Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR Álfakúlur gefa þér óendanlega valmöguleika í að setja samann þinn eigin skartgrip Hálsmen Armbönd Eyrnalokkar Ófeigur gullsmiðja - Skólavörðustíg 5 - 551 1161 - www.ofeigur .is FYRSTI flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundur Sjálfstæð- isflokksins, sem haldinn verður ut- an höfuðborgarsvæðisins, verður helgaður málefnum eldri borgara og málefnum fjölskyldunnar. Um þau verður fjallað af ýmsum for- ystumönnum flokksins í sveit- arstjórnum frá mörgum ólíkum hliðum. Fundurinn verður í Brekkuskóla á Akureyri og hefst hann í dag klukkan 16. Fundinum lýkur á morgun. Á fundinn koma allir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, flestir frambjóðendur hans til sveit- arstjórna í vor og fjölmargir trún- aðarmenn hans aðrir, alls á þriðja hundrað manns. Fundurinn hefst með ræðu for- manns Sjálfstæðisflokksins, Geirs H. Haarde utanríkisráðherra. Í dag verður einnig umræða um drög að stjórnmálaályktun. Málefnastarf fer fram á morgun, laugardag. Sjálfstæðis- menn þinga á Akureyri KOSIÐ verður á morgun um sam- einingu tveggja sveitarfélaga á Norðausturlandi, Þórshafn- arhrepps og Skeggjastaðarhrepps. Verði sameiningin samþykkt verða sveitarfélög á Íslandi 79 talsins þeg- ar gengið verður til sveitarstjórn- arkosninga hinn 27. maí nk. Sveitarstjórnum hreppanna tveggja þótti rétt, í framhaldi af sameiningarkosningum í fyrra- haust, þar sem íbúar Skeggjastað- arhrepps og Þórshafnarhrepps samþykktu sameiningu við ná- grannasveitarfélögin, að skoða hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Alls bjuggu 542 ein- staklingar í hreppunum tveimur 1. desember síðastliðinn. Kosið um samein- ingu á Norðaust- urlandi á morgun „ÉG er feikilega ánægður með listann. Ég held að hann sé mjög sig- urstranglegur vegna þess að hann er breiður eins og borgarsamfélagið,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóraefni Samfylkingarinnar, um framboðslista flokksins fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. 10 efstu sætin óbreytt Listinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í Iðusölum í Reykjavík í gærkvöldi og eru tíu efstu sætin óbreytt frá úrslitum prófkjörs hans. Þrjátíu manns skipa listann; fimmtán konur og fimmtán karlar. „Ég held að það þurfi fjölbreyttan hóp sem er tilbúinn að rökræða sig niður á skynsamlega niðurstöðu í hverju máli til þess að stýra borg þannig að vel fari og Samfylkingin er það. Ég held við förum allan skalann, í aldri, kynjum og hverfum og síðast en ekki síst höfum við mismunandi bakgrunn úr atvinnulífinu og lífinu sjálfu.“ 1. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi 2. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri 3. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi 4. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi 5. Oddný Sturludóttir rithöfundur og píanókennari 6. Sigrún Elsa Smáradóttir markaðsstjóri og varaborgarfulltrúi 7. Dofri Hermannsson meistaranemi í hagvísindum 8. Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur 9. Stefán Benediktsson arkitekt 10. Guðrún Erla Geirsdóttir kennari og myndhöfundur 11. Kjartan Valgarðsson markaðsstjóri 12. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir verslunareigandi og hönnuður 13. Felix Bergson leikari 14. Falasteen Abu Libdeh skrifstofustúlka 15. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar 16. Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur 17. Gunnar H. Gunnarsson deildarverkfræðingur 18. Andrés Jónsson formaður ungra jafnaðarmanna 19. Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir stuðningsfulltrúi og háskólanemi 20. Ingimundur Sveinn Pétursson formaður Félags einstæðra foreldra 21. Guðrún B. le Sage de Fontenay háskólanemi 22. Jóhanna S. Eyjólfsdóttir skrifstofustjóri 23. Tryggvi Þórhallsson rafverktaki 24. Margrét Baldursdóttir tölvunarfræðingur 25. Einar Kárason rithöfundur 26. Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri 27. Halldór Gunnarsson fyrrv. form. Þroskahjálpar 28. Adda Bára Sigfúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi 29. Björgvin E. Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi 30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur „Fjöl- breyttur hópur með mismun- andi bak- grunn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Framboðslisti Samfylkingarinnar STANGVEIÐI EINS og fram hefur komið gerði Stangaveiðifélag Reykjavíkur neta- bændum á veiðisvæði Hvítár/Ölfusár tilboð um leigu gegn upptöku neta næstu þrjú árin. Tilboðið miðaðist við að a.m.k. tækist að leigja veiði- rétt sem samsvaraði að lágmarki 50% netaveiðinnar miðað við með- altal síðustu 10 ára. Samkvæmt upp- lýsingum SVFR hefur þorri veiði- réttareigenda hafnað tilboðinu og er því ljóst að meginmarkmið þess mun ekki nást. Stjórn SVFR fagnar því hins veg- ar að einstakir netabændur hafi sýnt áhuga á að semja við félagið um upp- töku neta í tilraunaskyni. Telur stjórnin að hvert net sem náist upp sé mikilvægur áfangi og hyggst ganga til viðræðna við þá veiðirétt- areigendur. Takist samningar er fyrirhugað að reyna stangveiðar á viðkomandi veiðisvæðum. Hefur SVFR jafnframt skorað á netabændur á vatnasvæðinu að leggja sitt af mörkum til að tryggja vöxt og viðgang stórlaxastofnsins á svæðinu og er þess farið á leit að þeir seinki byrjun netaveiðitímabils- ins um tvær vikur í sumar, eða til 28. júní, til að auka líkur á að hlutfall tveggja ára laxins í hrygningunni aukist. Samkvæmt vefmiðli SVFR segir stjórnin að stangaveiðimenn hafi svarað kalli Veiðimálastofnunar um að hlífa stórlaxinum og nú sé kominn tími til að netabændur axli einnig ábyrgð í því máli. Samið að nýju við netabændur í Borgarfirði Fyrir nokkru var greint frá því að samningaviðræður milli netabænda og bergvatnsbænda í Borgarfirði væru komnar í hnút og var jafnvel óttast að bændur hæfu netaveiði aft- ur. Samkvæmt heimildum vefmiðils- ins votnogveidi.is mun hafa náðst samkomulag um áframhaldandi upp- leigu netanna í Hvítá í Borgarfirði. Þegar Sporður ehf., leigutaki Þverár-Kjarrár, samdi við neta- bændur fóru hjólin að snúast. Neta- bændur gerðu öðrum bergvatns- bændum sambærilegt tilboð, sem var fyrst hafnað, en eftir að leigutak- ar ánna komu að málinu í ein- hverjum tilvikum mun deilan hafa verið leyst. Um 60 urriðar úr Minnivallalæk „Um hádegi í gær, miðvikudag, höfðu veiðst um 60 urriðar í Minni- vallalæk. Það hefur aldrei veiðst svona mikið í byrjun, þetta er rosa- lega gott og ekki síst við þessar erf- iðu aðstæður,“ sagði Þröstur Elliða- son í gær. „Flestir fiskanna veiddust í Stöðv- arhyl og á Húsabreiðu en einhver reytingur var neðar í ánni. Flestir tóku stórar straumflugur á sökk- endum.“ 55 af þessum urriðum var sleppt aftur og eins og kunnugt er eru urr- iðarnir í Minnivallalæk stórir. Sá stærsti var ellefu pund, annar tíu, tveir níu og sex urriðar voru átta pund. „Þetta eru eins og góðar tölur í laxveiði,“ sagði Þröstur. Ágúst K. Ágústsson á skrifstofu Lax-ár sagði 20 til 40 fiska hafa verið að veiðast á dag í Varmá. Fiskurinn er orðinn nokkuð dreifður, er ekki að veiðast bara í Stöðvarhyl eins og oft á þessum tíma. Nokkuð er að veiðast við Stífluna, sem er miðsvæðis, og þar sem Grímslækur rennur út í Varmá. SVFR skorar á netabænd- ur að seinka veiðum í sumar Ólafur Ragnar Garðarsson með 10 punda hæng í Minnivallalæk. veidar@mbl.is 1" 23( ! ** (43"-+"  +( "23( )5 (43"-+" 1" 2 ( ". 2"#55+" *#664 % - . 2"#55+"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.