Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝLIÐUN þorsksins er nú ekki nema svo sem helmingur af því sem hún var fyrir nokkrum áratugum. Síðan stofnað var til núverandi kvótakerfis hefur hún oftast verið 100 til 150 milljónir af þriggja ára fiski, en var áður iðulega vel yfir 200 og allt að 270 milljónum. Til sam- ræmis við það hefur aflinn minnkað um helming. Varla er deilt um að þetta hrun staf- ar af rangri stjórn á fiskveiðum. Það er nefnilega vitlaust gef- ið, eins og Steinn Steinarr komst að orði. En þegar leitað er að úrbótum stendur orð gegn orði. Sumir vilja byggja upp stofninn með því að draga úr veið- um og hlífa sérstaklega hrygning- arfiski, en ýmsir háværir sjómenn og áhugamenn vilja aftur á móti sækja sjóinn ennþá fastar en gert hefur verið. Þeir benda á að hefð- bundni hrygningarstofninn sé óná- kvæmur mælikvarði á nýliðun og segja hugsanlegt að hún vaxi meira að segja með minnkandi hrygning- arstofni. Auk þess kenna þeir æt- isskorti um lítinn þorskstofn og vilja bæta úr því með aukinni sókn. Stjórnmálamennirnir sem hafa síð- asta orðið um stjórn fískveiðanna geta verið veikir fyrir þessu kvaki kjósenda og hafa því iðulega leyft meiri veiðar en Hafrannsóknastofn- un hefur ráðlagt. Ofan á það hefur svo komið brottkast á verðmætum fiski, óhjákvæmileg afleiðing núver- andi fiskveiðistjórnar. Samhengi hrygningarstofns og nýliðunar skrifaði ég fyrst um í Morgunblaðið 1993 og rökstuddi nýja aðferð við mat á hrygning- arstofni. Með línuriti sem hér er birt er haldið áfram þeirri athugun og byggt á nýjustu gögnum Haf- rannsóknastofnunar um framvindu þorskstofnsins í hálfa öld. Hver depill á kortinu sýnir nýliðunina á kvarðanum til vinstri, meðaltal á þremur samliggjandi árum. En á kvarðanum beint fyr- ir neðan depilinn má lesa samtímis stærð þess virka hrygning- arstofns sem er 10 ára gamall og eldri, það er að segja allra þeirra árganga þorsksins sem eru 100% kynþroska. Mér reynist það nú ekki til neinna bóta að telja með hrygningar- stofnum það sem menn kalla kynþroska fisk úr öðr- um árgöngum, 9 ára eða yngri. Þeir virðast hreinlega ekki skila teljandi hrygningu, meðal annars vegna þess hvað hrognin eru smá og lítt lífvænleg. Hinn hefðbundni hrygn- ingarstofn fískifræðinnar, sam- anlagður þungi allra „kynþroska“ fiska allt frá þriggja ára aldri, er því í reyndinni harla ómarkviss og jafnvel stórkostlega villandi mæli- kvarði á hrygninguna. Stærð hans fer langmest eftir óvirkum árgöng- um yngri en 10 ára, en þeir eru nú um 95% þessa hefðbundna hrygn- ingarstofns. Þau ár þegar hann er mjög lítill getur gamli og virki gol- þorskastofninn þó verið nógu stór til að tryggja frábæra nýliðun á sama tíma. Það gerðist til dæmis 1983 og 1984. En um leið og hinir firnalélegu yngri árgangar voru orðnir virkir í hrygningu nokkrum árum síðar datt nýliðunin niður í lágmark eins og við mátti búast, svo sem árið 1986, en þá var hefð- bundni hrygningarstofninn þó orð- inn miklu stærri. Þetta er bylting- arkennd staðreynd sem hefur vafist of mikið fyrir mönnum að við- urkenna. Sú tregða hefur auðveldað hinum veiðibráðu að fiska í gruggugu vatni og seinka viðreisn þorskstofnsins. Línuritið er svo reiknað og teikn- að þannig að það sé einfalt í sniðum en deplarnir falli þó sem best að því að jafnaði. Því má skipta í tvennt. Þau tuttugu ár þegar virki hrygn- ingarstofninn er stærstur, 30–480 þúsund tonn, fer nýliðunin í stórum dráttum vaxandi eftir því sem hrygningarstofninn minnkar og hún nær að lokum 250 milljónum þriggja ára fiska. Á þessu bili standast þess vegna sæmilega kenningar þeirra áköfu veiðimanna sem vilja farga þorskinum sem óðast. En síðari áratugi bregst þessi ráðlegging þeirra hrapallega og því fremur sem lengra líður. Ný- liðunin fer að hrynja eftir því sem hrygningarstofninn fer lengra niður fyrir 30 þúsund tonn. Síðustu ára- tugi er nýliðunin komin niður í rúmlega 100 milljónir fiska þegar hrygningarstofninn er um 10 þús- und tonn eða minni, fimmtíu sinn- um smærri en hann var fyrir 50 ár- um. Og línuritið stefnir beint í útrýminguna, niður að núllinu, eins og gerst hefur við Grænland og Ný- fundnaland. Ég fæ ekki betur séð en að með þessu sé að verulegu leyti ráðin gátan um samhengi hrygning- arstofns og nýliðunar, svo hreinar eru línurnar í þessu korti sem spannar yfir hálfrar aldar reynslu, afar fjölbreytta reynslu af mokveiði og aflabresti. Enn skýrara kann samhengið þó að verða ef aðrir þættir væru teknir með, svo sem sjávarhiti og ætisgöngur, einkum loðna. En það sem lofar góðu er hvað tiltölulega lítið þarf til að bæta úr því hörmulega ástandi sem þorskstofninn er nú í. Stækkun hrygningarstofns um aðeins 20 þús- und tonn, upp í 30 þúsund, mundi valda byltingu, fast að því hámarks- árangri í nýliðun. Aftur á móti væri langt í frá nauðsynlegt að virki hrygningarstofninn yrði eins stór og hann var fyrir hálfri öld. Það sem nú þarf að gera er að veiða alla árganga þorskstofnsins svo hóflega að 30 þúsund tonn eða meira verði eftir þegar fiskurinn er orðinn 10 ára. Hafrannsóknastofn- un leggur nú til að takmarka afla- mark árganganna við 22%. Því ættu stjórnvöld að fylgja fast eftir. En til þess að ná enn skjótari árangri væri ráðlegt að hlífa ennþá meira 10 ára fiski og eldri, en einnig þeim árgöngum sem eru að nálgast þann aldur, 7–9 ára. Því er ekki að leyna að það mun koma hart niður á neta- veiðum sem eru einkum stundaðar á hrygningarstöðvum. Þær áttu vissulega rétt á sér meðan þessir golþorskar voru miklu fleiri en þurfti til hrygningar fyrir 50 árum og ollu trúlega miklu afráni á yngri fiski. Svokallað „hrygningarstopp“ sem dálítið hefur verið tíðkað síð- asta áratug þyrfti því að stórauka strax á næstu vikum og mánuðum, en vitanlega þyrfti að bæta neta- veiðimönnum það upp að svo miklu leyti sem þess er nokkur kostur. En það er heldur ekki síður hagur þeirra en allra annarra að þorsk- stofninn nái sem allra fyrst eðlilegri stærð eftir mistök undanfarinna áratuga. Áratugur eða rúmlega það ætti að duga til þess ef vel er að verki staðið. Þorskur í útrýmingu Páll Bergþórsson skrifar um fiskveiðistjórnun ’Það sem nú þarf aðgera er að veiða alla ár- ganga þorskstofnsins svo hóflega að 30 þúsund tonn eða meira verði eftir þegar fiskurinn er orðinn 10 ára.‘ Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur.           !"# $ $ %&'$  & ( )*%!$( &$$ +   , -        . &D&? ;-+ E&=; 41 ;"&A";664 &'" &A)" *     Páll Bergþórsson Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar LÖNGUM var Akureyri kallaður skóla- og iðnaðarbær enda sóttu ung- menni víðsvegar að af landinu fram- haldsmenntun í Menntaskólann á Ak- ureyri og iðnaður stóð í blóma. Nú er meira tal- að um skólabæinn og allt gott um það að segja. Hins vegar er eðlilegt að bæjarbúar leiði hugann að því hvað valdi að vegur iðnaðar hefur minnkað eins og raun ber vitni og hvort eitthvað sé til ráða. Get- ur verið að gamli iðn- aðarbærinn þurfi að leita nýrra leiða til að fá iðnaðarhjólin til að snúast af fyrri krafti og framleiða verðmætar afurðir sem eru eftirsóttar? Ríkisvaldið hefur lagt sitt fram Síðustu árin hefur að mörgu leyti vel tekist til með opinberar fjárfest- ingar í menntastofnunum á Akureyri. Stofnun Verkmenntaskólans var mikil framför og uppbygging og rekstur há- skólans ómetanleg fyrir bæinn. Í þess- um efnum hefur ríkisvaldið, með ein- dregnum stuðningi bæjaryfirvalda, vissulega lagt mikilvægt fjárhagslegt lóð á vogarskálarnar og full ástæða til að virða það og meta að verðleikum. Nú starfa í þessum skólum, og öðrum sem fyrir voru, hundruð manna við kennslu og nám og þaðan flæðir þekk- ing og færni sem mikilvægt er að nýta sem allra best til að efla Akureyri enn frekar. Á sama hátt hefur hið opinbera lagt mikið af mörkum til uppbyggingar Fjórðungssjúkrahússins sem nú er orðinn stór vinnustaður með afburða starfsfólki sem veitir sjúkum þjónustu sem jafnast á við það sem best gerist. Þannig verður ekki annað sagt en ríkisvaldið hafi staðið sig býsna vel við að veita fé til þeirra málefna á Akur- eyri sem það annast. Eflaust má betur gera og full þörf að halda áfram að knýja á um meiri fjárveitingar frá rík- inu til enn frekari upp- bygginga. En fleira þarf að koma til ef takast á að veita þúsundum arðbær störf í 40 þúsund manna samfélagi sem margir láta sig dreyma um að verði á Akureyri innan 20 ára. Samskipti atvinnulífs og skóla Í framtíðarsýn bæj- aryfirvalda frá 1999 seg- ir að „Akureyri taki for- ystu í nýtingu þekkingar til að skapa forskot og vöxt í atvinnu- málum“. Ennfremur segir þar að stefna beri að því að fyrirtæki á Ak- ureyri greiði hærri laun en sambæri- legar starfsgreinar á landsvísu í krafti afkomu, sem byggist á þekkingu þeirra og sérstöðu. Undir þetta er hægt að taka heils hugar. Spurningin er sú hvaða fyrirtæki eða starfs- greinar hér er um að tefla. Svarið hlýt- ur að helgast af því hvar virðisauki í framleiðslu eða þjónustu er mestur og hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn að greiða hátt verð. Þess vegna verður það forgangsverkefni bæjaryfirvalda að skilgreina þær starfsgreinar sem geta uppfyllt þessar grunnkröfur og beina síðan allri orku að því að skapa þeim góð starfsskilyrði í samvinnu við menntastofnanir og fyrirtækin sjálf. Tenging atvinnulífs og skóla á Ak- ureyri er því gríðarlega þýðingarmikið verkefni í framtíðinni og höfuð- nauðsyn að koma á föstum samstarfs- vettvangi þeirra. Mikilvægi skólanna felst m.a. í því að mennta og þjálfa fólk til starfa í kröfuhörðu atvinnulífi sem þarf að standast alþjóða samkeppni. Iðnaðarmenn, tæknimenn, markaðs- og sölufólk ásamt sérfræðingum á öðr- um sviðum þurfa að fá tækifæri til að virkja þekkingu sína í fyrirtækjunum og skapa þar verðmæti sem verða eft- irsótt á markaði. Bæjaryfirvöld taki frumkvæði Bæjaryfirvöld gegna mjög þýðing- armiklu hlutverki í þessari þróun og einnig þurfa þau að vera á sífelldu út- kikki eftir fjárfestum til að efla enn at- vinnurekstur í bænum. Í þeim efnum verður að vinna markvisst, taka vel á móti öllum sem sýna áhuga á að fjár- festa og greiða götu þeirra eftir því sem kostur er. Bæjaryfirvöld hafa ým- is úrræði til að auka áhuga þeirra og hvetja enda mikið í húfi að fjárfestar komi auga á öll þau tækifæri sem sannarlega eru fyrir hendi í bæj- arfélagi sem hefur ágæta skóla, vel menntað fólk, góða heilbrigðisþjón- ustu og öflugt menningarlíf. Nú er sem sagt komið að því að sýna kröftugt frumkvæði og ganga ákveðið til verks til að laða fé til bæj- arins víðar að en úr ríkissjóði. Ekki er endalaust hægt að beina sjónum að ríkisvaldinu einu í þeim efnum heldur þarf að auki að vinna markvisst að því að sterkir fjárfestar öðlist meiri trú á bænum og þeim kostum sem þar eru sannarlega fyrir hendi. Það ræður úr- slitum um hvort framtíðarsýnin um enn stærri og öflugri bæ nær fram að ganga. Fleiri fjárfesta til Akureyrar Ragnar Sverrisson fjallar um framtíð Akureyrar ’Nú er sem sagt komiðað því að sýna kröftugt frumkvæði og ganga ákveðið til verks til að laða fé til bæjarins víðar að en úr ríkissjóði …‘ Ragnar Sverrisson Höfundur er kaupmaður á Akureyri. VALDNÍÐSLA og spilling í mannaráðningum hjá hinu op- inbera er almenningi dýr. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn Íslands gert hverja gloríuna á fætur annarri í þeim efnum. Inn- múruð bitlinga- og einkavinapólitík þeirra hefur ekki bara snuðað almenn- ing um besta starfs- kraftinn í sína þágu eða brotið niður traust almennings á réttlátum reglum, heldur eru að auki nýleg dæmi um veru- leg fjárútlát vegna þess að ráðherrar hafa gengið fram hjá hæfustu umsækj- endum. Nýjustu dæmin um misbeitingu ráð- herravaldsins eru gagnvart þeim Hjördísi Há- konardóttur, Valgerði Bjarnadótt- ur, Birni Friðfinnssyni og Helgu Jónsdóttur. Nú þegar hafa ráð- herrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins seilst eftir um 15 milljónum króna í vasa okkar til að borga fyrir valdníðslu sína en sú tala gæti marg- faldast verði fallist á kröfu Björns Frið- finnssonar og hugs- anlega kröfu Helgu Jónsdóttur. Það er ástæða til að vekja athygli á því að í rúm tíu ár hefur Reykjavíkurborg ekki þurft að greiða slíkar bætur þótt ráðningar í almennar stöður og stjórnendastöður hjá borginni skipti tugum ef ekki hundruðum á þessu tímabili. Þar hafa málefnaleg sjón- armið ráðið för. Borg- arbúar hafa getað treyst því að farið er eftir réttum leik- reglum í mannaráðn- ingum, sama hver á í hlut. Spilling er dýr Dofri Hermannsson fjallar um embættaskipanir Dofri Hermannsson ’Borgarbúargeta treyst á að farið er eftir rétt- um leikreglum í mannaráðn- ingum, sama hver á í hlut.‘ Höfundur skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.