Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 41 MINNINGAR ✝ Greta María Jó-hannsdóttir fæddist í Skógarkoti í Þingvallasveit 5. september 1916. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólína Jónsdóttir, f. 27. september 1873, d. 1967, og Jóhann Kristján Kristjáns- son bóndi, f. 21. maí 1879, d. 25 desem- ber 1965. Greta var yngst fimm systkina. Eftirlifandi er Herdís Jóhannsdóttir, f. 21. júní 1913, og fósturbróðir Jón Óli Ólafsson, f. 25. desember 1935. Árið 1947 giftist Greta Birgi Guðjónssyni, verslunarstjóra í Reykjavík. Börn þeirra Gretu og Birgis eru: 1) Jóhann Kr. Birgis- son, f. 7.12. 1946, var kvæntur Soffíu Jacobsen, þau skildu, börn þeirra eru a) Bára Jóhannsdóttir, f. 26.12. 1965, gift Arnóri Björns- syni. Þau eiga þrjú börn, Atla Má, f. 1991, Kolbein Ara, f. 1996 og Kötlu Rún, f. 1996. b) Birgir Jó- hannsson, f. 14.7. 1971, kvæntur Sif Hansdóttur og eiga þau eina dóttur, Birtu Rut, f. 2004. 2) Hanna Dóra Birgis- dóttir, f. 15.4. 1950, gift Þórði S. Óskars- syni og eiga þau tvö börn, Óskar, f. 18.4. 1981, og Hildi, f. 14.8. 1985. 3) Ólina Birgisdóttir, f. 19.7. 1951, gift Páli Gunnari Pálssyni og eiga þau þrjú börn a) Brynhildi, f. 21.12. 1979, b) Gretu Maríu, f. 13.9. 1981, í sam- búð með Guðbergi Ægissyni, og c) Pétur, f. 18.9. 1985. 4) Greta M. Birgisdóttir, f. 23.9. 1958, gift Gunnari Lúðvíkssyni og eiga þau fjögur börn, a) Önnu Kristrúnu, f. 13.4. 1978, gift Styrmi Óskarssyni og eiga þau einn son, Birgi Stein, f. 2004, b) Hrafn, f. 11.8. 1982, í sambúð með Stellu Ólafsdóttur, c) Björgu, f. 29.5. 1985, og d) Berg- lindi, f. 19.7. 1990. Útför Gretu verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það er undarlegt að hugsa til þess að við munum aldrei aftur keyra út á Nes til þess að sækja ömmu Gretu, aldrei aftur spyrja hana hvort maður ætti ekki að hjálpa henni að hoppa upp í bílinn og hún svarar með hneykslunartón „Hvað heldur að maður geti ekki komið sér sjálfur inn í bíl?“ hún síðan kastar töskunni sinni í sætið, vippar annarri löppinni upp í bílinn og togar sig síðan með ótrúleg- um krafti upp í bílinn. Svo var keyrt beinustu leið í næsta bakarí til þess að kaupa eitthvað með kaffinu. Þegar við rifjum upp minningar af ömmu Gretu byrjar maður ósjálfrátt að brosa. Hún var stór partur af okk- ar tilveru, fylgdist vel með öllu og öll- um, var algerlega með á nótunum og hafði sterkar skoðanir á flestum hlut- um. Til dæmis vildi hún að kótelettan sín væri steikt eins og skósóli og að lambalærið væri svo vel steikt að hægt væri að hrista kjötið af beininu. Það er ótrúlegt hvað hún gat rakið ættir og afkvæmi fólks endalaust, hún viss allt um alla. Um daginn þeg- ar ég var að keyra ömmu út á Nes, hóstaði ég endalaust í bílnum. Amma spurði hvaða bölvaða kvef ég væri með, ég sagði að þetta væri eitthvað kvef sem ég hafði nælt mér í. „Já,“ sagði hún og bætti við að hún hefði aldrei á ævinni fengið kvef, ég svaraði „Nei, það getur nú ekki verið.“ „Jú, ég bara veit ekki hvað kvef er,“ sagði hún og bætti við að hún hefði aldrei orðið veik og bara farið á spítala þeg- ar hún hefði brotið og bramlað eitt- hvað í sjálfri sér út af klaufaskap. Orðið hörkutól lýsir ömmu Gretu vel, hún lét ekkert stoppa sig, hún var í fullu fjöri fram til síðasta dags og hún glataði aldrei sínum sterka og ótrúlega skemmtilega karakter. Hennar verður sárt saknað því þótt hún væri að verða níutíu ára fannst bæði henni sjálfri og okkur að hún væri mörgum árum yngri, þvílíkur var lífskrafturinn og lífsgleðin og því skrýtið að þurfa að kveðja hana. Brynhildur, Greta María og Pétur. Elsku amma, ekki hélt ég að það kæmi til þessarar stundar strax. Þrátt fyrir háan aldur varstu ein- hvern veginn aldrei gömul. Þú varst ekki mikið fyrir lofræður en þrátt fyrir það ætla ég ekki að verða að ósk þinni í þetta sinn því þú af öllum átt lof skilið. Frá því að veik- indi þín hófust, nokkrum dögum fyrir andlátið, skiptumst við, allt fólkið þitt, á að vera hjá þér dag og nótt og yfirleitt vorum við ágætis flokkur í einu. Fyrst hvattirðu okkur öll að drífa okkur heim því þar biðu okkar mikilvægari verk og skyldur en öll vorum við sammála um að ekkert væri mikilvægara en að vera hjá þér. Við vitum það líka öll að þú hefðir gert það sama fyrir okkur, margfalt. Presturinn sagði okkur að minnast þess sem þú stóðst fyrir. Dugnaður, þrautseigja, kraftur og ósérhlífni eru orð sem lýsa þér vel. Ég leit upp til þín, virti og dáði og mun leitast við að öðlast þann mikla lífskraft sem þú hafðir. Þú hefðir ekki valið þér þenn- an dag ef þú sjálf hefðir ráðið, ætli þú hefðir valið nokkurn dag. Þér leið best hér með okkur, fólkinu þínu. Og ekki minnkaði lífslöngunin eftir að barnabarnabörnin fóru að bætast í hópinn. Birgir Steinn átti stóran hluta af hjarta þínu. Þú tókst á rás og gekkst yfir hæðina ef þú vissir af hon- um úti á Bollagörðum þrátt fyrir að vera ekki í sérlega góðu gönguformi, ef svo má segja. Það þurfti nú aðeins meira en veikan fótaburð, slæma sjón, slappt hjarta og kannski snjó- komu til að stoppa þig. Þú varst mögnuð á allan hátt. Varst mér mikil fyrirmynd enda var ég svo heppin að fá að umgangast þig jafnmikið og ég gerði. Oft og iðulega héstu á Strand- arkirkju í þeirri von að áform okkar systkinanna og væntingar rættust. Það eitt, eins saklaust og það virtist, veitti mér ávallt byr undir báða vængi og dýrmætan stuðning Þetta verður skrítið án þín en minningin um þig er hlý og notaleg og einhvern veginn veit ég að á þinn eigin hátt munt þú sjá til þess að við öðlumst þennan styrk og æðruleysi sem þú hafðir. Þín Anna Kristrún. Eitt er víst að hún amma okkar á mikið í okkur systkinunum og það verður bæði skrýtið og erfitt að borða fjölskyldukvöldverðinn án hennar. Hún var mikill karakter og örlátari manneskja verður vart fundin. Við vitum öll að ferðalagið tekur einhvern tímann enda, og þótt þitt hafi verið langt og viðburðaríkt átt- um við alls ekki von á að því lyki nærri strax. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Elsku amma, þótt það hafi verið erfitt að missa þig er samt ánægju- legt að vita til þess að þið afi séuð sameinuð á ný. Við þökkum þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og minnumst þín alltaf sem hinnar elskulegu og hlýju ömmu sem þú varst. Minningin um þig verður ávallt varðveitt í hjarta okkar og við hugsum til þín með bros á vör næst þegar við spilum Trivial. Hrafn og Berglind. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. Með þessu ljóði Halldórs Laxness viljum við þakka ömmu Gretu eða ömmu löngu Gretu, eins og börnin kölluðu hana, fyrir samfylgdina. Það er svo margt sem kemur upp í hug- ann, sem við ætlum ekki að nefna hér heldur geyma í hjarta okkar um ókomna tíð. Við viljum biðja góðan Guð að varðveita minningu þína. Hvíl þú í friði. Bára, Arnór, Atli Már, Kolbeinn Ari og Katla Rún. Elsku amma. Erfitt er að trúa því að þú sért far- in, þetta gerðist allt svo hratt. Í okkar huga áttirðu töluvert eftir lifað, þar sem þú varst alltaf í fullu fjöri og tilbúin í hvað sem er. Þú lést ekkert stöðva þig og ef eitthvað skall á komst þú alltaf sterkari til baka, þess vegna er enn erfiðara að trúa því að þú sért farin. Við bíðum enn eftir því að þú hringir eða komir æðandi inn með fullan poka af góðgæti úr bakaríinu. Við getum endalaust talið upp góðar stundir sem við áttum saman. Það sem er efst í huga okkar beggja er t.d. þegar við vorum í bíltúr með þér og tókum við eftir því að þú varst að keyra inn einstefnugötu, þegar við bentum þér á það að þetta væri ein- stefna, svarar þú: „ég loka þá bara augunum“! En þetta er bara ein af mörgum sögum sem við eigum af þér. Elsku amma, þú ert eflaust einn af sterkustu karakterum sem við þekkj- um og vonum við að þessi eiginleiki renni líka í okkar æðum. Það er svo sárt að kveðja, en við vitum að þú verður alltaf hjá okkur í anda. Björg og Hildur. GRETA MARÍA JÓHANNSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis í Hörgshlíð 10, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 3. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Katrín Árnadóttir, Björg Árnadóttir, Reynald Jónsson, Andrew Cauthery, Árni Jón Eggertsson, Davíð Harald Cauthery, Hulda Ólafsdóttir, Gunnar Atli Cauthery, Ólafur Þorri, Kjartan Bjarmi og Elvar Breki. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÚLÍANA MATTHILDUR ISEBARN, Hringbraut 43, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 7. apríl kl. 13.00. Ágúst Ágústsson, Sveinn Ágústsson, Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, Daníel I. Ágústsson, Davíð I. Ágústsson, Ágúst O. Sveinsson, Sigurður B. Sveinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR STEINSSON frá Hrauni á Skaga, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt miðvikudagsins 5. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Guðný Erla Jónsdóttir, Sævar Kristmundsson, Edda Nína Heide, Guðrún Kristmundsdóttir, Elín Kristmundsdóttir, Svavar Guðmundsson, Árni Kristmundsson, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir, Steina Ólafsdóttir, afabörn og langafabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGVALDI LOFTSSON, Esjubraut 35, Akranesi, sem lést mánudaginn 3. apríl sl., verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju mánudaginn 10. apríl kl. 14.00 Sigrún Ólafsdóttir, Helga G. Sigvaldadóttir, Guðmundur G. Sigurðsson, Linda H. Sigvaldadóttir, Baldur Pétursson, Páll H. Sigvaldason, Unnur Sigurðardóttir, Ægir Sigvaldason, Eygló Rögnvaldsdóttir, Sigurdór Sigvaldason, Anna Alexandersdóttir, Stella Freyja Sigvaldad. Morris, James L. Morris, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og bróðir, JÓHANN PÉTURSSON fv. vitavörður á Hornbjargsvita, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 15:00. Magnús Brimar, Gréta Mörk, Guðríður S. Pétursdóttir, Ásgerður Á. Pétursdóttir, Lára Karen Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.