Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 49 DAGBÓK Trofé sportlínan komin Pantanir óskast sóttar Takmarkað magn Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. ReykjavíkurAkademían stendur fyrirröð fyrirlestra um innflytjendamálundir yfirskriftinni „Varavinnuafl eðavannýtt auðlind?“ Á morgun, laug- ardag, er Eiríkur Bergmann Einarsson stjórn- málafræðingur gestur fyrirlestraraðarinnar en hann mun fjalla um stefnu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka í málefnum innflytjenda og spyr í fyrirlestri sínum: Fljótum við sofandi að feigðarósi? „Íslendingar standa frammi fyrir því að breyt- ingar eru að verða á samsetningu þjóðfélagsins. Hingað hefur á liðnum árum flutt mun meira af fólki af erlendu bergi brotið en við höfum áður séð,“ segir Eiríkur. „Þetta hefur gerst án þess að stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar hafi markað neina sérstaka stefnu um hvernig eigi að taka á móti þessu fólki, hverjir fái að koma hingað og með hvaða skilyrðum og réttindum.“ Að undanskildum alþjóðasamningum á borð við EES-samninginn, sem opnaði nokkuð fyrir flutninga Evrópubúa til Íslands, segir Eiríkur hörku helsta einkenni innflytjendalöggjafar hér á landi: „Stefnan hefur gengið út á að hefta sem mest flutninga fólks til landsins, og má sem dæmi nefna að aðeins einn einstakur hælisleit- andi hefur fengið hæli hér á landi,“ segir Eiríkur. „Landið hefur fylgt dönsku innflytjendalöggjöf- inni, sem þykir ein sú harðasta í Evrópu, og í ís- lenskum lögum er meðal annars umdeilt ákvæði um að giftir einstaklingar yngri en 24 ára hafi ekki rétt á að taka maka sína með sér til lands- ins. Þessi lög eru þýdd hrá úr dönsku og jafnvel mögulegt að í þeim felist mannréttindabrot.“ Eiríkur bendir á að stjórnvöld horfi upp á óheillaþróun annars staðar í Evrópu en virðist þó ekki draga af því mikinn lærdóm: „Lítið hefur verið gert til að undirbúa íslenskt samfélag til að verða fjölmenningarlegt og hættan sú að sömu átök verði hér á landi og við höfum séð í öðrum ríkjum. Um leið erum við í þeirri aðstöðu að geta forðast öll þau mistök sem gerð hafa verið víða um Evrópu því að Ísland er í raun um 10–15 ár- um á eftir þeirri þróun sem verið hefur á meg- inlandinu. Íslensk stjórnvöld hafa í raun ekki tekist nægilega vel á við þetta viðfangsefni og lítil sem engin stefna mörkuð um hvernig aðlaga eigi út- lendinga að íslensku samfélagi. Sem dæmi má nefna að til eru lög um íslenskunám útlendinga, en lítil aðstaða er til að framfylgja ákvæðum lag- anna. Einnig virðast íslensk stjórnvöld vera að gera sömu mistök og þau dönsku í búsetumálum innflytjenda. Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað þessi þróun er langt gengin hér á landi og hætt- an sú að menn vakni upp við vondan draum ef ekkert er að gert.“ Erindi sitt flytur Eiríkur kl. 12 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar í JL-Húsinu, Hring- braut 121. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Málþing | Eiríkur Bergmann Einarsson gestur á málfundaröð ReykjavíkurAkademíunnar Fljótum við sofandi að feigðarósi?  Eiríkur Bergmann Einarsson fæddist í Reykjavík 1969. Hann lauk BA í stjórn- málafræði frá HÍ 1995. og kandídatsprófi í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1998. Hann legg- ur nú stund á dokt- orsnám við HÍ. Eiríkur starfaði sem blaðamað- ur á Helgarpóstinum og síðar framkvæmda- stjóri Leikfélags Íslands. Hann var verkefn- isstjóri Evrópumála hjá HÍ og upplýsinga- fulltrúi Evrópusambandsins gagnvart Íslandi. Eiríkur starfar nú sem dósent í stjórnmála- fræði við Háskólann á Bifröst. Eiríkur á tvö börn, Sólrúnu Rós og Einar Sigurð. Sambýlis- kona hans er Aino Freyja Järvelä leikari. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli. Í dag, 7. apríl, er75 ára Árni Valur Viggósson, rafvirkjameistari, Víðilundi 10c á Ak- ureyri. 60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn7. apríl, er sextugur Stefán Þór Þórsson. Stefán er búsettur í Kaup- mannahöfn, en hann verður staddur með fjölskyldu sinni á Norðvestur- Sjálandi á afmælisdaginn. Rúbínbrúðkaup | Í dag, 7. apríl, eiga 40 ára hjúskaparafmæli (rúbín) hjónin Anna Birgis og Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra hjá SÞ í New York. Þau urðu bæði 60 ára fyrr á þessu ári. Framburður og ambögur DANSKA/ÍSLENSKA – í framhaldi af grein Péturs Péturssonar í Vel- vakanda. Pétur minnist á danskan fram- burð. Hér tekur hann fyrir framburð á eftirnafninu Madsen (borið fram Massen). Ég get verið sammála Pétri þegar hann talar um lélegan dönskuframburð í útvarpi, t.d. And- ersen, sem iðulega er borið fram með d. Einn þulur ber af með dansk- an framburð, það er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. En verri finnst mér íslenskar am- bögur í fjölmiðlum, dæmi úr Rík- isútvarpinu nýlega: Upp úr öllu hófi. Vant við bundinn. Ef eitthvað skeð- ur út af. Annað hljóð komið í kopp- inn. Bæir hafa flosnað upp. Vinkað á báðar hendur. Víla okkur fyrir. Það versta sem getur skeð fyrir okkur. Fleira væri hægt að tína til. Með bestu kveðjum, Sigrid Østerby. Kosningaloforðin ELDRI borgarar og öryrkjar. Hafið þið ekki veitt því athygli að fyrir hverjar kosningar höfða stjórn- málaflokkarnir til gleymskunnar og lofa að gera hitt og þetta fyrir aldr- aða og öryrkja en að kosningum loknum, þegar þeir hafa fengið at- kvæðin, þá eru loforðin gleymd? Eiga eldri borgarar að treysta þeim sem eru á atkvæðaveiðum, lofa öllu fögru og gleyma svo öllu að kosningum loknum? Ég held ekki en hver verður að gera upp við sjálfan sig. Við höfum reynsluna af lof- orðum sem ekki er staðið við. Hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að standa við loforð sín? Þið munuð sjá að allir segja það sama: „Við stöndum við loforðin.“ En hverjum er hægt að treysta? Sennilega engum því allir eru á hött- unum eftir atkvæðum. Nú þegar maður opnar blöðin heyrir maður neyðarhróp frá fram- sóknarmönnum, líkt og frá skipverja sem hefur yfirgefið sökkvandi fley. Þetta blasir við okkur kjósendum í dag. Og ekki er það fagurt. Gunnar G. Bjartmarsson. Um lélega símaþjónustu MIG langar til að biðja verslunareig- endur að taka fram að þeir hafi enga símaþjónustu því það er orðið ómögulegt að ná í verslanir í gegn- um síma. Það er bara ekki svarað í síma. Ef hringt er í fyrirtæki koma formálar um að hringja í allt að 5 að- ila og spiluð tónlist. Fólk sem er ekki vant þessu veit ekki sitt rjúkandi ráð. Því er einfaldast að auglýsa að það sé engin símaþjónusta því þetta er orðið allt of flókið, sérstaklega fyrir eldra fólk. Viðskiptavinur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Á útsoginu. Norður ♠ÁD ♥84 ♦K8752 ♣D764 Vestur Austur ♠G852 ♠K964 ♥D953 ♥G106 ♦ÁD ♦10963 ♣852 ♣103 Suður ♠1073 ♥ÁK72 ♦G4 ♣ÁKG9 Um daginn sáum við spil frá Ís- landsmótinu þar sem upp kom (næst- um því) þvingun í þremur litum og var einn liturinn tromp. Þvingunin var hefðbundin í þeim skilningi að milli- hönd var í vanda, en hitt er líka til að bakhönd lendi í sambærilegri klípu. Þá er talað um „þvingun á útsoginu“. Suður spilar fimm lauf. Út kemur smár spaði, sagnhafi svínar, en austur drepur með kóng og skiptir yfir í tromp. Það er tekið heima og tígli spilað að blindum. Vest- ur verst vel með því að dúkka og tíg- ulkóngur blinds á slaginn. Aftur er tígli spilað til vesturs, sem svarar með öðru trompi. Nú er rétt að staldra við og meta stöðuna. Þótt hægt sé að ná sex slögum á tromp dugir það aðeins í tíu í allt. Fimmta tígulinn þarf að fría, en svo er að sjá sem eina innkomu vanti í borð. En lítum á: Sagnhafi spilar spaða á ás og trompar tígul. Tekur svo ÁK í hjarta og stingur hjarta. Þá er komin upp eftirfarandi staða: Norður ♠-- ♥-- ♦87 ♣D Vestur Austur ♠G ♠96 ♥D ♥-- ♦-- ♦10 ♣8 ♣-- Suður ♠10 ♥7 ♦-- ♣K Sagnhafi spilar tígli úr borði og trompar með kóng. Og viti menn – vestur er þvingaður í þremur litum! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 a6 6. b3 Bb4 7. Bd2 Rbd7 8. Bd3 0–0 9. 0–0 Bd6 10. Dc2 He8 11. e4 dxc4 12. Bxc4 b5 13. Bd3 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Rxe5 Bxe5 16. Had1 Rg4 17. h3 Dh4 18. Be1 Dh6 19. Bd2 Dh4 20. Be1 Dh6 21. Bd2 g5 22. Be2 Rh2 23. Hfe1 Dh4 24. Dd3 g4 25. De3 He6 26. Bc1 Hg6 27. g3 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Ísraelski stórmeistarinn Sergei Erenburg (2.573) hafði svart gegn enska skákmanninum Lorin D’Costa (2.386). 27. … Rf3+! 28. Bxf3 gxf3 29. Dxf3 Bxg3! og hvítur gafst upp. Erenburg þessi tók einn- ig þátt í Glitnismótinu í hraðskák og datt út í átta manna úrslitum gegn sigurvegara móts- ins, Magnus Carlsen. Í 32 manna úrslitum tefldi Ísraelinn við stórmeist- arann Þröst Þórhallsson og bar sigur úr býtum í fyrri skákinni og í þeirri síðari náði hann að halda jöfnu eftir að hafa ítrek- að truflað Þröst með því að kalla yfir salinn að hann mætti ekki leika með báðum höndum. Þessar fullyrðingar Ísr- aelans áttu sér enga stoð í raunveruleikanum og svo virðist sem enginn skákdómari hafi fylgst með viðureigninni eða að þessi háttsemi hafi af þeim verið látin óátalin. Þegar sig- urinn lá fyrir fagnaði Ísraelinn af inn- lifun og við það gat umsjónarmaður Skákhornsins ekki orða bundist og lét ljós sitt skína með beinskeyttum at- hugasemdum eins og áhorfendur tíu- frétta Ríkissjónvarpsins gátu orðið vitni að. Einn skákdómari Glitn- ismótsins komst svo að orði í pistli sínum á www.sjonar.hornid.is. að stórmeistarinn frá Ísrael hefði með þessu fengið „það óþvegið“ en hvorki þar né í sjónvarpsfréttum var reynt að skýra frá aðdraganda uppá- komunnar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar stendur á föstudag fyrir áttundu og næstsíðustu hádegistónleikunum í röðinni „Litlar freistingar“ í Ket- ilhúsinu á Akureyri. Að þessu sinni koma fram Sigríður Aðalsteins- dóttir messósópran og Daníel Þor- steinsson píanóleikari og hefjast tónleikarnir klukkan 12.15. Þeir eru haldnir í samvinnu við Einar Geirsson, landsliðskokk á Karólínu restaurant, sem framreiðir létta rétti í stíl við tónlistina. Á efnisskránni eru sex lítil verk eftir Franz Schubert (1797–1828); Der Tod und das Mädchen op. 7 nr 3, Nachtstück op. 33 nr 2, Rastlose Liebe op. 5 nr 1, Auf dem Wasser zu singen op. 72, Lob der Tränen op. 13 nr 2 og Im Frühling, Nachlaß, Lfg 25. Schubert í tali og tónum Sigríður Aðalsteinsdóttir Daníel Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.