Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR Í UMSÖGN meirihlutans sem að standa Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guð- rún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson, er tekið fram að í henni hafi verið fjallað sérstaklega um sjö atriði varðandi nám, starfsferil og fræðistörf umsækjendanna, sem Hæstiréttur telur mestu máli skipta til að komast að niðurstöðu um mat á hæfni þeirra til að gegna dómaraemb- ætti við réttinn. „Atriði þessi hljóta eðli máls samkvæmt að hafa misjafnt vægi innbyrðis, en ekkert eitt þeirra getur ráðið niðurstöðu. Þetta er til áréttingar því hversu miklu skiptir við hæfnismat að dómaraefni búi yfir fjölbreytilegum kostum. Þess ber og að geta að auk þeirra meginatriða varðandi menntun og störf umsækj- endanna, sem áður eru rakin, verða dómarar Hæstaréttar að taka nokk- urt tillit til þeirrar myndar, sem þeir hafa fengið í störfum sínum af hæfni umsækjendanna, ýmist með því að fjalla um dómsmál, sem umsækjend- ur úr röðum héraðsdómara hafa leyst úr, og nýta sér fræðistörf þeirra sem lagt hafa stund á þau. Að virtu öllu framangreindu er það mat Hæstaréttar að Páll Hreinsson standi öðrum umsækjendum sýnilega fremstur að hæfni til að hljóta emb- ætti hæstaréttardómara. Næst hon- um koma að mati Hæstaréttar Hjör- dís Björk Hákonardóttir og Sigríður Ingvarsdóttir, en ekki eru forsendur til að gera greinarmun á þeim. Að baki þeim kemur Þorgeir Ingi Njáls- son,“ segir í niðurlagi umsagnar meirihlutans. Úr umsögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar Hann segir í upphafi: „Ég er ekki sammála meirihluta dómara um hvernig haga beri umsögn réttarins um dómaraefni. Er nauðsynlegt að gera grein fyrir því í hverju ágrein- ingur felst með athugun á lagareglum sem um þetta gilda og framkvæmd þeirra á liðnum árum. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga um dómstóla skipar forseti Íslands hæstaréttardómara samkvæmt tillögu dómsmálaráð- herra,“ segir þar m.a. og síðan í öðr- um kafla: „Við skýringu á 4. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998 er að mínum dómi nauð- synlegt að hafa í huga, að Hæstarétti er ekki falið það hlutverk að velja á milli þeirra umsækjenda sem taldir eru uppfylla hæfis- og hæfniskröfur til að skipa megi þá í embætti hæsta- réttardómara. Samkvæmt lögunum er þetta á verksviði dómsmálaráð- herra, en hann fer með veitingarvald- ið með atbeina forseta Íslands. Má raunar nefna að augljós rök mæla gegn því að rétturinn sjálfur gegni slíku hlutverki, þar sem ekki fær stað- ist að dómurum við réttinn hverju sinni sé falið að velja nýja dómara inn í hópinn. Verður ekki betur séð en rétturinn seilist til áhrifa á meðferð veitingarvaldsins, umfram það sem lögin ráðgera, þegar hann tekur að raða hæfum umsækjendum upp inn- byrðis. Tel ég að sérstaklega ætti að kveða á um það í lögunum sjálfum ef gert væri ráð fyrir slíku í umsögn réttarins. Ég get því ekki átt aðild að umsögn meirihlutans nú, þar sem gengið er lengra í þessu efni en ég tel lögin gera ráð fyrir. Þegar staða hæstaréttardómara losnar er ljóst, að þeir dómarar sem áfram sitja í réttinum telja sig það nokkru varða hver skipaður verði. Um er að ræða væntanlegan sam- starfsmann í nánu samstarfi og væri hreinlega óeðlilegt ef sitjandi dómar- ar hefðu ekki hver og einn skoðun á því hvern þeir vilja fá til slíks sam- starfs. Það er raunar á vitorði allra sem til þekkja að einstakir dómarar við réttinn hafa á liðnum árum einatt hvatt lögfræðinga til að sækja um laus embætti ef þeir hafa talið þá æskilega samstarfsmenn. Er þá ljóst að persónuleg viðhorf til hugsanlegra dómaraefna geta ekki síður haft áhrif en hlutlægt mat á hæfni þeirra. Þessa aðstöðu verður að mínum dómi að hafa í huga, þegar lagt er mat á um- sagnaraðild Hæstaréttar við veitingu dómaraembætta samkvæmt lögum nr. 15/1998. III. Eftir að fyrrgreindar breytingar voru gerðar á ákvæðum laga um öflun umsagnar Hæstaréttar um dómara- efni, hefur rétturinn fjórum sinnum látið slíkar umsagnir í té. Nauðsyn- legt er að athuga hvernig rétturinn hefur sinnt þessu hlutverki sínu og hvort þar hafi verið fylgt samræmdri stefnu um efni umsagna. Fyrsta umsögnin eftir lagabreyt- inguna var veitt 31. ágúst 2000. Þá höfðu fjórir lögfræðingar sótt um embætti. Meðal þeirra var einn um- sækjenda nú, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Í umsögn réttarins var fjallað á almennan hátt um starfs- reynslu umsækjenda. Sagt var að allir uppfylltu hæfniskröfur til að geta ver- ið skipaðir og geti allir komið til greina. Ekki var gert upp á milli um- sækjenda. Næsta umsögn var veitt 5. febrúar 2001. Nú voru umsækjendur sjö tals- ins, þrír héraðsdómarar og fjórir hæstaréttarlögmenn. Meðal umsækj- enda voru tveir af þeim sem nú sækja um, héraðsdómararnir Hjördís Björk Hákonardóttir og Sigríður Ingv- arsdóttir. Í þessari umsögn var fyrst að finna í sérstökum köflum saman- tektir úr umsóknum dómaraefnanna um starfsferil þeirra, menntun og þau önnur atriði, sem þeir höfðu gert grein fyrir. Að þessu búnu var að finna kafla, þar sem byrjað var á að taka fram, að allir umsækjendur full- nægðu þeim lágmarkskröfum um hæfni sem gera yrði til hæstaréttar- dómara á grundvelli 8. töluliðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 15/1998. Síðan var fjallað um alla umsækjendur í sam- felldu máli og starfsreynsla þeirra á mismunandi sviðum og fleiri atriði borin saman. Jafnframt var sagt að tillit væri tekið til þeirrar myndar sem dómarar Hæstaréttar hefðu fengið af hæfni umsækjendanna með því annars vegar að fjalla um dóms- mál, sem umsækjendur úr hópi hér- aðsdómara hefðu leyst úr, og hins vegar við að hlýða á málflutning og virða fyrir sér annan málatilbúnað umsækjendanna, sem kæmu úr röð- um starfandi lögmanna. Yrði einnig sem endranær að gæta að því hverrar þekkingar og reynslu væri helst þörf eins og Hæstiréttur væri þá skipaður. Að öllu þessu gættu varð það niður- staðan að tveir héraðsdómarar stæðu hinum þriðja framar og að þrír hæsta- réttarlögmenn stæðu þeim fjórða framar. Ekki væru efni til að greina frekar milli þessara fimm umsækj- enda. Af umsækjendum þá var Hjör- dís Björk Hákonardóttir meðal hinna fimm í forgangshópi en Sigríður Ingvarsdóttir var annar tveggja sem ekki þóttu jafnhæfir hinum. Hinn 5. ágúst 2003 var veitt þriðja umsögnin eftir að lögunum var breytt. Nú voru umsækjendur átta talsins, fjórir héraðsdómarar, þar með talið Hjördís Björk Hákonar- dóttir, sem nú er meðal umsækjenda, þrír hæstaréttarlögmenn og einn pró- fessor í lögfræði. Á sama hátt og 2001 var fyrst að finna í umsögninni sér- staka kafla um hvern og einn um- sækjanda, þar sem teknar voru sam- an upplýsingar um starfsferil, nám og fleira sem þeir höfðu gefið með um- sóknum sínum. Að svo búnu var sagt, að allir umsækjendur fullnægðu þeim lágmarkskröfum um hæfni, sem gera yrði til dómaraefnis. Síðan kom svip- aður kafli og í umsögninni 2001, þar sem fjallað var í almennu samfelldu máli um samanburð milli ferils um- sækjenda á ýmsum sviðum. Sam- bærilegur texti var síðan um að rétt- urinn tæki tillit til þeirrar myndar sem dómarar hefðu fengið af umsækj- endum sem og að gæta þyrfti að því, hverrar þekkingar og reynslu helst væri þörf, eins og Hæstiréttur væri þá skipaður. Síðan var vikið að deild- arskiptingu Hæstaréttar og tekið fram að nýr dómari myndi í samræmi við dómstólalög fyrst og fremst sitja í þriggja manna deild. Það verklag hefði verið viðhaft í Hæstarétti um margra ára skeið, að dómarar í þriggja manna deild dæmdu að lang- mestu leyti í svonefndum kærumál- um, sem að jafnaði væru frá fjórðungi til þriðjungs af öllum málum, sem bærust réttinum, og hefði þeim fjölg- að jafnt og þétt. Í þeim málum væru oftast til úrlausnar réttarfarsleg álita- efni, en af einstökum málaflokkum, sem ágreiningur aðila í mörgum kærumálum snerist um, mætti nefna aðfarargerðir, nauðungarsölur og skipti. Síðan sagði orðrétt: „Það er álit Hæstaréttar, að allir umsækjend- ur séu hæfir til að gegna embætti hæstaréttardómara. Að virtu öllu því, sem að framan greinir, og eins og skipan og starfsemi Hæstaréttar er nú háttað er það hins vegar mat rétt- arins, að heppilegast væri, að annað- hvort E [prófessorinn] eða R [einn hæstaréttarlögmannanna] yrði fyrir valinu að þessu sinni. Við það mat tel- ur Hæstiréttur vega þungt rannsókn- ar- og kennslustörf hins fyrrnefnda í réttarfari og sérstök þekking hins síð- arnefnda sem borgarfógeti á þeim málaflokkum, sem að framan voru nefndir. Að auki er þess að gæta, að í tvö síðustu skiptin, sem dómaraemb- ætti voru laus í Hæstarétti, voru í þau skipuð annars vegar ráðuneytisstjóri og hins vegar héraðsdómari. Í rétt- inum nú situr aðeins einn dómari, sem hefur verið sjálfstætt starfandi lög- maður, þótt fleiri hafi málflutnings- reynslu. Þykir þetta jafnframt styðja framangreinda niðurstöðu.“ Tekið skal fram að báðir hinna heppilegu umsækjenda höfðu umtalsverða reynslu af störfum sem sjálfstætt starfandi lögmenn. Árið 2004 sóttu sjö lögfræðingar um embætti. Þrír þeirra voru héraðs- dómarar, þar með talin Hjördís Björk Hákonardóttir, þrír prófessorar en af þeim var einn jafnframt starfandi sem hæstaréttarlögmaður, og einn hæstaréttarlögmaður. Sami háttur var hafður á og í tveimur síðustu um- sögnum að taka saman feril hvers og eins upp úr umsóknum þeirra. Eins og þá var tekið fram, með fyrirvara sem hér skiptir ekki máli, að allir um- sækjendur fullnægðu þeim lágmarks- kröfum um hæfni, sem gera yrði til dómaraefnis. Síðan var í umsögninni í níu töluliðum fjallað um einstaka þætti í námi og starfsreynslu um- sækjenda sem taldir voru skipta máli og umsækjendur bornir saman í hverjum og einum þætti fyrir sig. Í lokakafla var tekið fram að umrædd atriði hlytu eðli málsins samkvæmt að hafa misjafnt vægi innbyrðis og færi því fjarri að eitthvert eitt þeirra gæti ráðið niðurstöðu. Væri þetta til árétt- ingar því hversu miklu skipti við hæfnismat að dómaraefni byggi yfir fjölbreytilegum kostum. Síðan kom svipaður texti og áður um myndina sem Hæstiréttur hefði fengið í störf- um sínum af hæfni umsækjenda. Að öllu framangreindu virtu væri það mat Hæstaréttar að tveir prófessor- anna stæðu öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni til að hljóta embætti. Næst þeim kæmi Hjördís Björk Hákonardóttir, en að baki henni væru ekki efni til að gera grein- armun á hinum héraðsdómurunum tveimur og prófessornum, sem jafn- framt var hæstaréttarlögmaður. Loks yrði að skipa hinum hæstarétt- arlögmanninum aftast í röð umsækj- enda. Ekki var nú vikið að þeim kost- um sem í umsögn réttarins einu ári fyrr voru sagðir ráða niðurstöðunni um að tveir umsækjendanna þá væru heppilegri en hinir. Samt stóð svo á að hvorugur þeirra hafði þá verið skip- aður. Einn dómara Hæstaréttar skil- aði séráliti og gerði athugasemdir við umsögn meirihluta dómara. Taldi hann meðal annars hæpið að raða um- sækjendum í sérstaka röð eftir hæfni, þó að lögin bönnuðu það ekki. Hann lýsti síðan þeirri skoðun sinni að ómögulegt væri að fallast á niðurröð- un meirihlutans og greindi frá efnis- legum annmörkum sem hann teldi vera á henni. IV. Það er einkenni á umsögnum rétt- arins í síðustu þrjú skipti, að endur- sagðar eru í löngu máli upplýsingar sem fram koma í umsóknum dómara- efna, svo sem um starfstíma í ein- stökum störfum, fjölda og lengd rit- verka sem þau hafa látið frá sér fara, fjölda stjórnsýslunefnda sem þau hafa setið í og lagafrumvarpa sem þau hafa tekið þátt í að semja, svo nokkuð sé talið. Þetta er einnig gert í umsögn meirihluta dómara nú. Það er engin þörf á að fá atbeina frá Hæstarétti við slíka úrvinnslu á umsóknum um dóm- araembætti. Það er líka einkenni á umsögnum réttarins að látið er í veðri vaka að niðurstöður séu fengnar um samanburð á hæfni dómaraefna á grundvelli talningar á efnisatriðum hjá hverjum og einum umsækjanda í hinum ýmsu starfsþáttum á ferli hans. Þannig sýnast umsækjendur settir hærra á blað eftir því sem þeir hafa starfað lengur á ákveðnu sviði (frá þessu er gerð undantekning þeg- ar fjallað er um starfstíma við mál- flutningsstörf í umsögninni 2004), eft- ir því sem þeir hafa skrifað meira um lögfræði, kennt lengur, setið í fleiri nefndum og svo framvegis. Umsögn meirihlutans núna er þessu marki brennd. Leiða má að því augljós rök að tilgangurinn með því að leita um- sagnar Hæstaréttar getur ekki verið að framkvæma slíkar talningar. Þær má gera á skrifstofu ráðherrans sem með veitingarvaldið fer. Hlutverk Hæstaréttar hlýtur þvert á móti að vera að veita umsögn um hvort ráða megi af störfum dómaraefnis, hversu mikil sem þau eru að vöxtum, að við- komandi teljist ekki uppfylla kröfur um hæfni til að gegna embætti. Má hafa í huga að vel getur verið að lög- fræðingur hafi með umfangsmiklum störfum sínum á vettvangi lögfræði sýnt svo ekki verði um villst, að hann uppfylli ekki hæfniskröfur til að fá embætti. Þá verður ekki komist hjá því að benda á að í umsögnum síðustu ára hefur verið vikið sérstaklega að tilfall- andi meintum þörfum Hæstaréttar hverju sinni. Þannig voru til dæmis í umsögninni 2003 ályktarorð hennar sérstaklega byggð á því sem heppi- legast væri fyrir Hæstarétt það sinn- ið. Hvergi er í lögum gert ráð fyrir að sjónarmið um þetta geti haft efnis- lega þýðingu fyrir umsögn Hæsta- réttar um hæfi og hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti í Hæsta- rétti. Það verður ennfremur að gera at- hugasemd við það sem í umsögnum hefur komið fram, meðal annars í um- sögn meirihluta réttarins nú, að æski- legt sé að hvert og eitt dómaraefni búi yfir fjölbreytilegum kostum. Með þessu virðist vera gefið í skyn, að um- sækjandi, sem hefur alla starfsævi sína starfað á sama starfsviði, komi síður til greina en annar sem hefur komið víða við. Til dæmis gætu sjón- armið af þessu tagi staðið því í vegi, að umsækjandi sem alla sína starfsæví hefði starfað sem lögmaður eða hér- aðsdómari og kannski ekki skrifað mikið meira um lögfræði en það sem birst hefur í skriflegum málflutnings- skjölum eða dómum, væri síður fall- inn til að verða hæstaréttardómari en annar umsækjandi sem hvergi hefði ílengst í starfi. Þetta er að mínu mati sjónarmið við val milli umsækjenda sem ekki fær staðist. Enginn vafi er til dæmis á að almennt er æskilegt að snar hluti dómara komi úr röðum málflytjenda eða héraðsdómara. Er það sjónarmið raunar þekkt meðal annarra þjóða að æskilegast sé að dómarar almennt komi úr röðum Dómarar Hæstaréttar í umsögnum um hæfni umsækjenda Greinir á um röðun í hæfnisröð Tveir af níu hæstarétt- ardómurum skiluðu sér- umsögn um hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstarétt- ardómara á dögunum. Þetta voru þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvalds- son. Meginröksemdir allra voru birtar í frétt Morgunblaðsins á dög- unum en hér á eftir verð- ur gripið niður í umsagn- irnar að öðru leyti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.