Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hann er svo léttur að það má ekki einu sinni kalla hann rjóma. Frábær með heitum réttum, í salöt og ídýfur. Sýrður léttur er notaður eins og sýrður rjómi. 5% Sýrður léttur NÝJUNG! 5% aðeins VELFERÐARSJÓÐUR barna á Ís- landi hefur úthlutað Félagi les- blindra styrk að upphæð 4,5 millj- ónir króna til að auka þekkingu á lesblindu. Þá verður á næstu vik- um gengið frá veitingu sum- argjafa sjóðsins til þurfandi barna á Íslandi, samtals að upp- hæð 12 milljónir króna. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, afhenti Guðmundi Johnsen, formanni Fé- lags lesblindra, styrkinn við há- tíðlega athöfn í bíósal Austurbæj- arskóla í gær, að viðstöddum heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Siv Friðleifsdóttur, og fleiri gestum. Lesblinda er skilgreind sem fötlun og eiga um 20% Íslendinga við lestrarörðugleika að eiga, 10% landsmanna eru illa les- blindir og 5% ólæsir. Með styrkn- um vill Velferðarsjóður barna leggja sitt af mörkum í barátt- unni við lesblindu hér á landi. Ýmsar leiðir eru nú færar í þeim efnum. Á næstunni er væntanleg bók um lesblindu frá Félagi les- blindra en félagið berst m.a. fyrir því að komið verði upp greining- arstöð fyrir lesblinda, til að greina hverjar eru heppilegustu leiðirnar fyrir hvern og einn sem á við þennan vanda að stríða. Sumargjafir til barna Eins og sl. fjögur ár mun Vel- ferðarsjóður barna úthluta sum- argjöfum til þurfandi barna á Ís- landi. Upphæðin nemur 12 milljónum króna að þessu sinni en alls hefur sjóðurinn lagt nærri 50 milljónir til þessa málaflokks. Fé- lagsþjónustur sveitarfélaga munu sjá um að dreifa styrkjunum auk Mæðrastyrksnefndar og Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Sumargjafir Velferðarsjóðs tryggja að börn – sem eiga þess ekki annars kost – geti notið sumardvalar í íþrótta- eða sumarbúðum, og eignast ný föt eða leikföng. Velferðarsjóður barna styrkir Félag lesblindra Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, Guðmundur Johnsen, formaður Félags les- blindra, Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt stjórn Félags lesblindra. MEÐ lögum frá 2001 sem lögðu al- gert bann við að sýna tóbak á sölu- stöðum fór löggjafinn út fyrir mörk tjáningar- og atvinnufrelsisákvæða stjórnarskrárinnar, að því er fram kemur í tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti í gær. Í lögum 6/2002 um tóbaksvarnir segir að tóbaki og vörumerkjum tób- aks skuli komið þannig fyrir á útsölu- stöðum að það sé ekki sýnilegt við- skiptavinum. Að mati Hæstaréttar hafði ekki verið sýnt fram á þörfina fyrir að láta bannið taka til verslana þar sem þeir sem vilja kynna sér tób- ak og kaupa það eiga erindi. Sölvi Óskarsson, forsvarsmaður Tóbaks- verslunarinnar Bjarkar, var einn stefnanda og taldist verslun hans vera sérverslun fyrir tóbaksvörur. Tóbaksbúðin Björk og aðrar sér- verslanir fyrir tóbak mega því áfram hafa tóbak til sýnis í verslunum en ákvæði laganna um bann við að tóbak sé sýnilegt standa hins vegar hvað varðar verslanir þar sem tóbak er til sýnis innan um aðrar vörur. Hæsti- réttur taldi að með algeru banni við að sýna tóbaksvörur hafi ekki verið gætt meðalhófs og löggjafinn ekki valið vægasta úrræðið. Auk Sölva stefndi tóbaksfyrirtæk- ið Japan Tobacco í Finnlandi og Sviss íslenska ríkinu vegna málsins. JT krafðist einnig viðurkenningar á því að fyrirtækið mætti birta í fjölmiðl- um texta sem fjallaði um breytingar sem gerðar voru á vöruheitum fyr- irtækisins en Hæstiréttur taldi að bann við birtingu umrædds texta stangaðist ekki á við eignaréttar-, tjáningarfrelsis- eða atvinnufrelsis- ákvæði stjórnarskrárinnar. Hins vegar taldi dómurinn að JT hefði mátt miðla ákveðnum upplýsingum um vörurnar til Sölva, þar sem hann hafði leyfi til sölu á tóbaksvörum. Sú miðlun þótti ekki stangast á við ákvæði laganna sem miðuðu einkum að því að girða fyrir hvers konar aug- lýsingar á tóbaksvörum til almenn- ings. Annar dómur gekk um sama álitaefni í Hæstarétti Í Hæstarétti í gær gekk annar dómur um sama álitaefni en þar stefndu British American Tobacco Nordic OY og British American To- bacco Limited íslenska ríkinu. Í því máli komst Hæstiréttur að sömu nið- urstöðu og í máli Sölva um að tóbaks- vörur mættu vera sýnilegar í sér- verslunum fyrir tóbak en þar sem kröfugerð BAT hafði ekki afmarkað nánar hvar og hvernig tóbak ætti að vera gert sýnilegt viðskiptavinum, þótti ekki vera unnt að fallast á kröfugerð fyrirtækisins. Taldi Hæstiréttur það samrýmast ákvæð- um stjórnarskrár um tjáningar- og atvinnufrelsi að setja skorður við því að heilsuspillandi vörur á borð við tóbak séu í augsýn annarra viðskipta- vina en þeirra sem vilja kaupa þær. Í héraði hafði málinu lyktað þannig að íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum í báðum málunum, að því undanskildu að JT var talið heimilt að miðla upplýsingum um tóbak til Sölva Óskarssonar. Hæstaréttardómararnir Gunn- laugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Braga- son og Markús Sigurbjörnsson dæmdu í málinu. Einar Karl Hall- varðsson hrl. flutti málið fyrir hönd íslenska ríkisins, Hróbjartur Jónat- ansson hrl. flutti mál JT og Sölva Óskarssonar og fyrir hönd BAT flutti Óttar Pálsson hrl. málið. Tóbaksverslanir mega hafa tóbak sýnilegt, aðrar ekki Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is SÖLVI Óskarsson, eigandi Tób- aksbúðarinnar Bjarkar í Banka- stræti, sagðist vera afar sáttur við dóm Hæstaréttar og ákvað hann í gær að fella tjald sem hann hefur haft fyrir skápnum sem geymir tóbaksvörur í versluninni frá því að lögin tóku gildi. Sölvi segist hafa verið ósáttur við þessi lög frá upphafi enda sé ákaflega erfitt að selja vöru sem ekki megi sjást. Slíkt sé óskilj- anleg kvöð fyrir verslun sem selji ákveðna vörutegund, að hún megi ekki hafa þá vöru sýnilega þannig að viðskiptavinir geti valið milli tegunda og séð hvað sé á boð- stólum. „Ég er því sæll og glaður með þessa niðurstöðu,“ segir Sölvi. Felldi tjaldið er hann heyrði niðurstöðuna BORGARRÁÐ samþykkti í gær tveggja milljóna aukafjárveitingu til Námsflokka Reykjavíkur vegna ís- lenskunáms innflytjenda. Samning- ur sem borgin gerði við Mími sí- menntun var rammasamningur um 700 nemendur, en þeim fjölda hefur þegar verið sinnt á liðnu námsári. Því kemur til aukafjárveiting til að svara þeirri miklu spurn sem nú er eftir námi, að sögn Stefáns Jóns Haf- stein, formanns menntaráðs. Stefán segir eftirspurnina eftir ís- lenskukennslu sýna glöggt hve mikil þörf sé á að hlúa að og þróa slíka kennslu sem annað mál hér á landi, með stöðugum „innflutningi á vinnu- afli“ sem í reynd sé fólk sem þurfi að laga að samfélaginu og háttum svo það geti orðið nýtir borgarar. „Við settum 3 milljónir í þróun námsefnis og útgáfu í ár, en ég tel að meira þurfi á næstu misserum og bind von- ir við að ríkisvaldið og fleiri sveit- arfélög komi að þessu mikilvæga samfélagsverkefni,“ segir Stefán. Aukafjárveit- ing vegna ís- lenskunáms innflytjenda „MIG langar að vekja athygli á gríðarlegum sóðaskap sem skapast af því að fólk er hætt að reykja inni hjá sér,“ segir í ábendingu sem Um- hverfissviði Reykjavíkur hefur bor- ist og birtir á vef sínum í tengslum við vitundarvakninguna Virkjum okkur! sem stendur nú sem hæst, en henni er ætlað að vekja borgarbúa til umhugsunar um umhverfi sitt og hvetja fólk til að ganga vel um. Á vef Umhverfissviðs er bent á að magn sígarettustubba og glerbrota virðist hafa aukist í borginni af tvennum ástæðum. Annars vegar sökum þess að gestir fá að ganga út af kránum með glös eða flöskur og hins vegar sökum þess að fólk reyki utandyra vegna þess að víðast er orðið bannað að reykja innanhúss. Þannig standi fólk úti á svölum í heimahúsum og reyki, auk þess sem bílstjórar kasti logandi stubbunum út um opnar bílrúður sínar. Í um- fjöllun Umhverfissviðs er talað við Rúnar Harðarsson hjá Hreinsi- tækni, sem segir sígarettustubba vera áberandi rusl í bænum og að þá megi finna víða eins og utan íbúðablokka og skrifstofubygginga. Sígarettustubbar vaxandi vandamál SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að auglýsa að nýju 10 ein- býlishúsalóðir sem gengu af í útboði í Úlfarsárdal. Meðalverð einbýlishúsalóðanna sem seld- ust var um 14 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson, for- maður Skipulagsráðs, segir lóðir vissulega misjafnar, en í þessu tilviki hafi þeir sem buðu haft mestan áhuga á öðrum lóð- um en þeim sem gengu af. „Við stóðum mjög dyggan vörð um það að enginn gæti hamstrað, að hver einstaklingur fengi að- eins eina lóð,“ segir Dagur. „Þeir sem buðu í margar lóðir fengu aðeins eina. Nú gefst tíu nýjum fjölskyldum færi á að koma yfir sig þaki þarna.“ Lóðir sem gengu af aug- lýstar að nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.