Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar MagnúsKristjánsson fæddist á Akranesi 4. ágúst 1958. Hann lést mánudaginn 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristján Sævar Vernharðsson, f. 7. febrúar 1936, d. 27. janúar 2002, og Gunnfríður Sigurð- ardóttir, f. 15. nóv- ember 1938. Þau skildu. Eiginkona Kristjáns var Jóna K. Haraldsdóttir, d. 2000. Eigin- maður Gunnfríðar er Bragi Valdi- marsson. Syskini Gunnars eru Óli Jóhann, f. 14.10. 1957, maki Jó- hanna Jónasdóttir. 2) Nanna Ragna, f. 13.10. 1960, maki George M. Vollmar. 3) Þór Reykjafjörð, f. 24.1. 1964, maki Elva B. Guðbjarts- dóttir. 4) Vernharður Óskar Krist- jánsson, f. 17.4. 1967, maki Reneé Kristjánsson. Gunnar á sex stjúpsystkini, eitt þeirra er látið. Fyrri kona Gunn- ars er Ingunn Guð- mundsdóttir. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðrún Helga. Seinni kona Gunnars er Mari- anne Kristjánsson, þau skildu. Sonur þeirra er Gunnar Christoffer. Gunnar á tvö barnabörn. Gunnar ólst upp á Akranesi. Ungur flutti hann til Svíþjóðar og starfaði við bílaréttingar og sprautun en aðallega við tattú og rak sína eigin stofu í mörg ár. Gunnar flutti aftur heim í maí 2005 og fór að vinna við pípulagn- ir. Útför Gunnars verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Gunnar var mjög hæfileikaríkur. Með endalausa ævintýraþrá í far- teskinu fór hann til Svíþjóðar og bjó þar í 25 ár. Þekktastur var hann fyrir tattúverkin sín og setti hann merki á marga í Evrópu og ófá voru verðlaunin sem hann vann. Eins og við vitum, þá fylgir góðu oft slæmt, svo var líka í hans lífi og barðist hann eins vel og hann gat, en á endanum tapaði hann. Við systkinin ætlum að kveðja þig, kæri bróðir, með þessu kvæði. Brjóttu hlekkina, frelsið færðu mér. Leystu fjötrana þungu, sem ég ber. Angist blindar augu mín. Engin gleði til án þín. Leystu fjötrana, frelsið gefðu mér. Láttu von mína vængi nýja fá. Ekki vísa á burtu minni þrá. Taktu efans ok af mér, er ég krýp að fótum þér. Láttu von mína vængjum sínum ná. Fylltu tómið, sem ég í brjósti ber. Brostnar vonir og draumar ríkja hér. Gefðu dag, er frið ég finn. Fangaklefa brjóttu minn. Leystu fjötrana frelsið gefðu mér. (J.F.G.) Hvíldu í friði og sofðu rótt. Kveðja, þín systkini. Elsku Gunni frændi er farinn frá okkur og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Oft heyrðum við söguna af því þegar Fríða systir var ófrísk að honum og þurfti að passa mig um tíma. Ég veiktist og gekk hún þá um gólf með mig á kúlunni, sat ég þá bókstaflega á Gunna. Ekki var hann alltaf hrifinn af þessari sögu, sér- staklega ekki þegar við vorum krakkar því rúmt árið var á milli okkar. Gunni var fæddur og uppalinn á Skaganum, ljóshærður og bláeygð- ur grallari sem átti margar góðar stundir á Vesturgötunni hjá ömmu og afa. Hann var mjög klár að laga bæði bíla og vélar. Dvaldi hann oft tím- unum saman í bílskúrnum hjá afa sínum við að laga Moskann. Pabbi var að vonum mjög ánægður því lít- ið gagn var í dætrum hans á þessu sviði. Ekki má gleyma litlu skelli- nöðrunni sem stundum lenti óvart í höndum Gunna og Didda frænda. Gunni flutti til Svíþjóðar með fyrri konu sinni, Ingu, og gekk dótt- ur hennar í föður stað, þau skildu. Með seinni konu sinni Marianne eignaðist Gunni soninn Gunnar Christoffer sem er lifandi eftirmynd föður síns. Í Svíþjóð bjó hann í yfir 20 ár og vann við ýmislegt svo sem bílaviðgerðir og sprautun. Gunni var mjög listrænn og til eru margar fallegar myndir sem hann ýmist teiknaði eða málaði. Einnig rak hann tattoo-stofu og var snillingur á því sviði. Í maí í fyrra flutti Gunni heim til Íslands og settist að í Keflavík í ná- lægð við fjölskyldu sína. Í Keflavík undi hann hag sínum vel, þar vann hann við pípulagnir og var bæði duglegur og vel liðinn. Hann Gunni okkar er farinn á fal- legri stað, þar sem faðir hans, ömm- ur, afar, frænka og frændur taka vel á móti honum og umvefja hann hlýju. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Fríða systir, Bragi, börn og systkini, megi Guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Ég kveð þig, kæri frændi. Þín frænka Fjóla Katrín. Í minningu kærs vinar og frænda, Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Gunni, við þökkum þér ein- læga vináttu og góðvild sem þú ávallt sýndir okkur. Guð geymi þig, elsku vinur. Við sendum ástvinum öllum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar Guðrún (Dúna), Einar, Gunnar Ásgeir, Sveinbjörn Freyr og Kristín Adda. GUNNAR MAGNÚS KRISTJÁNSSON Þetta var fyrir rúm- um aldarfjórðungi. Við vorum nýkomin heim eftir langa útivist í fjarlægum löndum. Margt hafði breyst nokkuð í lífsstíl og viðhorfum hérlendis sem við þurftum að takast á við eins og eðlilegt er. Þá kom til tals að ég tæki að mér hluta- starf sem prestur hjá Fríkirkjusöfnuð- inum í Hafnarfirði. Formaður sóknar- nefndarinnar bauð okkur Rannveigu heim til sín til að kynna allar aðstæður og kynnast okkur ögn. Það var vor og bjart í lofti er við knúðum dyra að Suð- urgötu 36 í Hafnarfirði og það birti enn meir er húsráðendur opnuðu og buðu okkur velkomin með þeirri glöðu hlýju sem einkenndi öll samskipti við Guð- laug Þórðarson og Láru Janusdóttur. Við gengum inn á fallega heimilið þeirra þar sem útsýnið yfir sjóinn jók enn á birtu þess dags. Við tókum tal saman og það leið ekki á löngu að mér varð ljóst að í Guðlaugi Þórðarsyni var að finna sóknarnefndarformann sem allir prestar óska sér. Og ekki dró Lára úr þeirri upplifun, glettin og traust. Í þessari fjölskyldu voru hin gömlu gildi greinilega enn til staðar, þrátt fyrir allt umrót samfélagsins, og það gaf okkur öryggi og traust. Eftir að kaffið var drukkið höfðum við gengið frá málum og þar með hófst fjögurra ára samstarf sem aldrei féll skuggi á. Það var gott að koma til messu í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Lára og Guð- laugur voru þar alltaf til staðar og tóku á móti okkur með þeirri sömu hlýju og glettni og er við hittumst fyrst. Þau sátu alltaf á sama stað, líklega fjórða aftasta bekknum til vinstri séð frá pre- dikunarstólnum ásamt Kristni yngsta syninum sem enn var heima. Guðlaug- ur var öflugur stuðningur prestsins, GUÐLAUGUR BJÖRGVIN ÞÓRÐARSON ✝ GuðlaugurBjörgvin Þórð- arson fæddist í Hafnarfirði 19. apríl 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði 28. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 4. apríl. tók öllum tillögum um nýmæli í starfi með áhuga en nokkurri var- kárni. Sagðist skyldu ræða það í búðinni við safnaðarfólkið þegar það liti inn. Hringdi svo í mig og sagði að við skyldum endilega fram- kvæma þessa hugmynd og spurði hvað þyrfti til, hvað þyrfti að útvega. Og það brást ekki, hvort sem það var stór grófur trékross fyrir vöku á föstudaginn langa eða góðmeti í nesti fyrir ferming- arhópana í helgarstörfum, það var fyr- ir öllu séð. En það voru ekki aðeins þessi hag- nýtu atriði sem hann bar fyrir brjósti. Guðlaugur var einlæglega trúaður maður og hann vildi að í söfnuðinum væri trúnni miðlað með djörfung, barnastarfið, predikunin og allt helgi- hald, samkomur og þjónusta átti að mótast af því. Hann ræddi einu sinni við mig um ræðu prestsins við jarð- arfarir og benti á að þar þyrfti ekki endilega að gera svo mikla grein fyrir hinum látna, flestir viðstaddir þekktu hann betur en presturinn. En þarna ætti að boða hina kristnu von, benda á að dauðinn er ekki hið endanlega, benda á páskana. Og nú er hann genginn inn í fögnuð herra síns í ljósi páskanna. Aldraður maður, saddur lífdaga eftir gott og innihaldsríkt líf því að næmi hans og skýr hugsun veitti honum aðgang að ýmsum sviðum sem efla gæði lífsins. Hann var örlátur á krafta sína og tíma í þágu samfélagsins. Vinnan í verslun þeirra hjóna veitti honum ánægju og ágæt lífskjör og það var fallegt að sjá hversu samhent þau hjónin voru í verslunarstörfunum í nær hálfa öld. Hann átti yndislega og samrýnda fjöl- skyldu sem hann hlynnti vel að. Hann þáði allar gjafir lífsins í þökk til hans er allt gefur. Og við Rannveig þökkum fyrir þann spöl af æviveginum þegar við vorum samferða og vináttu þeirra hjóna allar götur síðan. Veri Guðlaugur Þórðarson góðum Guði falinn. Bernharður Guðmundsson. Þrátt fyrir háan ald- ur er það okkur erfitt að kveðja þig, elsku afi. Minningarnar sem við eigum með þér eru margar og ljúfar í huga okkar. Oft komstu í heimsókn í Holtaselið um lengri eða skemmri tíma og var þá oft eins og við hyrfum aftur til fortíðar. Sama má segja þegar við vorum stadd- ar hjá þér og ömmu Láru við Ólafsveg- inn. Gufan hljómaði allan daginn í út- varpinu, hafragrauturinn á morgnana, mysingur og soðið brauð í hádeginu og soðinn fiskur um kvöldið, þar sem þú tókst til óspilltra mála og hreinsaðir jafnvel fiskhausana. Þá fannst okkur systrunum nóg um en þú hlóst bara að okkur. Þessi lífsstíll þinn hefur senni- lega orðið þér til góða því að það eru ekki margir sem geta lifað eins lengi og þú gerðir og við svo góða heilsu. Alltaf þegar við hittumst tókstu svo vel og innilega utan um okkur. Við fundum vel fyrir hlýju þinni og vænt- SIGURÐUR HELGI SVEINSSON ✝ Sigurður HelgiSveinsson fædd- ist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði 29. ágúst 1911. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 1. apríl. umþykju. Eins gaukað- ir þú oft að okkur pen- ingi svo enginn sá til. Vildir þú að við keypt- um okkur eitthvað sem okkur langaði í. Oftar en ekki fór peningurinn í einhverja flík og kom það sér vel fyrir okkur. Þú varst með góðan húmor og skein hann oft í gegn. Ég man eftir því þegar þú eltir Ragn- hildi þegar hún var lítil út um allt hús til að kitla hana og hún geislaði af gleði. Oftar en ekki komstu með hnytt- in svör þegar verið var að spjalla um daginn og veginn og svo brostir þú út í annað og glettnisglampinn skein úr augunum þínum. Okkur þótti svo notalegt þegar þú komst til okkar í Holtaselið á jólunum því að þá varð allt svo hátíðlegt. Þú varst alltaf tilbúinn að fara í kirkju með okkur á aðfangadagskvöld og það kom líka einhver ró yfir okkur þegar þú varst með okkur og pakkaæðið náði ekki eins miklum tökum á okkur. Það var eins og hinn sanni boðskapur jólanna fengi að njóta sín til fullnustu. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín mikið. En nú ertu kominn til Láru ömmu og þið eruð saman á ný og von- um við að saman vakið þið yfir allri fjölskyldunni. Þínar, Ragnhildur og Elísabet. Mig langar að skrifa nokkur orð um gamlan vin minn Bjarna Jörgensson, þennan hægláta hóg- væra mann sem ég kynntist fyrir 35 árum. Bjarni frændi, eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili, var móðurbróðir mannsins míns Stein- dórs. Hann bjó á Vitastíg 17 ásamt systkinum sínum, þeir bræður Guðmundur og Bjarni byggðu þetta hús á lóð gamla hússins og eiginlega utan um það. Vitastígur 17 er fjögurra hæða steinhús. Í þessu merkilega stóra húsi bjuggu foreldrar Bjarna hjá BJARNI JÖRGENSSON ✝ Bjarni Jörgens-son fæddist á Króki í Ölfusi 7. febrúar 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. apríl. honum í hárri elli eftir að þau fluttu til Reykjavíkur, þau Anna Bjarnadóttir og Jörgen Björnsson, einnig systir þeirra Ragna ásamt hennar fjölskyldu og auðvit- að Guðmundur og hans fjölskylda ásamt fjölda annarra úr þessari stóru ætt sem bjuggu þarna um lengri eða skemmri tíma. Þetta var því sannkallað fjölskylduhús og þarna fæddist maðurinn minn, að vísu í gamla húsinu. Bjarni bjó alltaf einn fyrir utan þann tíma sem hann hafði foreldra sína hjá sér en auðvitað bjó hann ekki einn í stóra fjölskylduhúsinu. Margir gætu tekið sér hans lífsstíl til fyrirmyndar, hann kunni að lifa, lét hverjum degi nægja sínar þján- ingar. Samt var Bjarni mikill heimsmaður, ferðaðist um víða veröld einn og með vinum sínum, synti, spilaði og fékk sér góða göngutúra ásamt því að rækta fjöl- skylduna sem maður gæti haldið að hefði verið hans aðal áhugamál miðað við hvað hann sinnti því vel. Bjarni frændi var maðurinn sem sá um ættartengslin, aldrei kom hann í heimsókn til okkar nema hafa með sér annaðhvort blóm eða súkkulaði handa mér. Hann fræddi okkur um móðurfólkið hans Stein- dórs og kynnti okkur fyrir ætt- ingjum austur í sveitum. Bjarna fannst við þurfa að þekkja þetta fólk og það var mikið rétt hjá hon- um. Hann tók á vissan hátt ábyrgð á börnum Guðbjargar systur sinn- ar, þeim Önnu, Steindóri og Guð- rúnu, en Guðbjörg dó frá þeim ungum og ef ekki hefði verið fyrir Bjarna hefðu þau misst af miklu, hann hélt utan um þau og sinnti þeim afskaplega vel alla tíð, alveg til dauðadags, og ekki bara hennar börnum heldur öllum börnum systkina sinn og barnabörnum þeirra líka, svona var Bjarni. Það er stórt skarð höggvið í þessa fjölskyldu við fráfall Bjarna og þetta skarð verður ekki fyllt. Með þessum orðum kveð ég minn gamla vin, Bjarna Jörgens- son. Hann var prúðmenni, öðling- ur og yndisleg manneskja. Margrét Brynjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.