fyrir
aldraða. Ég bendi á, að byggja má
t.d. 6–8 hæða hús ofan á Heilsu-
gæslustöðina. Notaðar yrðu hent-
ugar og rúmgóðar lyftur, svo sem
yfirleitt er á slíkum stofnunum í dag
og gangar því ekki eins langir. Þá er
stór ónotuð lóð á milli Sólvangs og
húsanna við Álfaskeið. Einnig er
stórt óbyggt svæði frá Sólvangi og
niður að Tjarnarbraut, þar sem risið
gæti lágreist byggð. En vil ég benda
á til lengri framtíðar að stórt óbyggt
svæði er upp með Læknum á milli
Hringbrautar og Reykjanesbrautar.
Allir þessir staðir eru að mínum
dómi æskilegir til byggingar dval-
arheimila fyrir aldraða í Hafnarfirði.
Kostir þess að byggja áfram á
Sólvangssvæðinu eru margir. Fyrir
utan fegurð umhverfisins, sem ég
hef þegar minnst á, er þaðan stutt
ofan í miðbæ og helsta byggða- og
þjónustukjarna Hafnarfjarðar. Það
hafa vistmenn, sem haft hafa til þess
heilsu, iðulega notað sér í gegnum
árin. Allar slíkar gönguferðir eru t.d.
útilokaðar frá Völlunum, sökum
fjarlægðar frá miðbænum. Með því
að byggja á Sólvangssvæðinu væri
þjónustu bæjarins á þessu sviði
komið fyrir á einum stað, sem hlýtur
að spara útgjöld við stjórnun og
fleira. Þegar er heilsugæsla og al-
menn læknaþjónusta starfrækt í
húsinu. Fleira mætti nefna, en þetta
skal látið nægja að sinni.
Ég vænti þess, að á næsta kjör-
tímabili bæjarstjórnar, sem nú nálg-
ast óðfluga, verði bygging viðbótar
dvalarheimilis aldraðra í Hafnarfirði
eitt helsta forgangsmálið. Ríkið, sem
fer að mestu með fjárveitingavaldið
á þessu sviði má ekki láta sitt eftir
liggja. Þar verða alþingismenn kjör-
dæmisins að leggjast fast á árar með
Hafnfirðingum. Ég treysti því, að
fulltrúar í næstu bæjarstjórn, hvar í
flokki, sem þeir kunna að standa,
bindi sig ekki við þær hugmyndir,
sem komnar eru fram um heimili
fyrir aldraða suður á Völlunum,
heldur skoði með opnum huga nýja
staðsetningu væntanlegra bygginga
á Sólvangssvæðinu. Það er bæj-
arstjórn, sem ræður staðsetning-
unni.
s- ’Kostir þess að byggjaáfram á Sólvangssvæð-
inu eru margir.‘
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og fyrrv. forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar.
varðar frá
eildin var
sjúklinga
ira álag í
ftir sjúk-
vantar að
unarfræð-
því mikið
ar. Spítal-
að er stöð-
fleiri sjúk-
ur við. [...]
sem óhjá-
ku álagi.“
fræðingar
nefndi Þóra Gerður aukastörf sem
lenda á hjúkrunarfræðingum sökum
manneklu. T.d. fari mikill tími í að
svara í síma á deildinni á kvöldin eft-
ir að ritari er farinn heim. Þá eru að-
standendur oft að spyrja um líðan
ástvina sinna.
„Það sjá flestir að hjúkrunarfræð-
ingur sem er að sinna þessum sjúk-
lingahóp er mjög tættur og hefur
ekki tíma til að sinna hverjum og ein-
um. Hann hefur ekki tíma til að
spyrja sjúklinga um líðan eða ræða
um áframhald meðferðar eftir heim-
komu svo einhver dæmi séu gefin.
Okkur finnst við aðeins ná að sinna
verkum en ekki fylgjast nægilega vel
með sjúklingum eins og þarf til að
koma í veg fyrir fylgikvilla og koma í
veg fyrir þjáningu og nýta menntun
okkar og reynslu. Við förum mjög oft
heim pirraðar yfir að hafa ekki getað
sinnt öllu sem við teljum þurfa.
Skráningin er í molum, hún mætir
oftast afgangi og stundum næst ekki
að skrá lágmarksupplýsingar sem
okkur ber þó lagaleg skylda til. Við
náum oftast ekki að klára vaktina á
réttum tíma. Við hjúkrunarfræðing-
arnir erum undir miklu andlegu
álagi að ná aldrei að sinna sjúkling-
unum vel, hafa áhyggjur af því að
ástand sjúklinganna versni og að
okkur yfirsjáist vegna álags og tíma-
skorts. Einnig höfum við áhyggjur af
hver beri ábyrgðina ef alvarlegt at-
vik kemur fyrir eða ef sjúklingur
deyr vegna mistaka eða vanrækslu.“
Þóra og fleiri hjúkrunarfræðingar
sem tóku til máls á fundinum sögðu
að í frítíma sínum fengju þeir engan
frið, stöðugt væri hringt og þeir
beðnir um að koma á aukavakt.
Ragnheiður Narfadóttir, deildar-
stjóri á deild 33-A á geðsviði LSH,
segir álagið m.a. koma út í mjög
miklum veikindum starfsmanna.
Segir hún að á síðasta ári hafi starfs-
fólkið verið fjarverandi samanlagt í
um fimm þúsund klukkustundir
vegna veikinda.
Ingileif Sigfúsdóttir, deildarstjóri
á bráðamóttöku barna, segir álagið á
starfsfólkið stöðugt fara vaxandi. Þá
komi sífellt fleiri börn á deildina. T.d.
komu 1.233 börn á deildina í mars á
þessu ári samanborið við 945 í mars
árið 2004. Á sama tíma hefur stöðu-
gildum hjúkrunarfræðinga sem og
sjúkraliða verið fækkað. Í mars 2004
voru stöðugildi hjúkrunarfræðinga
11,4 en tveimur árum síðar voru þau
8,7. Hún segir þjónustu deildarinnar
framúrskarandi, „en stöðugt og mik-
ið álag mun sigla hópnum fyrr en síð-
ar í strand. Þess vegna er mikilvægt
að grípa inn í nú þegar“.
Hún segir hjúkrunarfræðinga
vana að vinna undir miklu álagi.
Hins vegar sé það orðið óhóflegt, allt
frá því í haust. „En það eru líka tak-
mörk fyrir því hversu lengi þetta
gengur án þess að eitthvað láti und-
an, svo sem aukin veikindatíðni
starfsmanna og ekki síst brottfall úr
starfi. Við teljum að þetta álag hafi
veruleg áhrif. Hræðsla við að bráð-
veika barnið, sem er í lífshættu,
muni þurfa að bíða jafnvel á biðstofu
án þess að hægt sé að veita því þjón-
ustu vegna manneklu. [...] Það er
ekki hægt að veita þá hjúkrun sem
LSH vill veita og það er ekki hægt að
leggja áherslu á fræðslu fyrir sjúk-
linga eða starfsmenn.“
Hún segir þetta allt koma niður á
þjónustunni, hún versnar, stöðnun
verður á deildinni og frekari flótti
starfsfólks. „Hættan eykst á mistök-
um, þreyta og pirringur gerir vart
við sig og sömuleiðis vonleysi.“
Soffía Eiríksdóttir, hjúkrunar-
fræðingur á deild 13-G, segist finna
mikinn mun á starfsánægju starfs-
manna frá því hún hóf þar störf árið
2000. Nú vantar 5–6 hjúkrunarfræð-
inga til starfa á deildinni. „Ánægja
einstaklingsins í starfi er alltaf að
versna, hálfkláruð verk bíða og van-
máttarkennd fyllir daginn. Afleið-
ingin er orðin sú að starfsfólkið kvíð-
ir hverjum einasta vinnudegi.“ Hún
segir marga hjúkrunarfræðinga
ætla að segja upp sökum álags.
„Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir
í starfi utan sjúkrahúsa og eitthvað
verður að gera til að halda þeim í
starfi.“
ustu Landspítalans og mistök verða vegna álags
mst við ekki“
Morgunblaðið/ÞÖK
júkrahús til að spítalinn sé fullmannaður.
Landspít-
gær var
m lýst er
skorti á
SH.
í miður nú
m þjón-
sjúklinga.
iða til að
sem varð-
heil-
ála, Há-
n á Ak-
tofnanir
m saman
álykt-
ur
ar