Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÝNILEG LÖGGÆZLA Viðræðuhópur dómsmála-ráðuneytis, lögreglu ogborgaryfirvalda um lög- gæzlumál í Reykjavík hefur kynnt dómsmálaráðherra niðurstöður sínar og tillögur um framtíð lög- gæzlumála í höfuðborginni. Þar er m.a. gert ráð fyrir, að eftirlitsmyndavélum verði fjölgað í miðborginni, að samstarf lög- reglu og dyravarða á skemmti- stöðum verði aukið, að auka upp- lýsingamiðlun milli lögreglu, barnaverndaryfirvalda og þjón- ustumiðstöðva, að borgaryfirvöld og lögregla þrói sameiginlega úr- ræði til að taka á vandamálum. Ennfremur verði tekið upp eft- irlit óeinkennisklæddra lögreglu- manna og að hverfalögregla verði þróuð áfram í hverfum borgarinn- ar. Allt eru þetta góðar og gagn- legar tillögur, sem munu áreið- anlega skila miklu. Spurningin er hins vegar sú hvort þessar aðgerðir dugi til. Þróunin í ofbeldisverkum á höf- uðborgarsvæðinu er mjög hröð. Verknaðir ofbeldismanna verða stöðugt ógeðslegri. Síðustu þrjú dæmin þar um tala sínu máli. Til viðbótar er ljóst, að ofbeld- ismenn eru byrjaðir að nota gam- alkunnar aðferðir frá útlöndum, þ.e. að hóta fórnarlömbum sínum öllu illu ef þeir kæri brotin til lög- reglu. Þess eru dæmi, að setið sé um heimili fórnarlambanna í framhaldi af ofbeldisverki í því skyni að koma í veg fyrir kæru með hótunum um enn frekari valdbeitingu. Málin þrjú, sem mest hafa verið til umræðu síðustu daga og vikur, eru enn óupplýst. Býr lögreglan yfir nægilegri þekkingu til þess að upplýsa svona mál? Ofbeldisverk eru ekki bara framin í miðborg Reykjavíkur heldur víðar. Fólk, sem býr í út- hverfum, getur ekki lengur geng- ið út frá því sem vísu, að það geti lifað í friði og ró. Ofbeldismenn- irnir eru víða á ferli. Það er áleitin spurning, hvort lögreglan þurfi ekki að vera mun sýnilegri en hún er nú, bæði í mið- borginni en einnig í öllum hverf- um Reykjavíkur og nágranna- sveitarfélaga. Reglulegar ferðir lögreglubifreiða um kvöld og næt- ur í úthverfum hafa örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Þótt eftir- litsmyndavélar gegni þýðingar- miklu hlutverki er spurning, hvort nú sé kannski byggt um of á þeim. Það eru mörg rök, sem hníga að því, að nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum verulega á höf- uðborgarsvæðinu. Það er nauð- synlegt að tryggja öryggi borg- aranna og skapa öryggistilfinn- ingu hjá fólki. Hún er því miður ekki til staðar í dag. ALVARLEG VANDAMÁL Það eru alvarleg vandamál áferðinni í heilbrigðiskerfinu. Nú stendur yfir tveggja sólar- hringa setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á nokkrum hjúkrun- ar- og dvalarheimilum aldraðra. Það þýðir ekkert fyrir fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra að láta sem þessi vandi komi þeim ekki við. Það eru engir aðr- ir, sem geta höggvið á hnútinn í kjaramálum þessa fólks eða öllu heldur sem geta skapað forsend- ur til þess, að það verði hægt. Í Morgunblaðinu í gær var svo frásögn af stöðu mála hjá hjúkr- unarfræðingum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þórdís Borg- þórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæzludeild spítalans, lýsti ástandinu m.a. með svofelldum orðum: „Við þurfum að hlaupa á milli sjúklinga, sem allir þyrftu einn hjúkrunarfræðing fyrir sig og forgangsraða verkefnum, því ekki gefst tími til alls þess, sem kraf- izt er af okkur. Þetta hefur orðið til þess, að sjúklingar, sem eru tilbúnir til þess að losna úr önd- unarvél eru svæfðir lengur, því það gefst ekki tími til að láta þá vakna, því þá þurfum við að dvelja algjörlega við rúm sjúk- lingsins.“ Og Þórdís bætir við: „Það sem er verst af þessu öllu er að eftir að hafa unnið við hjúkrun í tuttugu ár er maður farinn að kvíða því að mæta í vinnuna. Vinnuálagið er þvílíkt.“ Þóra Gerður Geirsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á lungnadeild, segir í Morgunblaðinu í gær: „Álagið er því mikið og flestar vaktir eru erfiðar. Spítalinn er alltaf yfirfullur og það er stöð- ugur þrýstingur á að taka fleiri sjúklinga heldur en deildin ræður við … Enda eru að verða mistök, sem óhjákvæmilega verða undir slíku álagi.“ Og Þóra Gerður segir ennfrem- ur: „Við hjúkrunarfræðingar erum undir miklu andlegu álagi að ná aldrei að sinna sjúklingunum vel, hafa áhyggjur af því, að ástand sjúklinganna versni og að okkur yfirsjáist vegna álags og tíma- skorts. Einnig höfum við áhyggj- ur af hver beri ábyrgðina, ef al- varlegt atvik kemur fyrir eða ef sjúklingur deyr vegna mistaka eða vanrækslu.“ Hverjir eru það í yfirstjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss og yfirstjórn heilbrigðismála á Ís- landi, sem ætla að bera ábyrgð á þessu ástandi? Þ ORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntatmálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Há- skólasjóðs Eimskipafélagsins, tóku í gær fyrstu skóflustungu að Há- skólatorgi við HÍ. Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga á háskólasvæðinu, sem verða um 8.500 fm að stærð með tengibyggingum. Ætl- að er að Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum tíma, auk gesta. Byggingarreitir Háskólatorgs eru tveir í miðju háskólasvæðisins. Háskólatorg 1 rís á grasflötinni milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss HÍ. Háskólatorg 2 rís á bílastæðinu milli Lög- bergs, Nýja Garðs og Odda. Reiknað er með að vígja Háskólatorg 1. desember 2007. Í Háskólatorgi verður undir einu þaki ýmis þjónusta við stúdenta, starfsfólk og gesti HÍ en byggingarnar leysa einnig úr brýnni þörf skólans fyrir aukið húsnæði undir kennslu og rannsóknir. Þar verða fyrirlestrasalir, kennslustofur, rann- sóknastofur, lesrými og vinnuaðstaða nemend skrifstofur kennara og sérfræðinga, tölvuver o ýmis fjölnota rými sem þjóna öllum deildum H Háskólatorg munu flytja m.a. deildarskrifstofu félagsvísindadeildar, viðskipta- og hagfræðide ar, lagadeildar og hugvísindadeildar. Einnig B sala stúdenta, Nemendaskrá og Námsráðgjöf skólans, starfsemi Félagsstofnunar stúdenta, Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins og HÍ sem starfsemi Stúdentaráðs. Heildarkostnaður verkefnisins eru 1.600 mi ónir króna á verðlagi þessa árs. Á að vera lifandi staður Þorgerður Katrín sagði í ávarpi sínu að Há- skólatorgið myndi leysa úr brýnni húsnæðisþö fyrir Háskóla Íslands. „Háskólatorgið er og v ur að vera lifandi staður þar sem fólk kemur s an til að stunda nám, sinna erindum, nærast o eiga samskipti,“ sagði hún. „Þannig mun Há- skólatorgið að mínu mati stuðla að því að efla þessa merkilegustu menntastofnun okkar Ísle inga enn frekar og stuðla að því að ná því mar miði sem háskólarektor hefur m.a. sett fram a Fyrsta skóflustunga tekin að Háskólatorgi s „Uppbygging hásk skiptir máli fyrir al Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/K Þrátt fyrir norðangarra var vel mætt á lóðina við Aðalbygginguna til að fylgjast með áfanganum. ÁLVERIÐ á Reyðarfirði er fyrsta nýja álver-ið sem Alcoa reisir í 15 ár, og því er fylgstvel með öllum framgangi þess verks, og alltskráð skilmerkilega niður, til að þessi upp- bygging geti orðið nokkurs konar kennslubókardæmi fyrirtækisins um hvernig á að reisa ný álver, segir Jean-Pierre Gilardeau, sem tók við starfi stjórnarfor- manns Alcoa-Fjarðaáls um síðustu áramót. Hann seg- ist ánægður með framvindu verksins fyrir austan, en alltaf komi þó upp mál sem þurfi að leysa úr við svo stórt verkefni. „Ég held að fólk geri alltaf ráð fyrir því að þetta sé einfalt, en að koma verksmiðju af þessari stærð af stað, að ráða og þjálfa um 400 starfsmenn á stuttum tíma, er afar erfitt. Við gerum miklar kröfur til örygg- is-, umhverfis- og gæðamála frá fyrsta degi, og allt verður að ganga eins og smurt frá fyrsta degi,“ segir Gilardeau. „Ég geri ráð fyrir holum í veginum, það kemur mér ekki á óvart. Sumum kann að finnast ferðin harkaleg, en hún verður að vera það. Þetta er ekki ósvipað og íþróttamaður sem æfir fyrir keppni. Ef einhver sem nær góðum árangri segir mér að allt hafi gengið sárs- aukalaust og eins og í sögu, engir erfiðleikar hafi kom- ið upp, trúi ég honum ekki.“ Horfurnar á heimsmarkaði fyrir ál eru góða Gilardeau segir að Alcoa ætli sér að stækka verul næstu árum. „Eftirspurnin eftir áli vex hratt, og A ætlar að vera einn af stærstu álframleiðendun heiminum á komandi árum. Það þýðir að við ve að leggja mikið á okkur við að finna staði fyrir ný og staði sem hægt er að stækka. Við viljum stækk við ætlum að stækka.“ Segir heildaráhrif á mengun jákvæð Gilardeau segir að sitt starf sem stjórnarform sé því ekki eingöngu að hjálpa til á allan hátt v gera hag álversins á Reyðarfirði sem mestan, h einnig að útbúa það sem kalla má handbók a hvernig koma á slíku álveri af stað, enda reikni A með því að reisa 5–6 ný álver víða um heim á n áratug, og nota eigi reynsluna frá Íslandi til að gangi sem best, þó að sjálfsögðu þurfi að aðlagas stæðum á hverjum stað. „Við viljum eiga nákvæmar upplýsingar um gekk vel og hvað gekk illa, hvað þarf að gera öðr næst. Okkar verkefni er að standa okkur enn betu uppbyggingu næsta álvers. Við munum gera mi við reynum auðvitað að gera okkar besta, en nú við komnir á ferð, höldum að við vitum allt sem þurfum að vita, svo það er ekki eftir neinu að b segir Gilardeau. Talsvert hefur verið rætt um hugmyndir u reisa fleiri álver hér á landi. Gilardeau segir að Ís ingar verði sjálfir að ákveða hvort hér megi reisa álver, en bendir á að skoða verði mengun frá álve hnattrænu samhengi. Hann segir að ál sé notað auknum mæli í farartæki af öllum gerðum, sem þau léttari, og minnki þar með orkunotkun farar anna. Þar sem farartækin blási frá sér gríða magni af gróðurhúsalofttegundum sé mikill ak því að nota ál sem víðast til að draga úr þeim blæstri. „Það verður að skoða alla endingu málmsins, í hann er notaður, og hver áhrif þess að ál er notað Verður að skoða m álverum í hnattrænu Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði verður fyrirmynd annarra álvera sem Alcoa reisir á næstu árum, en Jean-Pierre Gilardeau, nýr stjórn- arformaður Alcoa-Fjarðaáls, reiknar með að 5–6 ný álver verði reist á veg- um Alcoa á næsta áratug. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.