Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL Við fórum á svokallaðanblindraveitingastað, enborðsalurinn er algjör-lega myrkur og allir þjónarnir eru blindir,“ segir Bryn- dís Stefánsdóttir sem fór ásamt manni sínum Kristjáni Frey Hall- dórssyni í brúðkaupsferð til Berl- ínar seinasta haust. „Vinkona okk- ar sem bjó í Berlín benti okkur á að fara á þennan veitingastað. Staðurinn heitir Noctivagus og er fyrsti blindraveitingastaðurinn í heiminum.“ Bryndís segir að gengið sé inn á bar þar sem maturinn er pantaður auk þess sem farið er yfir regl- urnar í borðsalnum. „Það þarf t.d. að slökkva á farsímanum og það má ekki kveikja á sígarettu eða kveikjara. Það gleymdi einn gest- urinn að slökkva á símanum sínum meðan við vorum að borða, það kom pínulítill blár bjarmi frá hon- um og þá úuðu allir þjónarnir. Þegar við vorum búin að panta fórum við niður inn í lítið herbergi með litlu ljósi, þar náði þjónninn í okkur og leiddi okkur inn í salinn. Þegar hurðin opnaðist inn í borð- salinn slokknaði ljósið í herberg- inu svo það fór aldrei nein birta inn í salinn. Við löbbuðum í hala- rófu að borðinu og þjónninn hjálp- aði okkur í sætin. Það var al- gjörlega svart, það sást ekki neitt. Ég hélt kannski að ég myndi að- eins venjast myrkrinu og sjá smá en það gerðist ekki.“ Bryndís segir þjónana smella fingrum þegar þeir eru á ferðinni svo þeir klessi ekki hver á annan ásamt því að þeir eru með tal- stöðvar og listar á gólfinu vísa þeim leiðina á milli borðanna. Héngu ekki í myrkrinu „Við pöntuðum okkur óvissu- matseðil og því vissum við aldrei hvað við vorum að borða. Við fór- um einu sinni fram á milli rétta og þá kölluðum við á þjóninn sem leiddi okkur fram, svo þurftum við að láta vita þegar við vildum fara aftur inn en það má alls ekki standa upp frá borðinu eða fara að því án fylgdar. Um leið og við vor- um búin að borða fórum við út því þetta er ekki staður þar sem mað- ur situr lengi og spjallar. Við vor- um ekkert að hanga þarna inni í myrkrinu. Þetta er náttúrulega svolítið yfirþyrmandi, maður sér ekki neitt og sumir gætu fengið smá innilokunarkennd.“ Að lokinni máltíðinni fengu þau að vita hvað þau voru að borða en það var; sal- at með gæs og túnfisksúpa í for- rétt, krókódíla-, nauta- og kan- ínukjöt í aðalrétt, saman á disk, og grjónabúðingur í eftirrétt. „Við hlógum að því hvað það yrði fynd- ið að sjá myndband eftir á af manni að borða í þessu myrkri, það væri örugglega ekkert mjög smekklegur. Ég passaði a.m.k. að fara í fötum sem mátti sullast á.“ Bryndís segir þetta vera fínan veitingastað með góðum mat á sanngjörnu verði. Noctivagus er fyrsti blindraveitingastaðurinn, en annar slíkur staður er í Berlín auk þess sem einn staður er í Frakk- landi og annar í London. „Ég veit ekki hvort ég færi aft- ur út að borða á svona stað, þetta er ógleymanlegt en kannski nóg að gera það einu sinni á ævinni. Annars er gaman að vera í Berlín, maturinn þar er góður og mikið úrval af veitingastöðum,“ segir Bryndís að lokum og mælir með því að þeir sem eiga leið um Berl- ín fái sér máltíð í myrkrinu.  FERÐALÖG | Þjónar smella fingrum á blindraveitingastað í Berlín Máltíð í myrkrinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bryndís sá ekki svona vel þegar hún borðaði í svartamyrkri í Berlín. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Heimasíða blindraveitingastað- arins er: www.noctivagus.com Við höfum verið aðmarinera tugi kílóaaf fiski í ferming-arveislur, mat- arboð og aðrar veislur und- anfarið. Það hefur sjaldan verið jafn mikil eftirspurn eftir fiski og núna upp á síð- kastið hjá okkur,“ segir Ei- ríkur Auðunn Auðunsson í Sjávargallerýinu við Háaleit- isbraut. Marineraða fiskinn segir Eiríkur Auðunn að fólk ýmist baki í ofni eða skelli á grillið. „Fiskurinn getur ýmist verið forréttir eða aðalréttir. Fólk vill fá fiskinn og kartöflurnar hálf- tilbúið og þess vegna bjóð- um við líka upp á mariner- aðan fisk í mjög notenda- vænum umbúðum sem gott er að ferðast með, til dæmis fyrir þá sem eru að fara í sumarbústaðinn. Þá er fisk- urinn í bökkum með ábrenndri plastfilmu yfir, sem fólk stingur göt á, setur í ofninn og hit- ar upp. Eins höfum við verið með sérstaka grillbakka. Fólk getur til dæmis pantað uppáhaldsfisk- tegundina sína fyrir vissan fjölda fólks og sækir þetta svo pakkað og tilbúið og skellir beint í ofninn eða á grillið, í bústaðnum eða heima hjá sér,“ segir Eiríkur Auðunn sem marinerar allra handa fisk en vin- sælust er lúðan, skötuselurinn og laxinn, en langan og keilan vinna líka á.  MATUR Morgunblaðið/ÞÖK Eiríkur Auðunn með einn af bökkunum góðu sem fara svo vel í ferðalögum. Marineraður fiskur á grillið eða í ofninn Sigurbjörg Snorra-dóttir, eða Boggaeins og hún er köll-uð, býr á Dalvík og hefur alla tíð haft mjög mik- inn áhuga á mat. Hún er al- in upp á Krossum á Ár- skógsströnd þar sem alltaf var mannmargt heimili og mikið að gera í eldhúsinu. Hún tók snemma þátt í mat- argerðinni og öðlaðist þann- ig góða reynslu sem hefur nýst henni vel sem matráðs- kona en hún starfaði í meira en tuttugu ár í Árskógs- skóla í mötuneytinu. Sig- urbjörg hefur yndi af að bjóða gestum í mat og fyrir skömmu borðuðu hjá henni nokkrir Þingeyingar sem voru sammála um að gott væri að borða hjá Boggu enda ekki skorið við nögl. Á borðum var lasagna með grænmeti og kartöflum auk þess sem á eftir kom girni- leg súkkulaðikaka. Lasagna 400–500 g nautahakk 1 spergilkálshöfuð 1 kúrbítur ferskt spínat 1 laukur 3 sveppir 2 hvítlauksgeirar Pastasósa að vali – stór krukka Lasagnablöð 500 g kotasæla 300-500 g mozzarella eða pitsuostur 2 egg Rétturinn er eldaður á rafmagns- pönnu. Hakkið soðið fyrst. Græn- meti er skorið niður, lasagnasósunni blandað við hakkið og þar með grænmetinu saman við. Kotasælu, osti og eggjum blandað saman. Grænmetið og hakkið sett neðst á pönnuna, síðan lasagnablöð þá kota- sælu- og ostblandan. Efsta lagið er svo grænmeti og ostur. Hiti 170 gráður en síðan er lækkað niður þegar lasagnað er soðið. Súkkulaðikaka í potti 1 pakki súkkulaðikökumix 2 egg gulrót ½ epli biti af kúrbít 1 sellerístöng biti af hvítkáli súkkulaðikrem Ávextir og grænmeti skorið niður afar smátt og öllu hrært saman. Potturinn þ.e. Saladmaster-pottur, forhitaður á lægsta hita og úðaður með Pam-úða. Blöndunni er hellt í pottinn og haft á minnsta hita á elda- vélinni í 20–30 mínútur. Gott er að taka lokið af til þess að þurrka rakann úr lokinu af og til meðan kakan er að bakast. Súkku- laðikrem að vild, en Betty Crocker er mjög gott og hægt að kaupa tilbú- ið. Skreyta má kökuna að vild.  MATUR | Sigurbjörg Snorradóttir eldar lasagna og notar spínat, kúrbít og kotasælu Súkkulaðikaka bökuð í potti Eftir Atla Vigfússon Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sigurbjörg hefur yndi af að bjóða heim gestum og hér er hún með nýbakaða súkkulaðikökuna. Blandaðir sjávarréttir í hvítvínsbættri Marinarasósu Marineringin (lögurinn): 2 kg hakkaðir tómatar í dós 1/2 bolli olía 2 hvítlauksrif fínsöxuð 1 bolli hvítvín 2 tsk. salt 1 msk. malaður svartur pipar 2 msk. origano 2 msk. timjan 100 g parmesan-ostur Allt sett í matvinnsluvél og hakk- að saman. Því næst er ferskt spínat, paprika og rauðlaukur saxað niður gróft og sett út í löginn. Borið á roð- og beinlausan fisk (fisktegund eftir smekk) sem hefur verið skorin í bita. Fiskurinn settur í eldfast mót inn í ofn og bakaður við 180 gráður í 20 mínútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.