Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI SPENNANDI STARF Á AKUREYRI Við leitum að góðu fólki í fullt starf, afleysingar og í sumarvinnu Umsóknir með mynd sendist á pósthólf 371, Akureyri, merktar: „Atvinnuumsókn“ eða á perfect@emax.is. Óskum eftir sölufólki í eftirtaldar fataverslanir í miðbæ Akureyrar UM 45% kjósenda á Akureyri hafa ekki gert upp hug sinn fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, skv. skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskól- ans á Akureyri gerði og birtist í Vikudegi í gær. Miðað við svör þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni bæta Vinstri grænir verulega við sig frá síðustu kosningum og fengju þrjá bæjarfulltrúa en hafa einn í dag. Samfylkingin bætir líka við sig og fengi tvo bæjarfulltrúa í stað eins en önnur framboð missa fylgi; Sjálfstæðisflokkur- inn héldi þó fjórum mönnum í bæjarstjórn en Framsóknar- flokkurinn tapar mestu og fengi einn fulltrúa en hefur þrjá í dag. Listi fólksins myndi tapa öðrum bæjarfulltrúa sínum, yrði niður- staða kosninganna í samræmi við könnunina. Byggt var á 600 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá, en þegar frá voru taldir látnir, brottfluttir eða þeir sem af öðr- um ástæðum áttu ekki heima í úrtaki var fjöldinn 510. Endan- leg svörun var 63%. Kosningarnar í vor Helmingur kjósenda óákveðinn Vísindagarðar | Opin ráðstefna um vísindagarða verður á Akureyri næsta mánudag, 10. apríl. Að henni standa Háskólinn á Akureyri, Iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið, KEA og Vaxtarsamningur Eyjafjarðar en fyrirlesarar verða bæði innlendir og erlendir. Ráðstefnan hefst á Hótel KEA kl. 12.15 og er hádegisverður innifalinn í 3.000 kr. skráningar- gjaldi. Skrá þarf þátttöku á heima- síðu Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, www.klasar.is. „ÉG elska íslensku náttúruna og hér býr gott fólk. Ef ég flytti aftur heim þá myndi ég sakna íslenska hákarlsins mest. Ég borða hann oft með rúgbrauði og miklu smjöri.“ Svo mælir Mait Trink frá Eistlandi, einn 400 útlendinga sem búsettir eru við Eyjafjörð. Ummælin er að finna á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu á morgun, en hún er byggð á ljósmyndum og viðtölum við hluta hópsins. Leitast er við, á sýningunni, að kynna sögu fólksins og áhugamál í stuttu máli. Markmið sýningarinn- ar er að kynda undir umræðum um tengsl á milli erlendra og íslenskra íbúa í Eyjafirði. Það eru nemar á 2. ári í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri sem unnu verkefnið og standa að sýningunni, og telja, vegna aukinnar umræðu í Evrópu um málefni innflytjenda, nauðsyn- legt að vekja umræður hér á landi og leiða þær inn á jákvæðar braut- ir. Áhugaverðar sögur „Vinnan við þetta verkefni hefur verið mjög áhugaverð. Við höfum tekið viðtöl við 30 erlenda einstakl- inga sem búa hér við Eyjafjörð, þeir eru mjög opnir og jákvæðir. Ástæður fyrir komu þeirra hingað til lands eru mismunandi, sumir koma vegna áhuga á landinu, aðrir eingöngu til að vinna. Flestir eru sammála um að samfélagið hér hafi tekið vel á móti þeim en við megum ekki gleyma að sumir koma hingað af neyð, eins og flóttafólkið,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni. Hún segir sögur fólksins áhuga- verðar. „Við erum til dæmis með einn menntaðan óperusöngvara sem nú rekur sína eigin kavíar- verksmiðju á Svalbarðseyri. Ein kona millilenti hér á leið til Kan- ada og fannst landið svo fallegt að hún ákvað að stoppa aðeins lengur, en hefur nú verið hér í nokkur ár. Það er þroskandi fyrir alla að kynnast mismunandi fólki og lit- ríkri menningu, við eigum að fagna öllu því sem gefur menningu okkar fjölbreytileika. Í Evrópu hefur verið aukin umræða um inn- flytjendur og því miður verður hún oft neikvæð. Við viljum vekja um- ræður hér á Íslandi og leiða þær inn á jákvæðar brautir, bjóða er- lent fólk velkomið til okkar.“ Sýningin hefst í Ketilhúsinu kl. 16 á morgun. Jón Kristjánsson fé- lagsmálaráðherra flytur ávarp og einnig taka til máls Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Þorsteinn Gunnarsson rektor og fulltrúar nemenda sem standa að sýning- unni. „Myndi sakna hákarlsins mest“ Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Einn 400 útlendinga í Eyjafirði Elwood Arabis Tamidlis frá Filippseyjum. 400 manns frá 40 löndum búa í Eyjafirði „Ég valdi ekki Ísland, Ísland valdi mig. Ég var í rauninni á leiðinni til Kan- ada. Kærastinn minn á þeim tíma var mjög flughræddur svo við áttum mjög erfitt með að ferðast. Við þurftum að millilenda á Íslandi en fannst landið svo fallegt að við ákváðum að stoppa lengur hér.“ Myriam Dalstein, 34 ára frá Þýskalandi. „Fyrst þegar ég kom hingað átti ég erfitt með að trúa því að ég hefði lent á plánetunni Jörð. Allt hér er svo ólíkt því sem ég hef áður séð. Norðurljósin og snjórinn eru ótrúleg sýn en fyrst og fremst er svo gott að vera í kringum ís- lenskt fólk sem er það heiðarlegasta sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Við söknum brasilísku tónlistarinnar sem er svo rík og á sér svo mörg blæ- brigði. Ég kom þó auga á íslenska hljómsveit sem mér finnst frábær, Sálin hans Jóns míns.“ Thiago Trinda De Silveira, 27 ára frá Brasilíu. Reykjavík | Fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Árni Þór Sigurðsson, lagði á fundi borgarráðs í gær fram bókun þar sem hann ítrekar þá skoðun Vinstri grænna að orkuöflun á vegum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í þágu álversupp- byggingar og annarrar stóriðju verði að skoða með heildstæðum hætti. Bókunin var gerð í tilefni af sam- þykkt stjórnar OR í síðustu viku um raforkuöflun vegna stóriðju í Helgu- vík. Í tilefni bókunar Árna lét Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, bóka að OR hefði selt raforku til stóriðju um langt skeið og full samstaða ríkt um þá stefnu innan stjórnar hennar, án skilyrða um hvaða aðila yrði seld orkan. Í bókun Árna Þórs segir m.a. að eðlilegt hljóti að teljast að stefnu- markandi ákvarðanir um orkuöflun til stóriðju verði skoðaðar á vettvangi eigenda Orkuveitunnar, þ.e. borgar- stjórnar Reykjavíkur og þeirra flokka sem þar starfa. Slík umræða hafi enn ekki farið fram, og sé sam- þykkt stjórnarinnar einungis á ábyrgð þeirra sem að henni stóðu. Þá ítrekar Árni þá áherslu VG að OR verði áfram í eigu almennings. „Flokkurinn hefur staðið vörð um Orkuveituna á yfirstandandi kjör- tímabili og mun leggja sömu áherslur á því næsta,“ segir m.a. í bókun Árna. „Þá er og varað við að Orkuveitu Reykjavíkur sé beitt í pólitísku skyni til að halda enn áfram aðgerðum í þágu einhæfra lausna í atvinnumál- um sem ógna náttúru, loftslagi og fjölbreyttu atvinnulífi í þessu landi. Ennfremur er ástæða til að minna á að umhverfisráð Reykjavíkur hefur í samþykkt frá 20. mars sl. lýst stuðn- ingi við afstöðu stjórnar Reykjanes- fólksvangs til virkjanaáforma innan fólkvangsins, en þar er í meginatrið- um lagst gegn tilraunaborunum og virkjunum á svæðinu.“ VG skeri sig ekki úr Í tilefni bókunar Árna lét Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, bóka að OR hefði selt raforku til stóriðju um langt skeið og full samstaða ríkt um þá stefnu innan stjórnar hennar, án skilyrða um hvaða aðila yrði seld orkan. „Þegar forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar á Suðurnesjum sendu stjórn Orkuveitunnar bréf 28. mars sl. þar sem óskað var eftir því að kannað yrði hvort Orkuveitan gæti tryggt fyrirhuguðu álveri í Helguvík þá orku sem þyrfti og Hita- veita Suðurnesja gæti ekki útvegað, samþykktu fulltrúar Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks í stjórninni að verða við er- indinu, enda hafði samfélagið á Suðurnesjum orðið fyrir þungu höggi í atvinnumálum,“ segir m.a. í bókun Alfreðs. „Í því sambandi var hugað að eft- irtöldum atriðum: Mögulegri orku- öflun, flutningsleiðum, verð og hag- kvæmni, öflun rannsóknaleyfa, áhrif virkjanaframkvæmda á umhverfi og áhrif framkvæmda í tengslum við verkefnið á efnahagslífið. Niðurstöð- ur úttektarinnar verði kynntar stjórn og eigendum.“ Alfreð sagði einnig að fulltrúar flokkanna sem stæðu að Reykjavík- urlistanum hefðu allir lagt áherslu á að OR yrði áfram í almannaeign og að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð skæri sig ekki úr hvað það varð- aði. Hann sagði uppbyggingu stór- iðju hafa góð áhrif á atvinnu- uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og það mætti ekki síst þakka virkj- unarframkvæmdum OR á Nesjavöll- um og Hellisheiði. OR hefði lagt sig í framkróka að virkja í góðri sátt við náttúruverndarsjónarmið. Umrædd samþykkt í stjórn OR varðandi stór- iðju í Helguvík væri gerð með öllum þeim fyrirvörum sem meirihluti stjórnarinnar teldi þurfa að liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Ólafur F. Magnússon lét bóka að F-listinn legði áherslu á að OR og Landsvirkjun yrðu áfram í eigu al- mennings og benti á að fulltrúar VG í borgarstjórn hefðu ekki stutt tillögu F-listans þar sem lagst hefði verið gegn áformum um virkjun jarðvarma í Kerlingarfjöllum. Fulltrúar VG og Framsóknaflokksins í stjórn OR Tókust á um sölu raforku til stóriðju Í DAG, 7. apríl, er alþjóðaheilbrigð- isdagurinn haldinn hátíðlegur. Yfir- skriftin í ár er ,,samstarf í þágu heil- brigðis“. Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýttu þetta tilefni til að undirrita formlegan samstarfssamning á milli stofn- ananna tveggja til ársins 2010. Auk þess að styrkja tengsl stofn- ananna er markmið með samstarf- inu að vinna að rannsóknar- og þró- unarverkefnum til stuðnings heilsu barna á Íslandi. Miðstöð heilsuverndar barna ann- ast framkvæmd samningsins f.h. Heilsugæslunnar. Þegar eru hafin nokkur sam- starfsverkefni þó ekki hafi verið undirritaður formlegur samningur þar um fyrr en nú. Má þar nefna gerð fræðsluefnis fyrir foreldra um næringu ungbarna, fræðsluefnis fyr- ir starfsfólk heilsugæslu og um tann- vernd ungbarna. Ennfremur er samstarf um gerð fræðslu- og forvarnarefnis fyrir grunnskólabörn og foreldra þeirra, sem skólahjúkrunarfræðingar munu nýta í starfi sínu, og um útgáfu á rannsóknaverkefnum læknanema um lýðheilsu barna á Íslandi. Samningurinn um samstarfið var undirritaður af þeim Önnu Elísabetu Ólafsdóttur, forstjóra Lýðheilsu- stöðvar, Guðmundi Einarssyni, for- stjóra Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, og Geir Gunnlaugssyni, forstöðumanni Miðstöðvar heilsu- verndar barna. Samstarf Frá vinstri: Geir Gunnlaugsson, forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna, Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðv- ar, og Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samstarf í þágu heilbrigðis barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.