Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn á að nýta sér hið sérstaka sam- band sem hann hefur við hin eldsmerkin, ljónið og bogmanninn. Sinntu viðskiptum með þessum merkjum og uppgangurinn verður eins og hjá eldflaug. Leitaðu eftir ást með þeim og búðu þig undir algera sprengingu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Að hlusta á sína innri rödd er nokkuð sem nautið ætti ekki bara að iðka til þess að verða að betri manneskju. Ef það venur sig á það daglega, losnar það á endanum við bjánaleg vandamál eins og þau sem blasa við í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn einbeitir sér af krafti að pen- ingamálunum. Þú skilur hið flókna eðli þess sem þú fæst við, en einhver áhrifa- manneskja truflar og flækir málin með því að stýra atburðarásinni bak við tjöld- in. Talaðu við alla sem eiga hlut að máli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Umskipti geta annaðhvort verið auðveld eða erfið. Það er undir þér komið og hvernig þú kýst að láta þér líða. Eitt er víst, þú breytir lífsstílnum. Daglegar að- stæður verða aldrei samar aftur, þegar þetta ferli er yfirstaðið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einkalíf þitt verðskuldar jafnmikla at- hygli og lífið í vinnunni. Fínstilltu gang- verkið til þess að auka jafnvægið þarna á milli. Samband þitt við ótilgreindan hrút verður sífellt athyglisverðara. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Maður veit aldrei hversu lengi maður deilir lífi sínu með einhverjum og ekki auðvelt að koma auga á möguleikana núna. Komdu fram við alla af virðingu. Viðskiptaheilræði: Fylgstu með því hvað almenningur vill og þarfnast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er hagsýn og á eftir að finna bestu leiðina til þess að verja fjármunum sínum – til dæmis með því að greiða eitthvað með afborgunum ef það er of dýrt. Lang- tímafjárfesting verður tekin fram yfir skjótfenginn gróða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óákveðni kæfir sköpunarmáttinn – gerðu upp hug þinn og það fljótt. Kannski er erf- itt að sjá fram úr óreiðunni á skrifborðinu en heiður himinn (og gott vinnupláss) eru fram undan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er engin ástæða til að óttast skuld- bindingar. Platónsk ást gæti breyst í róm- antíska og öfugt. Vertu opinn fyrir öllum möguleikum. Ekki bíða eftir því að aðrir leiðbeini þér í vinnunni. Fylgstu með og miðlaðu þekkingu þinni svo til annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þeir sem reyna að standast freistingar vita hversu erfitt það er. Þú verður í hópi þeirra viljasterku í dag og átt líka eftir að finna til samúðar með þeim sem munu hrasa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er kominn tími til þess að vatnsberinn komi sér af hliðarlínunni þar sem hann hefur staðið og „tekið myndir“ og geri eitthvað sem aðrir geta fest á mynd. Með öðrum orðum, gerðu meira, athugaðu minna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Meðferð á tíma og peningum eru einn og sami hluturinn í dag. Líttu á stundirnar sem þú hefur sem verðmæti og sjáðu hvort það breytir ekki því hvernig þú ferð með þær. Stjörnuspá Holiday Mathis Sól í hrúti og tungl í ljóni kveikja ástríðurnar eins og eldsmerkin ein eru fær um. Maður veit varla hvort maður er reiður eða ástfanginn, svekktur eða spenntur, stressaður eða í baráttuhug. Sannleik- urinn er sá, að allt veltur á viðhorfi manns. Maður getur og mun finna sann- anir fyrir hvers konar skoðun eða tilfinn- ingu sem maður vill prófa, ef út í það er farið. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skro, 8 lest- arop, 9 snæddur, 10 smá- vegis ýtni, 11 kremja, 13 súrefnið, 15 hjólgjörð, 18 frumhvatar, 21 sefi, 22 stríðni, 23 hlaupa, 24 skynsemin. Lóðrétt | 2 ótti, 3 híma, 4 forsmán, 5 þátttaka, 6 ill, 7 gabb, 12 nöldur, 14 að- stoð, 15 ráðrík, 16 álúta, 17 eldstæði, 18 hlífði, 19 meginhluti, 20 geð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dunda, 4 fýlan, 7 gusta, 8 reist, 9 rúm, 11 riða, 13 hita, 14 korði, 15 maka, 17 klúr, 20 ask, 22 kolin, 23 rjóli, 24 lesta, 25 feiti. Lóðrétt: 1 dugar, 2 nesið, 3 afar, 4 form, 5 leiði, 6 nátta, 10 útrás, 12 aka, 13 hik, 15 mikil, 16 kolls, 18 ljómi, 19 reiði, 20 anga, 21 krof.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl. 14–17 fim., föst. og laug. Til 15.apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Gallerí Dvergur | Sigríður Dóra Jóhanns- dóttir myndlistarmaður flytur gjörninginn Fram og til baka fös. og lau. 7.– 8. apríl. Op- ið verður kl. 18–19. Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir málverk í Baksalnum til 9. apríl. Gallerí Gyllinhæð | 2. árs myndlist- arnemar LHÍ eru með sýninguna „mini me“ til 9. mars. Opið fim.–sun: 14–18. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns Íslands um götuleikhópinn Svart og syk- urlaust. Opið kl. 12–17 laug., 12–19 föst. og 12–18 aðra virka daga. Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson til 19. apríl. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. til 30. apríl. Opið kl. 13–16 um helgar. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ell- enar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn- arssonar í Fríkirkjunni hinn 9. apríl nk. kl. 20 Miðasala hafin á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Háteigskirkja | Blásarasveitir Tónlistar- skólans í Reykjavík flytja verk eftir ýmsa höfunda á tónleikum 8. apríl kl. 14. Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Jazz- sveitin Dúa spilar föstudaginn 7. apríl kl. 20. Gríðarlega hressandi, Ekkert aldurs- takmark. Ókeypis aðgangur. Salurinn | Píanótónleikum Ivans Klánský, sem áttu að vera í Salnum sunnudaginn 9. apríl kl. 20, falla niður vegna meiðsla. Þeir sem þegar eiga miða á tónleikana eru beðnir að hafa samband við miðasölu í síma 5700 400. Salurinn | Laugardaginn 8. apríl mun sænski kammerhópurinn Swanholm Sin- gers koma fram. Miðaverð: 2.000/1.600 í síma 570 0400 og á www.salurinn.is Sjallinn, Akureyri | Laugardaginn 8. apríl nk. munu hljómsveitirnar Thingtak (Al- þingi), Helgi og hljóðfæraleikararnir, Hug- sýki, Infiniti, Mistur og Grass halda tónleika kl. 21.30. Diskur fylgir fyrstu 50 miðunum. DJ heldur uppi stuðinu fram á nótt. Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar- ar. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím- ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safn- búð opin á opnunartíma. Listasafn Íslands | Raunsæ og rómantík, andstæður í verkum snorra Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndals / Rakel Pétursdóttir kl. 12.10. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning listamannanna Elinu Brotherus, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Opið kl. 11–17 þrið.–sun. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúruafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Mál- verk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Opið kl. 13–17.30. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljósmyndasýningunni Fegurð í fókus í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til 9. apríl. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn held- ur áfram á öllum hæðum. Sýningarnar eru opnar til 9. apríl. Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Ókeypis inn. Safn | Sýning myndlistarmannsins Krist- jáns Steingríms, Teikningar, hefur verið framlengd til 15. apríl. Opið er frá 14–18 mið.–fös. en 14–17 lau. og sun. Lokað 13., 14. og 16. apríl. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu vinnustofu á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskrift- arnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Sýningin stendur til 29. apríl. Skúlatún 4 | Sýningin Spúl í auga í Skúla í Túni, Skúlatúni 4, 3. hæð. Unnur Mjöll sýnir nýtt verk í kjölfar velgengninnar með verk- ið Bombaðu þessu í grímuna á þér. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for- réttinda að nema myndlist erlendis á síð- ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda- mótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.sa- gamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiðitengd- um munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar: www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Let It Be – Ástarleikur með Bítlalögum. Frumsaminn söngleikur e. Vigdísi Gunn- arsdóttur byggður á tónlist The Beatles. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en Ólaf- ur Þórarinsson útsetti tónlist. Fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að undirbúa árshátíð, líf þeirra, ástir og áhyggjur. Skemmtanir Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties heldur uppi fjörinu í kvöld kl. 23. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.