Morgunblaðið - 06.04.2006, Page 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
HUNDINUM Trygg, sem á myndinni sést að-
stoða mann við að fara úr sokk, er ýmislegt
fleira til lista lagt, enda gegnir hann þeim
virðulega starfstitli þjónustuhundur. Að sögn
Auðar Björnsdóttur hundaþjálfara, sem þjálf-
aði Trygg, geta hundar eins og hann verið
góðar hjálparhellur fatlaðra einstaklinga.
„Hundarnir geta opnað dyr, kveikt ljós, að-
stoðað fólk við að afklæðast, og sótt allt sem
það missir, allt niður í smáhluti á borð við
kreditkort og lykla,“ segir Auður. Þá geti
þjónustuhundar sett þvott í þvottavél og tek-
ið úr þeim, hjálpað til við að draga hjólastóla
og ýmislegt fleira.
Hundurinn Tryggur er í eigu Viðars Sig-
urðssonar, níu ára sonar Auðar, sem er fatl-
aður. Þeir Tryggur og Viðar hafa verið góðir
félagar undanfarin fimm ár, en um sex mán-
uði tók að þjálfa Trygg upp í það hlutverk
sem hann gegnir. Auður segir að einn annar
þjónustuhundur sé til á landinu, en tveir til
viðbótar bíði þjálfunar. Verið sé að þrýsta á
Tryggingastofnun að leggja til fé vegna þjálf-
unar hjálparhunda, enda sé hún dýr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á þjónustuhund með þjónustulund
FJÖLGA ber eftirlitsmyndavélum í
miðborginni. Auka þarf samvinnu
lögreglu og borgaryfirvalda m.a.
með eftirliti óeinkennisklæddra lög-
reglumanna og þróa ber áfram
hverfalöggæslu í hverfum borgar-
innar í nánum tengslum við þjón-
ustumiðstöðvar.
Þetta er meðal fjölmargra tillagna
um aðgerðir til að efla löggæslu í
Reykjavík, sem vinnuhópur á vegum
dómsmálaráðuneytis, lögreglu og
borgaryfirvalda leggur til að ráðist
verði í.
Hópurinn hefur skilað dómsmála-
ráðherra skýrslu þar sem tillögurnar
eru settar fram og segir að ekkert sé
því að vanbúnaði að hrinda þeim í
framkvæmd að því marki sem þær
kalli ekki á meiriháttar útgjöld eða
feli í sér grundvallarbreytingar.
Leggur hópurinn til ýmsar að-
gerðir vegna stöðu mála í miðborg-
inni, vegna neikvæðrar hegðunar
unglinga, til að auka öryggi í hverf-
um borgarinnar og vegna umferðar-
mála og starfsaðstöðu lögreglunnar.
„Unnið verði að því að efla sýni-
leika lögreglu með því að auka við-
veru hennar í hverfum borgarinnar,
efna til funda reglulega í hverfum
borgarinnar þar sem farið verði yfir
helstu leiðir til að koma í veg fyrir af-
brot og efla tengsl hennar við borg-
arbúa með því að nýta upplýsinga-
tækni til að miðla upplýsingum og
taka við ábendingum frá borgurum,“
segir í tillögunum.
Lagt er til að borgaryfirvöld og
lögregla sjái til þess að eigendur
mannlausra húsa gangi þannig frá
eignum sínum að ekki ógni öryggi
annarra, t.d. vegna hústöku. Í um-
ferðarmálum er m.a. lagt til að upp-
tökuvélum verði komið fyrir á öllum
stærstu gatnamótum í höfuðborg-
inni.
Starfshópur leggur til að hverfalöggæsla verði aukin
Eftirlitsmyndavél-
um verði fjölgað
Leggja til | 12
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„MÉR
finnst starf
hópsins
hafa skilað
góðum ár-
angri, bæði
í niður-
stöðum
hans og því,
sem hann
hefur beitt
sér fyrir á undanförnum miss-
erum,“ segir Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra um til-
lögur viðræðuhópsins um lög-
gæslumál í höfuðborginni.
„Af hálfu ráðuneytisins er
mikill vilji til þess að beita sér í
þeim málum, sem að því snýr
og sama veit ég, að gildir um
alla aðila þessa samstarfs,“
segir Björn.
Mikill vilji
Björn Bjarnason
LÖGREGLAN á Akranesi kom manni til
bjargar sem hafði sofnað í strætisvagni á leið
frá Reykjavík upp á Akranes um miðnætti í
fyrrakvöld. Maðurinn hringdi í lögreglu þeg-
ar hann vaknaði, en þá hafði strætisvagn-
inum verið lagt fyrir nóttina og læst, og hafði
maðurinn lítinn hug á því að láta fyrirberast í
vagninum um nóttina. Lögreglan brást skjótt
við og hafði samband við strætisvagnastjór-
ann, sem mætti á staðinn og opnaði fyrir far-
þeganum þaulsætna.
Afþakkaði náttstað
í Skagavagninum
STJÓRNVÖLD á Írlandi
hafa ákveðið að rekneta-
veiðum á laxi í sjó skuli
hætt og standa vonir til að
af því verði á næsta ári.
Þetta kom fram í við-
ræðum Sólveigar Péturs-
dóttur, forseta Alþingis,
við ráðamenn á Írlandi í
opinberri heimsókn sendi-
nefndar Alþingis á Írlandi í
gær. „Ég ræddi rekneta-
veiðar á laxi við alla viðmælendur okkar og
hvatti Íra til að hætta þeim sem fyrst,“ segir
Sólveig. „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að rek-
netaveiðum á laxi skuli hætt en eftir er að
ákveða hvernig greiðslum til þeirra sem
stunda þessa atvinnu verður háttað. Það mál
er í nefnd. Spurningin er hversu hratt málið
verður leyst. Voru viðmælendur okkar ekki
allir sammála um hvenær reknetaveiðum
yrði algjörlega hætt en aðstoðarforsætis-
ráðherrann vonaðist til að það yrði á næsta
ári,“ segir Sólveig. | 10
Írar hyggjast hætta
reknetaveiðum á laxi
Sólveig
Pétursdóttir
125 UNGMENNI í kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð og Hamra-
hlíðarkórnum syngja með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í kvöld á tón-
leikum í tilefni af 250 ára afmæli
Mozarts. Á efnisskrá eru Sálumessa
eftir Joseph Eybler, Totenfeier eftir
Gustav Mahler og Sálumessa eftir
Mozart. „Sálumessa Mozarts er
áhrifamikið og afar fagurt verk. Það
er sannarlega ánægjulegt að Sinfón-
íuhljómsveit Íslands skuli treysta
ungu fólki fyrir svo verðugu verkefni
á afmælisári tónskáldsins,“ segir
Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi
Hamrahlíðarkóranna. | 26
Ungmenni syngja
sálumessur
Morgunblaðið/Ásdís
SAMKEPPNISEFTIRLITINU bárust 25 til-
kynningar um samruna fyrirtækja árið 2004.
Á síðasta ári voru þær 30, en á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs eru tilkynningarnar nú
þegar orðnar 15 talsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppn-
iseftirlitsins, segir í Viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í dag þessa fjölgun samrunamála
vera umhugsunarefni og til marks um þá
samþjöppun sem á sér stað í íslensku við-
skiptalífi. | B1
Fjölgun samrunamála
umhugsunarefni