Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.04.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 21 MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Betri einbeiting fyrir prófin Zink - Asporotate LANDIÐ Þórshöfn | Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Þórsveri sl. sunnu- dag þar sem rætt var um sameining- armál sveitarfélaganna Þórshafnar- og Skeggjastaðahrepps. Það var samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna sem boðaði fund- inn, en kosið verður um samein- inguna næstkomandi laugardag, 8. apríl. Auk heimamanna voru mættir á fundinn Jón Kristjánsson félags- málaráðherra, ásamt Guðjóni Bragasyni, skrifstofustjóra í ráðu- neytinu, einnig Gunnlaugur Júl- íusson, sviðsstjóri hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Íbúarnir hafa nú þegar kynnt sér allvel þær hugmyndir og framtíð- arsýn sem sveitarstjórnir Skeggja- staða- og Þórshafnarhrepps hafa orðið ásáttar um, verði af samein- ingu, en upplýsingariti þess efnis var dreift í hvert hús í sveitarfélögunum. Ritið var unnið af samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Á íbúafundinum var farið yfir mál- efnið og áherslur sem þar koma fram og voru fundargestir eindregið hvattir til að tjá sig um málið. Fundurinn var málefnalegur og um margt upplýsandi, en úrslit ráð- ast svo á laugardaginn þegar íbúar nýta væntanlega rétt sinn til kosn- inga og fjölmenna á kjörstað. Íbúar ræða sameiningu sveitar- félaganna Mýrdalur | Ólafur Þorsteinn Gunn- arsson, bóndi á Giljum í Mýrdal, var ánægður að heimta ær með tveimur hrútum sem höfðu ekki skilað sér heim í hús eftir göngur á síðast- liðnu hausti. Það fer að nálgast árið síðan kindurnar hafa komist undir manna hendur. Kindurnar þrjár eru í ótrúlega góðum holdum þótt þær séu búnar að ganga úti í allan vetur og þurft að bjarga sér sjálfar með fóður Skýringin á því er án efa sú, að sögn Ólafs, að veturinn er búinn að vera einstaklega góður. Auk kind- anna á Giljum náðist ein ær frá Göt- um í Mýrdal. Á myndinni eru ærin og hrút- arnir sem ekki geta lengur talist til lamba svo stórir eru þeir orðnar, ásamt Ólafi Þorsteini Gunnarssyni og dóttur hans Kristínu í fjárhúsinu á Giljum eftir að kindurnar höfðu náðst. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Í góðum holdum þrátt fyrir útiveruna Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.