Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 39 MINNINGAR Vigfús var mikill fjölskyldumaður og gerði allt sem hann gat í erilsömu starfi til að vera sem mest með fjöl- skyldunni. Elstu börnin hans Heiða og Hannes störfuðu í sumarvinnu hjá Stofnfiski og þau yngstu komu oft með honum á skrifstofuna á kvöldin og um helgar. Missir þeirra er mikill og vil ég votta þeim og Þór- dísi eiginkonu Vigfúsar mína dýpstu samúð. Jónas Jónasson. Síðan við fengum fréttina um and- lát Vigfúsar höfum við verið að bíða eftir að vakna upp af þessum vonda draumi. Vikuna á eftir vonuðum við að hver símhringing og hver tölvu- póstur væri frá honum, en dagarnir liðu og við sáum að við urðum að sætta okkur við þá staðreynd að hann væri farinn og kæmi ekki aft- ur. En það er erfitt, hann var svo stór hluti af fyrirtækinu, hann vissi alltaf hvernig bæri að leysa málin og hafði stórar hugmyndir sem biðu eftir að komast í framkvæmd. Hugsjón Vigfúsar var sterk, og skein af honum eldmóðurinn þegar hann talaði um öll spennandi verk- efnin framundan, í kynbótum, hrognaframleiðslu og fiskeldi al- mennt. Þeim eldmóði náði hann að smita til okkar, sem varla vissum hvorum megin á laxinum sporðurinn var, þegar við hófum störf hjá Stofn- fiski fyrir 6 árum. Núna vitum við að sporðurinn er að aftan, og myndum jafnvel treysta okkur til að þekkja muninn á hæng og hrygnu. Þegar hann náði að borða með okkur hádegismat, máttum við bóka fjörugar samræður, sem snerust oft um heitustu málin í samfélaginu eða fiskeldið. Sögurnar hans standa upp úr og þeirra eigum við eftir að sakna. Vigfús var frábær leiðtogi sem borin var virðing fyrir um allan heim. Hann hafði þó aldrei orð um það hversu sterk sambönd hans í hinum stóra fiskeldisheimi voru, en það hefur okkur orðið ljóst undan- farna daga því streymt hafa inn til fyrirtækisins kveðjur frá fiskeldis- mönnum um allan heim, sem sakna góðs félaga sem þeir virtu og litu upp til. Vigfús skilur sannarlega eftir spor í fiskeldisheiminum öllum, en stærsta arfleifðin sem hann skilur eftir eru þó börnin fimm. Við höfum verið svo heppin að kynnast elstu börnunum þremur sem hafa unnið hér hjá Stofnfiski, og bera þau sterk merki föður síns í dugnaði og ein- lægni. Reynsla okkar af samstarfi við þau lét okkur hlakka til þess þegar yngri börnin tvö yrðu nógu gömul til að vinna hjá Stofnfiski. Vigfús var stoltur af krökkunum sínum, og hafði góða ástæðu til. Elsku Þórdís, Heiða, Hannes, Hanna, Helga og Hilmar. Megi Guð styrkja ykkur og blessa minningu Vigfúsar, sem lifir í hjarta okkar allra. Guðrún Harpa og Benedikta. Kveðja frá Landssambandi fiskeldisstöðva Dr. Vigfús Jóhannsson, fyrrver- andi formaður Landssambands fisk- eldisstöðva, er kvaddur í dag og er söknuður í huga okkar fiskeldis- manna. Vigfús var mikilvirkur í starfi og leiðtogi Landssambandsins í yfir áratug. Hann var virkur félagi til hinstu stundar og hafði nýlega tekið að sér að leiða tvær nýjar nefndir í félaginu. Hann gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir félagið og var stjórnarformaður þess í 11 ár, frá 1993 til 2004, og var fyrrum for- maður Alþjóðlegu samtakanna í lax- eldi, ISFA. Hann var ötull og virkur þátttakandi í fjölmörgum mála- flokkum fyrir fiskeldismenn í Bandalagi evrópskra eldisfisk- sframleiðenda, FEAP. Vigfús leiddi einnig ýmis opinber nefndarstörf fyrir félagið. Ég kynntist Vigfúsi í seiðastöð- inni í Kollafirði fyrir rúmum áratug. Þá strax heillaðist ég af þeim krafti og áhuga sem ávallt einkenndi hann og hans viðfangsefni. Af og til í gegnum tíðina hittumst við Vigfús, m.a. á sýningum erlendis og á stjórnarfundum Vaka hf. Hann átti létt með að umgangast fólk, var öruggur í fasi, bar sig vel og var rök- fastur. Frískur blær fylgdi störfum og umsvifum hans. Ég var því ekk- ert sérstaklega kvíðinn þegar ég var óvænt beðinn um að taka að mér Landssambandið sem Vigfús var formaður fyrir. Samstarf okkar Vig- fúsar var gott og hann var ötull og ráðagóður formaður. Hann naut mikils trausts meðal fiskeldis- manna. Landssambandið á Vigfúsi mikið að þakka. Hann var drifkraft- ur félagsins og mótaði starfið á erf- iðum tímum í greininni. Landssamband fiskeldisstöðva þakkar Vigfúsi samfylgdina og fjöl- skyldu hans sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri. Kveðja frá ISFA, Alþjóða samtökunum í laxeldi Félagarnir í alþjóðasamtökunum í laxeldi eru djúpt snortnir vegna frá- falls dr. Vigfúsar Jóhannssonar, langt um aldur fram. Vigfús var fyrrum formaður samtakanna og var í hávegum hafður á meðal fisk- eldismanna sem sannur heiðurs- maður, umhyggjusamur vinur, þróttmikill og hvetjandi frumherji. Hans verður sárt saknað af öllum fiskeldismönnum. Alþjóðasamtökin í laxeldi vilja koma á framfæri samúðarkveðjum til fjölskyldu hans, vina og félaga með þakklæti fyrir mikilsvert fram- lag Vigfúsar til laxeldisins í heim- inum. James Ryan formaður. Látinn er Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, langt fyrir aldur fram. Andlát Vigfúsar kom okkur á Veiðimálastofnun á óvart, hann var maður á besta aldri fullur starfsorku. Leiðir okkar Vigfúsar lágu fyrst saman í líffræðinámi í Háskóla Ís- lands laust fyrir 1980. Þar kynnt- umst við og unnum saman nokkur námsverkefni. Það voru góðir dag- ar. Leiðir okkar lágu síðar oft sam- an, báðir menntuðum við okkur í líf- verum í vatni. Vigfús kom til starfa á Veiðimálastofnun er ég hafði starfað þar í nokkur ár. Starfssvið hans í byrjun var einkum á sviði vatnalíf- fræði, m.a. við rannsóknir á Mývatni sem hann stundaði í fyrstu. Saman unnum við að rannsóknum um tíma. Er leið á níunda áratuginn vaknaði áhugi hans á fiskeldi en mikil upp- bygging hófst þá við uppbyggingu hafbeitarfyrirtækja víða um land og síðar matfiskeldis bæði kvíaeldi í sjó og landeldi. Sá áhugi átti eftir að endast Vigfúsi til dauðadags. Vigfús var duglegur maður og kappsamur. Hann stýrði fiskeldis- deild stofnunarinnar í nokkur ár og síðar Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði. Þegar Stofnfiskur tók til starfa tók Vigfús þar við forustu. Stofn- fiskur tók síðar við aukinni fiskeld- isstarfsemi frá Veiðimálastofnun. Vigfús tók að sér ýmis trúnaðar- störf fyrir fiskeldið. Hann var for- maður Landssambands fiskeldis- stöðva í mörg ár, en gegndi auk þess ýmsum öðrum störfum á því sviði bæði innan lands og utan. Samskipti okkar voru því nokkur í gegnum tíð- ina og meiri þegar ég tók við starfi framkvæmdastjóra Veiðimálastofn- unar. Eins og gengur var stundum tekist á um málefnin, en svo vorum við einnig samherjar. Vigfús sat nú síðustu árin í stjórn Veiðimálastofn- unar, auk þess sem hann sat í stjórn fiskræktarsjóðs. Það var gott til þess að vita að geta gengið að góð- um vísindalegum skilningi þar sem Vigfús var. Ég vil að lokum þakka Vigfúsi störf fyrir stofnunina og samfylgd- ina. Við á Veiðimálastofnun sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni. Sigurður Guðjónsson. Vigfús er dáinn, fallinn frá í blóma lífsins. Þegar kallið kom skyndilega var Vigfús fjarri heimahögum, í erind- um fyrirtækisins sem hann hafði átt svo stóran þátt í að byggja upp. Leiðir okkar lágu saman á sviði fiskeldismála. Það var ánægjulegt að taka þátt í því að ráða Vigfús sem framkvæmdastjóra Stofnfisks og eiga við hann samstarf í mörg ár. Vigfús var að mínu mati óvenju- lega hæfileikaríkur maður. Hann var vel menntaður vísindamaður, með góð tök á atvinnurekstri. Hann var duglegur og fylginn sér við þau verkefni sem hann tók að sér. En það var annað sem vakti sérstaka athygli mína fljótt eftir kynni okkar hófust og það var skemmtilega víður sjóndeildarhringur. Hann kynnti stjórninni hugmyndir sínar um að nýta þekkingu félagsins og starfs- manna þess til að sækja á erlenda markaði. Þetta þótti ýmsum lang- sótt en Vigfús rökstuddi sitt mál vel og sóknin hófst. Skipulagður út- flutningur lifandi hrogna og ný kyn- bótaverkefni sett af stað í Chile, Ír- landi og Skotlandi. Allur heimurinn var náttúrulegur heimavöllur Vigfúsar. Innan sjón- deildarhrings hans voru engin landamæri. Það var því ekki að undra að maður með þessa sýn, þekkingu og hæfileika vekti athygli víðar en hér á landi. M.a. var Vigfús valinn til forystustarfa alþjóðlegu laxeldissamtakanna ISFA og var formaður þeirra í mörg ár. Fyrir nokkrum árum hlaut Stofn- fiskur Nýsköpunarverðlaun Rann- sóknarráðs og Útflutningsráðs. Þetta var verðskulduð viðurkenning sem Vigfús mat mikils. Það er á eng- an hallað þó ég segi þetta hafa verið fyrst og fremst viðurkenningu á frumkvæði og hugmyndum Vigfús- ar, sem hann síðan kom í fram- kvæmd með samstarfsfólki sínu. Að leiðarlokum þakka ég góð og gefandi kynni og samstarf við Vig- fús. Nú þegar hann er fallinn frá lifa verk hans og hugmyndir sem ég vona að geti orðið öðrum hvatning til víðsýni og góðra verka. Þórdísi, börnunum og fjölskyld- unni allri votta ég innilega samúð okkar hjónanna og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Axel Gíslason. Það varð mikil sorg í fjölskyld- unni, þegar það fréttist að Vigfús Jóhannsson hefði látizt á ferð suður í Chile 22. marz sl. Hann hefur átt þangað margar ferðir og víða um lönd vegna atvinnu sinnar sem framkvæmdastjóri Stofnfisks og ráðunautur um fiskeldi bæði austan hafs og vestan. Það hefur verið fróð- legt að fylgjast með þessum unga athafnamanni og hinni stóru og samrýmdu fjölskyldu hans og Þór- dísar Helgu, dóttur Þórunnar mág- konu minnar Helgadóttur og Sveins Þórðarsonar, seinast skattstjóra í Hafnarfirði. Það var jafnan bezti dagurinn þegar Vigfús var heimtur heim úr ferðum sínum öllum. En hann átti til frægra ferðamanna að telja, svo sem Vigfúsar Sigurðsson- ar, hins kunna Grænlandsfara. Hugurinn dvelst nú hjá Þórdísi og börnunum á hinu fagra heimili, er þau Vigfús voru nýlega búin að koma sér fyrir á að Fjóluhvammi 5 í Hafnarfirði. Við feðginin, ég og Helga Laufey dóttir mín og dóttir hennar Rósa, sendum þeim innilegar samúðar- kveðjur. Finnbogi Guðmundsson. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INDRIÐI STEFÁNSSON HJALTASON, Hólabraut 3, Skagaströnd, andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss sunnu- daginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Guðrún Angantýsdóttir, Sigurbjörg Árdís Indriðadóttir, Björn Ingi Óskarsson, Hjalti Hólmar Indriðason, Jón Hilmar Indriðason, Kristín Theodóra Hreinsdóttir, Jóhannes Heiðmar Indriðason, Margrét Björk Magnúsdóttir, Ingþór Indriðason, Guðný Anna Ríkharðsdóttir, Gunnar Indriðason, Guðrún Svanhvít Guðjónsdóttir og barnabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, FREYR STEINGRÍMSSON, Hömrum 10, Djúpavogi, varð bráðkvaddur laugardaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14:00. Drífa Ragnarsdóttir, Rán Freysdóttir, Dröfn Freysdóttir, Alfa Freysdóttir, Íris Antonía Ólafsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNATAN JÓNSSON, Engihjalla 17, Kópavogi, lést þriðjudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landspítalann. Sigrún Ingjaldsdóttir, Bjarni Þór, Lilja Inga, Guðrún, Ólöf, Gíslína Sólrún og Eyrún Jónatansbörn og fjölskyldur þeirra. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, sonur, afi og bróðir, KRISTINN KORT BJÖRNSSON viðskiptafræðingur, andaðist mánudaginn 3. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ásthildur Ketilsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Jón Valgeir Björnsson, Ásta Sigríður Kristinsdóttir, Verna Jónsdóttir, Björn Kristinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, barnabörn og systkini. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, KARL PETERSEN tónlistarmaður, Löngumýri 24, Akureyri, sem lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 2. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Íslandsdeild Amnesty International. Ragnheiður Sigurðardóttir, Hólmfríður Kristín, Aniina Ragna, Sigurður Óli, Kristjana Katla, Martin Petersen, Kristín Sigurðardóttir, Ragnar Petersen, Kristín Petersen, Hólmfríður Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.