Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 20
Málstofa um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, föstudaginn 7. apríl 2006 kl. 11.30-13.00 Leitað verður svara við áleitnum spurningum á borð við: • Hvernig ber að standa að verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins? • Er réttmætt að setja allsherjarbann við botnvörpuveiðum á úthafinu? • Er nýting erfðaauðlinda á hafsbotninum utan innlendrar lögsögu öllum frjáls eða falla þessar auðlindir undir „sameiginlega arfleifð mannkyns“? Dagskrá: 11.30 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.50 Fyrirlestur: Eric Jaap Molenaar frá Hafréttarstofnun Hollands (NILOS) og Háskólanum í Utrecht. 12.30 Fyrirspurnir og umræður. 13.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir Miðbær | Um hvað skyldu þær vera að ræða þessar ungu konur sem hittust á förnum Laugaveginum? Nærtækasta skýringin er upp- eldi barna og hunda en örugglega hefur um- ræðuefnið verið eitthvað annað, miklu skemmtilegra. Morgunblaðið/Ásdís Á förnum vegi Spjall Landið | Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gott verð fyrir brundhrút | Þeir fé- lagar Indriði Aðalsteinsson, bóndi og vargabani á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, og heimiliskötturinn og veiðiklóin Moli hafa ekki legið á liði sínu undanfarna morgna, að því er frá er greint á frétta- vefnum strandir.is. Indriði hefur nú á fimm morgnum, eftir að birta fer, skotið 12 refi við agn skammt frá bænum og þar af einu sinni tvo í sama skoti. Eins og sjá má af þessu hefur verið mikill ágangur í agnið hjá Indriða, en agnið var hrútur sem fórnað var í þeim tilgangi að fækka ögn í þeim mikla fjölda refa sem eins og Indriði orðar það „steðj- ar suður frá vargafriðunarsvæðinu á Hornströndum“. Ekki er annað að sjá en að Indriði bóndi hafi þar nokkuð til síns máls, ef litið er til þess fjölda refa sem telja það áhættunnar virði að mæta í mat á Skjaldfönn. Framlag heimiliskattarins Mola er að bana tveimur minkum sem sóttu bæinn heim og gengur hann nú undir heitinu Minka-Moli, að því er segir á strandir.is.    Grænmeti daglega | Nemendur grunn- skólans í Hveragerði hafa fengið grænmeti og ávexti einu sinni á dag undanfarnar vik- ur. Þetta er liður í samvinnuverkefni skól- ans og Hveragerðisbæjar sem miðar að því að gera góðan skóla betri. Fram kemur á vef Hveragerðisbæjar að það sé samdóma álit allra sem að verkefn- inu koma að þetta framtak hafi gengið vel og útkoman verið góð.    þau fóru þangað í starfs- kynningu og fræðslu einn góðan morgun. Magnús Helgason fram- kvæmdastjóri tók vel á móti unglingunum og fræddi þau almennt um rekstur og starfsemi HÞ; veiðar og vinnslu, skipa- HraðfrystistöðÞórshafnar hf.tekur jafnan vel á móti börnum og ungling- um, sem vilja fræðast um starfsemi fyrirtækisins. Tíundi bekkur í grunn- skólanum á Þórshöfn naut góðs af gestrisninni þegar og kvótaeign, markaði og annað sem tengist rekstr- inum. Unglingarnir hafa þegar kynnst hluta af verklegu hliðinni en flest þeirra hafa unnið á vökt- um hjá fyrirtækinu við síldarfrystingu og haft dá- góðan skilding upp úr því. Morgunblaðið/Líney 10. bekkur í starfskynningu Guðmundur IngiJónatansson ortiyfir kaffibolla eft- ir þrekvirki dagsins: Á Norðurlandi nú er snjór næðir um völl og urðir. Skaflinn orðinn skelfing stór sem skóf hér fyrir hurðir. Kafaldsbylur kom af sjó kuldabólgin roka Komið allt á kaf í snjó karlinn þarf að moka. Kuldaúlpu klæðast fer karl um efri hlutann. Finnur skóflu skellir sér í skaflinn fyrir utan. Andskotast í erg og gríð undan honum gengur. Getur hælst af gangasmíð gamall sveitadrengur. Hönd mín ennþá er nú sterk. þó annað taki að letjast. Eftir svona útiverk inn er gott að setjast. Út að moka pebl@mbl.is Kópasker | Í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, sem haldin var í tengslum við sýninguna Matur 2006 í Kópavogi, hlaut Guðni Þorri Helgason, kjöt- iðnaðarmaður hjá Fjallalambi á Kópaskeri, „lambaorðuna“. Lambaorðan er veitt þeim kjötiðnaðar- manni sem hlýt- ur flest samanlögð stig úr vörum sínum, þar sem kinda- eða lambakjöt er megin- uppistaðan. Vakin er athygli á þessu í fréttatilkynn- ingu frá Fjallalambi. Meðal þeirra afurða sem Fjallalamb sendi inn voru magáll, Kópaskers-lifrarpylsa, grafið kindainnra- læri, kindakæfa, lambalifrarkæfa, létt- reyktur lambahryggur og sviðasulta. Lambaorðan fór á Kópasker Skagafjörður | Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar og sveitarstjórnarfulltrúar flokksins lýsa fullum stuðningi við fram komið stjórnarfrumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Sérstaklega er fagnað þeirri ákvörð- un að höfuðstöðvar stofnunarinnar verði á Sauðárkróki. Þær nýju áherslur sem birtast í frumvarpinu sýna vilja til að efla atvinnuþróun á landsbyggðinni og að þekking eigi að standa undir sköpun nýrra starfa á landinu öllu. Skorað er á alþingismenn að sam- þykkja frumvarpið sem fyrst og láta ekki stefnuleysi þingflokks Sjálfstæðis- flokksins standa í vegi fyrir afgreiðslu þess. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera upp við sig hvort hann styðji opinberan stuðning við at- vinnuþróun í landinu eða ekki,“ segir í ályktuninni. Styðja frumvarp um Nýsköpun- armiðstöð ♦♦♦ Frestast um viku | Bygging fjölnota íþróttahússins á Jaðarsbökkum á Akranesi, Akraneshallarinnar, hefur seinkað um nokkra daga vegna tafa á afhendingu efnis í gafla hússins. Guðni Tryggvason, sem á sæti í fram- kvæmdanefnd íþróttamannvirkja, segir á vef Skessuhorns að stefnt sé að vígslu húss- ins 19. maí, viku síðar en áformað var. Byrj- að er að slétta gólf hússins og er gervigras- ið sem lagt verður á gólfið væntanlegt til landsins um miðjan apríl.    Ekki nógu fyndnir? | Þátttaka í keppn- ina um fyndnasta mann Vestfjarða 2006 er undir væntingum að sögn Böðvars Sig- urbjörnssonar, skipuleggjanda hennar. Hann segir í samtali við fréttavefinn bb.is að ekki sé útlit fyrir að af keppninni verði, nema fólk fari að skrá sig. Keppnin fer fram á miðvikudagskvöld í Krúsinni á Ísafirði en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin. Best á Króknum | Sigríður Inga Viggós- dóttir og Svavar Birgisson voru nýlega út- nefnd bestu leikmenn körfuboltaliða Tindastóls. Efnilegustu leikmennirnir voru Brynhildur Steinarsdóttir og Arnar Guð- mundsson, Sigríður Inga Viggósdóttir og Baldur Már Stefánsson mættu best á æf- ingar og Sigríður Inga og Svavar skoruðu mest. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.