Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vigfús Jóhanns-son fæddist í Reykjavík 3. sept- ember árið 1955. Hann lést í Chile 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhann Pétur Koch Vigfússon, f. 19.1. 1924, d. 7.9. 1996 og Margrét Sigurjóns- dóttir, f. 20.10. 1927. Systkini Vigfúsar eru: Vilborg, Hafdís, Pétur og Sigþór Jó- hannsbörn. Vigfús kvæntist 16. ágúst 1980 Þórdísi Helgu Sveinsdóttur, f. 23.8. 1956. Börn þeirra eru: Heiða Björk, f. 1.5. 1982, Hannes Bjarki, f. 14.5. 1987, Hanna Björk, f. 26.3. 1989, Helga Björk, f. 3.7. 1993 og Hilmar Bjarki, f. 16.5. 1997. Skólaganga Vigfúsar hófst í Melaskóla og fór hann síðan í Hagaskóla. Hann varð stúdent frá MR árið 1977. Vigfús lauk BSc- ar fyrirtækið var stofnað, og gegndi þeirri stöðu ætíð síðan. Vigfús starfaði í fjölda ráða og nefnda, bæði á Íslandi og erlendis. Má þar nefna ýmsar nefndir til dæmis innan landbúnaðarráðu- neytisins og Rannsóknarráðs rík- isins. Hann var forseti Líffræði- félags Íslands árin 1986–87, stjórnarformaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitastöðva á ár- unum 1995–2004 og ritstjóri Eld- isfrétta árin 1997–1999. Vigfús var kjörinn forseti laxanefndar Evr- ópusambands fiskeldisframleið- enda (FEAP) árið 1997, varaforseti Alþjóðasambands laxeldisfram- leiðenda (ISFA) árin 1998–2000 og var forseti Alþjóðasambands lax- eldisframleiðenda (ISFA) á árun- um 2000–2004. Frá árinu 2004 var hann stjórnarmaður Landssam- bands fiskeldisstöðva og var í stjórn AVS-sjóðsins frá árinu 2004. Hann sat að auki alla tíð í ýmsum öðrum ráðum og nefndum, bæði hér á landi og erlendis. Vigfús hef- ur ritað og birt fjölda greina, bæði í íslenskum og erlendum tímarit- um um fiskeldi og fiskrækt. Útför Vigfúsar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands árið 1981. Hann hóf þá nám við dýrafræði- deild Háskólans í Newcastle upon Tyne á Englandi, og lauk þaðan doktorsprófi í júní árið 1986. Árið 1980 hóf Vig- fús störf við Líffræði- stofnun Háskóla Ís- lands og var jafn- framt stundakennari við líffræðiskor Há- skólans. Vigfús vann sem verkefnisstjóri og deildarnátt- úrufræðingur á Veiðimálastofnun á árunum 1985 til 1987. Þá varð hann yfirdeildarstjóri fiskeldis- deildar Veiðimálastofnunar en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1991. Vigfús var framkvæmda- stjóri Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði á árunum 1991 til 1995. Hann varð einnig framkvæmda- stjóri Stofnfisks hf. árið 1991, þeg- Hinsta kveðja frá móður Sonur minn sofðu í ró! Söngfuglar blunda í mó. Vorkvöldið hreimþýðum hljóm hjalar við dreymandi blóm. Kvöldbjarmans himneska hönd heillar í draumfögur lönd. Svefninn þér sígur á brá, sofðu, ég vaki þér hjá. (Guðm. E. Geirdal.) Megi góður Guð styrkja þig, Þór- dís mín, og börnin ykkar. Missir ykkar er mestur. Vigfús minn, ég þakka þér allt sem þú varst mér. Þín mamma. Lífið er núna eins og hræðileg martröð sem ég bíð eftir að vakna upp af. Á hverjum degi koma þó stundir þar sem ég finn að ég er vakandi og átta mig á því að sá tími sem ég hef átt með yndislega og frá- bæra pabba mínum er liðinn. Það er svo skrítið núna að geta ekki hringt í hann, sjá hann ekki við matarborðið smyrjandi sinnepi yfir matinn eða geta ekki setið með honum í bílnum með tónlistina í botni. Pabbi gerði allt fyrir okkur og var í raun ekkert sem hann var ekki tilbúinn til að gera. Sumt sem við báðum hann um sá maður þó að hon- um fyndist miður skemmtilegt en hann lét sig hafa það, án þess að segja okkur frá því. Eitt af því var tívolíferð fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum, eða í gamla daga eins og hann kallaði það til að stríða mér á aldri mínum. Ég á aldrei eftir að gleyma svipnum á pabba þegar hann var staðinn upp í rússíbanan- um og komst að því að tækið fór tvær ferðir en ekki eina. Þrátt fyrir að hafa verið mikið á ferðalögum vegna vinnunnar fann hann alltaf tíma fyrir okkur. Pabbi missti til dæmis aldrei af afmælis- degi hjá neinu okkar. Þegar ég var að skrifa BA-ritgerðina mína síðast- liðið vor var pabbi mín hægri hönd. Pabba fannst nú ekki mikið mál að bæta einhverju svona við þéttu dag- skrána hjá sér. Hann vakti langt fram á nætur og vaknaði eldsnemma til að lesa ritgerðina yfir. Það var al- veg ótrúlegt hvað pabbi var góður penni og átti auðvelt með að skrifa. Við fjölskyldan eigum frábærar minningar frá ferðalögum okkar saman. Þrátt fyrir að ferðalagi okk- ar saman hér á jörðinni er lokið veit ég að hann er og mun alltaf vera hjá okkur. Elsku hjartans pabbi minn, ég hef engin orð til að lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Það er svo óraunveru- legt að vera að kveðja þig núna. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að þið mamma yrðuð gömul saman og tækjuð á móti barnabörnunum í heimsókn. Þú hefðir orðið svo frá- bær afi. Ég veit að þú heldur áfram að passa upp á okkur, alveg eins og þú hefur alltaf gert. Takk fyrir allar frábæru samverustundirnar og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Ég er svo stolt að vera dóttir þín og hefði ekki getað óskað mér betri föður en þig. Þín dóttir, Heiða Björk. Hann Vigfús faðir minn hefur nú yfirgefið þennan heim, löngu fyrir sinn tíma. Ég á enn erfitt með að trúa því að hann sé farinn og gæli enn stundum við þá hugsun að þetta sé einungis slæmur draumur. Ég er samt ánægður með þann tíma sem við áttum saman, þó svo að hann hafi ekki orðið meiri en raun er. Pabbi markaði djúp spor í líf mitt og ég veit að samverustundirnar með honum hafa gert mig að betri manni. Það er vart hægt að finna betri mann en hann föður minn. Hann var hjartahlýr og góður og unni fjöl- skyldu sinni og vinum óendanlega mikið. Það var ekkert sem hann gerði ekki fyrir börnin sín og mér er það minnisstætt að það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá honum í vinnu eða öðru, að þá gaf hann sér alltaf tíma til að aðstoða okkur við vandamál okkar, hversu smávægileg sem þau voru. Hann var traustur og áreiðanlegur og reyndi hvað hann gat að auðvelda og betr- umbæta líf þeirra sem í kringum hann voru, oft á sinn eigin kostnað. Hann vann vinnu á við þrjá menn en fann samt alltaf tíma til að eyða með fjölskyldu sinni. Hann faðir minn hefur á allt of stuttri ævi sinni skilið eftir sig afrek sem gera myndu hvern mann stolt- an. Hann var doktor í líffræði, stofn- aði og rak sem framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtæki á heimsmæli- kvarða og skilur eftir sig rannsókn- arvinnu sem er meiri en flestir ná að vinna alla sína ævi. Þetta afrekar hann allt auk þess að vera ástkær faðir og uppalandi fimm barna. Stolt mitt á föður mínum er óendanlegt og ef ég get orðið hálfur sá maður sem hann faðir minn var þá veit ég að ég hef farið vel með líf mitt. Það er því með miklum söknuði og sorg sem ég kveð einhverja mikil- vægustu manneskju í lífi mínu, en ég veit að pabbi á eftir að lifa áfram í minningum mínum og þess gríðar- lega fjölda fólks sem unni honum auk þess sem ótrúlegt ævistarf hans á eftir að halda heiðri hans á lofti um ókomna tíð. Pabbi, þín verður sárt saknað og er nú í lífi mínu skarð sem ekkert getur fyllt. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert og ég mun gera mitt besta til að halda minningu þinni á lofti. Þinn sonur, Hannes Bjarki Vigfússon. Ég trúi ekki að pabbi sé dáinn. Mér finnst ennþá eins og hann eigi eftir að koma heim og hugga mig og segja mér að þetta hafi allt verið slæmur draumur. Þetta gerðist allt- of snemma og án nokkurs fyrirvara. Hann var besti pabbi sem hægt var að hugsa sér og hefði hann án vafa orðið frábær afi. Pabbi var bara svo yndislegur. Hann vann mjög mikið en var samt alltaf til í að hjálpa mér og systkinum mínum með hvað sem er. Hann dekraði okkur og dekstraði við hvert tækifæri og vildi alltaf vera eins góður við okkur og hann gæti. Ég man líka þegar við systk- inin vorum lítil og hann ætlaði að reyna að skamma okkur en við fór- um bara öll að hlæja, líka pabbi. Hann nefnilega átti erfitt með að skamma okkur, hann hafði það bara ekki í sér, svo góðhjartaður var hann. Í sínu síðasta ferðalagi reyndi hann að drífa sig að öllu til að geta verið kominn heim fyrir afmælið mitt. Hann var svo ánægður þegar honum tókst að flýta öllu og geta verið kominn heim daginn fyrir af- mælið mitt. Hann var líka búinn að ákveða hvað hann ætlaði að kaupa úti handa mér í afmælisgjöf og það var nákvæmlega það sem mig lang- aði mest í. Þetta lýsir því svo vel hvað hann vildi allt fyrir okkur gera, hann vildi vera kominn heim fyrir mig. Elsku pabbi, ég sakna þín meira en orð fá lýst. Hilmar Bjarki lýsti því kannski best þegar mamma sagði honum að þú værir dáinn því þá sagði hann að honum væri svo illt í hjartanu. En síðar sagði hann við mig að hann vissi samt að þú yrðir alltaf hjá honum í hjartanu. Elsku pabbi, ég er svo stolt af því að vera dóttir þín og mun ég gera allt til að halda minningu þinni á lofti og láta Hilmar Bjarka ekki gleyma neinu um þig. Ég veit að þótt þú sért dáinn þá ertu samt ennþá hjá okkur. Elsku besti pabbi, takk fyrir allar okkar góðu stundir. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa kynnst þér og er ég sannfærð um að það hafi gert mig og muni gera mig að betri manneskju. Ég elska þig svo ótrúlega mikið. Þín dóttir, Hanna Björk. Hann pabbi var alveg hreint ynd- islegur. Hann var góðhjartaðasti, frábærasti og skemmtilegasti mað- ur sem hægt er að ímynda sér. Pabbi fór alltof snemma frá okkur en ég er mjög þakklát fyrir tímann og stundirnar sem ég fékk að eiga með honum. Ég er alveg svakalega stolt af því að fá að vera dóttir hans. Ég er líka alveg rosalega þakklát fyrir það hvað ég á mikið af minn- ingum með honum. Eins og þegar ég fór með honum til Akureyrar og við keyrðum sama hringinn um bæ- inn í 2 klukkutíma. Eða þegar við fórum upp í sumarbústað eða til út- landa saman. Þetta er bara brot af öllum þeim góðu minningum sem ég á með pabba. Ég sakna hans alveg ólýsanlega mikið og það er alveg hræðilega sárt. Hann var alveg æðislegur pabbi og ég hefði aldrei getað óskað mér að eiga neinn betri föður. Elsku pabbi minn, ég elska þig og sakna þín alveg rosalega mikið. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þín dóttir, Helga Björk. Elsku besti pabbi minn, þú varst alltaf svo góður og varst besti vinur minn. Þú varst besti pabbi í öllum heiminum. Við gerðum svo mikið saman. Ég man svo vel eftir því þegar við horfðum tveir saman á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Við héldum báðir með Manchester United. Það var líka svo gaman þegar við fórum út til Sví- þjóðar og í öll ferðalögin okkar til útlanda. Þetta er svo óréttlátt, ég er bara 8 ára að missa pabba minn og besta vin minn. Þegar ég vissi að þú værir dáinn setti ég þig inn í hjartað mitt svo við gætum alltaf verið saman. Ég sakna þín svo rosalega mikið en ég veit að þú verður alltaf hjá mér og passar mig. Ég geymi þig alltaf í hjarta mínu. Kæri Guð á himnum, passaðu okkur hér í nótt, og passaðu líka pabba, og láttu mig dreyma vel. Kær kveðja, amen. Ég elska þig, pabbi minn, og ég mun alltaf muna eftir þér. Þinn sonur, Hilmar Bjarki. Kveðja frá systkinum Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Í dag kveðjum við kæran bróður sem lést langt um aldur fram. And- látsfregnin var okkur mikið reiðar- slag. Sár ástvinamissir verður aldrei bættur, þar getur enginn komið í annars stað. Á sorgarstund sem þessari koma upp í hugskotinu margar ljúfar minningar um Vigfús bróður okkar. Bæði frá bernsku- heimili okkar á Tómasarhaganum, sumarbústaðnum í Grafningi og ekki síður frá fullorðinsárunum. Allt þetta viljum við nú að leiðarlokum þakka ástkærum bróður. Þessar minningar munu ylja okkur um ókomna tíð. Vigfús var hæglátur og yfirveg- aður að eðlisfari en ávallt var stutt í glettni og hlýju. Hann hafði einstak- lega góða frásagnarhæfileika og nutum við þeirra sem og fjölskyldur okkar á góðum samverustundum. Jafnframt sýndi hann velferð systk- inabarnanna mikinn áhuga og minn- ast þau hans með miklu þakklæti og söknuði. Vigfús bjó yfir ríkri ábyrgðar- kennd sem birtist jafnt í einkalífi sem starfi. Hann var mikill fræði- maður á sínu sviði og lagði mikið af mörkum á stuttri starfsævi hér heima sem erlendis á vettvangi lax- eldis. Fjölskyldan átti jafnframt hug hans allan og þar varð hann mikillar hamingju aðnjótandi. Þórdís reynd- ist sannur lífsförunautur og voru þau Vigfús mjög samheldin í uppeldi og væntumþykju barna sinna. Miss- ir Þórdísar og barnanna er mjög mikill. Megi góður Guð styrkja þau öll á þessum erfiða tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vilborg, Pétur og Hafdís. Við Vigfús kynntumst fyrst í þriðja bekk í Menntaskóla Reykja- víkur og þá hófst góður vinskapur sem haldist hefur alla tíð þar sem leiðir okkar lágu saman í frekara námi og síðar vinnu. Hann var eldri og þroskaðri en við bekkjarfélag- arnir og hafði ákveðinn sess fyrir það. Hann þótti glettinn og stríðinn strákur sem átti auðvelt með að sjá það broslega í tilverunni. Við sett- umst einnig samtímis á skólabekk í Háskóla Íslands í líffræði og þar kom fram hinn mikli metnaður Vig- fúsar sem síðar átti eftir að ein- kenna öll hans störf. Eftir fram- haldsnám Vigfúsar í Englandi lágu leiðir okkar aftur saman á Veiði- málastofnun og svo síðar í Stofnfiski fram á síðasta dag. Hann er sá mað- ur sem ég hef starfað hvað lengst með eða næstum alla mína starfs- ævi. Hans er sárt saknað af mér og öllum vinnufélögunum á Stofnfiski. Hann var góður og áreiðanlegur stjórnandi sem bar alltaf hag starfs- manna sinna fyrir brjósti. Vigfús var einnig örlátur á tíma sinn gagn- vart fyrirtækinu og starfsfólkinu sem alltaf gat leitað til hans bæði á nóttu sem degi ef eitthvað fór úr- skeiðis. Hann átti auðvelt með að setja sig inn í öll mál hvort sem þau sneru að fiskeldi eða bara lífinu al- mennt. Vigfús hafði mikið innsæi í við- skiptum og vísindum tengdum fisk- eldi og var mikils metinn í fiskeld- isheiminum, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Hann sat í ótal nefndum og ráðum um málefni fisk- eldis og lagði hart að sér að ryðja veg nýrra eldistegunda eins og þorsksins. Hann var formaður ISFA samtaka alþjóða laxeldisframleið- enda í mörg ár og var virtur fyrir störf sín úti um allan heim. Stundum fannst mér eins og heimurinn eða fiskeldisheimurinn vera of lítill fyrir hann. Hann sótti fram á nýja mark- aði um allan heim, í Chile, austur- og vesturströnd Bandaríkjanna og Evrópu. Hann átti auðvelt með að ná viðskiptum og var mikill sölu- maður og er það líklega vegna þess að hann gerði starf sitt að hugsjón. Hann gerði sér snemma grein fyrir nauðsyn þess að auka fiskframboð með fiskeldi því náttúrulegir stofnar þola ekki mikið veiðiálag til lengdar. Samtímis tók hann virkan þátt í um- ræðu um áhrif fiskeldis á villta fiski- stofna ekki síst laxins bæði hér heima og erlendis. Það var einnig alla tíð mikið kappsmál hans að byggja upp atvinnuveg samhliða náttúruvernd, enda var hann mikill náttúruunnandi. Hann var brautryðjandi á fiskeld- issviðinu því honum tókst að sam- eina margar nýjar hugmyndir og gera Stofnfisk að þekkingarfyrir- tæki í kynbótum og hrognafram- leiðslu á laxfiskum sem fluttur er lif- andi út um allan heim. Hann var einn af þeim stjórnendum sem hafði algjöra yfirsýn yfir allt sem fram fór í fyrirtækinu og því fórnaði hann oft mörgum nætursvefninum. Það er því stórt skarð hoggið í fyrirtækið okkar og einnig í alþjóða fiskeldis- samfélagið. Skarð sem aldrei verður fyllt en frumkvöðlastarf hans og allt það góða sem hann stóð fyrir á eftir að lifa lengi í minningu okkar sam- starfsmanna. VIGFÚS JÓHANNSSON Elskuleg móðir mín, GUÐFINNA EINARSDÓTTIR frá Leysingjastöðum, Dalalandi 12, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala laugardaginn 1. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.00. Jóhanna Þórunn Þorbjarnardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.