Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 43 MINNINGAR Það er hartnær hálf öld síðan fundum okk- ar Sigríðar – eða Sissu, eins og hún var ávallt kölluð, bar saman. Hún var elst í hópi fimm systkina sem upp komust, eins bróður og fjögurra systra, en þær hafa gjarnan verið kenndar við æskuheimili sitt, Sandgerði á Rauf- arhöfn. Þau Sissa og Guðmundur höfðu búið í leiguíbúðum þar til árið 1956, er þau fluttust í eigin íbúð að Fornhaga 15, þar sem þau bjuggu síðan yfir 40 ár. Sú sem yngst er systranna, Margrét Anna, bjó þá hjá þeim Sissu og Guðmundi, og það var í fylgd hennar – sem raunar hefur staðið síðan – að ég kom fyrst á heim- ili þeirra. Mikil samheldni hefur alla tíð verið með þeim Sandgerðissystrum, og það var ósjaldan að þær hittust við eldhúsborðið hjá Sissu, hvort heldur við laufabrauðsgerð eða án sérstaks tilefnis. Fyrir mér, sem upprunninn er úr allt öðru umhverfi, voru þessir samfundir dálítið sérstök upplifun í fyrstu, glaðværðin bar svip af því sér- staka hljóðfalli og orðfæri sem ein- kennir þá tegund norðlensku sem ég áttaði mig síðar á að bundin er við heimahaga þeirra systra norður á Sléttu. Þegar við Magga settum saman heimili og sáum fram á fjölgun í fjöl- skyldunni höguðum við búsetunni þannig að fjarlægðin við Fornhagann yrði ekki meiri en svo að hægt yrði um vik að koma börnum þangað í dagfóstur. Ég var þá enn við nám og Magga útivinnandi. Úrræði til dag- vistunar voru á þessum tíma tak- markaðri en nú er, og því var það ómetanlegt að geta átt Sissu að í þessum efnum. Er skemmst frá því að segja að í fóstrinu nutu dætur okk- ar móðurlegrar hlýju og atlætis árum saman, allt frá frumbernsku þeirra, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Kristín SigríðurSigurðardóttir fæddist á Skinnalóni á Sléttu 16. mars 1917. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 6. apríl. og stundum svo dögum skipti ef foreldrarnir brugðu sér af bæ. Allt þetta hefur mér þótt því merkilegra og þakkarverðara sem lengra hefur liðið. Sissa fór löngum með börn sín til Rauf- arhafnar á sumrin og starfaði þar við síldar- söltun. Að öðru leyti vann hún ekki úti sem kallað er, heldur helg- aði sig alfarið heimilis- störfunum. Þeim var sannarlega sinnt af alúð og kunnáttu, og naut hún í þeim efnum m.a. skóla- vistar sinnar sem ung stúlka á Hall- ormsstað. Þegar hún hvarf til náms- dvalar þar eystra fylgdu henni heil- ræðavísur frá hagyrðingnum Sigurði, stjúpföður hennar. Þar í er m.a. þetta: Hættu þér ekki á hálan ís, hyggðu að ráðum mínum. Leitaðu aldrei eftir flís í auga á bróður þínum. Með sanni má segja að Sissa hafi lifað lífinu í samræmi við þá hugsun sem þannig fylgdi henni úr foreldra- húsum. Hún var hófsöm í orðum og athöfnum, glaðvær og gestrisin, virt- ist aldrei skipta skapi, og greiðvikni hennar fengum við fjölskyldan og fleiri ættingjar að njóta í þeim mæli að seint verður fullþakkað. Sissa varð fyrir áfalli fyrir tæpum fimm árum og átti eftir það óhægt um mál, en hugsunin var skýr sem áður allt fram undir hið síðasta. Sigríður mágkona mín skilur eftir sig ljúfa minningu, sem verða má öllum þeim til hug- hreystingar sem henni stóðu næstir. Einar Sigurðsson. Mig langar að skrifa nokkur orð um hana Hjördísi frænku mína. En geta nokkur fá- tækleg orð lýst konu eins og henni? Hvaða orð á ég að nota yfir kraftinn og orkuna sem streymdu frá henni. Eða lýsa glettnisglampanum í aug- unum, lífsgleðinni og fjörinu? Ljóm- anum á andliti mömmu þegar hún minnist á öll böllin sem þær fóru á, hvað þær dönsuðu og skemmtu sér. Hvernig get ég lýst titringnum sem fór um frænkuskarann þegar „Undir bláhimni“ var spilað og þær þustu allar út á dansgólfið með Hjördísi fremsta í flokki. Það er engin leið að lýsa Hjördísi frænku með orðum, það vitum við öll sem þekktum hana. Og hvernig get- um við kvatt hana með orðum þegar við vildum hafa hana hjá okkur svo miklu lengur? En við þurfum engin orð til þess að minnast hennar og annarra ástvina okkar sem farnir eru á undan okkur. Þeir lifa með HJÖRDÍS ÓSKARSDÓTTIR ✝ Guðrún HjördísÓskarsdóttir fæddist í Hrísey 1. september 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 3. apríl síð- astliðinn og var jarðsungin frá Grindavíkurkirkju 6. apríl. okkur svo lengi sem við göngum á þessari jörð. Hjördís frænka, þú verður alltaf með okk- ur frænkunum í dansi og í gleði og þar sem fjörið er, eins og þú hefðir viljað. Guð geymi þig. Þín frænka Þórdís Katla. Elsku Hjördís mín, mikið er sárt að kveðja þig. Þegar ég kynntist þér sem ung stúlka þá tók ég strax eftir kraftin- um og lífsgleðinni sem einkenndi þig. Þú varst sterkur persónuleiki og máttir ekkert aumt sjá, réttir öllum hjálparhönd. Þú þurftir ekkert hjúkrunarpróf til þess, þú varst hjúkrunarkona af lífi og sál. Þú hafðir yndislegt hjartalag og ég leit alltaf upp til þín. Þrátt fyrir áföllin sem þú sjálf varst fyrir, sagðir þú alltaf að guð legði ekki meira á okkur en við gætum tekið við. Svona varstu alltaf, Hjördís mín, fannst alltaf leiðir til að taka á öllu. Birgittu minni og öðrum barnabörnum ertu mikil fyrirmynd og þau missa mikið. En minningin um þig og hjartahlýju þína muna allir um ókomna tíð. Þú hefur tekið að þér önnur verkefni og ég kveð þig með söknuði. Ég vil votta Bjarna, Ómari, Mar- gréti og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Anna Finnbogadóttir. Elsku Hjödda móðursystir mín. Ég þakka þér fyrir allar stundir okkar saman og þakka fyrir að hafa kynnst þér svona vel. Hvíl í friði, elsku frænka mín. Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. (Matteus 22:37.) Viðar Ægisson. Elsku Hjördís ömmusystir. Þegar mamma sagði okkur að þú værir dáin og komin til guðs, þá drógum við handa þér ritningar- greinar úr ORÐ GUÐS TIL ÞÍN. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. (Síðara Korintubréf 9:7.) Antonía Mist Viðarsdóttir. Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. (Sálmarnir 50:15.) Ægir Þór Viðarsson. Hvíl í friði, elsku frænka. Því að ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!“ (Jesaja 41:13.) Anna Helga Gylfadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, unnusta og vinar, JÓNASAR JÓNASSONAR fyrrum starfsmanns Icelandair, Skólavörðustíg 46. Magnea Jónasdóttir, Davíð Vikarsson, Daði Vikar Davíðsson, Bryndís Davíðsdóttir, Sigrún Jónasdóttir, Júlíus Schopka, Dagbjört Gunnarsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Hafsteinn Þór Gunnarsson og Bryndís Helga Sigurðardóttir. Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur, HAUKUR ARNÓRSSON frá Borgartúni, Þingholtsstræti 30, kennari við Iðnskólann í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Ljósavatni laugardaginn 8. apríl kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Heimahlynningu Akureyrar. Arnór Benediktsson, Indriði Arnórsson, Birna Kristjánsdóttir, Þórhallur Arnórsson, Jóna Jónsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÁSRÚNAR ÞÓRHALLSDÓTTUR, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði. Sonja Jónasdóttir, Ingimar H. Victorsson, Ása Rún, Bjarki Þór, Jónas Logi, Una Dís. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR MARÍNÓS ÁSGRÍMSSONAR, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Hólmgarði 27. Emilía Benedikta Helgadóttir, Helgi Guðmundsson, Anný Helgadóttir, Örn Guðmundsson, Esther Sigurðardóttir, Ásgrímur Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir, Guðrún Björg Guðmundsdóttir, Gísli Sváfnisson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát föður okkar, afa, langafa og tengdaföður, KRISTJÁNS SÍMONARSONAR fyrrv. flugumferðarstjóra. Kolbrún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinþórunn Kristjánsdóttir, Rúna Lísa Ómarsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir sendum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför INGIGERÐAR RUNÓLFSDÓTTUR frá Berustöðum, Árskógum 8, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfs- fólks Skógarbæjar. Guð blessi ykkur öll. Stjúpbörn og systkini. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 10. apríl kl. 15.00. Haukur K. Gunnarsson, Gréta Óskarsdóttir, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Málfríður D. Gunnarsdóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Hrund Hjaltadóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.