Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð Aftaka í beinni útsendingu á morgun  „Þessu fólki er í raun sama hvað gert er við það, svo lengi sem það kemst í sjónvarpið“ VERULEGA hefur dregið úr brottkasti fisks á Íslandsmiðum samkvæmt nýrri könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir sjávarút- vegsráðuneytið. Niðurstöðurnar benda til að brottkast hafi minnkað um helming. Rúmlega 10% sjó- manna urðu vör við brottkast í síð- ustu veiðiferð sinni. Fyrir fimm ár- um var hlutfallið ríflega 20% og rúm 18% í könnun fyrir tveimur ár- um. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra kynnti niðurstöðurn- ar á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt útreikningum IMG Gallup er heildarbrottkast á fiski á sjó nú rúmlega 19.400 tonn á árs- grundvelli, en samkvæmt könnun sem framkvæmd var 2000–2001 var brottkastið u.þ.b. 38.400 tonn. Samkvæmt þessu hefur brottkast því minnkað um tæplega helming á síðustu 5 árum. Helmingi færri sjó- menn urðu varir við brottkast nú en í könnuninni 2000–2001. Hlut- fallið er nú 10,2% samanborið við 20,3% í könnuninni 2000–2001 og 18,4% í könnuninni í janúar 2004. Tæplega helmingur sjómanna telur brottkast á fiski hafa minnk- að á síðustu 3 árum. Tæplega 40% telja brottkastið hafa staðið í stað, en einungis rúm 13% telja að það hafi aukist. Í langflestum tilfellum, eða tæp- lega 90%, segja sjómenn að undir- málsfiski hafi einkum verið kastað. Þróunin sem sést í könnunum IMG Gallup hefur komið heim og saman við árlegar rannsóknir Hafrann- sóknastofnunar og Fiskistofu á brottkasti. Ábyrgari umgengni „Brottkast hefur minnkað á und- anförnum fimm árum og er það til marks um ábyrga umgengni sjó- manna og útvegsmanna um auð- lindina,“ sagði sjávarútvegsráð- herra á fundinum í gær. Hann sagði þessar upplýsingar mjög merkilegar. Það væri mjög athyglisvert að brottkastið skyldi hafa minnkað um helming á fimm árum. Þessar upplýsingar væru komnar frá sjómönnum sjálfum og mættu því teljast áreiðanlegar. „Ég held að þetta sé ótvírætt dæmi um mjög jákvæða þróun. Ég hygg að sú umræða sem hefur farið fram um sjávarútvegsmál og umgengni um auðlindina hafi haft einhver áhrif og sömuleiðis hefur eftirlit Fiskistofu haft áhrif. Auk þess hafa stjórnvöld brugðizt við þess- um vanda á undanförnum árum með breytingum á löggjöf til að auka úrræði sjómanna til að þurfa ekki að standa í brottkasti eins og það er stundum kallað. Þetta og ábyrgari afstaða sjómanna og út- vegsmanna ræður úrslitum um minnkandi brottkast,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Könnunin var gerð frá 29. des- ember 2005 til 24. janúar 2006. Í endanlegu úrtaki voru 1.114 lög- skráðir sjómenn á skrá hjá Sigl- ingastofnun. 680 svöruðu eða 61,0%. Vísbendingar um minna brottkast á fiski Könnun IMG Gallup fyrir sjávarútvegsráðuneytið gefur til kynna að brottkastið hafi minnkað um helming á síðustu árum Morgunblaðið/Ásdís Brottkastið kynnt Guðmundur Karlsson og Hrefna Gísladóttir frá Fiski- stofu, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Þórhallur Ólafsson og Gísli Steinar Ingólfsson frá IMG Gallup. Brottkastið hefur minnkað um helming. HÁSKÓLI Íslands og Landssam- band íslenskra útvegsmanna hafa skrifað undir samning um kostun starfs sérfræðings í rannsóknum í auðlindarétti við Lagastofnun Há- skóla Íslands. Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði auð- lindaréttar við Lagastofnun. Í því skyni verður ráðinn starfsmaður í fullt starf sérfræðings til þriggja ára, sem mun hafa það að aðalstarfi að stunda rannsóknir í auðlindarétti, á vettvangi fiskveiðiréttinda og fisk- veiðistjórnunar. Páll Hreinsson, forseti lagadeild- ar, segir samninginn í samræmi við þá stefnu deildarinnar að leggja aukna áherslu á rannsóknir og kennslu í auðlindarétti, en sú fræði- grein fjallar um þá hagsmuni þjóð- arinnar sem hvað mestu máli skipta. Lagadeild Háskóla Íslands hefur í raun sinnt hluta af þessari fræði- grein hingað til en nú þykir tími til kominn að auka rannsóknir veru- lega. Er undirritun samningsins lið- ur í sérstöku átaki á sviði auðlinda- réttar innan lagadeildar en í marsmánuði sl. var undirritaður sams konar samningur við Samorku um kostun rannsóknarstöðu í auð- lindarétti á sviði orkurannsókna. Farið yfir fjölmarga þætti Framlag LÍÚ gerir kleift að hefja mjög víðtækar rannsóknir á ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og taka þá sérstaklega til skoðunar fullveldisrétt Íslands í fiskimálum, lagagrundvöll fiskveiðistjórnunar- kerfisins, eignaumráð fiskiauðlinda á landi, í sjó og í vötnum og inntak þeirra, reglur um fiskveiðistjórnun, veiðigjald og margt fleira. Í því sam- bandi verður skoðað hver réttar- staða þátttakenda í fiskveiðistjórn- unarkerfum er, svo sem réttarstaða þeirra sem greitt hafa fyrir heim- ildir til veiða og/eða vinnslu í ljósi eignarréttar og staða annarra til þess að taka þátt í veiðum og vinnslu, t.d. á grundvelli reglna um atvinnufrelsi. Einnig verða rannsak- aðar alþjóðlegar reglur um fiskveiði- mál, reglur Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um fiskveiðar og réttarstaða Íslands á sviði fiskimála svo sem við Jan Mayen, Svalbarða og í smugum við Ísland. Stefnt er að því að birta skriflegar niðurstöður rannsóknanna í ritröð Lagastofnunar sem byrjað var að gefa út á síðasta ári. Rannsóknanið- urstöður munu án nokkurs vafa einnig nýtast við kennslu í auðlinda- rétti og efla hana mjög. Fulltrúar LÍÚ telja að rannsóknir á fiskveiðistjórnunarkerfinu geti án vafa orðið til þess að skýra rétt- arstöðu þeirra sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og hvernig að- koma nýrra aðila sé að greininni auk þess sem rannsóknir séu nauðsyn- legar til að kynna kerfið betur er- lendis og þann árangur sem hlotist hefur af þessu fyrirkomulagi. Þeir segja mikilvægt að réttarreglur sem varða íslenskan sjávarútveg verði rannsakaðar frá sem flestum hliðum og þá ekki síst með tilliti til eign- arréttar, atvinnufrelsis, samkeppni, umhverfismála og skattamála auk þess sem staða fiskveiðiréttinda í al- þjóðlegu samhengi verði rannsökuð. Með vönduðum rannsóknum og kynningu þeirra muni Ísland geta skapað sér frekari tækifæri til að festa sig í sessi á alþjóðlegum vett- vangi sem leiðandi þjóð á sviði fisk- veiða og fiskveiðistjórnunar. LÍÚ kostar rannsóknir á sviði auðlindaréttar við HÍ Morgunblaðið/RAX Rannsóknir Frá undirritun samnings HÍ og LÍÚ. María Thejll, forstöðu- maður lagadeildar HÍ, Páll Hreinsson, forseti lagadeildar HÍ, Kristín Ing- ólfsdóttir rektor, Björgólfur Jóhannsson, formaður stjórnar LÍÚ, og stjórnarmennirnir Einar Valur Kristjánsson, Hjörtur Gíslason og Magnús Kristinsson og loks Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.