Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VÍSINDAMENN hafa fundið steingervinga sem þeir segja að gefi mikilvægar vísbendingar um hvernig fiskar þróuðust í land- hryggdýr og varpi þannig ljósi á mjög mikilvægan þátt í þróun lífs á jörðinni. Bandarískir fornlíffræðingar, sem hafa rannsakað steingerv- ingana, lýsa þeim sem „týnda hlekknum“ milli fiska og fyrstu ferfætlinganna á landi. Vísindamenn hafa lengi talið að fiskar hafi þróast í fyrstu land- dýrin með fjóra fætur og sterka stoðgrind fyrir um það bil 375 milljónum ára en til þessa hefur vantað steingervinga til að rann- saka hvernig þetta gerðist. Fornlíffræðingarnir fundu þrjá steingervinga á Ellesmere-eyju í Kanada og segja þá leifar áður óþekktrar tegundar sem hefur fengið nafnið tiktaalik roseae. Steingervingarnir eru 1,2–2,7 metra langir og óvenju heillegir og vel varðveittir. Blendingur fisks og krókódíls Vísindamennirnir lýsa skepn- unni sem blendingi fisks og krókó- díls. Talið er að þessi tegund hafi synt í grunnu vatni á svæði þar sem loftslagið var milt og heit- temprað fyrir 375 millj. ára. Skepnan var kjötæta og talið er að hún hafi oftast haldið sig í vatni en farið upp á land endrum og eins til að leita að fæðu eða forðast ránfiska. Skepnan var með ugga og hreistur á bakinu eins og fiskar en var þó einnig með ýmis einkenni landdýra. Hún var með flatan haus, líkt og krókódíll, og augun voru efst á hausnum. Hún var einnig með vísi að hálsi og líklega með lungu, auk tálkna. „Þegar við skoðum uggann sjáum við axlir, olnboga og frum- stæðan úlnlið, sem minnir mjög á þau dýr sem ganga á landi,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir einum vísindamann- anna, Neil Shubin, fornlíffræðipró- fessor við Chicago-háskóla. „Þetta er augljóslega dýr sem getur hald- ið sér uppi á landi.“ Talið er líklegt að skepnan hafi hreyft sig eins og selur þegar hún var á landi. Öldungaráði sjálfstjórnarsvæð- isins Nunavut í Kanada var boðið að skíra nýfundnu tegundina og hún fékk nafnið tiktaalik, en á máli frumbyggja er það orð haft yfir „stóra grunnvatnsfiska“. Nýfundna tegundin hefur verið flokkuð á milli tegundarinnar pan- derichthys – sem talið er að hafi getað gengið á grunnu vatni en ekki á landi – og acanthostega og ichthyostega, frumstæðra ferfæt- linga fornlífsaldar. $    >  $$ $ ( !'$( % 3   2%4+ ! / $ ' $  $ - /+ > (// '/ ) $( '/* !    /) ( ! ( )4 '/*!$'/ 94 + $ /% /   %'(2 !$ '//+ 0 M$ * ) //+ = $( $ /% /   *( ( $4 +   %#   &   %# N  !*4 '() ! ($  (/ )"-+"51 1   ! 8'( " ) * 83) ! ($  (/ ( ?  =5 N . /  + ; %&2 ( & %#; 6#":; 6 "&,>&=; 41 &'" &6 = " (; *%#6+  "& #=&:8 ;  =# & ? & #=&%?  &2 #** +=&=; ; (; * &)6& 2"$66?" 7&&%#; 6#":; 6 " ;"&(+ + %&'&@ # =#"#. #$4+&8&  &)6& *?"%&#"&("'&A#;=&8&:8 ;  %8= ";%; +& %+"#7 &' () "*%%+,) - .    .     3    5M (  4  '(# ( # )  ( $  #* #  B!"#$%; 6 "%8= <; C 5M 0      +   (  !$ $ ) ( !M!M '/ (/( %'(* $+ Fundu „týndan hlekk“ milli fiska og dýra á landi Steingervingar sagðir gefa mikilvægar vísbendingar um þróun lífsins Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Þegar við skoðum ugg-ann sjáum við axlir, oln- boga og frumstæðan úlnlið, sem minnir mjög á þau dýr sem ganga á landi.‘ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, settu í gær stríðandi fylkingum á Norður-Írlandi tíma- mörk til að ná samkomulagi um end- urreisn heimastjórnar í héraðinu. Munu forystumenn kaþólikka og mótmælenda fá tíma fram til 24. nóv- ember til að slá striki yfir deilur sín- ar og mynda saman stjórn. Blair og Ahern sögðu að heima- stjórnarþingið norður-írska yrði kallað saman 15. maí nk. en störf þess hafa legið niðri í næstum fjögur ár, eða frá því að mótmælendur neit- uðu frekara samstarfi við Sinn Féin, stjórnmálaarm Írska lýðveldishers- ins (IRA), vegna ásakana um að er- indrekar Sinn Féin hefðu stundað njósnir í þinghúsinu í Stormont. Munu forystumenn flokkanna á þingi – en þar sitja 108 fulltrúar – fá sex vikur frá þeim degi til að kjósa í stjórn, sem skv. friðarsamkomulag- inu frá 1998 þyrfti að innihalda full- trúa allra flokka á þingi, í réttu sam- ræmi við fylgi þeirra í kosningum sem haldnar voru haustið 2003. Tak- ist þetta ekki fá þeir tólf vikur til við- bótar til að halda slíkt kjör. Vöruðu þeir Blair og Ahern við því í yfirlýsingu að ef heimastjórnin væri ekki orðin starfhæf fyrir 24. nóvember yrðu þingmenn sviptir launum sínum og útgjaldagreiðslum og bresk og írsk stjórnvöld tækju aftur við beinni stjórn héraðsins. Vilja horfa fram á veg Ekki er ljóst hvort forystumenn mótmælenda svara kalli Blairs og Aherns, en Ian Paisley, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda, DUP, hefur fram til þessa aftekið með öllu samstarf með Sinn Féin. Er hann ekki sannfærður um að IRA hafi í reynd látið af öllum ofbeldisverkum, líkt og herinn hefur þó heitið að gera. Morð á manni sem allt þar til í fyrra var innsti koppur í búri hjá Sinn Féin, Denis Donaldson, fyrr í vikunni hefur sett strik í reikning- inn; en vitað var að Blair og Ahern hefðu í bígerð nýtt frumkvæði til að hrinda friðarferlinu á Norður-Ír- landi af stað aftur. Donaldson var á sínum tíma grun- aður um aðild að meintum njósnum í Stormont 2002 en í fyrrahaust var öllum málarekstri gegn honum og tengdasyni hans hætt. Vakti það nokkra furðu. Í ljós kom að Donald- son hafði um tveggja áratuga skeið verið flugumaður fyrir bresku leyni- þjónustuna innan hreyfingar lýð- veldissinna. Alls kyns samsæriskenningar hafa heyrst um það hver kunni að hafa myrt Donaldson – s.s. að IRA hafi viljað refsa honum fyrir svikin, að breska leyniþjónustan hafi viljað þagga niður í honum – en Blair og Ahern lögðu á það áherslu í vikunni, að ekki væri annað að gera en horfa fram á veginn, það moldviðri sem þyrlað væri upp með þessu óhugn- anlega og grugguga morði mætti ekki standa í vegi varanlegs friðar. Setja forystumönnum á N-Írlandi tímamörk Blair og Ahern vilja heimastjórn fyrir 24. nóvember Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ORRUSTUÞYRLUR íranska Byltingarvarðarins taka þátt í lokadegi heræfinga sem hófust við Peraflóa sl. föstudag. Írönsk stjórnvöld hafa að undanförnu sýnt alþjóða- samfélaginu herstyrk sinn og er tilgangur heræfinga Byltingarvarðarins, úrvalssveita íranska hersins, sem ganga undir nafninu „Spámaðurinn mikli“, einkum að sýna fram á þróun í smíði íranskra vopna, nú þegar spenna vegna kjarnorkuáætlunar landsins fer vax- andi. AP Heræfingum Byltingarvarðarins lýkur Washington. AFP, AP. | Bandaríkja- menn hyggjast ekki sækjast eftir sæti í nýju mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna. Sean McCor- mack, talsmaður utanríkisráðu- neytisins, staðfesti þetta í gær en hann sagði líklegt að Bandaríkin yrðu í framboði til ráðsins á næsta ári. Tók hann fram að þó að Banda- ríkjamenn hefðu ekki verið fylli- lega sáttir við þær breytingar, sem gerðar voru á ráðinu, myndu þeir sýna því fullan samstarfsvilja. Mannréttindaráðið á að taka við störfum Mannréttindanefndar SÞ, sem hefur haft aðsetur í Genf. Var ráðist í breytingarnar, og þær sam- þykktar nýverið í allsherjarþingi SÞ, vegna þess að mörgum þótti nefndin ekki standa undir nafni. Kom það til af því að ýmsar þjóðir, sem ekki þykja barnanna bestar í mannréttindamálum, höfðu ítrekað verið kosnar til setu í nefndinni; s.s. Súdan, Líbýa, Zim- babwe og Kúba. Ríkti gjarnan samtryggingarkerfi milli þessara landa og annarra í nefndinni og komu ríkisstjórnir þeirra gjarnan í veg fyrir að gagnrýni yrði sam- þykkt gegn þeim. Bandaríkin einangruð Demókratinn Tom Lantos, sem sæti á í alþjóðanefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, lýsti hneyksl- an sinni á ákvörðun Bandaríkja- stjórnar. Hún væri til marks um einangrun Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi um þessar mundir og sýndi skort á áhuga á að vinna að bættum mannréttindum í heim- inum. Sækjast ekki eftir sæti í mannréttindaráðinu George W. Bush Bandaríkjaforseti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.