Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 53 MENNING Á LISTASAFNI Íslands standa nú yfir yfirlitssýningar tveggja þekktra en ólíkra íslenskra málara frá fyrri hluta síðustu aldar, þeirra Gunn- laugs Blöndal og Snorra Arinbjarn- ar. Í kjölfar samstarfssamnings við SAMSON eignarhaldsfélag hefur Listasafnið fellt niður aðgangseyri að safninu jafnframt því að auka vægi fræðsluhlutverks þess. Bæði með því að vekja athygli á þeirri virku og fjölsóttu fræðslustarfsemi sem safnið hefur boðið skólum og öðrum hópum uppá undanfarin ár en einnig með fjölgun opinna fræðsluerinda og markvissari kynn- ingu á þeim. Í tilefni sýninganna hefur Lista- safnið, með styrk frá KB banka og Íslenskum aðalverktökum, gefið út löngu tímabærar bækur um þá Gunnlaug og Snorra sem skarta fjölda litprenta af málverkum þeirra. Eins og hefð er fyrir í bók- um Listasafnsins um einstaka lista- menn þá er helst leitað eftir því í textunum að gera grein fyrir bak- grunni, menntun og áhrifavöldum listamannanna ásamt því að skoða verkin og þróun þeirra í samhengi við heimslistina og heimalistina. Fræðsluerindin sem boðið er uppá eru við lauslega skoðun flest svolítið í stíl við texta bókanna, frekar varfærin, hlutlaus og tíma- laus eins og samtíminn hafi litlu við að bæta við kunnuglega túlkun verkanna eða því samfélagslega og pólitíska umhverfi sem þau urðu til í. Þó má merkja áhugaverða und- antekningu hvað þetta varðar, við- leitni til að brjóta umræðuna upp með því að fá utanaðkomandi gest til að spjalla um tilfallandi sýningu. Spjall Helga Þorgils Friðjónssonar á Listasafninu um verk Gunnlaugs Blöndal kemur inn á mikilvæg list- pólitísk álitamál sem full ástæða er til að gefa frekari gaum, ekki síst í ljósi umræðna um ólíkar birting- armyndir menningarforræðis. Þetta spjall er aðgengilegt á vef Lista- safns Íslands, www.listasafn.is og er vonandi vísir að fjölbreyttari nálgun safnsins við listasöguna og menn- ingararfinn í nánustu framtíð. Það væri ofsagt að segja að fersk- ir vindar blási um safnið með þess- um þó jákvæðu áherslum í starfinu heldur má segja að það birti örlítið upp og það verði enn augljósara en áður hversu fjársvelt safnið hefur verið og er enn. Það hefði verið skemmtilegra ef fjárframlög frá at- vinnulífinu gætu nýst sem raun- veruleg og skapandi viðbót við starfsemina en ekki sem staðgengill hins opinbera við að halda úti sjálf- sagðri lágmarks grunnþjónustu. Það eru skiptar skoðanir um það að fella niður aðgangseyri á opinberum listasöfnum og hægt að tína til rök með og á móti í þeim efnum. Það virðist þó vera áhugaverð tilraun, jafnvel þótt hún væri einungis tíma- bundin, til að laða að nýja neyt- endur og stuðla að auknum áhuga á íslenskri myndlist og myndlist- arsögu. Það kostar nefnilega ekkert meira að reka safnið þótt helmingi fleiri gestir skoði sýningarnar og skattgreiðendur eru þegar búnir að borga hluta af kostnaði safnsins, þann hluta sem hið opinbera leggur til. Sýningarstjóri yfirlitssýningar- innar Lífsnautn og ljóðræn ásýnd á verkum Gunnlaugs Blöndal er Harpa Þórsdóttir listfræðingur á Listasafninu, en hún skrifar einnig texta bókarinnar sem ber sama titil og sýningin. Harpa hefur valið að leggja áherslu á tvö meginstef í list- sköpun Gunnlaugs, konumyndir annarsvegar og landslagsmyndir og bátamyndir hinsvegar. Í textanum er lögð áhersla á upphafna ljóðræna sýn Gunnlaugs á myndefnið ásamt íslenskri sérstöðu hans varðandi litanotkun. Í þessu samhengi hefði verið áhugavert að skoða fleiri þætti myndlistar hans, ekki síst portrett og önnur verk sem gerð voru eftir pöntun. Það hefði gefið fyllri heild- armynd af því hversu gríðarlega vinsæll hann var sem málari og jafnvel leitt í ljós að margar af hans bestu myndum væru í þeirri deild. Þessari hlið listsköpunar hans eru gerð nokkur skil í fræðsluefni sem sýnt er í kjallara safnsins. Sýn Gunnlaugs á konur, afstaða hans gagnvart viðfangsefninu og áhugi almennings á verkunum er rannsóknarverkefni út af fyrir sig. Ekki síst í ljósi almennrar og op- inberrar afstöðu Íslendinga til kvenna og kvenleikans eins og hann kemur fyrir sjónir í rituðum heim- ildum frá fyrri hluta aldarinnar. Í ljósi nýrra sagnfræðilegra verka á borð við doktorsritgerð Sigríðar Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslend- ingur, sem fjallar um þjóðerni, kyn- gervi og vald á Íslandi 1900–1930, mætti skoða myndlistararf okkar frá fleiri sjónarhornum eða í öðru samhengi en við erum vön. Þrátt fyrir að sýningin hefði vissulega mátt vera fyllri þá er ljóst að sýn- ingarstjórar verða að velja og hafna. Að tefla saman tveimur yf- irlitssýningum, Gunnlaugs Blöndal og Snorra Arinbjarnar, er áhuga- vert fyrir margar sakir. Fyrst og fremst vekja sýningar þessara sam- tímamanna, svona hlið við hlið, upp í huga listnjótandans margar af þeim áhugaverðu spurningum sem ekki eru færðar í orð á sýningunni (með smá undantekningu í spjalli Helga Þorgils). Þá undirstrikar samspilið höfundareinkenni hvors listamanns um sig þar sem stóri munurinn á þeim liggur ekki bara í stíleinkenn- um og aðferðafræði heldur aðallega í ólíkri aðstöðu þeirra og afstöðu til lífsins og listarinnar. Yfirlitssýningin á verkum Snorra Arinbjarnar í sýningarstjórn Ólafs Kvaran, listfræðings og safnstjóra, ber titilinn Máttur litarins og speg- ill tímans, en Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritar fróðlegan texta bókarinnar sem þjónar eins og bók- in um Gunnlaug hlutverki veglegrar sýningarskrár. Eins og sýningu Gunnlaugs á hinni hæðinni er verk- um Snorra skipt á milli tveggja sala sem hentar afbragðsvel í þessu til- viki. Sýningin virðist sannfærandi heildaryfirlit yfir list Snorra og er dæmi um hvernig verk sumra lista- manna fá aukinn styrk og vægi í eigin heildarverki öfugt við þegar maður sér þau eitt og eitt innan um verk annarra listamanna. Hinar miklu breytingar sem verða á list Snorra þegar kreppuástandinu lýk- ur og við tekur uppgangstímabil í efnahag landsins benda til þess að nánasta umhverfi og lífsskilyrði manna hafi ákaflega sterk áhrif á persónulega tilvistarupplifun þeirra og lífssýn. Það er örugglega ekki það sama að sjá eða heyra um kreppuna og það að upplifa hana, og það sama á við um hörmungar stríðsins. Síðari verk Snorra eru lit- ríkari og bjartari en áður og áferð þeirra og stundum form- gerð minna á vefn- að. Á sama hátt og það fer verkunum að standa innan eig- in heildar þá taka þau sig sérstaklega vel út á prenti, en slíkt er ekki einhlítt og gerir bókina eigulegri en ella. Ástæða er til að óska Listasafni Ís- lands og þjóðinni til hamingju með tíma- bærar yfirlitssýn- ingar og veglegar bækur um tvo þjóð- þekkta listamenn, þá Gunnlaug Blön- dal og Snorra Ar- inbjarnar. Einnig með niðurfellingu aðgangseyrisins í boði SAMSON og aukinn sýnileika og vaxandi metnað í fræðslustarfi safnsins. Frír aðgangur og aukin fræðsla MYNDLIST Listasafn Íslands Sýningin stendur til 30. apríl. Gunnlaugur Blöndal Snorri Arinbjarnar SETT UPP AF LA Í SAMSTARFI VIÐ ÍÓ „Besta söngleikjauppfærsla leikársins… vel leikin, vel sungin… enn ein rósin í hnappagatið hjá LA. Útkoman er bráðskemmtileg sýning… sem fullkomnar frábært leikár.“ S.S. Fréttablaðið „Allt smellur…sá kraftur, gleði og metnaður að vinna verk sitt vel sem nú ljómar af Leikfélagi Akureyrar undir stjórn Magnúsar Geirs er sannarlega aðdáunarverður.“ M.K. Mbl „Það þarf ekki að kafa djúpt eftir sterku lýsingarorðunum... Þar ríkti glaumur, þar ríkti gleði, þar ríkti ógnvænlegt ástand… og þar ríktu listamenn sem hrifu áhorfendur. Þetta er stuðsýning. Þakið ætlaði bókstaflega að fljúga til himna í hinu gamla samkomuhúsi og það eru engar ýkjur að bæði stólar og veggir nötruðu…“ E.B. DV “Rosalegur kraftur…náði algerlega að hjarta manns…æðislegur…maður fellur í stafi …hrika- lega flott…Mjög skemmtileg sýning, það er æðislega gaman… **** “ H.V.H. Kastljós RÚV „Skemmti mér konunglega... ótrúlega kraftmikil sýning...dettur aldrei niður, ekki eina einustu sekúndu... stórkostleg… ég man ekki eftir öðrum eins fagnaðarlátum í lok sýningar… Til hamingju!... hafa gert leikhúsið jafn stórkostlegt og það hefur verið í vetur.“ SL RÚV SÝNINGAR HEFJAST Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI ÞANN 13. MAÍ MIÐASALA HEFST Á MORGUN.MIÐASALA Í SÍMA 511 4200www.opera.isOPNUNARTILBOÐ: Ef keyptir eru tveir miðar eða fleiri Í Íslensku óperunni færðu ókeypis geis- ladisk með tónlistinni úr sýningunni. Gildir laugardag og sunnudag á meðan birgðir endast Maður og kona eftir Gunnlaug Blöndal frá árinu 1929. Guli glugginn eftir Snorra Arinbjarnar frá árinu 1944. Þóra Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.