Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðbúnaðarstig aukið Viðbúnaðarstig vegna fuglaflens- unnar var í gær hækkað hérlendis úr stigi I í II. Þetta var gert í framhaldi af því að staðfest var að dauður svanur, sem fannst norður af Edinborg í Skotlandi á dögunum, hafi verið með H5N1 fuglaflensu- veiru, en það er í fyrsta skipti sem veiran greinist á Bretlandseyjum. Eining um innflytjendur Leiðtogar flokkanna í öldunga- deild Bandaríkjaþings fundu í gær málamiðlun í deilum sem staðið hafa yfir um breytingar á lögum um innflytjendur. Um 11–12 millj- ónir ólöglegra innflytjenda munu vera í landinu og vilja margir reka þá á brott. Markmiðið með tillög- unni er að gera sumum ólöglegu innflytjendanna kleift að fá land- vistarleyfi. Álframleiðsla mun aukast Framleiðsla á áli í heiminum mun ef fram fer sem horfir aukast hratt næstu 20 árin og verður kom- in upp í 64 milljónir tonna árið 2025. „Týndur hlekkur“ fundinn Fundist hefur steingervingur sem vísindamenn telja að sé hinn svonefndi „týndi hlekkur“ í þróun- arsögunni milli fiska og landdýra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 14 Minningar 38/43 Viðskipti 16 Hestar 44 Erlent 18/19 Myndasögur 48 Minn staður 20 Dagbók 48/51 Landið 21 Staður og stund 49 Höfuðborgin 22 Leikhús 52 Akureyri 22 Menning 53/57 Suðurnes 23 Bíó 54/57 Daglegt líf 24 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28/29 Veður 59 Umræðan 32/37 Staksteinar 59 * * * Kynningar - Kynningarblaði frá Jack & Jones er dreift með blaðinu í dag á Suður, Norður og Vesturlandi. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %              &         '() * +,,,                                    www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express FÓTBOLTAVEISLA Í MANCHESTER 79.900 kr. INNIFALI‹: 21.–24. APRÍL Laugardaginn 22. apríl mætast Chelsea og Liverpool í undanúrslitum í ensku bikarkeppninni á Old Trafford í Manchester. Hvort liðið kemst í úrslitaleikinn í Cardiff? Ekki missa af þessum hörkuleik! Flug og flugvallaskattar, rútur til og frá Manchester, íslensk fararstjórn, 3 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leik Chelsea og Liverpool. Miðað er við að tveir séu saman í herbergi. CHELSEA– LIVERPOOL FÓTBOLTAFERÐ TIL MANCHESTER FÆREYINGAR horfa mjög til reynslu Íslendinga af einkavæðingu nú þegar fyrir dyrum stendur að ráðast í að einkavæða ýmis ríkisfyr- irtæki í Færeyjum. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Jóhannesar Eidesgaard, lögmanns Færeyja, í gær. Forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Færeyjum í boði þarlendra stjórnvalda. Á fundi þeirra Halldórs og Eid- esgaard kom fram að færeysk stjórnvöld stefna að einkavæðingu á sviði bankaþjónustu, símaþjónustu og trygginga. Fyrsta verkefnið sé þó væntanlega sala á um þriðjungs- hlut í flugfélaginu Atlantic Airways. Eidesgaard sagði að horft væri til reynslu Íslendinga af einkavæðingu, þar sem Færeyingar teldu að vel hefði tekist til með einkavæðingu ís- lenskra ríkisfyrirtækja á undan- förnum árum. Á fréttamannafundi sem haldinn var að loknum fundi þeirra Halldórs og Eidesgaard kom fram að þeir væru báðir mjög ánægðir með fund þeirra. Auk þess að ræða um einka- væðingaráform Færeyinga ræddu þeir meðal annars um sjávarútvegs- mál, viðskipti landanna og EFTA, sem Færeyingar hafa mikinn áhuga á að auka samskipti við. Þá ræddu þeir um menningarsamskipti þjóð- anna og um efnahagsmál á Íslandi, og þá umræðu sem verið hefur um þau mál víða að undanförnu. Halldór sagðist aldrei áður hafa orðið var við eins mikinn áhuga á Færeyjum heima á Íslandi og nú. Það komi meðal annars fram í því hvað viðskiptasendinefnd, sem nú er stödd í Færeyjum, er fjölmenn, hátt í 70 manns. Það sé líklega fjöl- mennasta viðskiptasendinefnd sem komið hafi frá Íslandi til Færeyja til þessa. Öflugri heimamarkaður Halldór var spurður á blaða- mannafundinum hvers vegna Ís- lendingar hefðu áhuga á að auka samskipti sín við Færeyjar umfram það sem nú er. Svaraði Halldór því til að hann teldi heimamarkaðinn mikilvægastan fyrir Íslendinga. „En ég tel að ef við getum styrkt heimamarkað okkar auki það styrk okkar í útlöndum,“ sagði Halldór. „Það á einnig við um Færeyjar. Ef Færeyingar geta styrkt heima- markað sinn eflir það Færeyjar í út- löndum. Heimamarkaðurinn á Ís- landi er of lítill og því þurfum við stærri markað. Og ef við getum styrkt heimamarkaðinn með auk- inni samvinnu við Færeyjar kemur það sér vel bæði fyrir Ísland og Færeyjar.“ Fram kom í máli Halldórs að þó Íslendingar hefðu fjárfest mikið í útlöndum væri þörf á auknum fjár- festingum erlendra aðila á Íslandi. Fjárfestingar Færeyinga á Íslandi væru því kærkomnar. „Við höfum engan áhuga á því eingöngu að fjárfesta í útlöndum. Efnahagslífið þarf á erlendum fjár- festingum að halda. Það er því mik- ilvægt fyrir okkur ef Færeyingar auka fjárfestingar sínar á Íslandi,“ sagði hann. Halldór var spurður um skrif Danske Bank um íslenskt efnahags- líf og íslensku bankana, þar sem dregin var upp dökk mynd af stöð- unni. „Ég veit ekki til þess að fulltrúar Danske Bank hafi komið til Ís- lands,“ sagði Halldór. „Ef hægt er að tjá sig um Ísland á þann veg sem Danske Bank hefur gert án þess að heimsækja landið, eru þeir sem starfa hjá bankanum sérstaklega vel gefnir. En ég hef mínar efa- semdir.“ Halldór og fylgdarlið fóru til Klakksvíkur að loknum blaða- mannafundinum í gær en heimsókn ráðherrans lýkur í dag. Líta til reynslu Íslend- inga af einkavæðingu Morgunblaðið/Grétar J. Guðmundsson Halldór Ásgrímsson og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, á fundi með blaðamönnum í Þórshöfn í gær. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson í Færeyjum gretar@mbl.is Halldór Ásgrímsson í opinberri heimsókn í Færeyjum HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Phu Tién Nguyén í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í Kópavogi í októ- ber 2004. Ákærði veittist þar að öðrum manni inni í baðherbergi íbúðar og stakk hann með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar af innvortis blæðing- um í brjóstholi. Hann var einnig sakfelldur fyrir að stinga annan mann í lærið. Auk þess var ákærði dæmdur til að greiða eiginkonu og dóttur hins látna samtals rúmar 10 milljónir króna í bætur og manninum, sem hann stakk í lærið, 400 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað, samtals rúmar 2,3 milljónir króna. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ákærði játaði að hafa veist að hinum manninum en bar við að sá hefði ráðist að sér með höggum í andlitið inni á baðherberginu í kjöl- far deilna þeirra um hvort hann hefði ávarpað sig með réttum hætti í samræmi við víetnamskan sið. Við það hafi hann orðið hræddur og gripið til hnífsins til að verja sig. Hæstiréttur mat frásögn ákærða af atburðarásinni ótrúverðuga, einkum í ljósi framburðar vitna og réttarmeinafræðings. Var ákærði sakfelldur fyrir manndráp og taldi dómurinn ekki að neinar refsilækk- unarástæður væru fyrir hendi eða að ástæða væri til að draga sakhæfi hans í efa. Með dómi sínum stað- festi Hæstiréttur fangelsisrefsingu Héraðsdóms Reykjaness frá 9. nóv- ember 2005 en lækkaði bætur um rúmlega 2 milljónir króna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Markús Sig- urbjörnsson. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. 16 ára fangelsi SAMKOMULAG þess efnis að sveit- arfélagið Árborg eignist land Miðj- unnar ehf. í miðbæ Selfoss náðist á dögunum en í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að efnt verði til samkeppni á meðal arkitekta um skipulag miðbæjarsvæðisins. Til- laga um tvö háhýsi í miðbænum frá því í haust hefur því verið lögð á hilluna en vilji sveitarfélagsins er að skipulagið taki yfir mun stærra svæði en áður var gert ráð fyrir og afmarkist frá Kirkjuvegi með Eyra- vegi og austur að Tryggvagötu. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Ár- borg, segir að tillagan um háhýsin hafi verið lögð til hliðar þar sem hún hafi aðeins gert ráð fyrir skipulagningu lítils hluta af mið- bæjarsvæðinu og hafi ekki passað ein og sér sem deiliskipulag fyrir það svæði sem nú á að skipuleggja. „En ef sú hugmynd kæmi inn í samkeppninni og það yrði prjónað í kringum hana yrði hún skoðuð eins og aðrar hugmyndir,“ segir Einar. Eiga framkvæmdir að tefjast óverulega við breytt hönnunarferli. Tillaga um háhýsi í miðbæ Selfoss lögð til hliðar STJÓRNENDUR gjörgæsludeilda LSH sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna frétta um meðferð sjúklinga í öndunarvélum. „Í kvöldfréttum á RÚV 5/4 og í Morgunblaðinu 6/4 er haft eftir hjúkrunarfræðingi að sjúklingum sé haldið sofandi í önd- unarvélum á gjörgæsludeildum LSH lengur en eðlilegt getur talist vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum. Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem þessi fullyrðing veldur. Það er ástand sjúklings sem ræður öllu um hvenær sjúklingur er vakinn og öndunarvélarmeðferð hætt. Þá þarf hjúkrunarfræðingur að vera stöðugt hjá sjúklingi og læknir að vera til taks en á báðum gjörgæsludeildunum eru sér- fræðilæknar og deildarlæknar á vakt á staðnum allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir í tilkynning- unni. „Óvenju mikið álag hefur verið á starfsfólki gjörgæsludeildanna tveggja að undanförnu vegna mik- ils fjölda bráðveikra og slasaðra sjúklinga en ekki er vitað til neinna tilvika þar sem sjúklingi hefur farn- ast verr af þeim sökum enda hafa stjórnendur deildanna lagt sig fram um að stýra álaginu að því marki sem unnt er,“ segir jafnframt í til- kynningunni. | 32 Sjúklingum hefur ekki farnast verr sökum álags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.