Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 60
FRAMLEIÐSLA á áli í heiminum mun aukast hratt næstu 20 árin og verður komin upp í 64 milljónir tonna árið 2025, að því er fram kom í erindi Bjarna Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra orkusviðs Lands- virkjunar, á samráðsfundi Lands- virkjunar í gær. Heimsframleiðsla á áli í fyrra var 32 milljónir tonna. „Til að mæta eftirspurninni þarf því að auka framleiðsluna um 1,7 milljónir tonna að meðaltali á ári næstu 20 árin en það svarar til ríf- lega 5 nýrra álvera af þeirri stærð sem Fjarðaál byggir nú í Reyðar- firði,“ sagði Bjarni í erindi sínu. Alcoa reisir 5–6 ný álver Nýr stjórnarformaður Alcoa- Fjarðaáls, Jean-Pierre Gilardeau, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að eftirspurn eftir áli vaxi hratt og að Alcoa reikni með að reisa fimm til sex ný álver í heiminum næsta áratuginn. Álverið í Reyðar- firði er fyrsta nýja álverið sem Al- coa reisir í 15 ár. Aukin þörf Kínverja Á fréttavefnum Bloomberg er einnig fjallað um aukna þörf fyrir ál og kemur þar fram að notkun á áli í heiminum gæti hafa aukist um 59% árið 2015 þar sem þörf Kínverja fyr- ir ál í m.a. bíla og dósir muni tvö- faldast. Því er spáð að alls verði þörfin um 51 milljón tonna árið 2015. Vefurinn hefur þetta eftir kynn- ingu sem Robert Guilbault, fram- kvæmdastjóri BHP Billiton, hélt og finna má á heimasíðu fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Guilbaults munu Kínverjar nota 16 milljónir tonna af áli árið 2015 samanborið við 7 milljónir tonna í ár. Þörfin fyr- ir ál mun fara fram úr núverandi framleiðslugetu árið 2008, að hans mati. Í frétt Bloomberg eru rifjuð upp ummæli Alain Belda, forstjóra Al- coa, frá því 7. mars sl., á þá leið að framleiðsla á áli verði að tvöfaldast fyrir árið 2020 til að halda í við neyslu. Þörf fyrir ál á heimsvísu hefur þrefaldast frá því árið 1970 og hefur farið vaxandi í Bandaríkjunum og Kína á sama tíma og framleiðendur eru að loka kostnaðarsömum álver- um til að leita ódýrari orku í löndum á borð við Ísland, Trinídad & Tób- agó, Gíneu og Ghana, segir í frétt Bloomberg. Álframleiðsla eykst hratt næstu tvo áratugi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Verður að skoða | Miðopna ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi VERÐBÓLGUHORFUR á næstu mánuðum gefa tilefni til þess að ætla að verðlagsforsendur kjarasamn- inga verði brostnar þegar kemur að endurskoðun kjarasamninga í nóv- ember nk. Þetta er mat hagdeildar ASÍ, sem birti nýja hagspá í vor- skýrslu sinni í gær undir yfirskrift- inni Er verðbólgan komin til að vera? Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir að samtökin spái ágætis hagvexti og atvinnuástandi á þessu ári og því næsta. „En við spáum mjög mikilli verðbólgu, að meðaltali 4,8% í ár, sem er um tvöfalt hærra en verðbólgumarkmið Seðla- bankans og langt yfir efri vikmörk- um. Í okkar kjarasamningum gerum við ráð fyrir því að verðbólga sé sem næst 2,5% og það er alveg ljóst að þessi verðbólga samrýmist á engan hátt þeim forsendum sem við gáfum okkur í kjarasamningunum,“ segir Ólafur Darri. Minni verðbólga 2007 Í hagspá ASÍ kemur fram að verð- bólguhorfur valdi óvissu. „Gangi verðbólguspáin eftir er ljóst að kjarasamningar verða í uppnámi þegar líður á árið,“ segir í spánni. Þar kemur einnig fram að líklegt megi telja að veiking krónunnar að undanförnu skili sér út í verðlag á vormánuðum. „Á næsta ári er gert ráð fyrir að heldur dragi úr verðbólgu og að hún verði 4,2% en þó má gera ráð fyrir verðbólguskoti á fyrri hluta ársins vegna veikingar krónunnar,“ segir í spánni. Ólafur Darri segir að við endur- skoðun kjarasamninga í nóvember sl. hafi menn talið sig vera að blása glæðum í vonina um að koma á stöð- ugleika. „Það skín hins vegar í gegn í þessari spá að óstöðugleikinn og ójafnvægið er mjög mikið.“ Hann segir að enn sem komið er sé of snemmt að segja til um hver verði niðurstaða endurskoðunar kjarasamninganna í nóvember nk. Þetta hafi verið fyrsta hagspáin frá því að kjarasamningar voru endur- skoðaðir og ýmislegt hafi gerst í millitíðinni, aukið ójafnvægi hafi ver- ið í hagkerfinu, gríðarlegur við- skiptahalli og krónan sveiflast mjög mikið. Kjarasamningar í uppnámi þegar líður á árið Hagdeild ASÍ segir mikið ójafnvægi og óvissu ríkja í efnahagslífinu „BROTTKAST hefur minnkað veru- lega á undanförnum fimm árum og er það til marks um ábyrga umgengni sjómanna og útvegsmanna um auð- lindina,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Hann kynnti í gær nýja könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir sjávarútvegsráðu- neytið. Niðurstöðurnar benda til að brottkast hafi minnkað um helming. Rúmlega 10% sjómanna urðu vör við brottkast í síðustu veiðiferð sinni. Fyrir fimm árum var hlutfallið ríflega 20% og rúm 18% í könnun fyrir tveim- ur árum. Samkvæmt útreikningum IMG Gallup er heildarbrottkast á fiski á sjó nú rúmlega 19.400 tonn á ársgrund- velli, en samkvæmt könnun sem framkvæmd var 2000–2001 var brott- kastið u.þ.b. 38.400 tonn. Samkvæmt þessu hefur brottkast því minnkað um tæplega helming á síðustu 5 árum. Brottkastið minnkar um helming        7  # 7&. 7& # 7&. 7& /01 /02 302 405 5605 7701 14086907 1204 760/5206 5803 7702760/ 405 :  ; # <    +*; %&=;*;- +*; %& )**+- % -;-&8& % - ; * - )**+- ; * - =;*;-   =&&F# +"&A9& -&<")%%* %&'&(; *; 2 (;& =# %& +*; %E& % -;-&8& % -&#- =; * -&'& 8-+ %+&A"#=+"&'"+=GH  Vísbendingar | 14 EINAR Páll Einarsson, flugvéla- smiður, hefur á sl. 52 árum smíðað hátt í hundrað flugvélamódel og fimm alvöru stórar flugvélar. Að- spurður segir hann áhugann á flugvélamódelsmíði hafa kviknað snemma, enda sé hann alinn upp við Reykjavíkurflugvöll. Spurður hversu lengi hann sé með hvert módel segir hann það misjafnt, en módelið sem hann er að nostra við á myndinni var hann þrjár vikur með. Þar er um að ræða líkan að vél sem nefnist Sopwith pup og var orrustuflugvélin sem Bretar notuðu í fyrri heimsstyrjöldinni. Líkanið er í stærðarhlutföllunum einn á móti þremur. Aðspurður hversu mörg módel hann smíði á ári segir Einar það breytilegt og tekur fram að flest hafi módelin orðið tuttugu á einum vetri. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldsmódel svarar Einar því til að Piper Cub-vélin hafi alltaf verið í sérlegu uppá- haldi hjá sér, en vélarnar voru upphaflega smíðaðar í Bandaríkj- unum á fjórða áratug síðustu ald- ar. Morgunblaðið/ÞÖK Á rúmlega fimmtíu árum hefur Einar Páll Einarsson smíðað hátt í hundrað flugvélamódel, stór og smá. Hefur smíðað hátt í hundrað módel HÆTTUÁSTANDI í Bolung- arvík vegna snjóflóðahættu í Traðarhyrnu var aflétt í gær eftir tæplega sólarhrings við- búnaðarástand. Íbúar í sex hús- um við Dísarland og Traðar- land hafa því farið aftur heim til sín. Veðrið var að ganga niður á Vestfjörðum en þó var búist við áframhaldandi norðan hvass- viðri næsta sólarhringinn, en ekkert í líkingu við óveðrið og ofankomuna sem orsakaði slæmt ástand þar í fyrradag. Áfram verður fylgst með veðri og aðstæðum á norðan- verðu landinu og fylgst verður með snjósöfnun og snjóalögum til fjalla. Veður var enn slæmt víða seint í gærkvöldi og hvasst var á Austfjörðum, einkum sunnan til. Ofankoma var um alla firðina og einnig á Norð- austurlandi. Fengu að snúa heim til sín í gær SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi komst í gærkvöldi í fyrsta sinn í sögu sinni í úrslit á Íslandsmóti karla í körfuknattleik þegar liðið vann Íslands- meistara síðustu þriggja ára Keflavík, 84:80, í æsispennandi oddaleik í undanúrslitum. Leikið var í Keflavík að viðstöddum rúmlega 1.000 áhorf- endum, þar af fjölmörgum Borgnesingum. Þjálfarar liðanna, Valur og Sig- urður Ingimundarson, eru bræður og hafði sá eldri, Valur, betur. Skallagrímur mætir Njarðvík í úrslitum og hefst barátta liðanna á morg- un í Njarðvík. Leikmenn Skallagríms fá því stuttan tíma til undurbúnings. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Þess má geta að Valur, þjálfari Skallagríms, er einn sigursælasti leikmaður í sögu körfu- knattleiksdeildar Njarðvíkur. | Íþróttir Skallagrímur leikur til úrslita í fyrsta sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.