Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 23 MINNSTAÐUR fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki Kynningar á n‡ju vorvörunum frá OROBLU Kynning í Bylgjunni í dag föstudag kl. 13-18. BYLGJAN Hamraborg 14a Sími: 414 4200 SUÐURNES AUSTURLAND Keflavíkurflugvöllur | Nýtt vopna- leitarsvæði hefur verið tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Vopnaleitarsvæðið markar tímamót í framkvæmdunum við Flugstöðina því það er fyrsti hluti nýs brottfararsvæðis farþega sem tekinn er í notkun eftir miklar breytingar og endurbætur sem unnið er að á annarri hæð hússins. Aðrir hlutar hins endurnýjaða brottfararsvæðis verða teknir í notkun í áföngum á næstu mán- uðum. Fyrst um sinn munu farþegar fara upp á 2. hæðina nyrst í innritunarsalnum (vinstra megin) en þegar næsta áfanga fram- kvæmdanna lýkur liggur leið far- þega upp í svokallaðan laufskála, gegnum nýtt vopnaleitarsvæði og áfram inn í brottfararsal. Í heild er vopnaleitarsvæðið um 800 fermetrar. Þar eru nú fimm vopnaleitarhlið í stað þriggja áður en þau verða alls sjö í framtíðinni. Þjónusta við flugfarþega mun aukast til muna, biðtími ætti að styttast og aðstæður starfsfólks eru stórum betri en áður, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Nýtt vopnaleitarsvæði tekið í notkun Öryggi Vopnaleitarhliðin eru nú fimm í stað þriggja og á eftir að fjölga enn frekar. Það greiðir leið farþega. Reykjanesbær | Hagnaður upp á 384 milljónir varð af rekstri Reykja- nesbæjar á árinu 2005. Þar af er hagnaður af bæjarsjóði sjálfum 87 milljónir. Eru báðar tölurnar mikill viðsnúningur frá árinu á undan þeg- ar halli varð af rekstrinum og af- koman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Reykjanesbæ. Árs- reikningurinn var kynntur á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar bók- uðu við umræður um ársreikninginn að auknar skatttekjur séu helsta ástæðan fyrir góðum árangri í rekstri bæjarfélagsins. Skatttekjur hafi aukist um 11% og heildartekjur um 19% en rekstrargjöld aukist um 5% á sama tíma. Vakin er athygli á því að sú hraða uppbygging, sem átt hafi sér stað í Reykjanesbæ, hafi leitt til örari íbúafjölgunar og meiri tekna en reiknað var með. Hins veg- ar sé útsvarshlutfall lægra en í flest- um sveitarfélögum sem miðað væri við og jafnframt vakin athygli á því að fasteignagjöld séu lægri en í sam- bærilegum sveitarfélögum. Í tilvitnaðri fréttatilkynningu bæjarins er lögð áhersla á að já- kvæð niðurstaða hafi fengist úr reikningum ársins þrátt fyrir mik- inn kostnað við uppbygginguna í bæjarfélaginu, mikla fjölgun nem- enda í leik- og grunnskólum, launa- hækkanir vegna kjarasamninga og hærri greiðslur vegna lífeyrisskuld- bindinga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vekja einnig athygli á sterkri eignastöðu bæjarins í bókun sinni. Eiginfjárhlutfall hafi aukist á kjör- tímabilinu og eignir bæjarins vaxið um 424 milljónir kr. umfram skuldir á sama tímabili. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu áfram leggja ríka áherslu á sókn og upp- byggingu sveitarfélagsins í þeim til- gangi að fjölga íbúum og bæta sam- félagið,“ segir í bókun þeirra á fundinum í vikunni. Reksturinn stendur ekki undir sér Í bókun minnihlutans, fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar- flokksins, kemur fram að reksturinn standi ekki undir sér. Niðurstaðan sé neikvæð um 174 milljónir kr. þrátt fyrir auknar skatttekjur, hærra framlag úr Jöfnunarsjóði og auknar þjónustutekjur. Þá eru nefndar tekjur af sölu fasteigna upp á 45 milljónir. Jákvæð niðurstaða sé fengin vegna hagstæðra fjármagns- liða. „Það hlýtur að vera áhyggjuefni að sveitarfélag sem stöðugt eykur skuldbindingar sínar í formi húsa- leigugreiðslna skuli vera rekið með halla ár eftir ár,“ segir í bókuninni. Þar er og lögð áhersla á að þær framkvæmdir sem sjálfstæðismenn tali mikið um að þeir hafi staðið fyr- ir allt kjörtímabilið, hafi verið fjár- magnaðar með sölu eigna. „Á sama tíma og önnur sveitarfélög eru að leggja fram ársreikninga sem sýna hagnað af rekstri, hreykja sjálf- stæðismenn í Reykjanesbæ sér af loftbólum,“ segir í bókun minnihlut- ans. 384 milljóna króna hagnaður af rekstri Egilsstaðir | Bandaríska listakon- an Lydia Moyer hlaut fyrstu verð- laun á alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðinni 700IS Hrein- dýraland, sem haldin var á Egils- stöðum um síðustu helgi. Bjartasta von Austurlands í kvikmyndalist var valinn Garðar Bachmann Þórðarson, nítján ára Seyðfirð- ingur sem stundar nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. 330 myndir frá 34 löndum bárust í keppnina og segir upphafsmaður og framkvæmdastjóri hennar, Kristín Scheving, að hún hafi tek- ist framar björtustu vonum og verði aftur haldin á Egilsstöðum að ári. 700IS stendur að hátíðinni í samvinnu við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Eiða ehf. Opnunarhátíð 700IS var á Eiðum og þótti glæsileg. M.a. dönsuðu bresku dansararnir úr Voiddance með myndbandsverkum og á ann- an tug listamanna sem sendu verk í keppnina komu til hátíðarinnar. Gestir voru fjölmargir og var mál manna að opnunin væri með því forvitnilegra sem boðið hefði verið upp á í listalífinu í lengri tíma. Listgreinar renna saman í eitt Verkin voru um helgina sýnd á gallerívegg Tes og kaffis, í Komp- unni, vegaHúsinu á Egilsstöðum og í Skaftafelli á Seyðisfirði. Þá voru „barnvænstu“ verkin sýnd á Hótel Héraði sl. mánudag og komu 80 börn frá skólum í Fljótsdalshéraði til að sjá verkin og fræðast af lista- fólkinu um gerð þeirra. Moyer hlaut 100 þúsund krónur í verðlaunafé, sem gefið var af Al- coa Fjarðaáli, ásamt ferða- og hótelkostn- aði. Garðar fékk 50 þúsund krónur í verðlaun og var það fé gefið af Glitni. Nokkrar bestu myndirnar úr 700IS verða m.a. sýndar í Liverpool, Manchest- er og London, Lithá- en, Spáni, Noregi og Bandaríkjunum í framhaldinu. Hér heima verða þær sýndar í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri. Þess má geta að 700IS hlaut 700 þúsund króna styrk frá Menningarráði Austurlands í árlegri úthlutun ráðsins um síðustu helgi. Kostn- aður við keppnina er að sögn Kristínar um 3,5 milljónir króna og stendur nánast í járnum að fjár- mögnun takist. „Markmið keppn- innar er að kynna fólki hvernig ólíkar listgreinar eru að renna saman í kvik- mynda- og vídeó- listinni og hversu sterk hún er sem tjáningarform,“ segir Kristín. 700IS - Hreindýraland magnaður viðburður Ljósmynd/700IS Myndbrot úr verðlaunaverki Lydiu Moyer, „South Dakota“, sem hlaut fyrstu verðlaun á 700IS. Verk hennar var eitt 330 sem bárust keppninni. Bjartasta vonin Garðar Bachmann Þórðarson þykir afar efnilegur. Verk hans heitir Can’t fix it. Reyðarfjörður | Fjarðaálsverkefn- ið hefur samið við verktakafyrir- tækið Atafl um öflun aðfanga og byggingu tveggja skrifstofubygg- inga, samtals 5.500 fermetra. Byggingarnar tvær sem um ræðir hýsa annars vegar stjórnsýslu ál- versins og hins vegar rannsókn- arstofur, starfsmannaaðstöðu og mötuneyti. Undirbúningur fyrir verkið hófst formlega 15. mars sl. en starfs- menn Atafls munu byrja störf á framkvæmdasvæðinu í byrjun apr- íl. Verkinu verður lokið í byrjun ársins 2007. Atafl mun hafa um 65 manns í vinnu á framkvæmdasvæð- inu við bygginga- og stjórnunar- störf. Verktakafyrirtækið Atafl bar áður nafnið Keflavíkurverktakar en fyrirtækið er eitt elsta starfandi verktakafyrirtæki á landinu. Fyrir- tækið hefur starfað í tæplega 50 ár og hefur nú um 250 manns í vinnu. Atafl byggir skrifstofur Stjórnsýslukæra á HAUST | Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST ) hefur borist tilkynning um að úrskurðarnefnd skv. 31. gr. 1. nr. 7/998 hafi borist stjórnsýslu- kæra Þórarins V. Þórarinssonar hdl. f.h. Impregilo S.p.A. vegna ákvörðunar HAUST um gjaldtöku við gjaldskylt eftirlit fyrir tíma- bundna starfsemi tengdri stóriðju og virkjunum. Óskað er eftir að HAUST skili greinargerð um mál- ið. HAUST ætlar skv. bókun í fundargerð að fá lögfræðing til að- stoðar við að svara til úrskurðar- nefndar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.