Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég get vart trúað því að hann Haukur minn sé farinn frá okkur. Farinn og kem- ur aldrei aftur. Það síðasta sem ég heyrði frá honum var þegar ég sendi honum sms um hvort hann væri lifandi og hann svaraði því með því að segjast elska mig, já, hann kunni alltaf að bræða mann blessaður. Hann var svo góð og saklaus sál, trúði alltaf á það góða í öllum, í hans augum var enginn alslæmur og brenndi hann sig oft á þeim sem not- færðu sér góðsemd hans. Hann Haukur minn átti ekki auð- velt líf, pabbi okkar deyr þegar hann var tíu ára og jafnaði hann sig aldrei á því. Hann var líka með taugasjúk- dóminn Tourette-syndrome sem kom fram í kækjum þegar hann var yngri en þegar hann eltist sagði hann við mömmu okkar að Tourettið væri komið inn í sálina og kom það fram í alls kyns þráhyggju og áráttu. Um verslunarmannahelgina 1998 lendir Haukur í því að velta bílnum sínum með fullan bíl af vinum og einn þeirra, hann Jói, lést. Dauði Jóa hafði mjög mikil og djúpstæð áhrif á líf Hauks og kenndi hann sér um dauða hans. Fyrst um sinn missti hann alveg trúna á Guð. En trúin kom aftur og var hann mjög virkur í Hvítasunnusöfnuðinum. Hann lofaði Guð og á tímabili sagði hann ,,Guð blessi þig“ í annarri hverri setningu. Í raun má segja að seinni árin í lífi Hauks hafi hann skipst á um að leiða fíkniefnadjöfulinn og Guð en oftast var það Guð. Ég hugsa til hans núna og sé hann fyrir mér alveg ljóslifandi þegar hann sá Brynju Björk mína í fyrsta skiptið, hann horfði á hana og gapti, leit svo á mig og sagði: ,,Vá hvað hún er falleg, maður,“ og brosti svo sínu HAUKUR KRISTÓFERSSON ✝ Haukur Kristó-fersson fæddist á Selfossi 27. sept- ember 1979. Hann lést á Selfossi 19. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 30. mars. blíðasta brosi. Svo þegar hún varð eins árs í janúar sl. kom hann Haukur minn með gítarinn sinn og spilaði fyrir Brynju Björk og Sverri Leó inni í herbergi og þau skemmtu sér konung- lega með stóra frænda. Þessar minningar og margar, margar fleiri munu ylja mér um hjartarætur þar til ég hitti hann aftur. Elsku Haukur minn, knúsaðu hann pabba okkar frá mér. Ég elska ykkur. Þín litla systir Katrín og fjölskylda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Haukur var góður frændi og vin- ur. Hann gerði margt fyrir mig. Hann var góður að spila á gítar og ætlaði að kenna mér að spila á gítar. Við sömdum einu sinni tvö lög á gít- arinn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning þín og Guð veri með þér, elsku frændi. Þinn Sverrir Leó. Jæja, þá er að reyna að rifja eitt- hvað upp, Haukur minn. Það hefur verið erfitt að sætta sig það að þú sért farinn. En ég get ekki verið annað en þakklátur fyrir þessi 13 ár sem við þekktumst. Þú hafðir svo margt fram að bjóða og það er margt sem þú hafðir fram yfir svo marga aðra. Það sem mér finnst svo merki- legt Haukur er að ég heyrði þig aldr- ei tala illa um nokkurn mann, það var bara aldrei inni í myndinni hjá þér. Líka það ef þér fannst þú hafa gert einhverjum eitthvað þá varstu fljótur að koma og biðjast fyrirgefn- ingar. Það er erfitt að pikka út ein- hverjar minningar sem við áttum saman því við vorum þekktir fyrir að gera eitthvað sem engum öðrum datt í hug. En það sem mér fannst svo skemmtilegt við þig var það hvernig þú varst heill í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var aldrei neitt fals í því sem þú gerðir. Og þú varst líka djarfur að játa trú þína á Jesú Krist. Ég man það þegar við vorum úti í náttúrunni hvað þú naust þín mikið, sérstaklega þegar við fórum upp á fjallið Þríhyrning, hvernig þú upplifðir Drottin í náttúrunni og varst svo glaður að vera meðvitaður um að þetta var sköpun Guðs. Síðustu ár þín sem þú gekkst með Guði vildir þú aldrei lyfta sjálfum þér á stall, og hvernig þú varst ákaf- ur að biðja öllum stundum. Stundum skildi ég ekkert í því af hverju þú varst svo oft á hnjánum á bæn á miðjum samkomum. En þetta var það sem þú varst trúr í. Ég veit í rauninni ekki hvað ég á að segja meira en ég er allavega þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka utan um þig, bróðir, og segja þér að ég myndi elska þig. Þú ert einn besti vinur sem ég hef nokkurn tímann átt og þú lifir í minningunni um ókomna tíð. En núna ert þú í dýrðinni í Para- dís og það kæmi mér ekkert á óvart að akkúrat á þessari stundu værir þú með gítar þér um háls að lofa Guð. En nú kveð ég að sinni, bróðir minn kær, og ég hlakka til að hitta þig aft- ur á himnum. Ég var týndur, en nú ég fundinn er í þér. Ég var brotinn, en þú læknaðir mig. Ég var sekur, en þú sýknaðir mig. Ég var blindur, enn nú ég sé. Kærleikur þinn færir mig til þín. Gæska þín fær mig niður á hnén. Nú á ég mitt líf í þér, því þú hefur bjargað mér. Ég á líf, líf í fullri gnægð. (Sigvarður Halldóruson.) Kveðja. Sigvarður. Það er svo langt síðan ég sá þig þótt það sé ekki nema um mánuður. Ég hef saknað þín frá því þú fórst héðan. Þó svo að þú sért farinn af þessari jörð þá veit ég að þú ert og munt alltaf vera hluti af öllum þeim sem hafa haft þann heiður að kynn- ast þér. Minningin um þig er sterk og mun ekki minnka með tímanum því þú hefur haft miklu meiri áhrif á mig en nokkurn grunar. Þú varst mikill maður, hvort sem litið er á það með trúarlegum eða mannlegum augum. Þú vast alltaf talandi um Guð, Jesú og biblíuna og þú varst alltaf með kærleikann í fararbroddi og horfi ég á það sem einkenni lífs þíns: glaður, brosandi, hress strákur alltaf tilbúinn til að rétta hjálpar- hönd. Ég vildi að ég hefði sýnt þér sama bróðurkærleik og þú sýndir mér þegar þú stóðst trúfastur og baðst mig aftur til Guðs. Það gleður mig samt að þú sért kominn heim til pabba og getir núna haldið áfram að spila á gítarinn þinn og slakað á í englalofgjörð Guðs. Núna er þinn tími í herdeildinni lið- inn og þú varst lykilmaðurinn í mörgum bardögum þar sem sigrarn- ir voru ávallt stórir. Ég bíð bara eftir að fá að hitta þig aftur hjá Guði og þakka þér fyrir allt sem við áttum saman. Eina sem ég get sagt er dýrð sé Guði fyrir að hafa skapað þig og ég mun ávallt minnast þín og ég sakna þín mikið en ég veit að þú ert á miklu betri stað núna. Árni V. Magnússon. Elsku Haukur. Orð geta ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín og hversu erfitt það er að vita að þú sért farinn. Og að við munum ekki hittast og tala saman í einhvern tíma. En það er svo yndislegt að vita til þess að við munum hittast aftur og þú munt taka utan um mig aftur og segja: „Drottinn blessi þig, systir.“ Ég vil þakka þér fyrir hversu ólýs- anlega góður vinur þú varst, þú gafst þér alltaf tíma til þess að hjálpa vin- um þínum ef eitthvað var að. Og er ég þér svo þakklát fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig á erfiðum tímum og beðið með mér. Þú varst svo góð- ur strákur sem gafst bara gott frá þér og sást alltaf eitthvað gott í öllu. Meira að segja ljótu gólfteppunum heima hjá Birnu sem þú sagðir að væru bara mjög fín teppi. Þetta er svo skýrt dæmi til þess að lýsa þér, sama hvað það var, þá sástu alltaf það góða. Aldrei það slæma. Enda skein frá þér fallegt ljós og maður sá að í þér bjó ekkert slæmt. Aldrei heyrði maður þig tala neitt illt til annars manns heldur stóðst ævin- lega upp öðrum til varnar. Þú komst alltaf svo hreint fram og sagðir það sem lá þér á hjarta og vildi ég geta fengið annað tækifæri til þess að segja sömu fallegu hlutina við þig og þú sagðir við mig því að í hjartanu er ég með alveg endalaust af fallegum hlutum sem ég vildi geta sagt við þig. Mér finnst það forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem vin og þú skil- ur svo margt eftir þig sem ég ætla að taka mér til fyrirmyndar. Þú skilur eftir þig svo margar minningar sem ég mun varðveita alla ævi. Þú með ljósa hárið, bláu augun og svo fallegt og hreint hjarta sem tilheyrði Guði. Þess vegna veit ég að þú ert núna hjá Guði með gítarinn þinn og bíður eftir mér. Ljósið þitt sem skein svo skært lifir í hjarta mínu. Þetta ljós var mér fært beint frá hjarta þínu. Á gítarinn þú glamrar nú í heilum englaher. Hafðir þú svo sanna trú að Guð er nú með þér. Hvern dag er ég hugsa um þig, tár mín niður streyma. Viltu, Jesú, fyrir mig elsku Haukinn geyma? Ásta Guðmundsdóttir. Nú ert þú hjá Jesú, minn kæri bróðir í Kristi, til fundar við Hann fórstu á undan okkur öllum systk- inum þínum, eldri sem yngri. En, Haukur minn, það að þú ert farinn á undan okkur lýsir því ein- mitt hvernig strákur þú varst, hvernig ég kynntist þér í Rockville og þar til fyrir þremur vikum að þú kvaddir okkur í Byrginu til að ganga út og finna haga, þá áttir þú við að fara í trúboð. Í tæp fimm ár gaf Guð okkur, þér og mér, að ganga saman veginn leiddir af Heilögum Anda Guðs. Anda sannleikans, sem upp- lýsti okkur veginn að við mættum kynnast betur hvor öðrum og læra að þekkja Guð betur saman. En þar sem við, ég og þú, vorum tveir, vor- um við þrír, Jesú var alltaf mitt á meðal okkar og vegna þess mynd- aðist þessi djúpi bróðurkærleikur á milli okkar, og við stóðum jafnir frammi fyrir Guði föður, Abba föður. „Vááaa. Gummi, váaaa hvað það er gott að segja þetta núna, Abba Fað- ir,“ sagðir þú eitt sinn þegar við sát- um saman og vorum að tala um lífið sjálft sem er Jesús. Þannig lýsi ég best viðtalstímum okkar. Í raun ætti ég að segja samtölum okkar, en ég, í stöðu ráðgjafa þíns, fékk oft svo mik- ið út úr þessum samtölum að engu líkara var en þú værir ráðgjafinn minn. Haukur, nú hefur þú enn og aftur komist fram úr okkur hinum, þú ert kominn þangað sem allt er í öllum, en Guð er, ÉG er. Guð einn veit það, Haukur minn, kæri bróðir, hvenær við fáum aftur viðtals-samtals-tíma. En núna ættir þú að fara til Abba Föður, Hans Pabba í himninum, og fá lánaða hjá Honum bókina, þessa sem í eru og verða skráðir þeir sem fylgja honum og gera orðið Hans. Og bókaðu viðtalstíma fyrir okkur, sam- verustund þegar ég kem heim til Jesú, þú varst nefnilega ekki búinn að segja mér allt um þig og ég ekki sömuleiðis búinn að segja þér allt um mig, en þú Haukur hefðir endað þetta svona: „Frábært, góóóður. Hallelúja. Amen.“ Þinn bróðir í Kristi, Guðmundur Jónsson. Elsku litli vinur minn, mikið þótti mér vænt um þig. Og ég mun aldrei gleyma þér. Því að vinskapur okkar var svo einlægur og barnalegur. Við höfðum svipuð barnsleg viðhorf til lífsins. Sem betur fer kynntist ég þér því að við skildum hvort annað. Við gátum verið bara við sjálf, ekkert fals. Þú ert laus við allt fals. Manstu þegar við hlupum saman hringinn í Rockville, gjörsamlega eins og litlir kálfar og skellihlógum, blessuðum allt sem varð á vegi okkar, fannst að við gætum sigrað heiminn. Svo mikil var gleðin að losna undan fíkniefna- djöflinum. Við gerðum mörg frábær plön um hvernig við gætum látið gott af okkur leiða og ég mun standa við planið okkar um að hjálpa börn- um. Ég sakna þín, Haukur, og man þig með ljósu krullurnar, bláu sí- spyrjandi augun að róla með mér. Manstu þegar við vorum að ræða hvaða plan Guð hefði fyrir okkur á meðan við róluðum? Þú peppaðir mig alltaf upp, alveg sama hvað þér leið illa þá áttir þú skýringu á yndislegan, bjartsýnan hátt. Ég gæti skrifað um þig endalaust. Núna veit ég hvert þitt plan er, elsku vinur minn. Þú sagðist alltaf ætla að vera hermaður Guðs. Ég veit að þú ert það, ég mun gera mitt til þess að heiðra minningu þína. Ég mun aldrei setja út á teppin heima hjá mér aftur. Þú varst svo hneykslaður á mér enda léstu mig draga vers og manstu að ég dró: Þakka drottni fyrir landið góða sem hann gaf þér. Þú hlóst ekkert smá mikið að mér. Þú kenndir mér svo margt á svo stuttum tíma. Varst alltaf svo já- kvæður og bjartsýnn. Meira að segja fyrirgafst mér þegar ég elti þig og lét henda þér út. Allt til þess að vernda ykkur Önnu lúðu. Ég veit að síðustu vikuna varstu að leita að mér og ég vildi óska þess að þú hefðir náð í mig. Veit að þú þurftir að tala. Þegar ég var að taka til föt á mig fyrir jarðarförina þína fann ég svo fyrir þér. Fannst þú biðja mig um að klæðast ekki svörtu því að þú værir glaður og loks frjáls. Ég fór eftir því, vinur minn, fyrir þig og fylgdi þér þannig til grafar. Ég lofa þér því að vonin missir aldrei vængi sína. Lengi átti ég í illu stríði við ósýnilegan mann. Hann ólán var sem elti mig og alltaf gegn mér vann. En lífið síðar kenndi mér að sjálfur var ég hann. Birna Sara. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÁGÚST BJARNASON, Smyrlabjörgum, sem andaðist sunnudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju laugardag- inn 8. apríl kl. 14:00. Halldóra Jónsdóttir, Helgi Karlsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jón Karlsson, Hólmfríður Traustadóttir, Guðni Karlsson, Jóna Sigjónsdóttir, Einar Karlsson, Halldóra Ingólfsdóttir, Sigurbjörn Karlsson, Laufey Helgadóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Sigurður Benediktsson, Haukur Karlsson, Hafey Einarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI STEFÁNSSON húsasmíðameistari frá Mjóanesi, Einbúablá 40, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 8. apríl kl. 14:00. Þuríður Margrét Haraldsdóttir, Björn Marinó Pálmason, Kristín Þorvaldsdóttir, Stefán Sveinn Pálmason, Drífa Sigurðardóttir, Flosi Pálmason, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Þórunn María Pálmadóttir, Stefán Hjörleifur Snorrason og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar og vinur, ARNÓR LÚÐVÍK HANSSON, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stóra Dalskirkju, Vestur- Eyjafjöllum, laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Árni Kr. Hansson, Þorsteinn Hansson, Ragnheiður Sigríður Valdimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.