Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Við munum fá það til baka,“er setning sem ég fékk oftað heyra þar sem ég var stödd á listasöfnum í Ósló í sein- ustu viku. Áttu þá Norðmennirnir við málverkið Ópið eftir Edvard Munch sem rænt var af Munch- safninu í ágúst 2004. Svolítillar skammar gætti í rödd þeirra og einhvern veginn hljómaði það sem svo að þeir vildu ekki mikið um þetta tala enda hálfskammarlegt hversu auðvelt var að ræna Ópinu, ásamt verkinu af Madonnu, á sín- um tíma. Það virðist þó vera að Munch hafi verið framsýnn maður því hann málaði fjórar útfærslur af Ópinu. Aðalmyndin er sú sem er nú í ræningjahöndum, Munch-safnið á eina aðra útgáfu af verkinu, eitt er í einkaeign og fjórða verkið er í norska ríkislistasafninu en því var rænt árið 1994 og fannst þremur mánuðum seinna.    Þar sem ekkert hefur spurst tilverksins hafa ýmsar sögu- sagnir farið af stað, lífseigastar eru þær að ríkur sérvitringur hafi látið stela því fyrir sig eða að hún gangi kaupum og sölu á svörtum mark- aði. Nýja sögusögn heyrði ég þar sem ég virti fyrir mér Ópið á norska ríkislistasafninu, þá ávarp- aði mig Bandaríkjamaður sem stóð við hliðina á mér. „Hitt Ópið er ekkert komið í leitirnar?“ spyr hann mig, ég hristi hausinn og stari áfram á málverkið. „Ég heyrði að það hafi fundist í Dan- mörku, brunnið til ösku á víða- vangi, er það rétt?“ spyr hann mig áfram. Þetta hafði ég ekki heyrt áður, lít snöggt í kringum mig til að athuga hvort einhver Norð- maður sé nálægur og spyr hann svo með lágri röddu hvar hann hafi heyrt þetta. „Ég las það á netinu,“ svarar hann og mér léttir við að heyra það, því allskonar lygi leynist á þeim miðli. Þessi málglaði Bandaríkjamaður heldur spjallinu áfram og segist hafa séð hið stolna Óp fyrir nokkrum árum og það hafi verið miklu áhrifameiri upp- lifun heldur en að sjá þetta Óp á ríkislistasafninu. Ég gat ekki kink- að kolli honum til samþykkis með það, enda ekki séð neitt annað Óp en það sem hékk þarna fyrir fram- an okkur.    Norðmenn hafa þó lært afreynslunni því öryggisgæsla er gríðarlega mikil á söfnunum. Á ríkislistasafninu eru tveir verðir í hverjum sal auk öryggisbúnaðar í hverri hurð og dýrmæt málverk eru geymd á bak við ramma. Á Munch-safninu er gæslan ekki minni, að komast inn í safnið krefst, liggur við, strangari leitar en á flugstöðum, öll málverk eru líka kirfilega fest á veggina og sum á bak við gler. Leiðsögumaðurinn, sem gekk með mér um safnið, var augljóslega stoltur af öryggisgæsl- unni og var líklega búinn að gleyma hversu slæm hún var fyrir aðeins tveimur árum. En eftir hið fræga listaverkarán var 500 millj. ísl. kr eytt í að bæta öryggisgæslu á Munch-safninu. Ströng öryggisgæsla safnsins spillti ekki fyrir upplifuninni á mögnuðum málverkum Munch. Hann lýsti sjálfur verkum sínum sem ljóði um lífið, ástina og dauð- ann og eru þau svo sannarlega það. Munúðin og angistin sem skein í gegnum sum þeirra var áþreif- anleg og varð til þess að ég gekk út með undarlega tilfinningu í brjósti og þá von að Ópið og Madonna séu ekki brunarústir á danskri grundu. Norðmenn halda í vonina ’Þessi málglaði Bandaríkjamaður heldur spjallinuáfram og segist hafa séð hið stolna Óp fyrir nokkrum árum og það hafi verið miklu áhrifameiri upplifun heldur en að sjá þetta Óp á ríkislistasafninu. Ég gat ekki kinkað kolli honum til samþykkis með það, enda ekki séð neitt annað Óp en það sem hékk þarna fyrir framan okkur.‘ ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir Reuters HINN 12. apríl verða haldnir tón- leikar í Varsjá þar sem flutt verð- ur verkið Requiem eftir Szymon Kuran í minningu hans. Eins og flestir vita var Szymon Kuran, sem lést á seinasta ári, pólskur en bjó hér á landi í rúm tuttugu ár. Hann var annar kons- ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í langan tíma ásamt því að leggja mikið fram til íslensks tón- listarlífs. „Söngstjóri okkar Andrzej Bor- zym var vinur Szymon Kuran fyrir þrjátíu árum þegar þeir voru sam- an í skóla í Varsjá. Árið 2001 hefur Szymon samband við Andrzej, en þá höfðu þeir ekki sést í 25 ár, og býður honum til Íslands til að stjórna frumflutningi á Requiem í Kristkirkju. Þeir voru svo ánægðir með að endurheimta vinskapinn að þeir ákváðu að flytja verkið aftur saman í Varsjá, það gerðist aldrei. Þegar Szymon Kuran lést á sein- asta ári ákváðum við að halda þessa tónleika til minningar um hann og nefna þá; Requiem – Minningartónleikar,“ segir Piotr Bocian sem sér um skipulagningu tónleikanna í Varsjá. Ásamt Requiem verður flutt verkið Lamentationes leremiae prophetae eftir Jacobus Gallus sem er samið við texta úr testa- mentinu. „Tónleikarnir tengjast páskunum, þessum heilaga tíma og fara fram í einni stærstu kirkjunni í Varsjá, Allra heilagra kirkju, sem er líka mjög vinsæll tónleikastaður og hefur langa hefð fyrir páska- tónleikum.“ Andrzej Borzym er stjórnandi Collegium Musicum-kórsins við Háskólann í Varsjá sem mun gegna stærsta hlutverkinu á tón- leikunum. „Ásamt kórnum syngur drengjakór og undir spilar strengjahljómsveit samsett af ungu fólki. Barbara Skoczynska og Krzystof Jedlewski, sem eru meðal fremstu slagverksleikara Póllands, leika líka undir.“ Piotr Bocian segir Szymon Kur- an ekki almennt þekktan í Pól- landi. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í um 25 ár sem hans tónlist er spiluð í Póllandi,“ segir hann og bætir við að það hafi margir sýnt þessum tónleikum mikinn áhuga. Tónlist | Requiem flutt í Varsjá Morgunblaðið/Ásdís Requiem eftir Szymon Kuran verður leikið í Varsjá í næstu viku til minningar um hann. Til minningar um Szymon Kuran Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BREYTINGA er að vænta í skipulagsmálum hjá bókaútgáfunni Bjarti á árinu, í framhaldi af vexti fyrirtækisins í Danmörku og Noregi. Í haust munu Snæbjörn Arngrímsson for- leggjari og Susanne Torpe framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Hr. Ferdinands í Danmörku, sem er systurfélag Bjarts, flytja til Kaup- mannahafnar og opna nýja skrifstofu forlags- ins í borginni. Tveir nýir starfsmenn eru væntanlegir til starfa hjá Bjarti í Reykjavík í kjölfarið, þær Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Guðrún Vil- mundardóttir, og munu þær ásamt Snæbirni bera hitann og þungann af útgáfunni á Ís- landi. Bókaútgáfan Hr. Ferdinand hefur einnig útibú í Noregi sem hefur eflst, og eru starfs- menn þar nú tveir, þau Morten Gaustad og Sara Koch. Þykir útlit fyrir töluverð umsvif fyrirtækisins á norskum bókamarkaði á árinu. Aðalheiður Sigurðardóttur, fjármálastjóri fyrirtækisins, mun vera áfram með starfsstöð sína hjá Bjarti við Bræðraborgarstíg, en Jón Karl Helgason, sem verið hefur ritstjóri hjá Bjarti undanfarin fimm ár, hverfur til ann- arra starfa. Morgunblaðið/Ásdís Snæbjörn Arngrímsson Breytingar hjá Bjarti SÓPRANSÖNGKONAN Elín Ósk Ósk- arsdóttir mun koma fram ásamt Tríói Reykja- víkur á sunnudaginn í Hafnarborg en þetta eru jafnframt fimmtu og síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð sem tríóið og menning- ar- og listastofnunin Hafnarborg hafa staðið fyrir að undanförnu. Þau munu flytja 7 róm- önsur fyrir sópran, selló, fiðlu og píanó eftir Dmitri Sjostakovitsj en um þessar mundir á þetta merka tónskáld aldarafmæli. Verkið er samið við ljóð Alexanders Blok og þess má geta að ljóðið er til í íslenskri þýðingu Árna Bergmann. Tónverkið, sem var samið árið 1967, var upprunalega samið fyrir hina frægu rússnesku söngkonu Galínu Vishnevskaju ásamt píanótríói. Allur tilfinningaskalinn „Þetta er mjög krefjandi stykki,“ segir Elín Ósk sem mun syngja verkið á rússnesku en hingað til hefur hún aldrei sungið á því tungu- máli. „Einhvern tíma er allt fyrst,“ segir hún og hlær. „Mér finnst rosalega gaman að fá að takast á við annað tungumál eins og rússnesk- una sem er allt annars eðlis en það sem maður er vanur. Það er allt annað hljómfall í rúss- neskunni, það er ekki eins hart og íslenskan. Karakterinn í tónlistinni verður svo sterkur og áhrifamikill og hann sveiflast upp og niður all- an tilfinningaskalann.“ Hún nefnir sérstaklega einn hluta verksins sem heitir Stormur þar sem flutningurinn verður ansi kraftmikill og dettur svo niður í dúnalogn. „Þetta stykki fer allt frá því að vera rosaleg læti og dramatík og svo niður í að vera afskaplega fíngert, við- kvæmt og tregafullt. Hér er mikil dramatík og tregi, bæði í textanum og tónlistinni. En jafn- eru annars vegar ljóðræn lög fyrir fiðlu og pí- anó eftir Sveinbjörn og hins vegar verða flutt- ar þjóðlagaútsetningar fyrir selló og píanó eft- ir Hafliða ásamt norrænum stemningum fyrir fiðlu og píanó. Norrænu stemningarnar inni- halda alls sex lög þar sem hvert um sig er til- einkað ákveðnu Norðurlandatónskáldi og má þar t.a.m. nefna Grieg, Sibelius og Jón Leifs. Lögunum fylgja teikningar eftir Hafliða sem mun verða varpað á vegg á meðan á flutningi stendur. Einnig verður flutt einleiksverk fyrir fiðlu eftir Hafliða sem hann skrifaði árið 1991 í minningu Karls Kvaran listmálara. Þetta verk hefur hlotið lofsamlega dóma í alþjóðlegum tímaritum. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Hafn- arborg í Hafnarfirði á sunnudaginn næstkom- andi og hefjast þeir klukkan 20. Áskriftarkort gilda en einnig verða seldir stakir miðar við innganginn. framt hefur verkið yfir sér þennan stórfenglega blæ. Það er allt litrófið í þessum 7 rómönsum.“ Þroskandi verkefni „Svo byggist verkið upp á ýmsa vegu og ég syng ýmist með tríóinu öllu eða þá bara með stöku hljóðfæri og verkið litast heilmikið með því,“ segir Elín. „Fyrst þegar ég leit á nóturnar þá tók ég nánast fyrir augun en endaði á því að drífa mig í að læra þetta og sé ekki eftir því.“ Elín viðurkennir að hún hefur ekki mikið fengist við verk Sjostakovitsj áður en aftur á móti segist hún vera afar þakklát að fá að tak- ast við þetta verkefni. „Það er þroskandi að fá að takast á við verkefni sem þetta því það er virkilega kröfuhart því það gerir mann að betri listamanni. Verkið spannar heilmikið raddsvið og kallar á mikla túlkun. Þetta er tónverk sem mér finnst að fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara,“ segir Elín sem lofar af- bragðs tónleikum á sunnudaginn. Íslensku Edinborgarskáldin Tónleikarnir verða tvískiptir og tilheyrir verk Sjostakovitsj seinni hlutanum. Fyrri hlutinn er hins vegar tileinkaður þeim Svein- birni Sveinbjörnssyni þjóðsöngssmið og Haf- liða Hallgrímssyni, en þeir eiga það sameig- inlegt að hafa báðir eytt drjúgum hluta ævinnar í Edinborg. Tríó Reykjavíkur sér um að flytja vel valin verk eftir þessi tónskáld sem Tónlist | Síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur Sjostakovitsj og íslensku Edinborgartónskáldin Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Elín Ósk Óskarsdóttir og Tríó Reykjavíkur flytja meistaraverk Schostakowitch og íslensku Edinborgartónskáldanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.